Morgunblaðið - 02.12.1987, Side 23

Morgunblaðið - 02.12.1987, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 23 Ný ljóðabók eftir Isak Harðarson •• Oryggisfræðsla sjómanna: Samgönguráðuneytið bað um 12 millj. kr. BÓKAFORLAGIÐ Svart á hvítu hefur gefið út ljóðabókina „Út- ganga um augað læst“ eftir ísak Harðarson. Þetta er fimmta Ijóðabók ísaks en sú fyrsta, „Þriggja orða safn“, kom út árið 1982. Aftan á bókarkápu segir m.a.: „Útganga um augað læst markar nokkur þáttaskil í skáldskap ísaks. Ljóðstíll hans er nú lýrískari og fágaðri en áður, án þess að nokkuð glatist af þeim sprengikrafti sem ljóð ísaks eru ævinlega gædd. Hér eru á ferðinni nútímaljóð í bestu merkingu þess orðs — af frumlegri hugsun og ljóðrænum þrótti er ort um manninn og samband hans við veröldina. í krafti ljóðsins er af fullri alvöru tekist á við hina sígildu spumingu hvort ganga okkar sé til góðs — og ekki af neinni hálf- velgju." Bókin „Útganga um augað læst“ er 88 bls. að stærð, prentuð í prent- smiðju Ama Valdimarssoriar en bundin í bókbandsstofunni Örkinni. Ljósmynd á kápu er eftir höfund. Isak Harðarson TILLAGA um 12 mil^j. kr. fjár- framlag til öryggisfræðslu sjómanna var lögð fyrir fjárveit- inganefnd Alþingis þann 26. október síðastliðinn, en ástæðan fyrir þvi að ákveðin tillaga lá ekki fyrir i fyrstu útgáfu fjárlag- anna var sú að ekki lá fyrir kostnaðaráætlun vegna öryggis- fræðslunnar á næsta ári. Ólafur Steinar Valdimarsson ráðuneytisstjóri í samgönguráðu- neytinu og formaður Fræðslunefnd- ar öryggismála sjómanna, sagði í samtali við Morgunblaðið að þess misskilnings hefði gætt að undan- fömu í ýmsum fjölmiðlum að engin tillaga hefði verið lögð fram um þennan lið frá samgönguráðuneyt- inu, en það væri ekki rétt, það hefði verið gert um leið og kostnaðar- áætlun lá fyrir og sami háttur var á afgreiðslu þessa máls í fyrra. Hvítvín með kjöti?Því ekki það. Bókin um létt vín segir þér allt sem máli skiptir um framleiðslu, ínnkaup, geymslu og meðferð léttra vína. Nú þarf ekki lengur að velkjast í vafa um hvaða vín fer best með hvaða mat og tilefni. Bókin er mjög fróðleg um allt sem lýtur að vínum og skemmtileg og aðgengileg að auki, prýdd fjölda mynda. Þýðandi er dr. Örn Ólafsson en Bókin er í bókaflokknum Heim- '4 | ur þekkingar og er greinargott V yfirlit um leit mannsins að lögmál-^ um þeim er efnið og orkan lúta. Efni og orka rekur vísinda- uppgötvanir allt frá því menn tóku að hagnýta sér eldinn til örtölvubylt- ingar nútímans. Grundvallarlögmál efnis og orku eru skýrð þannig að lesandinn fær góða innsýn í meginþætti eðlis-., og efnafræði. Aj BRÉF SKÁLDANNA Elín Ósk Óskarsdóttir ';:;;..sópransöngkona £:;■ sendir hér frá sér fyrstu hljómplötu „Hvar í andskotanum er Einar Benediktsson? Er hann ekki að selja nýjan jarðskjáifta?“, spyr séra Matthías í bréfi til Guðmundar Finnbogasonar árið 1912. Já það er ýmislegt sem skáldin skrifa Guð- mundi. Bókin Bréf skáldanna til Guð- mundar Finnbogasonar hefur að geyma bréf 22 íslenskra skálda frá árunum 1897-1943. Finnbogi Guðmundsson bjó til prentunar og skrifar formála fyrir bréfum hvers einstaks skálds og birtir þar oftast einhver ummæli Guðmundar um skáldið, ritdóm, ræðu eða ritgerðar- kafla. Bókin varpar ljósi á hugarheim fjölmargra andans manna er mest kvað að á dögum Guðmundar Finnbogasonar og er ómetanleg heimild um fjörlegar hræringar á sviði mennta og menningar á fyrra helmingi þessarar aldar, auk þess að vera bráðskemmtileg aílestrar. A SÍ ■ýýslna yý Hún syngur 10 vel y þekkt íslensk einsöngslög, ' ásamt nokkrum lögum úr itölskum óperum. Fágaður Litningur Elínar Óskar og leikara hennar Ólafs Vignis 'ertssonar gerrr hljómplötu tílínar að eigulegri hljómlistarperlu. Þjóðháttabækur Árna Björns- sonar eru löngu landskunnar. Honum er einkar lagið að draga upp skýra og lifandi mynd af viðfangs- efni sínu, sem í þessari bók eru þeir helgidagar kirkiuársins sem beinlín- is tengjast páskahaldi. Öll þekkjum við bolludag, sprengidag og öskudag en færri vita hvaðan þessar hefðir eru upprunnar. Hræranlegar hátíðir er bók sem gefur daglegum hlutumí lífi okkar aukið gildi. A , Öskubuska, Gullbrá og bangsarnir þrír, Eldfærin og Sætabrauðsdrengurinn eru nefnd hér af handahófi af fjölmörgum ævintýrum í bókinni Bangsasögur. Henni er skipt í 365 litla leskafla, einn fyrir hvern dag ársins. Þessi fallega og vandaða barnabók er prýdd fjölda skemmtilegra mynda. Sögurnar hafa allar þánn kost góðra sagna að þær þola lestur aftur og aftur. Bók sem bæði börn og fullorðnir njóta að heyra og lesa. A Rökkursögur fyrir alla daga ársins BANGSASÖGUR Rokkursögur fyrir allan ársins hring ORN OG ORLYGUR SIÐUMÚLAU108 REYKJAVÍK, SÍM191-84866

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.