Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 57 Verslunin Hvammur 30 ára; Það stendur enginn í þessu nema hafa ánægju af vinnunni Jóhann Jónsson kaupmaður, lengst til vinstri, ásamt starfsfólki í versluninni, talið frá vinstri: Jóhann Jóhannsson, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, eiginkona Jóhanns, Helena Harðardóttir, Olga Gunnarsdóttir og Eyjólfur Harðarson. Norræna félagið og Norræna húsið: Norræn vika á Austurlandi - segir Jóhann Jónsson kaup- maður í Olafsvík Ólafsvík. VERSLUNIN Hvammur í Ól- afsvik átti 30 ára starfsafmæli. í tilefni þess átti fréttaritari stutt spjall við Jóhann Jónsson kaup- mann sem hefur átt og rekið verslunina frá upphafi. „Tildrögin að stofnun verslunar- innar," segir Jóhann, „voru þau að ég vann í verslun Axels Sigurgeirs- sonar í Barmahlíð 8 í nokkur ár. Axel heitinn og kona hans, Guðríð- ur Þorgeirsdóttir, hvöttu mig til að setja á stofn verslun hér heima í Ólafsvík og úr því varð Hvammur. Axel heitinn studdi mig með ráðum og dáð fyrstu skrefín t.d. við inn- kaup sem voru meira mál í þá daga en nú er, bæði hvað varðar að fá yfírleitt vörur og standa skil á þeim. Það má segja að þau hjónin hafí verið mér sem foreldrar. Hvammur var með tvo starfsmenn fyrstu árin og húsnæðið var 50-60 fm. Vöru- flokkar voru þá mun færri, bæði var minna úrval í innflutningi og auk þess minni kröfur um fjöl- breytni en nú er. Þá var erfítt með aðdrætti, samgöngur voru verri og engin hjálpartæki, svo sem pallar og vörutrillur." „Nú eru gerðar miklu meiri kröf- ur um vöruúrval," segir Jóhann, „og því reynir maður að mæta, til þess þarf m.a. meira pláss. 1973 flutti Hvammur í nær tífalt stærra hús- næði en í byijun var, þó leifir ekki af plássinu. Starfsmenn eru nú fimm til sex og nóg að starfa. Vinnudagurinn er oft langur. Ég er kannski í gamla tímanum með að láta verkefnin ráða vinnudegin- um en það verður svo að vera. En það stendur enginn í þessu nema hafa ánægju af vinnunni. Eitt af því ánægjulega eru tengslin við við- skiptavinina. Allmargir þeirra hafa verslað við búðina öll árin og eru þær að minna mig á þetta konumar þessa dagana." Að lokum sagði Jóhann: „Nei, ég er ekki búinn í kvöld, ég á eftir að setja saman vörupöntun fyrir morgundaginn og taka til greiðslur í bankann. Það bíða margir eftir þessum aurum.“ - Helgi. Endurútgef- in bók um Siggu Viggu ísafoldarprentsmiðja hf. hefur endurútgefið bókina Siggu Viggu og börnin i bænum eftir Betty MacDonald. í fréttatilkynningu frá útgefanda segir að í bókinni segi frá Siggu Viggu, skrítinni konu sem býr í húsi á hvolfi og leikur sér við böm. Allir bæði böm og foreldrar leita til Siggu Viggu og hún kann ráð við öllu. Sigga Vigga og bömin í bænum kom fyrst út árið 1949. Bókin er nú myndskreytt nýjum teikningum Elínar Jóhannsdóttur, 98 bls. að stærð. NORRÆNA félagið og Norræna húsið hafa undanfarin ár beitt sér fyrir norrænum kynningar- vikum úti á landsbyggðinni í samvinnu við sveitarfélög og fé- lagsdeildir Norræna félagsins á viðkomandi stöðum. Þessar nor- rænu vikur hafa verið haldnar tvisvar á ári, vor og haust. Nú verður efnt til slíkrar kynningar- viku á Austurlandi i annað sinn, nú i samvinnu við bæjarstjómir EgUsstaða og Neskaupstaðar, sveitarstjóm Reyðarfjarðar- hrepps og félagsdeildir Norræna félagsins á nefndum stöðum. A Reyðarfirði hófst kynningar- vikan föstudaginn 20. nóvember með Færeyjavöku og síðan fylgdu þijár norrænar kvikmyndir í kjöl- farið. Dagskráin fer fram í Félags- lundi. Á Egilsstöðum hefst vikan laug- ardaginn 21. nóvember með Færeyjavöku. Önnur dagskráratriði verða: Sænskt ljóða- og vísnakvöld, Ibsen-kvöld, fínnsk grafík-sýning og sýndar verða þijár norrænar kvikmyndir. Norrænni viku á Egils- stöðum lýkur 30. nóvember. Dagskráin fer fram á Hótel Vala- skjálf. í Neskaupstað hefst vikan fimmtudaginn 26. nóvember með sænsku ljóða- og vísnakvöldi. Önn- ur dagskráratriði verða: Dagskrá um H.C. Andersen, Ibsen-kvöld, dönsk grafíksýning og sýndar verða sex norrænar kvikmyndir. Nor- rænni viku í Neskaupstað lýkur 2. desember. Dagskráin fer fram í Egilsbúð. Frá og með mánudegi 23. nóvem- ber verða norrænar bækur til útláns í bókasöfnunum á Egilsstöðum, Reyðarfirði, Seyðisfirði og í Nes- kaupstað. Ifyrir utan bæjarstjómir Egils- staða og Neskaupstaðar, sveitar- stjóm Reyðarfjarðarhrepps og félagsdeildir Norræna félagsins á fyrrgreindum stöðum, hafa eftir- taldir aðstoðað við að koma þessari kynningardagskrá á laggimar og gera hana framkvæmanlega: Flug- leiðir hf., Háskólabíó, fínnska og danska sendiráðið og flytjendur dagskrár. Em þeim öllum færðar þakkir fyrir aðstoðina. (Fréttatilkynning) Siglufjörður: Lágheið- in mokuð Siglufirði. VEGAGERÐIN á Sauðárkróki ætlar að láta moka Lágheiði i dag, laugardag, að sögn Gísla Felixsonar rekstrarstjóra. Þó var heiðin jeppafær í gær. Hér þykir það fréttnæmt og ánægjulegt að heiðin sé mokuð á þessum tíma, Vegagerðin lætur hana vanalega afskiptalausa yfir skammdegismánuðina. Lágheiðin styttir Siglfírðingum leiðina til Ak- ureyrar um 50-60 kílómetra. - Matthías Nýja Lottóvélin leysir þá gömlu afhólmi. Vertu ekki að vandræðast neitt með tölurnar þínar. Drífðu þig bara af stað og fáðu þér miða, þvínúer einmitt rétti tíminn til að vera með. Milljónir á hverjum laugardegi. Ky nnmgarþjonustan /SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.