Morgunblaðið - 28.11.1987, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987
__________________ feMM mÉD
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 415. þáttur
í næstsíðasta þætti spurði
Halldór Kristjánsson frá Kirkju-
bóli: „Hvenær skyldi fyrst hafa
verið talað um að menn týndu
lífi?“ Hann sagðist ekki muna
eftir því úr gömlum sögum nema
í sambandinu: „Skaltu engu fyr-
ir týna nema lífinu." Ég hafði
góð orð um að reyna að finna
elstu dæmi um þetta, auðvitað
þau sem á bókum hafa geymst.
Eftirtekja leitarinnar hefur ekki
orðið mikil, svo sem Halldór mun
hafa grunað.
í Njálu eru hin frægu um-
mæli Gunnhildar konungamóð-
ur: „Þér skuluð engu fyrir týna
nema lífínu, ef þér segið nökkr-
um frá um hagi vára Hrúts."
En önnur dæmi um orðasam-
bandið að týna lífi(nu) = láta
lífíð, deyja, hef ég harla fá fund-
ið, enn sem komið er. Annað er
úr Guðrúnarkviðu hinni
forau:
Nótt þótti mér
niðmyrkur vera,
er ek sárla satk
yfir Sigurði.
Úlfar þóttumk
öllu betri,
ef þeir léti mik
lífi týna
eða brenndi mik
sem birkinn við.
Hitt dæmið, sem ég fann, er
úr gamalli bók riddarasögukyns.
Hún er þýdd úr frönsku, að ég
held, og nefnist Strengleikar
eða Ljóðabók Maríu frá Frans
(Marie de France). En þar stend-
un „Viltu hjálpa mér, at ek týna
ei lífí mínu.“
Ekki kann ég nákvæmlega
að greina aldur Guðrúnarkviðu
forau eða Strengleika, en tæp-
lega er þetta yngra en
1300-1400.
★
í 411. þættí spurði ég um til-
fínningu ykkar um kyn ýmissa
nafnorða sem mér fínnst að fólk
fari misjafnlega með að þessu
leyti. Aðeins einn maður hefur
vikist undir þetta. Bernharð
Haraldsson á Akureyri skrifar
mér svo:
„í þætti þínum í Morgun-
blaðinu laugardaginn 31. októ-
ber, sl. spyrð þú um kyn
nokkurra orða. Ég svara svona:
1) Föl. Föl eða snjóföl er hvor-
ugkyns. Dæmi: Snjófölið
huldi jörðina.
2) Gor. Gor, fæðuleifar úr göm-
um sláturdýra, tel ég karl-
kyns. „Stígðu ekki í gorinn,
drengur."
3) Jógúrt. Þetta tökuorð fínnst
mér vera kvenkyns. Dæmi:
Jógúrtin er holl.
4) Kók. Kók, ef rita má svo,
er hvorugkyns. Dæmi: Kókið
er ekki vel kalt. Ath. að oft
er orðið flaska undanskilið,
en hefur áhrif á kyn orðsins.
Dæmi: Ég ætla að fá tvær
kók!
5) Kögur. Þetta orð er hvorug-
kyns.
6) Mör. Mörinn er karlkyns.
7) Regnskúr. Ég hef vanist
því, að regnskúr væri karl-
kyns, en þekki líka kvenkyns-
myndina. Mér er tamara að
tala um rigningarskúr en
regnskúr, en það er önnur
saga.“
★
Ég færi Bemharði bestu
þakkir fyrir þessar upplýsingar,
og er þá mál til komið að ég
vitni sjálfur.
Mér fínnst föl hvorugkyns. í
orðabókum Fritzners um fom-
málið er það talið kvenkyns, í
Blöndalsorðabók hvorugkyns, í
orðabók Menningarsjóðs hvor-
ugkyns, en kvenkynið merkt
sem slanguryrði. Ég kannaði
þetta einu sinni í hópi nemenda.
Þeir skiptust í tvo nær því jafn-
stóra hópa að þessu leyti.
Ég hef gor hvorugkyns og
vitna gjama í vísu Jónasar
Hallgrímssonar, þar sem hrafn-
ar átu gorið. Gor er hvorugkyns
í Fritzner og Blöndal, sömuleiðis
í orðabók Menningarsjóðs. Ég
þekki þó fleiri en Bemharð sem
hafa það í karlkyni.
Ég er sammála Bernharði um
jógúrt og kók, hef þó heyrt
annað líka. Til viðbótar get ég
sagt, að væri ég á bar, bæði ég
sennilega um tvo kók.
Ég hef sömu tilfinningu og
Bemharð um kögur. En þekkt
hef ég málglöggan mann sem
hafði það orð í karlkyni. Það var
enda svo að fomu, sjá mörg
dæmi hjá Fritzner. Blöndal og
OM hafa bæði kynin.
Mör hef ég karlkyns eins og
Bemharð. Það er líka einhaft
karlkyns í öllum orðabókum sem
mér eru tiltækar. Þó hef ég heyrt
fólk tala bæði um mörina og
blóðmörina.
Ég hef, eins og Bemharð,
vanist því að regnskúr væri
karlkyns, en í orðabókum yfír
fommálið er það talið kvenkyns.
í Blöndal segir að það sé karl-
kyns norðan og austan, en
kvenkyns sunnan og vestan.
Bæðin kynin eru gefin í OM.
Jónas Hallgrímsson hefur skúr
kvenkyns í Grasaferð, hvort
sem það er af skólalærdómi eða
hann hefur lært að tala svo
heima á Steinsstöðum eða í
Hvassafelli.
★
Ég get svo ekki stillt mig um
að vekja athygli á því sem
Víkveiji skrifar hér í blaðið sl.
sunnudag, en þar hefur hann
fundið í einhvetju dagblaði orða-
sambandið að blása byrlega
(= líta vel út) afbakað í að blása
billega. Það er hreint með ólík-
indum að slíkir taðjarpar og
glapyrðingar skuli fá að leika
lausum hala, þar sem síst skyldi.
Víkveija fínnst að vonum að
ekki blási alltof byrlega fyrir
móðurmálinu okkar þegar svo
gengur. Hafí hann þökk fyrir
að vekja athygli á þessu og öðru
fyrr. Ekki veitir af að halda
uppi vöm fyrir móðurmálið á
öllum sviðum.
Pétur Jónasson gítarleikari og Mist Þorkelsdóttir tónskáld að
tónleikunum loknum.
Sinfóníutónleikar
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Efnisskrá:
Mist Þorkelsdóttir, Fanta-
Sea.
J. Rodrigo, Fantasía fyrir
gitar og hljómsveit.
WiIIiam Walton, Sinfónia nr.
1.
Einleikari: Pétur Jónasson.
Stjórnandi: Frank Shipway.
Það er ávallt þokki og fínleiki
í tónvefnaði Mistar Þorkelsdótt-
ur og í fantasíunni hennar gat
að heyra fallega unnar hug-
myndir. Verkið er mjög „kyrr-
stætt“, mikið um „liggjandi"
hljóma enda eru það kyrrlátar
sjávarstemmningar sunnan frá
Miðjarðarhafínu sem Mist vill
túlka í þessu hljómþýða og geð-
þekka verki. Hafstillumar eru
stöku sinnum rofnar með stef-
rænum vafningum sem minna á
kvöldkviku og þá má greina fjar-
ræna óman frá söng hafgúanna,
sem deyr út með síðustu geislum
kvöldsólarinnar. Fallegt og hug-
ljúft verk.
Annað verkið á efnisskránni
var ekki síður fallegt í gerð en
það fyrra og einnig fantasía.
Rodrigo vinnur verk sitt úr stefj-
um eftir Gaspars Sanz á einkar
fallegan máta. Einleikurinn var
í höndum Péturs Jónassonar,
sem flutti verkið mjög fallega.
Það mun hafa verið ætlan Pét-
urs að nýta sér hljóðmögnunar-
stuðning en svo illa vildi til að
tækjastjómin fór úr skorðum og
þegar svo náði að virkja tækin
var tónstillingin komin í annan
styrk en ætlað var í upphafi.
Þrátt fyrir þetta óhapp lék Pétur
verkið mjög fallega.
Síðasta verkið var svo fyrsta
sinfónían eftir William Walton,
kraftmikið, róstursamt og feiki-
lega erfítt verk, sem hljómsveitin
lék með miklum glæsibrag undir
magnaðri stjóm Franks Ship-
way. Flutningur Walton-sinfóní-
unnar er án efa með því besta
sem hljómsveitin hefur gert og
mætti vel íhuga þann möguleika
að Shipway taki oftar til hend-
inni en áætlað er, en hann mun
aðeins eiga eftir að stjóma einum
tónleikum á þessu starfsári,
nefnilega næstu áskriftartón-
leikum, 3. desember og þá flytja
Konsert eftir Jónas Tómasson
og þá þriðju eftir Beethoven.
SIMAR 21150-21370
SOLUSTJ LARUS Þ VAIDIMARS
L0GM J0H Þ0RÐARS0N H0L
Til sýnis og sölu meöal annarra eigna:
Nýtt og glæsilegt raðhús
á úrvals stað í Ártúnsholti. Húsiö er á tveimur hæöum samt. 208,5
fm auk bílsk. 44 fm. Fullnfrág. ekki lokið. Langtímalán. Mikiö útsýni.
Nánari uppl. aöeins á skrifst.
Ennfremur til sölu við:
Jöklafold: 4ra herb. íb. 110,3 fm nettó. Fokh. næstu daga. Sameign frág.
Fullb. u. trév. I júlí nk. Sérþvaöstaða. Tvennar svalir. Bílsk. getur fylgt.
Reynimelur: 3ja herb. ib. á 4. hæö. Vel skipul. ekki stór. Sólsvalir. Góð
sameign. Skuldl. Ákv. sala.
Hohsbúð í Garðabæ: Rúmg. nýtt einbhús um 300 fm nettó. Vel byggt
og vandað að öllum búnaði. Tvöf. stór bílsk. Eignask. mögul.
Jöklafold: 3ja herb. íb. 82,3 fm nettó. Fokh. á næstu dögum. Fullb.
u. trév. í júli nk. m. fullg. sameign. Sérþvaöstaöa. Bilsk. getur fylgt.
Besta verð á markaönum í dag.
Sprtalastfgur: 3ja herb. lítil efri hæð í tvíbhúsi. Allt sér. Hálfur kj. fylg-
ir. Eignarlóö. Verö aöeins kr. 2,1 millj.
Hagkvæm skipti
Fjölda margir fjársterkir kaupendur óska eftir eignaskiptum. Vinsamleg-
ast leitið nánari upplýsinga. Ennfremur bjóða margir útborgun á öllu
kaupverði á skömmum tfma fyrir rétta eign.
Opið í dag
laugardag.
kl. 11.00-16.00
AIMENNA
FASTEIGNASAUH
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
p togttnW tateffr
Metsölublað á hverjum degi!
Sigga Vigga og
börnin í bænum
Békmenntir
Sigurður Haukur Guðjónsson
Höfundur: Betty MacDonald.
Þýðing: Gisli Ólafsson.
Teikningar: Elín Jóhannsdóttir.
Prentverk: ísafoldarprentsmiðja
¥•
Útgefandi: Isafoldarprentsmiðja
hf.
Það var 1949 að sagan kom fyrst
út á íslenzku, hlaut slíkar vinsæld-
ir, að hún var hreinlega lesin upp
til agna, og hefír því verið ófáanleg
lengi. Því ber að fagna endurútgáf-
unni, skrýddri nýjum teikningum
Elínar.
Flestir foreldrar kynnast kenja-
Laugarás
[ Góð fasteign með tveimur I
íb. sem breyta má í einb.
er til sölu. Tvilyft. Grunnfl.
[ 95 fm. Bílsk. Gróinn garð-
ur. Upplýsingar í síma [
82289 frá kl. 13-17.
skeiðum bama, og hversu erfítt það
getur verið að venja þau af bama-
brekunum, hve slíkt reynir á þolin-
mæði og skilning. Mörg eru
sjálfsagt ráðin, en eitt af þeim er
að hafa þessa bráðsmellu bók með
sér á rúmstokkinn, og lesa fyrir
bamið ráð Siggu Viggu, meðan það
er að ná ró til svefns.
Hún er undrakerling, býr meira
að segja í húsi, þar sem allt snýr
öfugt, þakið niður en grunnur upp.
Þama dvelur hún með tíkinni
Skottu, læðunni Loppu og páfa-
gauknum Penelópu, þegar sú
furðuskepna er ekki við kennslu-
störf út í bæ. En Sigga Vigga er
ekki aðeins vinur dýra, hún ann líka
bömum, og hefír einstakt lag á að
laða þau að sér. Vandamál þeirra
verða hennar, og hún leitar með
bömunum lausnar. Brátt fer slíkt
orð af þeirri gömlu, að hún kunni
ráð við flestu er kenjakrakka þjáir
og foreldrar bamanna leita til henn-
ar með vandamál sín. Og ráðin
hennar bregðast ekki: Leti læknar
hún; subbuhátt; hortugheit; eigin-
gimi; sóðaskap; kenjar við matborð;
venur böm af áflogum og rifrildi,
í fám orðum sagt, breytir óþekktar-
ormum í fyrirmyndar böm.
Kannske ekki frumlegur skáld-
skapur, en allavega lífsspeki, og
hún er öllum skáldskap meiri.
Þýðing Gísla er mjög góð, lát-
laust mál og fagurt.
Myndir Elínar falla bráðvel að
efni, ekki íburðarmiklar, en segja
allt sem segja þarf. Prentverk allt
til sóma. Þökk fyrir snjalla rúm-
stokksbók.
Q PIONEER
HÁTALARAR