Morgunblaðið - 18.12.1987, Síða 36

Morgunblaðið - 18.12.1987, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987 Kópavogur: Utsvarið verð- ur 6,7 prósent BÆJARRÁÐ Kópavogs hefur samþykkt 6,7% útsvar fyrir árið 1988 og er þar með farið að tillögu félagsmálaráð- herra en heimild er til 7,5% álagningar sem ekki kemur til innheimtu fyrr en ári síðar. Kristján Guðmundsson bæjar- stjóri sagði að fasteignaskattur væri innheimtur án afsláttar en þeir sem óska eftir að greiða gjöldin að fullu fyrir 1. febrúar fá 15% afslátt. Þá hefur verið ákveðið að Qölga gjalddögum í tíu en þeir voru fímm áður í Kópa- vogi. Gjaldagar verða, 15. jan., 1. feb., 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, l.ágúst, 1. sept., 1. okt., og 1. nóv. Sagði Kristján að með þessu gæfíst kostur á að jafna greiðslum yfír allt árið í stað þess að áður var það einungis mögu- legt fyrri hluta árs. Ellilífeyrisþegum innan vissra tekjumarka verður sem áður veittur afsiáttur af fasteigna- gjöldum. Loðnuverð aft- ur gefið frjálst VERÐLAGNING á loðnu til bræðslu verður gefin fijáls frá 1. janúar nk. til loka loðnuver- tíðar næsta vor, samkvæmt ákvörðun Verðlagsráðs sjávar- Kringlan: Vinstri beygja bönnuð BORGARRÁÐ hefur samþykkt að banna vinstri beygju þegar ekið er út frá Húsi Verslunarinn- ar í Kringlunni. Bannið gildir frá kl. 16 til kl. 20. Ensk messa í HaUgrímskirkju ENSK jólamessa verður í Hall- grímskirkju sunnudaginn 20. desember kl. 16.00. Síra Karl Sigurbjömsson predik- ar. Mótettukórinn syngur. útvegsins frá þvi á miðvikudag. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra út- vegsmanna, sagði að fullt samkomulag hafi orðið um þetta í Verðlagsráðinu, enda hefði fast verð sem ákveðið var í haust verið haft að engu í raun. í haust var horfíð frá fijálsu verði á loðnu til bræðslu, og ákveðið að verðið skyldi vera 1600 krónur á tonn. Sú ákvörðun var gerð með atkvæðum kaupenda gegn atkvæði fulltrúa útgerðar- manna, en fulltrúi sjómanna og fulltrúi ríkisins sátu hjá. Að sögn Kristjáns Ragnarsson- ar kom í ljós eftir þessa ákvörðun að mun hærra verð hefði verið greitt í raun fyrir loðnuna, og því hefðu menn verið sammála um að hverfa aftur til fíjálsrar verð- lagningar. Á fundi nefndarinnar var einnig ákveðið að gefa verðlagningu á fískúrgangi, úrgangsfíski og lifur fíjálsa frá 1. janúar til 31. maí 1988. . Morgunblaðið/BAR Freyja RE 38, nýkomin í fyrsta skipti til heimahafnar. Ný Freyja komin til heimahafnar NÝR bátur, Freyja RE 38, kom til Reykjavíkur á miðvikudag. Freyja er 136 brúttórúmlestir að stærð, smíðuð í Kolvereid í Norður- Noregi. Skipasmíðastöðin tók gömlu Freyju, sem er 103 brúttó- rúmlestir, smíðuð á Akranesi 1972, upp í kaupverðið sem var um það bil 96 milljónir. Eigandi Freyju er Gunnar I. Hafsteinsson en skipstjóri er Erling Pálsson. Freyja er útbúin til botn- vörpu- og dragnótaveiða. Búnaður er um borð til að heilfíysta aflann. Lestarrými er 156 rúmmetrar, mesta lengd skipsins 25,9 metrar en breidd 8 metrar. Aðalvél er af gerðinni Man, 990 hestöfl. Ljósavél- ar eru einnig frá Man, 220 og 92 kflóvött. Freyja heldur til veiða með botnvörpu upp úr áramótum. Morgunblaðið/Júlíus Frá blaðamannafundi þar sem bókin Iðnaðarmenn var kynnt, f.v. Atli Rafn Kristinsson, framkvæmda- stjóri Iðnskólaútgáfunnar, Jóhanna Sveinsdóttir, rithöfundur, Björgvin Frederiksen, vélsmiðameistari, Bjarni Einarsson, skipasmíðameistari, Gísli Ólafsson, bakarameistari, Sigurgestur Guðjónsson, bifvéla- virkjameistari og Sigurður Kristinsson, fyrrv. forseti Landssambands islenskra iðnaðarmanna. Iðnaðarmenn segja frá: Fyrstu skrefin í iðnaði á íslandi IÐNAÐARMENN er fyrsta bók í nýjum bókaflokki, sem nýkomin er út hjá Iðnskólaútgáfunni. í þessu fyrsta bindi segja sex iðnaðar- menn frá. Þeir eru Bjarni Einarsson, skipasmiðameistari, Björgvin Frederiksen, vélsmíðameistari, Gisli Ólafsson, bakarameistari, Guð- geir Jónsson, bókbandsmeistari, sem lést siðastliðið sumar, Jón Björnsson, húsgagnasmíðameistari og byssusmiður og Sigurgestur Guðjónsson, bifvélavirkjameistari. „í bókinni má fínna gott yfírlit yfír atvinnulífíð og lífsbaráttuna á fyrstu áratugum aldarinnar." sagði Jóhanna Sveinsdóttir rithöfundur á blaðamannafundi þar sem bókin Iðnaðarmenn var kynnt, en hún bjó bókina til prentunar. í ritnefnd eru Atli Rafn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Iðnskólaútgáfunnar, Jón Böðvarsson, ritstjóri Iðnsögu íslendinga og Sigurður Kristinsson, fyrrverandi forseti Landsambands íslenskra iðnaðarmanna, og sagði Atli Rafn Kristinsson Iðnskólaútg- Hæsta bamaslysa tíðni í Evrópu SLYSATÍÐNI barna og ungiinga hérlendis er með því hæsta sem gerist 1 heiminum, og hefur slysum á börnum og ungl- ingum fjölgað á sama tíma og dregið hefur úr slysum á þessum aldurshóp í nágrannalöndunum. Rúmur helmingur slasaðra í umferð í Reykjavík árið 1985 var yngri en 20 ára og verða flest slys í umferð á 17-18 ára unglingum. Tíðni slysa á gangandi vegfar- endum er hæst meðal bama og unglinga, og nær hámarki í ald- urshópnum 5-9 ára, að því er kemur fram í nýjasta hefti Lækna- blaðsins, en um helmingur þeirra ökumanna er valda slysum á gangandi vegfarendum eru 24 ára og yngri. Rúmlega 80% þeirra sem lentu í vélhjólaslysum í Reylq'avík voru 15-19 ára, en slys á vélhjól- um eru 6-7 sinnum algengari en slys af öðrum ökutækjum, sé mið- að við fjölda ökutækja. Langflestir þeirra er slösuðust á reiðhjólum voru 5-14 ára. Vinnuslys eru algengust í ald- ursflokknum 16-20 ára, og verða þau flest á vorin, þegar ungling- amir koma óvanir í sumarstörf. Á árunum 1970-77 voru 25,6% vinnuslysa í þessum aldursflokki, en þessi háa vinnuslysatíðni ung- menna er óþekkt í nágrannalönd- unum. Heimaslys eru einnig algeng meðal bam og unglinga, og eru böm á aldrinum 5-9 ára þar í hæsta áhættuflokki. Á slysadeild Borgarspítlans koma árlega um 30% bama fjögurra ára og yngri á höfuðborgarsvæðinu vegna slysa í heimahúsum, og er þetta hæsta bamaslysatíðni í Evrópu. Langalgengasta orsökin em eitr- anir, en einnig eru vélar og verkfæri algengir slysavaldar. áfuna vilja leggja sitt af mörkum til að varðveita sögu iðnaðar á ís- landi, allt frá.því að iðngreinar voru löggiltar árið 1928 og fram til okk- ar tíma. „í þessari bók er sagt frá fyrstu skrefum okkar íslendinga í iðnaði,“ sagði Bjami Einarsson skipasmíða- meistari, einn sexmenninganna, „það er ekki lengra síðan lands- menn fóru að fást við iðnað að einhveiju marki. Þegar við vorum í iðnskóla voru allt aðrar aðstæður en nú er, við unnum fulla vinnu, 60 tíma á viku, og gengum síðan í skóla á kvöldin." Björgvin Frederiksen, vélsmíða- meistari, tók í sama streng, og sagði það táknrænt að þeir sem eiga frá- sagnir í bókinni, hafa allir kynnst kröppum kjörum. „Þetta voru erfíð- ir tímar og það þóttu alger forrétt- indi að komast í iðnnám. Tuttugu manns vom á biðlista að komast að í vélsmiðju, fyrir 30 aura á tímann, þegar ég var að byija í iðninni. En lífíð var alls ekki leiðinlegt, þó að unga fólkinu gæti dottið það í hug við að lesa frásagnir manna á okk- ar aldri, þvert á móti var það mjög skemmtilegt og menn vom ánægðir með lítið." Að sögn Atla Rafns Kristinsson- ar er ætlunin að ræða einnig við iðnrekendur í næstu bindum, og að sjálfsögðu verða konum sem starfað hafa við iðnað jafnframt gerð skil, en af ýmsum ástæðum var því ekki komið við í þessu fyrsta bindi. Keflavíkurflugvöllur: Stofnun starfsmanna- félags í undirbúningi Keflavfk. TRÚNAÐARMENN starfsfólks varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli skipuðu undirbúningsnefnd að stofnun starfs- mannafélags á fundi sínum á mánudaginn var. Fulltrúar allra stéttarfélaga starfsfólks hjá varnarliðinu eiga sæti í riefndinni. Áætlað er að félagið verði formlega stofíiað í janúarmánuði næstkomandi. Ekkert sameiginlegt félag starfs- manna vamarliðsins er nú fyrir hendi. Félaginu er ætlað að vinna að hinum ýmsu hagsmunamálum íslenskra starfsmanna vamar- liðsins og starfa á svipuðum grunni og til dæmis starfsmanna- félög hjá ÍSAL og í jámblendi- verksmiðjunni á Gmndartanga. BB
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.