Morgunblaðið - 13.12.1987, Page 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987
HEIMILISLÆKNIRINN
Hagnýtt rit til þess að fletta upp í
Sigurður Thorlacius læknir
Rætt við Sigurð
Thorlacius
lækni, sem
ritstýrði verkinu
Nýlega kom hjá bókaforlaginu
Iðunni þriggja binda verk sem ber
nafnið Heimilislæknirinn. Þetta
er að meginstofni þýðing á bresku
riti. Ritstjóm hefur Sigurður
Thorlacius læknir annast. I sam-
tali við blaðamann Morgunblaðs-
ins sagði Sigurður að þegar rit
þetta kom út i Bretlandi hafi ein-
tak verið sent hingað til lands og
eftir nokkra íhugun hafi verið
ráðist í að gefa það út. Sigurður
kvaðst hafa þýtt nokkrar bækur
um læknisfræðileg efni á undan-
förnum árum og í framhaldi af
þvi hafi hann verið beðinn að ann-
ast ritstjóm og þýðingu á verkinu.
Sigurður leitaði síðan til ýmissa
manna til að fá þá til að þýða ein-
staka kafla og „það gekk í sumum
tilvikum og sumum ekki,“ eins og
hann orðaði það.
Tveir kaflar eru að mestu frum-
samdir í rítinu. Það eru annars vegar
kafli um heilbrigðiskerfíð sem Guð-
jón Magnússon aðstoðarlandlæknir
samdi. Islenska heilbrigðiskerfíð er
töluvert ólít hinu breska og því var
þessi háttur hafður á að sögn Sigurð-
ar. í þeim kafla eru staðgóðar
upplýsingar um gerð heilbrigðiskerf-
isins og hiutverk lækna og annarra
heilbrigðisstétta innan þess. Hinn
kaflinn er um sjúkdóminn eyðni, sem
varla var farinn að bijótast út að
marki þegar verkið kom út í Bret-
landi. Með tilliti tíl þess sem síðar
hefur gerst þótti rétt að hafa sér-
stakan kafla um þennan sjúkdóm.
Það er Sigurður Guðmundsson smit-
sjúkdómafræðingur sem skrifar þann
kafla og gefur þar ýmsar upplýsing-
ar, m.a. hveijir eru í áhættuhópum
og hvar fólk getur fengið fyllri upp-
lýsingar um eyðnisjúkdóminn.
„Það er ekki gert ráð fyrir að
þessar bækur geti komið í stað
lækna," sagði Sigurður ennfremur.
„Þessar bækur eru sniðnar fyrir al-
menning og því ekki ítarlegar miðað
við td. kennslpbækur sem lækna-
nemar læra. í kennslubókum er farið
miklu ítarlegar ofan í öll smáatriði
ekki síst á þetta við þegar fjallað er
um meðferð og lyfjagjöf. Það er líka
gengið út frá að lesandinn hafi ekki
mikla þekkingu á sjúkdómum og
fjallað um efnið með tilliti til þess.“
Það kom fram í máli Sigurðar að
hann teldi mikinn feng að útgáfu
þessa rits. „Það hefur bæði kosti og
galla að gefa almenningi kost á öllum
þessum upplýsingum sem í ritinu
koma fram,“ sagði Sigurður. „Kost-
imir eru þeir að fólk er þá betur inni
í þvi sem gerist í líkama þess sjúka
og geta þá líka nýtt sér miklu betur
þær upplýsingar sem læknirinn gefur
því. Mér hefur sem lækni þótt tölu-
vert á skorta að fólki hefði næga
þekkingu til þess að geta áttað sig
á þeím upplýsingum sem því hafa
verið gefnar. Gallamir em hins veg-
ar þeir að fólk kann að ýkja með sér
alls kyns verki og eitthvað af því sem
það er að lesa um, og jafnvel telja
sig fársjúkt án þess að það eigi við
nokkur rök að styðjast. í þeim tilvik-
um myndi fólk vafalaust leita til
læknis og hið rétt þannig koma fram.
Það skal tekið skýrt fram að þó í
bókinni séu kort þar sem fólk er leitt
á milli einkenna og geti þannig á
vissan hátt sjúkdómsgreint sig þá
er sjúkdómsgreining ekki einfalt
mál. Þessi bók á ekki að koma í stað-
inn fyrir lækni heldur auðvelda
læknum starf sitt og auðvelda fólki
að fá upplýsingar bæði um heilbrigð-
an líkama og sjúkan. í fyrsta hluta
ritsins em ráðleggingar um hvemig
hægt sé að viðhalda heilbrigði. I
þriðja hlutanum er fjallað um hina
ýmsu sjúkdóma. Algengir sjúkdómar
fá þar mun ítarlegri umfjöllun en
þeir sjaldgæfari. í síðasta kaflanum
er fjallað um heilbrigðiskerfið og
heilsugæslu á ýmsan hátt. Einnig er
fjallað um lyf og birtur lyfjalisti og
svo fjallað um dauðann og í því sam-
bandi dánarvottorð, greftmn og
fleira. í bókariok er svo kafli um slys
og neyðartilvik. Þetta er því mjög
alhliða efni sem fólki gefst kostur á
að kynna sér.“
Menn gætu hugsað að verk sem
þetta myndi úreldast fjótt en að sögn
Sigurðar er sú ekki raunin. Vegna
þess hvað ritið er almenns eðlis og
stiklað á stóm, em minni Ifkindi til
þess að það verði úrelt. Helstu fram-
farir læknavísindanna gerast oft
innan sérgreina læknisfræðinnar og
þá í ýmsu því sem nákvæmara er
en það sem fjallað er um í þessari
bók. „Erfitt er að spá um hversu
lengi þetta verk stendur fyllilega
fyrir sínu,“ sagði Sigurður. „En ég
gæti hugsað að það liðu mörg ár
áður en mikilla breytínga tæki að
gæta.“
í máli Sigurðar kom fram að ýmis
ljón vom á veginum í sambandi við
þýðinguna. „Það er nú svo að marg-
ir þeir sem að óreyndu telja sig
ágætlega færa um að þýða gefast
upp í miðjum klíðnum, mesta vanda-
málið virðist þá oftast það áð koma
erlendu máli yfir á sitt eigið. Með
svona verk gætir líka þeirra vand-
ræða að ekki em til íslensk orð yfir
allt sem í verkinu kemur fram. Þess
má geta að Læknafélag íslands er
að gefa út íðorðasafn svonefnt, en
það orðasafn er að koma út þessa
dagana og var ekki tilbúið til notkun-
ar þegar bækumar um Heimilislækn-
inn vom að skapast á fslensku.“
Sigurður Thorlacius „kemur úr
fjölskyldu þar sem mikið hefur jafnan
verið unnið að þýðingum", eins og
hann orðar það. Sigurður er sonur
Ömólfs Thorlaciusar sem mikið hefur
unnið að þýðingum. Það hafa bræður
Sigurðar einnig gert, svo og móðir
hans Guðný sem nú er látin. Sigurð-
ur vann við ritstjóm verksins og
þýðingu þess meðan hann enn dvalði
við störf á sjúkrahúsi í Noregi, en
hann er sérfræðingur í heila-og
taugasjúkdómum. „Munurinn á
vinnu hér og í Noregi er að þar þyk-
ir það mikill kross að bera að þurfa
að vinna einhveija yfirvinnu. Það
þykja hins vegar mikil hlunnindi hér.
I Noregi fannst mér ég hafa nógan
tíma til þýðingarstarfanna þar sem
ég vann ekki yfirvinnu. Kosturinn
við þýðingarstarfíð er sá að maður
getur gripið til þess hvenær sem
maður er vel upplagður og gefst laus
stund. Það var aftur á móti talsvert
önugt að ritstýra þessu verki frá
Noregi og var oft tilefni mjög fjör-
ugra bréfaskrifta bæði við þýðendur
'og svo forlagið. Umfangsmikil þýð-
ingarstörf með annarri vinnu em því
aðeins gerleg að aðrir í flölskyldunni
séu sáttir við þá tilhögun mála og
jafnvel hjálpi til. Konan mín aðstoð-
aði mig mikið við þýðingu og frágang
á þessu riti. Sigurður gat þess að
hann færi senn að vinna að þýðingu
bókar um bakverki fyrir Iðunni og
er að auki að skrifa sjálfur bók um
höfuðverk.
Að lokum sagði Sigurður að í
Bandaríkjunum hefðu læknar verið
svo ánægðir með ritið Heimilislækn-
irinn, að það var gefið út í nafni
bandaríska læknafélagsins. „ Ég hef
sýnt íslensku útgáfuna nokkrum
læknum og þeir hafa verið vel án-
ægðir með hana. Verk þetta er þó
eins og fyrr sagði fyrst og fremst
sniðið að þörfum almennings sem
hagnýtt rit til þess að fletta uppí
þegar þörf krefur. Það er ekki ætlað
til kennslu í skólum né heldur fyrir
Iækna enda eiga allir almennir
íslenskir læknar vita það sem kemur
fram í þessu verki“.
Það þarf ekki að bíða eftir
væntanlegri tollalækkun. Við höfum lækkað verðið á
þessari f rábæru samstæðu frá Al WA
Já, þetta ersvo sannarlega jólagjöf fjölskyídunnar.
CP 550. Útvarp meðLB, MB, FM og SW. Magnari 2x30W. 5 banda tónjafnari. Tvöfalt segul-
band með „High Speed Dubbing", Metal, CR02. Plötuspilari hálfsjálfvirkur, tenging fyrir C.D.
Hátalarar 50W. Frábærtóngæðifrá AIWA ^jdarkjör^
EHSH
Söluaðilar:
Reykjavfk: Hagkaup.Skeífunni.
Hagkaup, Kringlunni.
Nesco, Laugavegi.
Kópavogur: Tónborg.
Akranes: Skagaradfó.
Borgarnes: Shellstöðin.
Búöardalur: Versl. Einars Stefánssonar.
Bolungarvík: Versl. Jóns Fr. Einarssonar.
Sauðárkrókur:Radiólinan.
Húsavik: Radlóver.
Akureyri:Tónabúðin. _
Egilsstaðir: Verslunarfólag Austurlands, Fellabæ.
Skagaströnd: Söluskálinn.
D í * i
Kaa iooær
Verð áður 31.980
Verð nú 28.785 stgr.
mSSESSSSGSSik Sendum I póstkröfu.