Morgunblaðið - 18.12.1987, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987
15
Vonir í miskunn-
arlausri tilveru
Békmenntir
Jenna Jensdóttir
Kirsten Bang:
Betlidrengurinn Jugga
Þýðandi: Torfi Ólafsson
Teikningar gerði Kanuna Svens-
son
Bókaútgáfan
Reykjavík 1987
Landakot,
Rithöfundurin Kirsten Bang
fæddist í Danmörku 1908. Hún lauk
kennaraprófi og vann við kennslu
og kennslumál til ársins 1958, eftir
það helgaði hún sig ritstörfum. Hún
ferðaðist um lönd — kynnti sér
þjóðlíf og þjóðhætti og varð sú vitn-
eskja, er hún aflaði sér, undirstaðan
í sögum hennar, sem eru víðs vegar
að úr heiminum.
Hún kom til íslands og gerast
þijár sögur hennar hér: Lars á ís-
landi (1961) Hallgrímur (1965) og
Fjalla Eyvindur (1971). Kirsten
dvaldi næstum áratug í Austur-
Grænlandi. Einnig ferðaðist hún um
og dvaldi í Austurlöndum.
Sögur henar eru raunverulegar,
margar þeirra nútímasögur, sem
hafa samt alltaf að bakgrunni lifn-
aðarhætti, ' þjóðareinkenni og
umhverfi þess lands er hver saga á
að gerast í. Kirsten Bang hefur
gefíð út á þriðja tug bamabóka auk
annarra ritverka.
Sagan af Jugga gerist í Ind-
landi. Hún kom fyrst út 1971. Ungi
maðurinn Nírad er stéttleysingi og
býr í litlum kofa við götu þeirra.
Sárafátækt herjar á þessa lægstu
þjóðfélagsstétt. Nírad, sem ævin-
lega er kallaður „sonur skósmiðs-
ins“ er latur og værukær. Hann
þarf aðeins að sjá fyrir sjálfum sér.
Óðru máli gegnir um nágranna
hans, sútarann. Hann á fyrir sex
bömum að sjá og er að komast á
vonarvöl. Leirkerasmiðurinn í þorp-
inu falast eftir kofa Nírads og lofar
að borga í peningum. Slíkt tilboð
vekur ýmsa drauma með Nírad og
sá draumur verður æ ásæknari og
fara pílagrímsferð til Benares.
Þangað fara aðeins ríkir menn og
helgir menn — baða sig upp úr
Ganges og leysa sig þar með frá
öllum syndum sínum. Nírad tekur
ákvörðun. Hann selur leirkera-
smiðnum kofann sinn og hefur nú
í höndunum posa með peningum,
auk þess á hann bátskriflið sitt og
skósmíðakassa föður síns.
í bijósti Nírads blundar rík sam-
kennd með sútarafjölskyldunni, sem
nú hefur misst geitina sína til veð-
lánarans.
Eigin velsæld (sem er ekki mik-
il) leiðir hann til þess að verða
sútaranum að liði, þótt á þann hátt
sé, að Nírad telji sig hagnást af.
Hann tekur með sér fatlaðan dreng
sútarans, Jugga og greiðir sútaran-
um fyrir hann í peningum. Jugga
er með annan fótinn styttri og not-
ar hækjur. Einmitt kjörinn til að
betla á leið þeirra til Benares.
Erfíð, sársaukafull reynsluferð
þeirra hefst niður árkvíslina frá
þorpinu þeirra — og út á fljótið
Ganges. Lífíð verður fullt af ævin-
týrum og leyndardómum. Jugga
betlar víða þar sem þeir koma. En
hann kemst fljótt að því að í stærri
borgunum eiga betlarar sér vissa
staði og það getur kostað líf og limi
að ætla sér rúm þar einnig. .
Líf þeirra félaga breytist á marg-
an hátt þegar þeir komast í kynni
við betlimunkinn Phari, sem fylgir
þeim eftir það til Benares. Heilagt
útlit Phari og munkaklæði eru ekki
í samræmi við innræti hans og flá-
ráða framkomu. Koma Nirads til
Benares verður með öðrum hætti
en hann dreymdi um — og þó?
Jugga á langa ferð og miklar þreng-
ingar fyrir höndum — en í nafni
sögunnar felst gæfa drengsins.
Hér er aðeins drepið á lítið eitt
Kirsten Bang.
sem er í þessari ágætu sögu. Lýs-
ingar á fátækt og umkomuleysi eru
þannig að engum lesanda getur
fundist slík kjör sér óviðkomandi.
Sagan á sér fléiri góða kosti sem
felast m.a. í lifandi lýsingum á landi
og náttúrufari og ekki síst vand-
aðri þýðingu.
Orðaskýringar' aftast í bókinni
eru af hinu góða. Teikningamar em
ekki alltaf í samræmi við frásögn,
t.d. teikningin af betlistúlkunni með
bamið í fanginu.
Það er albjart enn
Békmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
William Heinesen: Töfralampinn.
Nýjar minningasögur.
Þorgeir Þorgeirsson þýddi
Útg.Forlagið Þýðingarútgáfan
1987
Orðið meistari er mikið misnotað
og ofnotað orð. En samt finnst mér
það vera orðið sem á bezt við að
nota um William Heinesen, sann-
kallaður galdramaður orðsins. Sem
færir okkur alltaf eitthvað ferskt
og nýtt; og þó framandi og stundum
myrkt. Og þessi sérstæða kímni.
En alltaf skrifað á þann hátt að
maður er ríkari eftir.
Heinesen mun nú vera orðinn
háaldraður, en þessir tíu þættir,
sem ég kýs að kalla svo fremur en
sögur, munu vera splúnkunýjar.
Heinesen er hér ekki að fara inn á
einhvetjar nýjar brautir, en hann
hefur enn bætt í safn sitt sem er
orðið stórt og fullt af ógleymanleg-
um persónum. Og hversdagslegustu
atburðir verða dularfullir eða
spennandi í meðförum hans.
Heinesen hefur yndi af því að
rifja upp eða hreinlega búa til „þjóð-
sögur“ og endurskapa persónumar
eftir sínu höfði. Með örfáum drátt-
um, svo áreynslulausum að aðeins
er á færi beztu höfunda, dregur
hann upp andrúm, umhverfi eða
persónur.
Hvort sem í hlut á meistari Jakob
og jómfrú Urður ellegar þegar hann
William Heinesen
gerir tilraun til að lýsa eftir lífsham-
ingjunni í þættinum um Töfralam-
pann. Að ógleymdum Jóhanni
sterka í „Syndafalli." Og svo mætti
áfram telja. En einhvem veginn fer
maður ekki út í einhvers konar ein-
kunnagjafír eða upptalningsstell-
inguna, þegar Heinesen á í hlut.
Mér er í minni, þegar ég las Det
Gode Haab.eftir Heinesen og áttaði
mig þá á því, satt bezt að segja, í
fyrsta sinn, hvað danskan getur
verið stórfallegt ritmál. Fágætt vald
Heinesens yfír tungumálinu. Vekur
með manni fögnuð að lesa orðin
hans.
Það er enginn hæðgarleikur að
færa okkur Heinesen í heilu lagi á
íslenzku. Það er ekki ofmælt að
Þorgeiri Þorgeirssyni takist það af
einstæðri kúnst.
KRISTJÁN JÓHANN JÓNSSON
(fJNDIR HÖFU
TOLLARANS
Undir húfu tollarans er saratíöarsaga
úr Reykjavík, fjölskyldusaga, dæmi-
saga úr íslensku þjóðfélagi. Segja má
að hér eigi ólíkar stéttir og samfélags-
hópar sína fulltrúa. Aðalpersónur eru
bræður tveir, Karl kennari og Björn
iðnaðarmaður. Karl og fjölskylda hans
eru í forgrunni. Ýmis skyldmenni og
vandamenn þeirra bræðra koma hér
við sögu og er óhætt að segja að sam-
skipti þessa fólks gangi mjög á
misvíxl. Þjóðfélagið beinir fólki í
ákveðna farvegi sem örðugt er að rífa
sig upp úr. Öllu þessu margbreytilega
mannlífi og samspili lýsir höfundur af
kunnáttu og alúð svo að lesandinn
fylgdst með af lifandi áhuga frá upphafi
tilloka...
IÐUNN