Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 38
38 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987
Norrænir kvenprestar héldu þing að Löngumýri í sumar og
ræddu hvemig konur gætu bætt kirkjuna. Við birtum ykkur í dag
erindi séra Döllu Þórðardóttur í Miklabæ og viðtöl við séra Inger
Lykkebo Petersen og Unu Jart, sem hélt fyrirlestur um hinar
kaþólsku systur okkar. Og enn óskum við ykkur góðra aðventu-
daga, kæru lesendúr.
Konur vilja prédika um
móðurumhyggju Guðs
munstur. Við verðum að hafa
eitthvað að segja í staðinn fyrir
það, sem við viljum losna frá.
Við viljum margar draga fram
umhyggju og kærleika Guðs,
móðurumhyggju Guðs. Guð um-
vefur sköpun sína. Jesús lýsti
þessu með því að segja að hann
vildi safna okkur til sín eins og
hæna safnar ungunum sínum
undir vængi sér. Eg held að það
sé þessi boðskapur, sem margir
kvenprestar vilja koma til skila,
vegna þess að djúpt í hjarta sínu
þrá allir þennan boðskap og
þarfnast hans ákaflega í hvers-
dagslegu lífí.
Séra Inger Lykkebo Petersen
frá Danmörku.
Inger Lykkebo Petersen er
prestur í Höjslev á Jótlandi. Hún
var kennari áður en hún nam
guðfræði og varð prestur.
Ég spurði hana hvort hún teldi
að konur prédikuðu á einhvem
máta öðm vísi en karlar.
Prédikanir kvenna em oft per-
sónulegri en prédikanir karla.
Til þess að konur geti varðveitt
hlýju og móðummhyggju í préd-
ikunum sínum verðum við að
rækja þessa eiginleika með sjálf-
um okkur. Annars verða prédik-
anir okkar bara guðfræðilegar
ræður, sem verða oft heldur
kuldalegar. Við viljum margar
komast út úr því munstri sem
karlar hafa ofíð prédikanimar í.
Þá þurfum við að fínna nýtt
Miklir erfið-
leikar kaþ-
ólskra kvenna
Una Jart er prestur í Kaup-
mannahöfn. Hún er lögfræðingur
að mennt en tók síðar próf í guð-
fræði og vígðist prestur. Una hélt
fyrirlestur á mótinu um „Kaþól-
skar systur okkar" og ég bað
hana að segja okkur frá þeim.
— Við höfum mikla samúð með
hinum kaþólsku systram okkar,
sem búa við erfiðar aðstæður eft-
ir ný kirkjulög frá 1983, Codex
Juris Canonici. Þar er því slegið
föstu að konur skuli ekki gera sér
neinar vonir um jafíirétti í kirkj-
unni á næstu 40 ámm. Eftir
annað vatíkanþingið höfðu konur
miklar vonir um breytingar og
bætta stöðu í kirkjunni. Það hvet-
ur því fólk til mótmæla þegar þær
vonir verða að engu. Þau mót-
mæli komu fram frá mörgu
kaþólsku fólki á þingi kaþólsku
kirkjunnar f Róm í október sl.,
t.d. konum og prestum sem höfðu
gift sig. Kaþólskar konur vita
margar hveijar ekki hvað þær
eiga til bragðs að taka. Þær gætu
valið einhvem þessara kosta:
1. Haldið áfram að vera í kirkj-
unni eins og hún er og reyna
að breyta henni innan frá.
2. Hætt klausturlífí en verið
áfram í kirkjunni.
3. Stofnað „neðanjarðarkirkjur"
sem þær skipuleggja sjálfar
og stjóma.
4. Gengið úr kaþólsku kirkjunni
og leitað til annarra trúar-
bragða.
5. Yfírgefíð kirkjuna og trúna.
Séra Una Jart frá Danmörku.
6. Gengið til liðs við aðrar kirkj-
ur, t.d. anglíkönsku kirkj-
una.
Konur velja sér ýmsar af þess-
um leiðum. Þær hittast til að
ræða mál sín og styrkja hver aðra.
í október var haldið þing margs-
konar kaþólskra kvennasamtaka
í Ameríku. Það var haldið í Cinc-
innati í Ohio. Við sendum þeim
kveðjur frá móti norrænna kven-
presta á Löngumýri. Þær þarfnast
vissulega samstöðu annarra
kvenna.
Megi Guð brosa til þín
Ég þekki konu, meira að segja
lúterska prestsfrú, sem býr í
Ameríku. Hún segist næstum aldrei
koma í lúterskrar guðsþjónustur
og hafi látið ferma bömin sín í
annarri kirkjudeild. Hvers vegna?
Vegna þess að það er svo leiðin-
legt í lútersku kirkjunni, segir
hún. Þar er engin gleði, enginn
ákafi. Samt elskar hún kirkjuna
sína og hinn lúterska arf, sálma,
bænir og það, sem hún lærði við
kné sinnar sænsku móður. En hún
kemur ekki.
Hún er ekki ein um það. Þau
em mörg á báti, þau, sem koma
ekki. Ég veit að sóknarböm mín
elska kirkjuna sína og em hreykin
af henni, eins og þau sýna á hátíð-
um. En þess utan hefur hún engan
mátt til að laða þau tii sín. Hvað
skortir?
Eitthvað
manneskjulegt
Við lesum og sjáum í sjónvarp-
inu hvemig aðrar kirkjur, karis-
matískar fríkirlq'ur, fyllast af fólki,
sem dansar, syngur nýja söngva,
talar í andanum, reynir að breyta
Kfi sínu, segir frá trú sinni, græt-
ur. Þetta er greinilega eitthvað,
sem fólk þarfnast og leitar að. Ég
hef ekki verið þar og dæmi ekki
um hvað er þar gott eða sam-
kvæmt reglunum. En ég held að
þar sé eitthvað sem við ættum að
hafa. Kannski eitthvað manneskju-
leg^t, eitthvað kvenlegt, eins og við
segum í ákafa okkar. Þetta, að
sýna tilfínningar sínar, koma ná-
lægt hvert öðm. Ég efast ekki um
það. f
vantar í
guðsþjónustuna
Við vitum mæta vel að lífinu er
ekki lifað eftir ströngum, ósveigj-
anlegum reglum. Heldur ekki
kristnilífi okkar og trú. Þá kem
ég að forminu í kirkjunni, guðs-
þjónustunni og lítúrgíunni. Guðs-
þjónustuform okkar er afskaplega
fast fyrir. Og það er sagt að svona
eigi það einmitt að vera. í minni
kirkju og þinni, kirkjunni í Sviss
og Svíþjóð fínnum við þetta sama
form. Það er vissulega þægilegt
og huggulegt að lofsyngja á sama
hátt í öðm landi eins og gert er
heima. En hefur það borið þá
ávöxtu, sem við væntum? Ég held
ekki. Eitthvað er í ólagi.
En leitum nýrra leiða
Við verðum að fínna nýjar leiðir
fyrir fagnaðarerindið. Konur hafa
stungið upp á mörgum breytingum
í guðsþjónstunni. Þær hafa samið
nýjar bænir, sálma, hugvekjur. Ég
nefni aðeins eina bók: No Longer
Strangers, sem ér safn af slíkum
verkum kvenna frá víðri veröld.
Kannski ættum við að hittast í
litlum hópum og tala um Biblíu-
texta sunnudaganna. Tala um lífið.
Kannski ættu bænimar að vera
tengdari daglegu lífí en ekki bom-
ar fram á uppskrúfuðu tæknilegu
máli. Ég tek dæmi um bæn frá
Þýzkalandi: Megi hlý golan stijúka
þér um kinnina, megi Guð brosa
til þín, megi hún blessa þig.
Það er hægt að syngja hefð-
bundna og nýja sálma í sömu
guðsþjónustunni. Og við verðum
alltaf að gæta að því, sem á ensku
heitir „inclusive language", því að
málið höfði jafnt til kvenna og
karla. Við vitum að orð Biblíunnar
og sálmanna í sálmabókinni em
mestmegnis karlkynsmyndir. Ég
bendi á ákvörðun Lúterska heims-
sambandsins um það að á næsta
heimsþingi skuli allt opinbert efni
vera á „inclusive language".
Líka í prédikuninni
Og að lokum er það orðið, préd-
ikunin. Ég, sem er lútersk, gæti
ekki verið þekkt fyrir að sleppa
því að tala um hana. Orðið er aðal-
þáttur guðsþjónustunnar. Orðið er
sterkasta tækið til að kenna, upp-
örva og segja frá vilja Guðs og
mætti. En orðið er líka veikasta
tækið, það sem við notum ekki
eins og okkur ber.
Það getum við konur reynt að
bæta.
Tölum um
umhyggju Guðs
Myndin, sem vi drögum upp af
Séra Dalla Þórðardóttir
Guði í prédikuninni, er af hinum
sterka, almáttka. Hann sér allt,
veit allt, er fullkominn, býr hátt
uppi.
Manneskjumar em veikburða,
auðmúkar, eiga að reyna að vera
góðar, sýna ekki valdagræðgi.
Prédikun um auðmýkt og magn-
leysi, traust og trú hefur haft mikil
áhrif á konur. Karlar hlusta ekki
á þennan boðskap á sama hátt.
Vegna þess að þeir em sjálfír eins
og hinn sterki og almáttugi Guð.
Það er nú það.
Þessu verðum við að breyta.
Tala um Guð eins og þann, sem
sýnir umhyggju, leitar, sýnir til-
fínningar. Þá sýnum við mynd af
Guði, sem sjaldan er sýnd, en
breytir hugmyndum trúaðra um
sambandið 'ið Guð, um þau sjálf
og lífið.
Biblíulestur vikunnar
Sunnudagur: Orðskv. 1.7 Upphaf þekkingar
Mánudagun Orðskv. 2.1-5 Fólgnir flársjóðir
Þriðjudagur; Orðskv. 2.10-12 Spekin vemdar
Miðvikudagur: Orðskv. 3.5 Treystu Drotini
Fimratudagiir: Orðskv. 3.13—15 Speki betri en silfur
Jföstudagur: Orðskv. 3.25-26 Spekin varðveitir
Tjaugardagur: Orðskv. 3.35 Spekin heiðrar
ogfetumí
fótspor hennar
Einmitt núna er ég að lesa stór-
kostlega bók eftir Bárbel von
Wartenberg-Potten Wir werden
unsere Harfen nichht an die Weid-
en hángen. Heitið er úr 137.
Davíðssálmi: Við munum ekki
hengja gígjur okkar á pílviðina.
Hún talar í bókinni um konur sem
útlendinga í kirkjunni. Þær til-
heyra ekki bræðralandinu, bræðra-
laginu. Þær em eins og ísraelslýð-
ur í Babýlon. Hvemig ættu þær
að syngja í öðm landi?
En nú verðum við áð vita að í
þessu landi, kirkjunni, eigum við
heima. Það er ekki bræðraland
heldur systraland. Hún segir:
Hingað til höfum við gengið í litl-
um, kínverskum skóm, varlega, og
gætt þess að stíga ekki á tæmar
á körlunum. Nú verðum við að
sparka þessum litlu skóm af okk-
ur, stíga stór skref, mörg skref,
tala, beijast, skapa.
svo að kirkjan verði
land systra og bræðra
Sumar gamlar geymdir tala nið-
urlægjandi um kirkjuna vegna þess
að hún var full af konum og þræl-
um. Konur vom oft fyrstar,
stundum einar, til að fylgja Jesú
og orðum hans. Konur vom postu-
lar, vitni, stólpar, sem bám hinn
kristna arf. Við þekkjum Maríu,
Salóme, Jóhönnu, Dorkas, Prisku,
Lýdíu, Lóis og Évníku. Hugsaðu
þér hvað hefði gerzt ef þær hefðu
þagað og ekki þorað að tala vega
þess að þær vom konur.
Það er ekki alltaf einfalt að
beijast, taka þátt í kirkju okkar
með ákafa. Stundum vildum við
vera áfram í kínversku skónum.
En við skulum hafa áhrif í kirkj-
unni, lækna hana, umskapa hana,
ekki til þess að gera hana að
systrasamfélagi, heldur að sam-
félagi kvenna og karla.