Morgunblaðið - 18.12.1987, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987
32
vilja skrifborðs-
stól íjólagjöf
2.210,
Speedy-skrifborðsstóllinn sem er
stillanlegurogáhjólum, kostar
aðeinskr. 2.210.-
Speedyafhendistílitlumpakka og
erauðveltað setja hann saman.
húsgagnaJiðllin
©
nEmaii
REYKJAVlK
Verðtil
að taka eftir:
Skíðapakkar:
Barnapakki A:
Hagan skíði 80-11 O cm. —
Salomon bindingar — skór —
stafir — ásetning.
Verd frá kr. 6.590.-
Barnapakki B:
Hagan skfði 1 20-1 4-0 cm. —
Salomon bindingar — skór —
stafir — ásetning.
Verð frá kr. 8.230,-
(Jnglingapakki:
Hagan skíði 1 50-1 70 cm. —
Salomon bindingar — skór —
stafir — ásetning.
Verð frá kr. 8.950,-
Fullorðinspakki:
Hagan skíði — Salomon binding-
ar — skór — stafir — ásetning.
Verð frá kr. 11.900,-
Gönguskíðapakki:
Skíði — bindingar — skór —
stafir — ásetning.
Verð f rá kr. 5.900,-
Póstsendum um allt land - Euro/Visa
SPORTl
MARKAÐURINN
SKIPHOLTI 50C, SÍMI 31290
(Nýja húsið gegnt Tónabíói)
K-bygging
Landspítalans
eftirHjalta
Þórarinsson
í Morgunblaðinu fimmtudaginn
10. desember sl. birtist grein eftir
Davíð Á. Gunnarsson, forstjóra
Ríkisspítala, er hann nefndi Miðstöð
hátæknilæknisfræði á íslandi. Þar
segir m.a.: „Það er í K-byggingu
Landspítalans sem hjarta þessarar
þjónustu þarf að slá, og í dag slær
það aðeins á lh takti.“ Á fímmtíu
ára afmæli Landspítalans 1980 var
áætlun um að reisa K-bygginguna
á 5 árum, en nú, 7 árum síðar, er
aðeins þriðji hluti byggingarinnar
rúmlega fokheldur. Hvað skyldi
valda? Er þessi bygging óþörf eða
hefur þjóðfélagið ekki efni á að
koma henni upp? Engan hef ég
heyrt telja hana óþarfa og nauðsyn-
legt er að það komi skýrt fram, að
þá hátækniþjónustu sem höfundi
verður svo tíðrætt um, er ókleift
að veita á Landspítala né annars
staðar á landinu, nema að alltof litlu
leyti ef ekki verður undinn bráður
bugur að því að reisa fyrirhugaða
K-byggingu. Höfundur telur að við
íslendingar eigum sennilega best
menntuðu heilbrigðisstéttir í heim-
inum. Ýmsum kann að finnast að
forstjórinn taki hér nokkuð stórt
upp í sig, en ég er ekki viss um
að þetta sé fjarri lagi. Önnur full-
yrðing, sem komið hefur frá höfundi
greinarinnar, kemur því miður ekki
þama fram en hún er sú, að senni-
Iega er sérfræðiþjónusta sú sem við
veitum hér á Islandi, einhver sú
ódýrasta í heiminum. Það er ekki
síður ástæða til að taka undir þessa
fullyrðingu, en hina fyrri, ef það
mætti verða til að opna augu þeirra
sem álíta að bruðlað sé með al-
mannafé á sjúkrahúsum á íslandi.
Sérhæfð hátæknilæknisþjónusta
hlýtur alltaf að vera mjög dýr og
ætla mætti, að hún væri mun dýr-
ari fámennum þjóðum þar sem þarf
að koma upp litlum einingum með
mjög dýram tækjabúnaði fyrir til-
tölulega fáa sjúklinga. Þrátt fyrir
þetta er þessi þjónusta ekki dýrari
hér en annars staðar og má þakka
það góðri skipulagningu á sjúkra-
húsvinnu sérhæfðra lækna og
annarra heilbrigðisstétta. Ef hér
væri um dýrari sérfræðiþjónustu
að ræða, en í nágrannalöndunum,
þá myndu sjúklingar væntanlega
flyklq'ast þangað til að kaupa sér
ódýrari þjónustu í stíl við innkaupa-
ferðimar frægu. Þeir sjúklingar
einir hafa leitað til annarra landa,
sem ekki gátu fengið þá þjónustu
hér sem þeir þurftu, en það vora
fyrst og fremst sjúklingar sem
þutfru að fara í hjartaaðgerðir.
Á sl. ári hófust hjartaaðgerðir á
Landspítala og hafa nú verið gerðar
u.þ.b. 100 aðgerðir með ekki síðri
árangri en annars staðar. Það hefur
þó engan veginn verið unnt að anna
eftirspuminni og ennþá verða því
margir að leita til útlanda, nauðug-
ir viljugir. Það sem fyrst og fremst
hefur sniðið okkur þröngan stakk
í þessum efnum, hefur verið skortur
á hjúkranarfræðingum og alltqf lítil
gjörgæsludeild á Landspítala. í fyr-
irhugaðri K-byggingu verður ný
skurðstofuálma og ný og fullkomn-
ari gjörgæsludeild. Það er því m.a.
þessi þáttur læknisþjónustu á
Landspítala, sem líður óbætanlega
ef dregst úr hömlu að reisa K-
byggingu. Hið háa Alþingi hefur
sett í landslög að veita beri alla þá
bestu og fullkomnustu læknisþjón-
ustu hér á landi, sem unnt sé hverju
sinni, og það hlýtur því að vera
skýlaus skylda sömu aðila að skapa
þær aðstæður, að unnt sé að fram-
fylgja þessum lögum. Þessar
staðreyndir mættu gjama koma
skýrar fram, þegar rætt er um fyrir-
hugaða K-byggingu. Ekki væri
heldur úr vegi að skýra frá öðram
þeim greinum hátæknilæknisþjón-
ustu, sem verða til húsa í K-bygg-
ingu.
Því miður er það oftast reyndin,
þegar svona greinar era ritaðar á
þessum tíma árs, að stjóm spítalans
hefur ekki orðið ágengt sem skyldi
varðandi fjárveitingu til K-bygging-
ar. Þá mætti staldra aðeins við þá
spumingu, sem ég varpaði fram í
byrjun þessa greinarkoms, þ.e.a.s.
hvort við höfum efni á að reisa
þessa byggingu? Áætlað er að það
muni kosta 675 milljónir að fullgera
K-bygginguna. Þessi upphæð er
ekki há í þjóðfélagi, þar sem reist
er á örskömmum tíma verslunar-
miðstöð fyrir 1700 milljónir króna,
án þess að uppi hafi verið háværar
kröfur eða óskir almennings um
fjölgun verslana og nú í vikunni
vora opnaðir einn eða tveir tugir
af enn nýjum verslunum. Að vísu
era verslanir ekki reistar af því
opinbera, en engum heilvita manni
dettur í hug að efast um, að það
era neytendur sem standa undir
þessum kostnaði, sem er velt út í
verðlagið með hækkuðu vöraverði.
Þetta hefur að sjálfsögðu áhrif á
kjör almennings, ekki síður en
hækkun íjárveitinga til heilbrigðis-
mála eða annarra sameiginlegra
þarfa þegnanna. Heildarkostnaður
við K-bygginguna er heldur ekki
nema hluti af umframkostnaði við
flugstöðvarbygginguna frægu. Tal-
ið er að einn milljarður sé í umferð
í þjóðfélaginu í happdrættum og
alls konar getraunum og éra þó
stóra happdrættin ekki talin með.
Þetta sýnir að það era náegir
peningar til ef þeim væri beint inn
á réttar brautir og ef þeir aðilar,
sem kjömir era til stjómunar pen-
ingamála og forgangsröðunar
verkefna í þjóðfélaginu, kynnu á
þeim nægjanleg skil. Þá má ekki
gleyma öllum nýju fjölmiðlarásun-
um. Eitthvað hafa þær kostað og
kosta. Þar tekur hið opinbera þátt
í kapphlaupinu af all nokkurri
Smásagnasafn effcir
Harald Magnússon
BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá,
Hafnarfirði, hefur sent frá sér
bókina Öspina og ýlustráið, smá-
sagnasafn eftir Harald Magnús-
son og er það fyrsta bók hans.
í kynningu Skuggsjá á höfundi
og bókinni segir m.a.: „Haraldur
fæddist á Árskógsströnd við Eyja-
flörð 1931. Hann ólst upp (Eyjafirði
og Skagafírði fram að tvítugsaldri.
Lengst af hefur hann búið í Hafnar-
fírði. Hann hefur stundað ýmis störf
bæði á sjó og landi, en síðustu tutt-
ugu árin hefur hann unnið sem
múrari. Haraldur hefur starfað mik-
ið í íþróttahreyfíngunni.
Þetta smásagnasafn er fyrsta
bók höfundar, en þessar sögur og
fleiri til hefur hann skrifað (
frístundum sínum undanfarin ár.
Sögumar era að ýmsu leyti óvenju-
legar og flestar fela þær I sér
boðskap. Þetta eru myndrænar og
hugmyndaauðugar sögur, sem
höfða til allra aldurshópa, sögur
sem vekja fólk til umhugsunar."
Öspin og ýlustráið var sett og
prentuð í Prisma, Hafnarfírði, og
bundin i Bókfelli. Kápu teiknaði
Stefán Grétarsson. Bókin er 168
bls. að stærð.
Hjalti Þórarinsson
„í fyrirhugaðri
K-bygg-ingu verður ný
skurðstofuálma og ný
og fullkomnari gjör-
gæsludeild. Það er því
m.a. þessi þáttur lækn-
isþjónustu á Landspít-
ala, sem líður
óbætanlega ef dregst
úr hömlu að reisa K-
byggingu. Hið háa
Alþingi hefur sett í
landslög að veita beri
alla þá bestu og full-
komnustu læknisþjón-
ustu hér á landi, sem
unnt sé hverju sinni, og
það hlýtur því að vera
skýlaus skylda sömu
aðila að skapa þær að-
stæður, að unnt sé að
framfylgja þessum lög-
um.“ .
áfergju. Þetta er að sjálfsögðu allt
af hinu góða, þetta heitir frelsi og
sanjkeppni, en mitt í þessum óhófs-
munaði í allsnægtaþjóðfélaginu,
megum við ekki gleyma hinum
öldnu og sjúku.
Já, það er í K-byggingu Landspít-
alaris, sem hjarta háþróaðrar
læknisþjónustu þarf að slá og það
slær í dag bara á lh takti, sagði
forstjórinn réttilega. Hætt er við
að svo verði þá meðan þeir sem
eiga að hjálpa okkur til að bæta
hér um, era ekki í takt við kröfur
tímans í þessum efnum. í þeirri von
að hæstvirtir alþingismenn gaum-
gæfí þær staðreyndir, er hér koma
fram, og verði nú einhuga um að
K-byggingin verði reist hið bráð-
asta, óska ég þeim gleðilegra jóla
og réttsýni og farsældar í því
ábyrgðarmikla starfí, sem þeim
hefur verið falið.
Höfundur er prófessor íhand-
læknisfræðum.
Haraldur Magnússon