Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987
43
Sóknarnefnd hefur aðallega fjallað um tvo staði undir fyrirhugaða kirkjubyggíngn. Annar kosturinn
er 5000 fermetra lóð fyrir framan nýja sjúkrahúsið. Byggingarreiturinn er merktur A á kortinu og er
þá gert ráð fyrir um 800 fermetra kirkju og safnaðarheimili auk bílastæða. Hinn kosturinn er bygging
á grunni gömlu kirkjunnar, merkt B, en þá yrði nokkur röskun á leiðum í kringum kirkjuna þar sem
nýja kirkjan yrði verulega stærri að grunnmáli eins og teikningin sýnir.
ísafjarðarkirkja;
Agreiningur um staðsetn-
ingu tefur framkvæmdir
ísafirði.
ÁGREININGUR um staðarval
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
ísafjarðarkirkja skemmdist mikið í eldi í júlí á þessu ári.
Hækkun fasteignamatsins:
Utlit fyrir svipaða
álagningarpró-
sentu fasteignaskatts
Tekjur sveitarfélaganna aukast um
285 milljónir umfram byggingavísi-
tölu miðað við óbreytta prósentu
nýrrar kirkju fyrir ísafjarðar-
söfnuð gæti valdið þvi að ekki
verður hægt að hefja bygginga-
framkvæmdir fyrr en á árinu
1989. Sóknarnefnd ásamt sóknar-
presti hefur unnið að undirbún-
ingi málsins allt frá því að kirkjan
brann, 27. júlí í sumar. Á aðalsafn-
aðarfundi 13. september var
ákveðið að vandlega athuguðu
máli að leggja til hliðar hugmynd-
ir um endurbyggingu gömlu
kirkjunnar vegna tæknilegra örð-
ugleika, en afhenda hana hús-
friðunaraðilum til varðveislu ef
slíkt þætti rétt og eðlilegt.
Nú hefur birst í fjölmiðlum greinar-
gerð og teikningar af endurbyggingu
kirkjunnar frá þjóðminjaverði með
afnot fyrir söfnuðinn í huga. Þetta
kom safnaðarnefnd mjög á óvart og
óttast menn að nú muni ákvörðun
um kirkjubyggingu jafnvel dragast
enn meira á langinn, þar sem umræð-
ur um endurbyggingu hafa nú aftur
hafist. Ljóst er að umræðan um mál-
efni kirkjunnar eru á mjög viðkvæmu
stigi. Heitar tilfinningar og ólíkar
skoðanir sóknarbama og brottfluttra
ísfirðinga sem einnig blanda sér í
þessi viðkvæmu mál valda áhyggjum.
Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson
álítur þó að sú ókyrrð sem nú ríki
stafi fyrst og fremst af óvissunni.
Strax og lýðræðisleg ákvörðun verði
tekin muni safnaðarfólkið sameinast
um framkvæmdina.
Gunnlaugur Jónasson bóksali er
formaður sóknamefndar á ísafirði.
Hann sagði í viðtali við Morgunblaðið
að það yrði að forðast af öllum mætti
að gera kirkjubygginguna að deilu-
máli. Sagði Gunnlaugur að sóknar-
nefndin vinni eftir bestu getu að lausn
þessara mála. Undirbúningurinn er
flókinn og margt sem þarf að skoða.
Að vel athuguðu máli urðu menn
sammála um það á aðalsafnaðarfundi
að byggja nýja kirkju. Eftir að það
lá fyrir hófst sá undirbúningur.
Gylfi Guðjónsson arkitekt var á
ísafirði í síðustu viku, en hann hefur
verið fenginn til ráðgjafar um staðar-
val. Gylfi er annar hönnuða Pella-
og Hólakirkju í Reykjavík. Sóknar-
nefnd telur skynsamlegt að gefa
arkitektinum svo tíma fram yfir ára-
mótin til að leggja fram hugmyndir.
Ef menn ná þá sáttum um staðarval
og grófar hugmyndir af útliti gæti
hönnunarvinna farið í gang.
Gunnlaugur sagði að bréf og góðar
gjafír hefðu borist frá velunnurum
sóknarinnar. Meðal annars vitnaði
hann í bréf brottflutts ísfírðings, sem
sagði: „Ákvörðun um kirkjubyggingu
er á valdi sóknamefndar Isafjarðar-
prestakalls og heimamanna, en ekki
brottfluttra Isfirðinga. Það er á
hreinu."
„Slíka uppörvun er gott að fá,“
sagði Gunnlaugur. „Menn verða að
gera sér það ljóst að um þessi mál
geta menn aldrei orðið fyllilega sam-
mála og því mikilvægt að menn
treysti þeim sem'til þess hafa verið
kjömir að þeir geri sitt besta.“
- Úlfar.
„ÞETTA er árlegur atburður.
Fasteignamat ríkisins hækkar
mat á öllum fasteignum einu
sinni á ári og gefur út 1. desem-
ber og er það gert alveg óháð
sveitarfélögunum,11 sagði Sigpir-
geir Sigurðsson, bæjarstjóri á
Selljamarnesi og formaður Sam-
bands islenskra sveitarfélaga,
vegna hækkunar á fasteignamat-
inu.
Heildarmat eigna í landinu
hækkaði um 32,8%, á sama tíma
og byggingavísitalan hækkaði um
16,7%. Tekjur sveitarfélaganna af
fasteignaskatti aukast við fast-
eignamatshækkunina um 580
milljónir kr., miðað við óbreytta
álagningarprósentu, úr 1.773 millj-
ónum í 2.354 milljónir kr. Hluti af
hækkuninni er vegna verðlags-
hækkana á þessu tímabili en hluti
vegna nýrra eigna og hækkunar á
mati umfram almennt verðlag,
vegna verðþróunar á fasteigna-
markaðnum. Ef miðað er við
byggingavísitölu, sem reyndar hef-
ur hækkað minna en framfærslu-
vísitalan, hækka tekjur sveitarfé-
laganna af fasteignaskatti um
13,8%, eða 285 milljónir kr. umfram
hækkun byggingarkostnaðar á
þessu tímabili.
Sigurgeir sagði að ekki væri
vafamál að hækkun fasteignamats-
ins skilaði ýmsum sveitarfélögum
auknum tekjum en ekki væri eðli-
legt að reikna tekjuaukninguna í
hundruðum milljóna vegna verð-
lagsbreytinga sem orðið hefðu á
tímabilinu. Hækkunin á höfuðborg-
arsvæðinu væri til dæmis í takt við
verðbólguna.
KÓR Snæfellingafélagsins í
Reykjavík heldur sína árlegu
jólatónleika í Kirkju óháða safn-
aðarins við Háteigsveg sunnu-
daginn 13. desember.
I desember 1985 fór kórinn í
tónleikaferð á Snæfellsnes og var
þá sungið í Ólafsvík, Grundarfirði
og í Stykkishólmi og í fyrra hélt
kórinn tónleika hér í Reykjavík og
Magnús E. Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands íslenskra
sveitarfélaga, sagði að ekki væri
enn Ijóst hvort. hækkun fasteigna-
skattsins umfram verðbólgu kæmi
fram sem tekjuaukning hjá sveitar-
félögunum því sum þeirra sem
fengu mestu hækkunina myndu
lækka álagningarprósentuna fyrir
næsta ár til að auka ekki skatt-
heimtuna. Nefndi hann Akureyri í
þessu sambandi. Annars sagði hann
að ákvarðanir um þetta efni væru
almennt ekki teknar fyrr en við
afgreiðslu íjárhagsáætlana sveitar-
félaganna, sem oft væri eftir miðjan
janúarmánuð. Þá fyrst kæmi í ljós
hvernig sveitarfélögin tækju á þess-
um málum. Sigurgeir taldi að
sveitarfélögin myndu almennt nota
svipaða álagningarprósentu fast-
eignaskatts og var á þessu ári.
Sagði hann sem dæmi að í gær
hefði verið ákveðið að hafa sömu
álagningarprósentu fasteignaskatts
á Seltjarnamesi og var á þessu ári.
Tveir togarar
seldu erlendis
TVEIR togarar seldu afla sinn
erlendis á þriðjudag. Annar seldi
karfa í Þýzkalandi og hinn þorsk
í Bretlandi.
Snæfugl SU seldi 125 lestir,
mest þorsk í Hull. Heildarverð var
9,2 milljónir króna, meðalverð
73,26. Vigri RE seldi 207 lestir,
mest karfa í Bremerhaven. Heildar-
verð var 10,8 milljónir króna,
meðalverð 52,33.
nú í Kirkju óháða safnaðarins.
Á tónleikunum á sunnudaginn
flytur kórinn ýmis verk m.a. eftir
Bach, Mozart og Schubert.
Síðastliðin þijú ár hefur Friðrik
S. Kristinsson verið söngstjóri og
Þóra V. Guðmundsdóttir annast
undirleik á orgel eða píanó. Bæði
Þóra og Friðrik eru Snæfellingar,
Þóra frá Miðhrauni í Miklaholts-
hreppi og Friðrik frá Stykkishólmi.
Tekjuháir koma ekki bet-
ur út úr staðgreiðslukerfi
- segir Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra
JÓN BALDVIN Hannibalsson fjármálaráðherra segir að tekjuhá-
ir einstaklingar muni síður en svo koma betur út úr staðgreiðslu-
kerfi skatta en gamla skattakerfinu. Hann segir þó að ekki sé
,hægt að meta til fullnustu dreifingu skattbyrðarinnar í nýju skatt-
kerfi fyrr en litið hefur verið á dæmið í heild, þ.e.a.s. á fyrir-
hugaðar breytingar á skattlagningu fyrirtækja og þegar sömu
skattareglur muni gilda um allar tekjur, hvernig sem þeirra er
aflað.
Ýmsir, þar á meðal forsvars-
menn verkalýðssamtaka, hafa lýst
þeirri skoðun að með skattkerfis-
breytingunum myndi skattbyrði
meðaltekjufólks þyngjast en
skattbyrði lágtekju og hátekju-
fólks minnka. Þegar þetta var
borið undir fjármálaráðherra
sagði hann að komið hefðu upp
raddir um nauðsyn tveggja skatt-
þrepa í staðgreiðslukerfi en ef
borinn væri saman staðgreiðslu-
skattur við eldra kerfið, og 35,2%
staðgreiðsluprósentan og 38% jað-
arskatturinn í eldra kerfinu; væri
það niðurstaða dæmisins að með
hliðsjón af því hvernig gamla kerf-
ið virkaði, hefði það skilað lægri
jaðarskatti í reynd en nýja kerfíð
muni gera vegna þess að skattur-
inn var eftirágreiddur.
Fjármálaráðherra sagði að
hefði gamla kerfið haldið sér væri
hæsta tekjuskattsþrepið 38,5% en
það hefði aðeins lagðst á um 90%
tekna þvi 10% frádráttarliðurinn
var almennur. Útsvarið í gamla
kerfínu var 10,3% að jafnaði, auk
2% sjúkratryggingargjalds og
0,6% kirkjugarðs- og sóknar-
gjalds. Þetta alít hefði samsvarað
jaðarskatti miðað við þetta
greiðsluár, sem hefði verið 34%,
þe. lægri en staðgreiðslan.
Jón Baldvin sagði þetta vera
eitt dæmi um hve mat á skatt-
byrði geti orðið flókið. Dæmið
yrði ennþá öfgafyllra ef reiknað
væri með 60-100% verðbólgu eins
og verið hefði á fyrri tíð, því þá
drægi úr skattbyrði og þeim mun
meira hjá þeim hópum sem efstir
voru í efsta þrepinu í gamla kerf-
inu.
Fjármálaráðherra benti síðan á
að skattfrelsismörk hækka í stað-
greiðslunni og þegar þurrkaðir
væru út ýmsir frádráttarliðir, sem
nýttust mikið betur þeim sem
voru í efri hluta tekjuskalans,
megi ætla að breikkun skatt-
stofnsins leiði til aukinna skatta
þar.
Hann tók síðan fram að ekki
væri hægt að líta á dreifingu
skattbyrðarinnar í áformuðu nýju
skattakerfí fyrr en litið hefur ver-
ið á dæmið í héild, þeas. á fyrir-
hugaðar breytingar á skattlagn-
ingu fyrirtækja og þegar sömu
skattareglur gildi um allar tekjur,
td. Qármagns- og eignatekjur,
hvemig sem þeirra er aflað.
Kór Snæfellingafélags-
ins með jólatónleika