Morgunblaðið - 02.12.1987, Síða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987
Safn
tíl iðnsögu
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Sumariiði R. ísleifsson: ELDUR
í AFLI. 213 bls. Hið ísl. bók-
menntafélag. Reylqavík 1987.
Hér er hafin útgáfa á meiri hátt-
ar ritröð og því hefur forráðamönn-
um verksins þótt hlýða að gera
nokkuð nána grein fyrir viðfangs-
efninu um leið og ritið fer af stað.
í Aðfaraorðum menntamálaráð-
herra segir Sverrir Hermannsson
meðal annars: »Ljúft var mér að
veita brautargengi tillögu um
gagnasöfnun og ritun Iðnsögu ís-
lendinga er hún var fram lögð þegar
ég gegndi starfi iðnaðarráðherra
og réð ég hugmyndasmiðinn Jón
Böðvarsson, fyrrverandi skóla-
meistara, til þess að veita því verki
forstöðu.« Jón Böðvarsson ritar
síðan Greinargerð um Safn til Iðn-
sögu íslendinga þar sem hann getur
þess að Sverrir hafí flutt með sér
yfirstjóm verksins þegar hann
skipti um ráðherrastól, hvarf úr
Iðnaðarráðuneyti og varð mennta-
málaráðherra. Jón áréttar að hér
með sé ekki verið að hefja ritun
hinnar eiginlegu iðnsögu heldur sé
einungis verið að safha til hennar.
Verkinu verði þannig háttað að iðn-
greinunum verði gerð skil hverri í
sínu lagi. Hafí hann falið Sumarliða
R. Isleifssyni að skrá þetta fyrsta
bindi verksins sem fjallar um málm-
iðnað. En Sumarliði er, auk þess
að vera sagnfræðingur, útlærður
ketil- og plötusmiður og er því öllum
hnútum kunnugur.
Á eftir formála Jóns kemur loks
formáli höfundar og inngangur
hans að verkinu þar sem hann ger-
ir grein fyrir tilurð þess: aðföngum
og úrvinnslu. En tímabil það, sem
málmiðnaðarsaga þessi nær yfír,
er 19. öldin og fyrri hluti 20 aldar.
Sýnilega hafa forráðamenn rits-
ins ákveðið að gera það svo úr
garði að það yrði ekki einungis
fræðilegt heldur einnig alþýðlegt —
lesefni handa hveijum sem er. Sum-
arliða er líka sýnt um að rita svo
um söguleg efni að hver, sem les,
megi hafa af hvort tveggja: fróðleik
og dægradvöl. Texti Sumarliða er
bæði ljós og greinagóður.
En fleira er í þessari bók. Til
skýringar — og kannski líka til
skemmtunar — hafa verið teknir
smápistlar upp úr gömlum blöðum,
einnig auglýsingar og fleira þess
háttar smælki. Hvort tveggja varp-
ar ljósi yfír efnið en dregur jafíi-
framt úr alvörusvip bókarinnar, án
þess þó að rýra fræðigildi verksins.
Myndir eru þama margar, flestar
gamlar, jafnvel allt frá fyrstu ára-
tugum ljósmyndunar. Þótt þær séu
misskýrar hefur prentun þeirra
sýnilega tekist með ágætum. Merki-
legastar þykja mér myndir úr gömlu
smiðjunum. Með þeim sannast að
sjón er sögu ríkari. Þótt orð séu til
alls fyrst getur lýsing, hversu skil-
merkileg sem hún er, aldrei komið
í stað góðrar ljósmyndar. Þama var
mikið farið með eld. Og þungum
sleggjum sveiflað. Enda lá það orð
á jámsmiðum að þeir hefðu krafta
í kögglum!
Vitanlega hefur hvort tveggja
breyst með tímans rás: vinnan og
verkefnin. Smiðimir á fyrri öld
fengust við annars konar verkefni
en þau sem starfsbræður þeirra em
að vinna við nú. »Önglasmíði hefur
líklega verið eitt mikilvægasta verk-
efni jámsmiða í Reykjavík á seinni
hluta 19. aldar.« Hvequm dytti í
hug að dunda við slíkt nú á dögum?
Svo miklu varðaði þetta verkefni
fyrir jámsmiði að þeir kviðu því að
ef til vill yrði farið að flytja inn
öngla!
Eftir að togara- og vélbátaútgerð
hófst urðu málmiðnaðarmenn
Sumarliði R. ísleifsson
ómissandi. Þar sem þeir vom þá
fáir fyrir vom fengnir ungir menn
frá Danmörku til að sinna þvílíkum
verkefnum víðs vegar í kringum
landið. Sumir ílentust hér, kenndu
íslendingum og urðu góðir borgar-
ar.
Þegar dráttarbrautir komu til
sögunnar var um það deilt hvort
íslendingar gætu annast meiri hátt-
ar viðhald skipa og keppt þannig
við erlendar skipasmíðastöðvar.
Raunar var það ekki metnaðarmál
einvörðungu því á tímum atvinnu-
leysis var þetta brýnt hagsmunamál
■fyrir stéttina. En sjónarmiðin vom
fleiri; til dæmis hagnaðarsjónarmið-
ið: Sýnt var fram á að þess háttar
viðhald væri hér talsvert dýrara og
tæki þar að auki margfalt lengri
tíma en í nálægum löndum — sem
enn yki á kostnaðinn. Tvennt var
einkum reiknað til frádráttar hinum
íslensku fyrirtækjum: þjálfun
starfsmanna væri ábótavant, og
starfsaðstaða væri mun lakari en
tíðkaðist erlendis. Vitanlega mátti
orða þetta öðm vísi: Þjóðfélagið réð
einfaldlega ekki við stórverkefni
vegna smæðar og fátæktar, mark-
aðurinn var of smár, gamla sagan!
Skipaviðgerðir fóm þó jafnt og þétt
vaxandi hérlendis. Og skömmu áður
en síðari heimsstyijöldin braust út
»jukust viðgerðir á erlendum skip-
um. Þýskir og breskir togarar sóttu
í auknum mæli á íslandsmið.« Og
á stríðsárunum tók nær alveg fyrir
viðgerðir á islenskum skipum er-
iendis.
En hvað um heimilistæki og ótal
önnur áhöld til daglegra þarfa sem
innlendir málmiðnaðarmenn höfðu
tök á að smíða? Á prýðisgóðri mynd,
sem tekin var á iðnsýningu 1911,
gefur t.d. að líta forláta potta og
kaffikönnur. Munu gripir þeir hafa
átt að sýna hvers íslenskur iðnaður
væri megnugur fremur en hitt að
íslendingar þyrftu ekki framar að
flytja inn búsáhöld sín. Reyndar
hafa slíkir hlutir verið framleiddir
hér annað kastið. En framleiðendur
hafa jafnan gefíst upp fyrir er-
lendri samkeppni þegar til lengdar
lét.
Ýmsar skrár og orðaskýringar
fylgja þessu fyrsta bindi Safns til
Iðnsögu íslendinga. Sýnist mér ritið
fara vel af stað og vona að ekki
verði lát á útgáfunni.
Einnig má vera að upprifjun þessi
verði íslendingum hvatning til að
gera betur og verða sjálfum sér
nógir á sem flestum sviðum. Ætli
það sé ekki líka sjálfstæðismál?
Mótettukór Hallgrímskirkju.
Hailgrímskirkja:
Aðventutónleikar
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Mótettukór Hallgrimskirkju
undir stjóm Harðar Áskelssonar
flutti kirkjutónlist valda að mestu
úr saftii 16. og 17. aldar tón-
skálda. Þessir aðventutónleikar
voru rammaðir inn með tveimur
sálmalögum frá miðöldum í radd-
setningu Róberts A. Ottóssonar.
Önnur verkin voru eftir Ham-
merschmidt, Praetorius, di Lasso,
Sweelinck, Hassler, Schiitz, Pa-
lestrína og Tavemer. Inn á milli
léku Camilla Söderberg og Snorri
Öm Snorrason nokkur verk fyrir
blokkflautu og lútu.
Eitt og annað mun hafa verið
gert til að stemma af yfírmáta
langdregna hljómsvöran kirkju-
skipsins, meðal annars með
„flekum" í hliðargöngunum og svo
virðist sem hér hafi nokkuð áunn-
ist, því endurómanin hefur
minnkað mjög mikið. í tveggja
kóra mótettu eftir Palestrina var
öðram kómum valinn staður innst
í kórkapellunni, fyrir aftan altarið
og hvarf þá nær öll endurómanin,
þó nokkuð yrði hljómanin Qariæg.
Það má kallast að vera þráhyggja
en undirritaður trúir því að koma
mætti þar fyrir nokkuð stóram
kór og með góðum pöllum að
hækka hann upp fyrir gangaopin
og kom þar með í veg fyrir óþarfa
deyfingu tóngeislans eða m.ö.o.
ná fram skarpari einstefnu tóns-
ins út kirkjuna.
Hvað sem þessum bollalegging-
um líður vora tónleikamir góðir
og bæði kórsöngurinn og samleik-
ur Camillu og Snorra í þeim
gæðaflokki er sæmir stórkirkju
Hallgríms Péturssonar.
VASAÚT VARP...
ótrúlega nœmt
og öflugt
vasa-
á acteins
1.980,- krónur
SKIPHOLTI 19
SÍMI 29800