Alþýðublaðið - 14.10.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.10.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBfL AÐIÐ Afgreiðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 088. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 10 árdegis, þann dag, sem þær eiga að koma ( blaðið. Áskriftargjald e i n kr. á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. eindálkuð. Útsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. jpær að kasta /yrsta steiaiiim. „Mansalið" heitir grein sem Sig- urður Þórólfsson hefir ritað, en Morgunblaðið birt, svo sem aðra bókmentalega gimsteina þessa nú velþekta rithöfundar og fyrverandi skólastjóra. Þessi umrædda grein, sem er um þrælaverzlun yfirleitt, endar þannig: „Hvíta mansalið í Reykjavík, sem margir kannast við, var i rauninni sama eðlis og þetta al- þjóða kvennarán. íslenzku stúlk- urnar voru þó eigi seldar úr landi, og þær vissu vel um atvinnu þá, sem þær áttu í vændum, og þær höfðu hlutdeild í ágóða iðju sinn- arl Þær voru skækjur og skömm bæjarins. — Þó var þeim slept og þær eigi brennimerktar, svo að allir siðgóðir menn gætu forð- ast óhreinleik þeirra og sauruga sálarlíf." Meistarinn sagði forðum, þegar komið var með „syndugu" kon- una til hans: „Sá yðar sem er syndlaus kasti fyrstur steini á hana“. En þeir „voru slegnir af þeirra samvizku" og gengu burt, svo konan varð ein eftir hjá meist- aranum, sem sagði henni að hann sakfeldi hana ekki, og að hún skyldi ganga burt og syndga ekki framar. Líklegast hefði þetta farið öðru- vísi, ef Sigurður hefði verið uppi á Krists dögum og átt heima í Gyðingalandi. Hann hefði verið nógu syndlaus til þess að kasta fyrsta steininum. cand. tkcol. Þrælahald Iögleitt í ný- Iendum Bretastjórnar. Enska blaðið „Times“ skýrir frá því að það hafi verið lögleitt að taka innfædda menn í Tan- ganyikalandi (áður þýzka Aust- ur- Afríka) um nokkurn tíma í þvingunarvinnu (recruit native la- bour) hjá Bretastjórn í Kenya cý- lendu í brezku Austur Afríku. Þyk- ir enska auðvaldinu nú ekki nóg að láta vesalings negrana þræla fyrir sig gegn afarlágu kaupi, en vera að nafninu til frjálsa, heldur iögleiðir beint þrælahald, því ann- að getur slíkt ekki kallast, til að tryggja sér ódýran viunukraft. Sé þetta athæfi „verndara smáþjóð- anna“ borið saman við svörtu her- sveitirnar í Rínarlöndunum, verð- ur vart komist hjá að hugsa með hryllingi til að stjórnir þær sem gera sig seka í slíku, skuli þykj- ast vera merkisberar frelsis og menningar, og postular alheims- friðar. Yerzlunarsamningar milli Rússa og ítala. Fyrir noltkru var getið um það það hér í blaðinu, að viðskifti væru hafin milli Sovjet-Rússlands og Ítalíu, og hefði nokkuð af hveiti verið fiutt frá Rússladdi til Adríahafshafnanna. Síðar var því dreyft út um heiminn, af blöðum auðvaldsins, að Giolitti hinn ítalski hefði látið Miilerand hræra það f sér, að verzlunarsambandið hefði ekki komist á. En þetta var að eins flugufregn, á litlum rökum bygð, sem sjá má af þvf, að í síðastliðnum mán- uði var enn flutt hveiti frá Sovjet- Rússlandi til Ítalíu og auk þess 2000 sraálestir af eiri, sem sent var frá Batum og Novoréssisk í Kákasus. Ræðismaður Sovjet- Rússlands (bolsivfka) í Róma býst við að bráðlega geti hann sent málma frá Ítalíu til Rússlands fyrir 80. þús. líra. í stað þess fá ítalir steinoiíu frá Kákasus. ítalska stjórnin æskir þess, að bolsivíkar kaupi ítalskar vélar fyrir það fé, sem umfram verður vöruskiftin. Samkvæmt fregnuin frá Moskva hefir Litvinov nýverið gert samn- ing við ítölsku samvinnufélögin. Eru viðskiftin þegar byrjuð og hafa ítalir sent Rússum 4 skips- farma af lækningavörum en Rúss- ar í staðinn sent ítölum 6 milj. „pud“ af korni. Er nú óðum að greiðast úr við- skiftum Vestur-Evrópu við Rúss- land, þótt skammsýnír auðvalds- menn standi í móti sem þeir mega. flm dagiim og íegiim. Kveikja ber á hjólreiða- og bifreiðaljóskerum eigi síðar en kl. 53/4 í kvöld. Bíóin. Nýja bíó sýnir: „Maður frá Wali Street". Gamla bíó sýnir:' „Innsigluð fyrirskipun". Yeðrið í morgun. Stöö Loftvog m. m. Vindur -.Oft Hitastit Átt Magn Vm. 7630 N 4 0 1.3 Rv. 7635 N 4 4 5.1 ísf. 7640 logn 0 4 5 4 Ak. 7623 logn 0 1 -t-2 O Gst. 7626 logn 0 0 -^-4.5 Sf. 7636 logc 0 0 0,6 Þ.F. 7632 logn 0 4 8,4 Stm. VSV 2 4 6,2 Rh. V 2 8 3,8 Magn vindsins í tölum írá o—iz þýðir: logn, andvari, kul, gola, kaldi + stinnings gola, stinnings kaldi ” snarpur vindur, hvassviðri, rok- stormur, fárviðri. — Loft í töluti* frá o—8 þýðir: Heiðskýrt, létt- skýjað, háífheiðskýrt, skýjað, al' skýjað, regn, snjór, móða, þoka- -f- þýðir frost. Loftvægislægð yfir Norðvestur* landi, loftvog fallandi á Suður- og Austurlandi, stígandi á Norð- vesturlandi. Stilt veður. Utlit fýdr norðlæga átt. Pjófnaðarmálin. Réttarhöld * hinum yfirgripsmiklu þjófnaðsf málum hér halda altaf áfram. 12

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.