Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 51 í vígbúnaðarmálum. Ef tilgangur þeirra er raunverulega sá að ganga til liðs við okkur í því skyni að koma á stöðugleika og auknu trausti þá er ástæða til að ætla að einnig sé unnt að ná árangri á þessu sviði.“ Virðing fyrir gerð- um samningum Þriðrja atriðið sem Paul Nitze kvaðst vilja nefna í þessu sambandi sagði hann vera þá skýlausu kröfu að ákvæði gerðra samninga væru virt. „Það er algjörlega nauðsyn- legt að ákvæði gerðra afvopnunar- samninga séu virt. Einsog kunnugt er höfum við skjalfest brot Sovét- manna á þeim samningum sem gerðir hafa verið. Alvarlegasta brotið, að okkar dómi, er bygging ratsjárstöðvarinnar í Krasnoyarsk í Síberíu sem brýtur í bága við ákvæði ABM-sáttmálans. Gorbach- ev aðalritari hefír tilkynnt, að framkvæmdir í Krasnoyarsk verði stöðvaðar í eitt ár og leggur hann til um leið, að við hættum við að endurbæta úrelt ratsjárkerfí okkar á Englandi. Þann dag sem framkvæmdimar hófust í Krasnoyarsk voru Sovét- menn að bijóta gegn ABM-samn- ingnum. Endurbætur okkar á ratsjártækjum á Englandi em í samræmi við kröfur tímans og leyfí- legar samkvæmt ABM-samningn- um. Við getum ekki borið saman framkvæmdir, sem em leyfílegar samkvæmt samningnum og þær, sem gerðar em í blóra við hann. En hvað sem því líður þá hefír náðst samkomulag milli okkar og Sovét- manna um að aðstoðamtanríkisráð- herrar ríkjanna hittist til að jafna ágreining milli okkar í þessum málum. Fyrsta verkefni aðstoðamtanrík- isráðherranna er þeir koma saman til fundar í Genf verður að leita leiða til að tryggja að ákvæði samn- inga um friðsamlegar tilraunir með kjamorkuvopn verði virt. Þegar slíkt samkomulag er í höfn getum við farið að gera okkur vonir um samninga um algjört bann við kjamorkusprengingum í tilrauna- skyni, sem ættu að lokum að geta leitt til algjörs banns við fram- leiðslu kjamorkuvopna," sagði Nitze. Hefðbundinn her- afli í Evrópu Paul Nitze ræddi að lokum ósam- ræmi í herafla ríkja Varsjárbanda- lagsins og aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins í Evrópu. Þetta mál hefur verið mikið til umræðu allt frá því að risaveldin náðu sam- komulagi um að stefna að útrým- ingu meðal- og skammdrægra kjamorkuflauga í Evrópu. Ákveðnir sérfræðingar hafa fullyrt að vænt- anlegt samkomulag veiki vamir NATO í Evrópu, sem hvílt hafa á fælingarmætti kjamorkuvopna og hugmyndinni um sveigjanleg við- brögð á átakatímum. Sökum þessa Paul Nitze ráðgjafi Bandaríkja- forseta í afvopnunarmálum. hafa NATO-ríkin ekki lagt jafn mikla áherslu á vamarmátt hins hefðbundna herafla og Varsjár- bandalagið. Ríki Varsjárbandalags- ins njóta af þessum sökum mikilla yfírburða á þessu sviði bæði hvað varðar mannafla og hergögn. Nitze viðurkenndi að aðildarríki Atlantshafsbandalagsins stæðu frammi fyrir ákveðnum vanda varð- andi hinn hefðbundna herafla. En hann benti jafnframt á, að um þess- ar mundir stæði yfír ráðstefna 23 Evrópuþjóða í Vínarborg (MBFR- viðræðumar), þar sem fjallað er um fækkun heija í Evrópu. „Sovétmenn hafa gert tilraunir til þess, að fá okkur til að ræða við þá eina um fækkun heija. Svar okkar var, að við gætum ekki geng- ið fram hjá bandamönnum okkar og myndum ekki gera það. Við er- um hins vegar reiðubúnir til, að ræða þetta mál og gera drög að samningi. Hins vegar er það ljóst að meðan NATO byggir vamir sínar á fælingarmætti kjarnorkuvopna er nauðsynlegt að halda áfram að gera tilraunir með þess háttar vopnabún- að,“ sagði Nitze. Að lokum ræddi Nitze notkun eiturefna í hemaði og minnti á að afstaða Bandaríkjastjómar í þeim efnum væri sú að stefna bæri að algjöru banni við notkun þess hátt- ar efna. Jafnframt væri mikilvægt að halda uppi ströngu og virku eftir- liti með framleiðslu eiturefna í hemaðarskyni. Höfundur er fréttáritari Morgun- blaðsins í Washington. Hhitafélag stofnað um útgáfu Bændablaðsíns BÆNDASYNIR, útgáfufélag Bændablaðsins, vinnur nú að undirbúningi stofnunar hlutafé- lags til að taka við rekstri blaðsins í byrjun næsta árs. í frétt frá félaginu kemur fram að tilgangurinn með hlutafélags- stofnuninni er að koma fastara rekstrarformi á útgáfuna og styrkja tengsl blaðsins við bænd- ur og aðra áhugamenn um landbúnað og landsbyggðamál. Bændasynir hafa gefið Bænda- blaðið út frá því í vor, alls 5 tölublöð. Hlutabréf verða seld á almennum markaði. í fréttatilkynningunni kemur fram að einkum er höfðað til einstaklinga og ekki er leyft að einn aðili kaupi meirihluta hlutafjár. í stofnsamningi hins nýja hluta- félags er sérstaklega tekið fram að tilgangur félagsins sé útgáfustarf- semi í þágu bænda og landsbyggð- ar. „Það er staðföst trú þeirra sem að félagi þessu standa að full þörf sé á blaði sem tekur málstað lands- byggðar og að Bændablaðið hafi unnið sér þá tiltrú og það traust meðal bænda að vera þeim vanda vaxið. í því skiptir miklu að stofn- endur félagsins eiga rætur á landsbyggðinni og ætlunin er að færa útgáfu blaðsins í auknum mæli út á land með stofnun umboðs- skrifstofa í sem flestur landsfjórð- ungum. Nú þegar hefur blaðið opnað skrifstofu í Eyjafirði og rekstur hennar skilað góðum ár- angri. Ef vel tekst til með söfnun hlutafjár og reksturinn ekki verr en verið hefur er í bígerð að auka útgáfu félagsins með útgáfu dreif- býlisblaðs sem kæmi út mánaðar- lega en áskrift að blöðunum yrði sameiginleg," segir í frétt frá Bændasonum. NÝJAR BÆICUR NÝJAR BÆKUR NÝJAR BÆKUR NÝJAR B/EKUR NÝJAR B/EKUR - Tvær nýjar bækur Gerist áskrifendur, það borgar sig. Tvær bækur í mán- uði kosta aðeins kr. 620. Hringið í áskriftarsíma 96-24966. NÝJAR BÆKUR NÝJAR B/EKUR NÝJAR B/EKUR NÝJAR B/EKUR NVJAR BÆKUR ÞAÐ ER ENGIN SPURNING AÐ AIWA ERBETRA Einstakt tilboð!!! CP 550. Útvarp með LB, MB, FM og SW. Magnari 2x30w. 5 banda tónjafnari. Tvöfalt segulband með „High Speed Dubbing", Metal, CR02. Plötuspilari hálfsjálfvirkur, teng- ing fyrir C.D. Hátalarar 50w. Frábær tóngæði f rá Al W A VERÐ AÐEINS KR. 31.980.- Ef þú berð saman verð og gæði þá sérðu að kaupin gerast ekki betri. OPIÐ TIL KL.4 LAUGARDAGA. ATH.: Þetta er aðeins ein af mörgum frábærum stæðum frá AIWA Sendum í póstkröfu. Líttu við. D i . i Kaaiooær Ármúla 38 (Selmúlamegin), 105 Reykjavík. Símar: 31133 - 83177. Pósthólf 8933. Söluaðilar: Reykjavík: Hagkaup.Skeifunni. Sauðárkrókur: Radíólinan. Hagkaup, Kringlunni. Húsavík: Radíóver. Nesco, Laugavegi. Kópavogur: Tónborg. Akureyri: Tónabúðin. Akranes: Skagaradió. Egilsstaðir: Verslunarfélag Austurlands, Fellabæ. Borgarnes: Shellstöðin. Skagaströnd: Söluskálinn. Bolungarvik: Versl. Jóns Fr. Einarssonar. T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.