Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 Bókmenntlr Jenna Jensdóttir Jólabókin Sögur úr flæmskum barnabók- um. Þýðendur: Systir Ólöf, séra H. Habets og Torfi Ólafsson. Útgefandi: Kaþólska kirkjan á íslandi 19S7. Smásögur þessar eru valdar og þýddar úr flæmskum bamabókum. Þær eru um margt ólíkar sögum sem nú eru almennt á boðstólum fyrir böm. Ef litið er til fortíðar eiga þær flest sammerkt með þeim þýddu smásögum sem birtust fyrir áratugum í Æskunni, Unga íslandi eða Ljósberanum, svo eitthvað sé nefnt. Meginefni þessara sagna á sér rætur í kærleika og góðvild. Gleði sem tendrast í hug einstaklingsins við það að gleðja aðra, geta orðið öðrum að liði er hinn rauði þráður hér. Predikun er hvergi að finna. Lífið er bara svona. Engin sam- keppni heldur sameiginleg lífsbar- átta með sínar dökku og björtu hliðar. Þar sem sterk löngun með- bræðra til að láta gott af sér leiða varpar birtu á veginn. Atján sögur eru í bókinni og þar af era tíu beinar jólasögur. Sumar þeirra gerast í nútímanum eins og Kærleikur og góðvild sagan um Margréti litlu sem flutti til Indlands og átti sín fyrstu jól þar í Rourkela. Óvæntur jólafögnuður er saga um endurfundi eftir stríð. Einhvem veginn finnst mér vanta í upphaf þeirrar sögu í samræmi við enda- lok. Jólagjafasögumar lýsa vel óeigingimi gefenda. Næmur skilningur á dýram kem- ur glöggt fram í sögunum um Pétur kanarífugl, asnann Kláus og í sög- unni um Hannes og úlfinn. Fyrsta sagan og sagan um eymalokka drottningarinnar ásamt sögunum af Lísu og Ninnu gefa sennilega sterkasta mynd af því að forsendur fyrir sannri lífshamingju felast ekki eingöngu í veraldlegum auðæfum. Hin fyrstu jól og Afi segir frá era báðar frá fæðingarbæ frelsar- ans. Stjama jólanna skín skært í sumum sagnanna, ekki síst í sög- unni frá Rússlandi. Þijár sögur í bókinni eru alshendis ólíkar hinum að efni til. Léttar sögur úr nútíman- um: Snjókarlinn, Siggi og Jói fljúga til tunglsins og Óli svarti. Efnisyfirlit er ekki að finna í bókinni og eigi er getið um hlut hvers þýðanda. Ég sakna þess. Þessi bók fer eflaust hljóðlega í bókaflóðinu samkvæmt eðli sínu. En slíkt er sorglegt af því að í sög- unum er slegið á þá strengi sem við viljum gjaman heyra óma hærra í mannúðarsnauðu þjóðfélagi — strengi sem aldrei mega slitna. Myndir í bókinni era margar og margbreytilegar. María Magdalena Erlendar baokur Jóhanna Kristjónsdóttir Luise Rinser: Mirjam Norsk þýðing Elsbeth Wessel Útg.Norsk Gyldendal 1987 ENN ein merk bók í norskri þýð- ingu frá Gyldendal, en nokkurra þeirra hefur verið getið I þessum dálkum að undanfömu. Luise Rinser var gestur á Bókmenntahátíðinni hér fyrir skömmu og bókin Miijiam að því er ég bezt veit nýjasta bók henn- ar og hefur vakið athygli víða. Miijampersóna Luise Rinser er okkur kunnust sem Maria Magdalena guðspjallanna. Miijam er hið ara- meiska nafn og notar Rinser þá útgáfu nafna á allar persónur bókar- innar. Þetta er eins og titillinn gefur til kynna frásögn Miijam, frá því hún hitti Jesúm. Höfundur reynir ekki að búa til nýjan Jesúm. En frásagan skerpir myndina sem við höfum lesið frá biblfUsagnaaldrinum. Luise Rinser fer einkar fijálslega með efnið og persónumar. Í guð- spjöllunum er víða vikið að konum þeim, sem vora í för með Jesúm og lærisveinunum, en þær era sjaldan nafngreindar. Höfundar hafa oft sa- mið sögur um þessar lítt nafnkunnu konur og með æði misjöfnum ár- angri. Og reyndar í ólíkum tilgangi stundum. María Magdalena er heldur ekki oft nefnd með nafni í guðspjöllunum, en hennar er þó jafnan getið sem þeirrar manneskju sem Jesús birtist fyrstur, upprisinn. Af því má svo draga ályktanir um að djúpt og merkilegt samband hefur verið milli þeirra. Þó að Luise Rinser beini sjónum sínum í þessari frásögn að því að lýsa hvemig María Magdalena upp- lifir tímann með Jesú og lærisveinun- um, er líka fróðlegt að lesa um þau skil, sem hún gerir Júdasi ískaríot og hún fjallar um hann á nærfæm- ari en meira spennandi hátt en ég hef áður séð í slíkum bókum. Hann Luise Rinser verður hvergi væmnislegur. Sú er bjargföst trúa höfundar að Júdas hafi verið sá lærisveinn, sem elskaði Jesúm mest, og vissulega er hann trúverðug persóna og hugsjónir hans sannfærandi. Að vísu tekst ekki til fullnustu að skýra það þegar Júdas selur Jesú í hendur óvinanna. En auðvelt er að skynja heitar og óbeizl- aðar tilfinningar hans og ég hafði ekki leitt að því hugann áður, hvílíkur zelóti Júdas gæti hafa verið. Viðfelldin einlægni kemur fram, þegar lærisveinamir og Miijam era einlægt að reyna að komast til botns í meistara sínum. Hver hann eigin- lega er. Óumdeilanlega meistari eða spámaður, - eða jafnvel Messías. En áður en þau hafa áttað sig, þurfa þau að ganga í gegnum alls konar hugarkvalir og togstreitan I sálum þeirra ekki langt undan. Luise Rinser hefur án efa sett sig vel inn í samtíma Jesú og hún hefur síðan hæfni og hugmyndaflug til að fara fijálslega og listilega með þekk- ingu sína. Án þess að hún muni raska að nokkra ráði söguskoðunum. Né heldur ætti hún að hneyksla neinn að ráði. Ljóðræn bók. Og eftirminni- leg. [ raðauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar 2ja herbergja íbúð óskast Óska eftir góðri 2ja herbergja íbúð til leigu. Reglusemi heitið og öruggum greiðslum. Uppl. í síma 79610 frá kl. 12.00-15.00. Sóknarfélagar - Sóknarfélagar Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 25. nóvember kl. 20.30 í Sóknarsalnum, Skip- holti 50A. Fundarefni: 1. Rætt um væntanlega samningagerð. 2. Önnur mál. Sýnið skírteini. Mætið stundvíslega. Stjórnin. Aðalfundur Byggingasamvinnufélags Kópavogs 1986 verður haldinn þriðjudaginn 8. desember 1987 kl. 20.00 á Nýbýlavegi 26, Kópavogi, (Lamb og fiskur). Á dagskrá eru reikningar 1986 og boðun framhaldsaðalfundar. BORCARA FLOKKMim -tlokkui með tramtið Borgaraflokkurinn í Reykjavík boðar til borgarafundar um fóstureyðingar- löggjöfina nk. fimmtudag, þann 26. nóvemb- er, kl. 20.30 í Glæsibæ. Frummælandi: Hulda Jensdóttir. Allir velkomnir. Nauðungaruppboð Þriðjudaginn 24. nóvember 1987 fara fram nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum í dómsal embættisins á Pólgötu 2 og hefjast þau kl. 14.00: Fjarðargötu 5, Þingeyri, þinglesinni eign Snorra Snorrasonar, eftir kröfu Lffeyrissjóðs Vestfirðinga. Funa ÍS-485, þinglesinni eign Halldórs Guðbrandssonar, eftir kröfu Karls Bjarnasonar. Heimabæ 2, ísafiröi, þinglesinni eign Form sf., eftir kröfu Gjald- heimtunnar í Reykjavik. Mánagötu 2, norðurenda, fsafirði, þinglesinni eign Svavars Pérusson- ar, eftir kröfum Lifeyrissjóðs Vestfirðinga, veöuéildar Landsbanka Islands og bæjarsjóðs ísafjarðar. Mjallargötu 6, neðri hæð, suðurenda, Isafirði, talinni eign Rósmund- ar Skarphéðinssonar, eftir kröfum innheimtumanns rikissjóös og veödeildar Landsbanka fslands. Stjórnin. STUDENTAFELAG REYKJAVf KUR STOFNAÐ 1871 Fullveldisfagnaður Stúdentafélags Reykjavíkur verður haldinn laugardaginn 28. nóvember 1987 íÁtthagasal Hótel Sögu Boðið er upp á glæsilegan kvöldverð. Inga Backmann söngkona kemur fram og ræða kvöldsins verður flutt af Jóni Erni Marinós- syni. Fjöldasöng er stjórnað af hinum landskunna „stuðmanni" Valdimar Örnólfs- syni. Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Borðapantanir í síma 673355. Stjórnin. Silfurtorgi 1, 3. hæð, ísafiröi, þinglesinni eign Helgu Brynjarsdóttur og Guðjóns Höskuldssonar, eftir kröfum Útvegsbanka fslands Reykjavík og Útvegsbanka fsiands ísafirði. Sólgötu 3, Isafirði, þinglesinni eign Jóns Benóný Hermannssonar, eftir kröfum innheimtumanns rikissjóðs og veðdeildar Landsbanka fslands. Sunnuholti 3, Isafirði, þinglesinni eign Sævars Gestssonar, eftir kröf- um Útvegsbanka fslands fsafirði og Landsbanka islands. Eftirtalin nauðungaruppboð fara fram á eignunum sjálfum: Smárateigi 6, Isafirði, þinglesinni eign Trausta M. Ágústssonar, eft- ir kröfum Verzlunarbanka íslands, bæjarsjóðs Isafjarðar og Lands- banka Islands, þriðjudaginn 24. nóvember 1987 kl. 10.00. Þriðja og sfðasta sala. Fjarðargötu 34a, Þingeyri, þinglesinni eign Vögnu Vagnsdóttur og Snorra Bergssonar, eftir kröfum Landsbanka Islands, Jóns G. Zoega hrl. og veödeildar Landsbanka Islands, föstudaginn 27. nóvember 1987 kl. 14.00. Þriðja og sfðasta sala. Bæjarfógetinn á Isafírði. Sýslumaðurinn i Isafjarðarsýslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.