Morgunblaðið - 18.12.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.12.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987 21 Sakamál endurmetið Békmenntir Erlendur Jónsson Ásgeir Jakobsson: FANGINN OG DOMARINN. Þáttur af Sigurði skurði og Skúla sýslumanni. 240 bls. Skuggsjá. 1986. »Hann drap ekki mann,« segir Ásgeir Jakobsson. Sigurður skurður var saklaus að því sem á hann var borið. Sigurður varð eigi að síður landsfrægur vegna málsins. En það var ekki vegna sjálfs sín: »Yfírvöld- in varðaði ekkert um Sigurð, nema til að nota mál hans ■...« Ásgeir Jakobsson fer hér ná- kvæmlega ofan í Skúlamál að því er Sigurð varðar, meintan bana- mann Salómons Jónssonar. Hvatinn að því að Ásgeir tekur sér fyrir hendur að rannsaka málið er sá fyrst og fremst að hann telur að hallað hafí verið réttu máli, strax í upphafí og síðan árin í gegnum, vegna þeirrar samúðar og lýðhylli sem Skúli Thoroddsen naut í and- ófí sínu gegn landshöfðingjavald- inu. »Skúli Thoroddsen kastaði höndum til rannsóknar sinnar vegna þiýstings frá einróma al- menningsáliti og vegna anna og' krankleika.« Ásgeir bendir á að viðumefnið skurður hafí strax vakið tortiyggni meðal almennings, þótt benda til að persónan væri skuggaleg og til alls vís. En skurður hafí Sigurður að öllum líkindum verið kallaður vegna þess að hann hafí verið af- kastamikill við hvalskurð. Sigurður hafí verið ofsafenginn og hávær drukkinn og þá skotið fólki skelk í bringu. Hafí hann þá átt til að vaða hús úr húsi með hávaða og fyrir- gangi. En ofbeldi / verki hafí lítt á hann sannast um ævina. Salómon telur Ásgeir, og hefur þá meðal annars læknisvottorð að leiðarljósi, að sofnað hafí og síðan látist uppi á heiði vegna ölvunar, þreytu og kulda. Líkskoðun fór ekki fram þegar í stað »enda bend- ir útlit sáranna ásamt þeim Ásgeir Jakobsson músaskít, sem er í kring um þau, til þess, að þau séu eftir mýs,« stendur i læknisvottorði. Sigurði var sleppt eftir langvar- andi yfirheyrslur hjá Skúla sýslu- manni og hélt þá til síns heima. En þá báðu nágrannar yfírvaldið að losa sig við hann úr byggðarlag- inu. Ekki bætti það úr skák fyrir sakbomingnum. í þeim heiftarlegu og langvinnu deilum, sem Skúlamál ollu, snerist almenningsálitið um land allt á sveif með Skúl,a. Því fylgdi að Sigurður var óyggjandi talinn manndrápari þó svo að ekkert sannaðist á hann. Sama máli gegndi um Lárus H. Bjamason sem sendur var vestur til að rannsaka embættisfærslu sýslumanns, hans hlutur varð að sama skapi neikvæður. Ásgeir segir að hann hafí verið skapofsi, en eng- inn refur. Lárus tók allt málið upp að nýju eftir að hann kom vestur, yfír- heyrði þá Sigurð og aðra sem talið var að veitt gætu upplýsingar um málið. Ekkert kom þó nýtt fram í þeirri rannsókn sem benti til að Sigurður væri banamaður Saló- mons. Þá hefur Ásgeir athugað stað- hætti alla og eins kvatt til menn sem nákunnugir em á slóðum þeim þar sem atburðir gerðust. Rekur hann þar með leið þá sem honum þykir sennilegast að Salómon hafí gengið og útskýrir hvemig á því stóð að hann hvarf skyndilega sjón- um Sigurðar sem gekk nokkum spöl á eftir honum. Salómon hafí þá hratað fram af heiðarbrún og niður eftir hjamskafli miklum sem þar muni háfa legið; þar sem hann síðan fannst látinn. Skúlamál hurfu ekki ofan í gröf- ina með sýslumanni og sakbomingi. Theodora, kona Skúla, lifði mann sinn, og lifði lengi og bjó að orðstír manns síns. Afkomendur Skúla urðu þjóðkunnir menn sumir hveij- ir, meðal annars vegna þátttöku í stjómmálum. Nafn Skúla, andófs- mannsins gegn konungsvaldinu, kom því upp annað kastið og tengd- ist þá, óbeint, stjómmálabaráttunni á líðandi stund. Hinn góði málstað- ur Skúla varð með tímanum óhagganleg söguleg staðreynd, ekki hvað síst þar eð sýnt þótti að hann hefði verið flaemdur frá embætti af pólitískum ástæðum. En jafnvel réttlætismál geta haft ýmsar hliðar. Og kviðdómur al- menningsálitsins getur verið skeik- ull eins og aðrir dómar. Ásgeir Jakobsson leitast hér með við að fínna málsbætur þeim manninum sem verst varð úti í moldviðri því sem þyrlaðist upp þegar hinir áhrifamiklu landstólpar tókust á fyrir hundrað ámm. Hlutlaust telst ritið ekki fremur en annað sem hingað til hefur verið skrifað um Skúlamál. Og seint verður sakleysi Sigurðar sannað úr því sem komið er — fremur en sekt hans forðum! En bókin er byggð upp á haldgóð- um og ýtarlegum rannsóknum, er vel skrifuð og varpar nýju ljósi á málið. Artemis SLOPPAR Opiðídag: Sætúni 8 kl. 10-13 Kringlunnikl. 10-16 Heimilistæki hf !af!a^R/ETI 3 KRINGLUNN. - SÆTUN, 8 - SIMI 69 15 00 l/A Í SOMUftgM* PHIttPS Tvær sjónvarpsstöðvar eru barnaleikur fyrir Philips HQ-VR 6542 myndbandstækið - tæki sem svarar kröfum nútímans. • Þráðlaus fjarstýring • Sjálvirkur stöðva leitari • 16 stöðva forval • Upptökuminni í 14 daga fyrir 4 skráningar • Skyndiupptaka óháð upptökuminni • Myndleitari i báðar áttir • Frysting á ramma • Og ótal fleiri möguleikar sem aðeins Philips kann tökin á • Verðið kemur pér á óvart. BIRGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.