Morgunblaðið - 28.11.1987, Síða 68
68
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987
t
Elskuleg dóttir okkar og systir,
GUNNHILDUR SIF GYLFADÓTTIR,
lést af slysförum í Kanada 26. nóvember sl.
Þuriður Jónsdóttir, Gylfi Baldursson,
Arngunnur Ýr Gylfadóttir, Bryndi's Halla Gylfadóttir,
Baldur Gylfason, Yrsa Þöll Gylfadóttir.
t
Litli drengurinn okkar,
STYRKÁR SNORRASON,
Mávahlfð 38,
Reykjavík,
lést af slysförum þriðjudaginn 24. nóvember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Snorri Styrkársson, Dagrún Magnúsdóttir,
Kristrún Ragnarsdóttir.
t
Maðurinn minn,
ÞORLEIFUR THORLACIUS
skipasmiður,
Nýlendugötu 20a,
Reykjavík,
andaðist á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 26. nóvember.
Ágústa Thorlacius.
Jónína Jóelsdóttír,
Bolungarvík - Mhming
Fædd 18. nóvember 1903
Dáin 20. nóvember 1987
Mig langar með örfáum fátæk-
legum orðum að minnast elskulegr-
ar ömmu minnar, Jónínu E.
Jóelsdóttur, sem lést í sjúkrahúsi
Bolungarvíkur 20. nóv. sl. eftir
langa legu.
Amma fæddist að Tröð í Álfta-
firði 18. nóv. 1903. Hún bjó allan
sinn búskap í búðinni sinni við
Hafnargötu með afa og bömunum
sínum 5, en eina dóttur misstu þau
unga. Áfí lést fyrir nær 30 árum
og bjó amma áfram með yngsta
bami sínu, þar til hún fluttist á
heimili foreldra minna og síðan aft-
ur til yngsta bamsins síns og bjó
þar þangað til hún fór á sjúkrahús-
ið á árinu 1980.
Ég átti því láni að fagna að fá
að búa um nokkurt skeið á heimili
ömmu sem bam meðan foreldrar
mínir luku byggingu nýs húss.
Síðan fylgdi hún okkur á nýja heim-
ilið okkar.
Amma vann alla tíð hjá Einari
Guðfinnssyni og eiga ömgglega
margir góðar og glettnar minningar
um hana frá þeim ámm. Alltaf sat
í fyrirrúmi hjá henni að gleðja aðra.
Er mér minnisstæðast þegar jólin
fóm að nálgast. Þá fór hún að
skrifa á jólakortin og pakka inn
jólagjöfunum handa bamabömun-
um og var þar meira en einn pakki
á mann, því það átti að vera ömggt
að enginn gleymdist, því fóikið
hennar var henni allt.
Ég veit að ég mæli fyrir munn
alira frændsystkina minna þegar
við þökkum elsku ömmu fyrir allt
sem hún var okkur. Svo vil ég flytja
hinstu kveðju frá langömmuböm-
unum.
Elsku pabbi, Gestur, Unna og
Kristný. Þið áttuð yndislega móður.
Við þökkum góðum guði fyrir að
gefa henni hvíldina. Hvíli hún í friði.
„Þó að kali heitur hver
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er
aldrei skal ég gieyma þér.“
Stína Karvels
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og alit er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
fýrst sigur sá er fenginn
fyrst soigar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði er frá
(V. Briem.)
Hún amma er dáin.
Ekki get ég sagt að þessi fregn
+
Útför föður okkar, téngdaföður, afa og langafa,
GUNNARS ÞORVARÐSSONAR
rafeindavirkjameistara,
Stífluseli 8,
Reykjavik,
fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 30. nóvember kl. 15.00.
Lárus Gunnarsson,
Árni Gunnarsson,
Hrafnhildur Gunnarsdóttir,
tengdabörn, barnabörn og
barnabarnabörn.
+
Sonur minn og bróðir okkar,
JÓN SIGURÐS JÓNSSON,
Lundarbrekku 2,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. nóvember
kl. 13.30.
Ingigerður Þorsteinsdóttir
og systur hins látna.
+
Þökkum innilega hlýhug og samúð við andlát og útför
BALDURS ÞÓRHALLSSONAR,
Fellsmúla 2.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Vífilsstaðaspítala
fyrir góða umönnun.
Guörún Sigurðardóttir,
Erna Björg Baldursdóttir, Ólafur Ingi Óskarsson,
Baldur Ingi Ólafsson, Vala Ósk Ólafsdóttir
og aðrir vandamenn.
Guðjón Pálsson
Í dag verður lagður til hinztu
hvíldar frá Landakirkju Guðjón
Pálsson, skipstjóri og útgerðarmað-
ur j Vestmannaeyjum.
Að leiðarlokum vil ég með þess-
um fátæklegu kveðjuorðum
minnast samferðamanns, sem setti
svip sinn á umhverfíð.
Þegar svipmikilla manna er
minnst er hætt við að minningar
um þá verði eins og myndir á vegg,
hver og einn minnist þess, sem
hann sá og kynntist.
Guðrjón var í mínum huga nátt-
úrubam. Hans náttúra var hafið
bláa hafið. Þar hafði hann hugann
við stjóm á skipinu sínu, Gullberg-
inu. Helzt við veiðar með nót eða
öðru stórvirku veiðarfæri, laxveiði
taldi hann ómerkiiega. Hann vildi
afla sjávarfangs.
í upphafi held ég að báðum hafí
fundist ákveðinn stirðleiki í sam-
skiptum okkar. Báðum fannst hinn
ósanngjam í viðskiptum, hvor um
sig horfði á málefnið frá sinni hlið.
En við höfðum fyrir löngu lært
að taka tillit til og skilja hvom
annan og var Guðjón einn þeirra
manna, sem mér var hlýjast til þeg-
ar ég flutti frá Vestmannaeyjum.
Guðjón tók veikindum sínum af
dæmafárri karlmennsku. Hann sótti
sjóinn á milli sjúkrahúsvista. Hann
ætlaði að sanna sigur iífsins yfir
dauðanum. Ef allt gengi vel vildi
hann hafa skipið í lagi og hafði
hann ákveðið endurbætur á Gull-
berginu, en ef illa færi, þá vildi
hann að allt væri í röð og reglu.
Og það gekk eftir. Og hann vildi
njóta þess, sem lífið gaf. Þannig
spiiaði hann á harmonikku heila
þjóðhátíðamótt í sumar.
Þegar Guðjón siglir skipi sínu um
ókunn höf kveð ég hann með orðum
skáidsins, sem orti Fljótið helga,
því báðir þráðu þeir sama niðinn í
eyru, skáldið vatnanið en skipstjór-
inn öldunið.
Mér dylst að visu þín veröld á bak við hel,
en vænti þess samt og fer þar að presisins orðum
að þú megir yfirleitt una hlut þínum vel,
því okkar megin gengur nú flest úr skorðum.
Og hér eru margir horfnir frá þeirri trú,
að heimurinn megi framar skaplegur gerast,
og sé honum stjómað þaðan, sem þú ert nú,
mér þætti rétt að þú létir þau tíðindi berast.
(T.G. Bréf til látins manns.)
Við hjónin vottum eiginkonu
hans, frú Elínborgu Jónsdóttur,
bömum þeirra, þeim Önnu og Eyj-
ólfi, foreldrum og tengdamóður
samúð okkar og óskum þeim styrks
í sorg.
Hvíli Guðjón Pálsson í friði.
Vilhjálmur Bjamason
í dag verður jarðsunginn frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
Guðjón Pálsson, skipstjóri og út-
gerðarmaður. Samskipti Guðjóns,
eða Gaua Páls, og okkar starfs-
manna í Net hófust nær strax eftir
að fyrirtækið var stofnsett eða á
árinu 1984, en þá var Gaui skip-
stjóri á ms. Gullver NS. Stuttu síðar
tók hann við Gullberginu, sem var
í eigu sömu útgerðar. Það skip
keypti hann síðan árið 1970 í félagi
við Leifa, tengdaföður sinn, og Ólaf
Sigmundsson.
Eftir að Gaui hóf sjálfur útgerð
jukust þessi samskipti enn frekar
og má segja að Gaui og hans út-
gerð hafi ávallt verið einn tryggasti
viðskiptavinur fyrirtækisins. Einnig
var hann tryggur félagi og óspar á
góð ráð í sambandi við útbúnað
veiðarfæra. Þegar Gaui var í landi
leit hann við á verkstæðinu oft á
dag og urðu umræður um málefni
líðandi stundar oft á tíðum fjörleg-
ar, enda má segja að gustað hafi
að Gaua og ávallt lét hann skoðan-
ir sínar í ljós umbúðalaust. Það má
+ Öllum þeim sem fyrr eöa síöar sýndu + Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og útför
JENNÝJU MAGNÚSDÓTTUR, ERLENDAR PÁLS GRÍMSSONAR
Kvistum, bifvélavirkja,
vináttu og tryggö og studdu okkur feögana við andlát hennar og Selsvöllum 14, Grindavík.
jarðarför færum viö innilegar þakkir. Guö blessi ykkur öll. Kolbrún Einarsdóttir,
Ragnar Böðvarsson, Grfmur Helgi Pálsson, Helga Valtýsdóttir, Grimur Pálsson,
Böðvar Jens Ragnarsson. Valtýr Grímsson, Auður Þórhallsdóttir.
hafi komið mér á óvart, því hún
amma er búin að vera veik í mörg
ár og er ég viss um, að hún er
hvfldinni fegin.
Hún Jónína amma fæddist 18.
nóvember árið 1903 að Tröð í Álfta-
firði. Hún var dóttir hjónana Jóels
Einarssonar frá Kleifum í Seyðis-
firði og konu hans, Kristínar
Aradóttur frá Uppsölum.
Það fyrsta sem ég man eftir
ömmu, var þegar hún fluttist á
heimili foreldra minna á Traðar-
stígnum í Bolungarvík. Þar bjó hún
í herbergi með okkur krökkunum
fyrstu árin og var þá oft glatt á
hjalla, því hún var einstaklega
skemmtileg manneskja og lék mikið
og gantaðist við okkur. En hún
Jónína amma gerði fleira en að leika
sér, því hún var forkunnar dugleg
kona og stundaði fulla vinnu í
segja, að þeir dagar, þegar hann
kom ekki við á verkstæðinu, hafi
verið hálf tómlegir og því mun
Gauja verða sárt saknað.
Eftir að Gaui veiktist sýndi hann
enn sem fyrr tryggð við okkur í
Net og ávallt reyndi hann að líta
við og eiga við okkur orðastað.
Þegar hann kvaddi okkur félagana,
rétt viku fyrir andlátið, var hann
óvenjuhress og lét bara vel af sér
miðað við aðstæður, enda var Gaui
ávallt jákvæður og lífskraftur hans
aðdáunarverður. Það er því mikið
skarp höggvið í okkar hóp og sárt
að eiga ekki eftir að fá Gaua aftur
í heimsókn.
Um leið og við ljúkum þessum
fátæklegu minningarorðum um
góðan vin og félaga; sendum við
Elínborgu, Eyjólfi, Önnu og fjöl-
skyldunni allri okkar dýpstu
samúðarkveðjur og biðjum Guð að
styrkja þau í sorg sinni.
Net hf. og starfsmenn.
Sú harmafregn barst sl. föstudag
til Vestmannaeyja að Guðjón Páls-
son, útgerðarmaður og skipstjóri,
hefði látist þá um daginn, aðeins
51 árs að aldri.
Guðjón hafði stundað sjó alla sína
tíð. Hann flutti til Vestmannaeyja
ungur að árum og þar var starfs-
vettvangur hans. Hann var skip-
stjóri á ýmsum bátum, en árið 1970
keypti hann eigin bát, Gullberg,
ásamt tengdaföður sínum og Ólafi
Sigmundssyni, vélstjóra. Eftir það
var hann alltaf kenndur við það
skip. Árið 1974 keyptu þeir félagar
nýjan bát frá Noregi, sem bar sama
nafn, og stundaði það skip ýmsar
veiðar.
Frá 1970 var Guðjón félagi í
Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja
og tók virkan þátt í starfí þess fé-
lags eins og annars staðar, þar sem
hann var þátttakandi. Hann mætti
vel á fundi í félaginu, hafði ákveðn-
ar skoðanir á mönnum og málefnum
og talaði hreint út um hlutina.
Hann var mikill félagsmálamaður
og mikill áhugamaður um sjávarút-
vegsmál og vildi sjávarútveginum
allt hið besta. Útgerð hans var rek-
in af miklum myndarskap og var
til fyrirmyndar á allan hátt og þau
störf, sem hann innti af hendi, voru
til fyrirmyndar.
Útvegsbændafélag Vestmanna-
eyja vill senda ástvinum Guðjóns
innilegar samúðarkveðjur vegna
andláts hans og biður þeim Guðs
blessunar. __
Útvegsbændaf élag
Vestmannaeyja.