Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 79 HANDKNATTLEIKUR / KEA-MOTIÐ HANDKNATTLEIKUR / SUPER CUP Alfreð ekkimeð á morgun Alfreð Gíslason verður ekki með islenska liðinu í leiknum gegn Pólveijum á morgun á Akureyri. Alfreð leikur gegn Portúgölum í dag á Húsavík, en síðan verður hann að hverfa á brott til Þýskalands til undirbúnings fyrir deildarleik á miðvikudginn Pólveijar unnu létt- an sigur Pólveijar unnu léttan sigur yfír Portugölum á KEA-hand- knattleiksmótinu á Akureyri í gærkvöldi, 27:16, eftir að þeir voru yfír, 13:7, í leikhíéi. Pólveijar náðu fljótlega yfirburðarstöðu, 10:3, sem þeir héldu út allan leikinn. Leslaw skoraði 9/1 mörk fyrir Pól- veija, Marek 6, Wenta 4/1. Was- ilewski, markvörður þeirra, varði tíu skot - þar af tvö víti. Gonöatves skoraði fjögur mörk fyr- ir Portugali og það gerði Lacerda einnig. hann skoraði þijú af mörk- um sínum úr vítaköstum. KEA-mótið heldur áfram í dag - á Húsavík. Pólland mætir ísrael kl. 15 og íslendingar leika gegn Port- ugölum. FÉLAGSLÍF Uppskeru- hátíð Valsmanna Knattspymudeild ' Vals heldur hina árlegu uppskeruhátíð sína á sunnudaginn. Hátíðin verður haldin í Broadway og hefst kl. 15. Veitt verða verðlaun og boðið upp á veitingar. Þá verða ýmsir skemmtikraftar í sviðsljósinu hjá Valsmönnum. Allir Valsmenn eru velkomnir. FRJÁLSAR Pétur bættisig í kúluvarpi Pétur Guðmundsson úr UBK bætti árangur sinn í kúlu- varpi á kastmóti ÍR sem fram fór í Laugardainum á fimmtu- daginn. Pétur varpaði kúlunni 18,78 metra. Hann átti áður best 18,64 metra. Þessi árangur er þriðji besti árangur íslendings í kúiuvarpi frá upphafí. Óskar Jakobsson og Hreinn Halldórs- son hafa kastaðnlengra. Morgunblaéið/Júlíus Bjarki SlgurAsson homamaðurinn efnilegi úr Víkingi, lék mjög vel með landsliðinu gegn fsraelsmönnum á Akureyri í gærkvöldi. Hér sést Bjarki vera að fara inn úr hominu og síðan hafnaði knötturinn í netinu hjá ísraelsmönnum. Júgóslavar og Svíar úr leik Sovétmenn rúlluðu A-Þjóðverjum upp FJÓRIR leikir fóru fram í Super Cup keppninni f handknattleik íVestur-Þýskalandi ígœkvöldi. Þetta voru jafnframt síöustu leikirnir f riðlakeppninni. í A- riðli komast Vestur-Þjóðverjar og Ungverjar áfram f undanúr- slit og úr B-riðli Sovétmenn og Austur-Þjóðverjar. Júgóslavar, Svíar, Tékkar og Rúmenar eru úrleik. Sovétmenn sýndu enn einn stór- leikinn í gærkvöldi er þeir unnu Austur-Þjóðveija örugglega 24:19 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 15:7 fyrir Sov- Frá étríkin. Þetta var Jóhannilnga leikur kattarins að Gunnarssyni músinni. Smith, ÍÞýskalandi , .. , . markvorður Aust- ur-Þjóðveija var ekki öfundsverður að standa í markinu í sínum 250. landsleik. Hinn stóri og stæðilegi leikmaður Sovétmanna, Tuschin, skoraði alls 13 mörk hjá honum. Frank Wahl var markahæstu Aust- ur-Þjóðvetja með 9 mörk og var sá eini sem lék vel í liði þeirra. Júgóslvar unnu Rúmena 22:20 eftir að staðan í hálfleik hafði verið jöfn, 11:11.’ Rúmenar höfðu ávallt for- ystu í seinni hálfleik en Júgóslavar náðu í fyrsta sinn að jafna 20:20 og skoruðu síðan tvö síðustu mörk- in. Malcic var markahæstur Júgó- slava með 6 mörk. Stinga, sem lék sinn fyrsta leik í keppninni í gær- kvöldi, var markahæstur Rúmena með 7 mörk. í A-riðli unnu Vestur-Þjóðveijar Ungveija nokkuð örugglega, 20:18, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 12:8 fyrir V-Þýskaland. Fraatz var besti leikmaður heimamanna og gerði 11 mörk. Kovacs var mark- hæstur Ungveija með 5 mörk. Loks unnu Svíar Tékka 25:20 eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik, 10:10. Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik og allt fram í miðjan ' seinni hálfleik að Tékkar náðu for- ystu 14:13. Þá snerist dæmið við og Svíar áttu góðan endasprett og unnu örugglega. Jarphaag, Karlen og Hayas gerðu 5 mörk fyrir Svía. Baurak var markahæstur Tékka með 7 mörk. Úrslit: V-Þýskaland—Ungveijaland 20:18 Svíþjóð—Tékkóslóvakía 25:20 Sovétríkin—A-Þýskaland 25:19 Júgóslavfa—Rúmenfa 22:20 Staðan A-riðill: V-Þýskaland 3 3 0 0 60:52 6 Ungverjaland 3 2 0 1 61:55 4 Svíþjóð 3 1 0 2 65:65 2 Tékkóslóvakía 3 0 0 3 49:63 0 B-riðill: Sovétríkin 3 2 0 1 71:59 4 A-Þýskaland 3 2 0 1 72:65 4 Júgóslavfa 3 2 0 1 57:64 4 Rúmenfa 3 0 0 3 63:77 0 Undanúrslitin fara fram í dag. Þá leika Vestur-Þýskaland við Aust- ur-Þýskaland annars vegar og Sovétríkin og Ungveijaland hins vegar. GOLF / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA Hannes í 11. sæti og GR í tíunda Hannes Eyvindsson lék mjög vel á þriðja keppnisdegi og er í 11. sæti í einstaklingskeppn- inni. Hinir eru enn í sama farinu og GR-sveitin er í 10. sæti fyrir síðasta keppnisdag," sagði Björg- úlfur Lúðvíksson, liðsstjóri GR. Mótið fer fram í Marbella á Spáni. GR lék á 485 höggum og í 10. sæti. Hannes fór á 75 höggum í gær, Sigurður Pétursson á 83 höggum og Siguijón Amarson á 84. höggum. Spánn er sem fyrr í efsta sæti á 459 höggum. írland er í 2. sæti á 463 höggum, þá Finnar með sama skor og FVakkar eru á 468 höggum. KNATTSPYRNA / ENGLAND „Það er öruggt að ég fer frá Sheffield" - segirSigurðurJónsson, landsliðsmaður í knatt- spyrnu, sem fer á skurðarborðið á mánudaginn „Ég mun fara í smá aðgerð á mánudaginn - þá verður nál stungið í kviðinn á mór og rönt- genmyndir teknar við nárann," sagði Sigurður Jónsson, iands- liðsmaður f knattspyrnu í viðtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Sigurður var hjá sér- fræöingi í nárameiðslum í gær. „Sérfræðingurinn fann ekki hvað væri að, með þukli. Hann vildi því fá mig á skurðarborð- ið. Eftir aðferðina kemur svo í Ijós hvort að óg verð skorinn upp fyrir kviðsliti. Það tekur fjórar til fimm vikur að jafa sig eftir þann skurð,“ sagði Sig- urður. Sigurður sagði að það væri ör- uggt að hann færi frá Sheffíeld Wed. eftir þetta keppnistímabil. Samningur hans við félagið rennur út í maí. „Ég hef frétt að nokkur félög hafa verið að spyija um mig hjá félaginu. Nei, ég veit ekki hvaða félög það eru,“ sagði Sigurður. Sigurður sagðist kunna vel við sig í Englandi. Morgunblaðið hefur frétt eftir áreiðanlegum heimildum að félög á meginlandi Evrópu hafa spurt um Sigurð - þar af félög í Belgíu. Einnig hafa ensk félög á Sigurði. „Eg hef fyrst og fremst hug á að fá mig góðan af meiðslunum, áður en ég fer að hugsa um félagaskipti fyrir alvöru," sagði Sigurður. Fyrirlestur um Ólympíuleikana Jim Parry, prófessor við íþrótta- deild háskólans í Leeds í Englandi, kom til landsins í gær. Hann flytur fyrirlestur kl. 17 í dag um Ólympíuleika - í stofu 101 í Odda, húsnæði hugvísindadeildar Háskóla íslands. sunnudaginn 22. nóvember kl. 15.30 Velunnarar, félagarog foreldrareru hvattir til að mæta. Stjórn knattspd. Vals. ÚRVALSDEILDIN í KÖRFU HAUKAR - NJARÐVIK í íþróttahúsinu við Strandgötu, Hafnarfirði, í dag kl. 14.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.