Morgunblaðið - 18.12.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.12.1987, Blaðsíða 38
STRIK/SlA 38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987 4x1,5 htriaf PfPSI, w ÚB fíPPflSIH Sanitas ®TDK TÆRHUÓMUR Reuter Kona nokkur tekur Sake-flösku úr hrauk, sem féll úr hillum vínbúð- ar, en þótt furðulegt megi teljast brotnuðu sárafáar þeirra í slqálft- anum í gærmorgun. Japan: Tveir farast og 53 slasast í jarðskjálfta Tókió, Reuter. JARÐSKJÁLFTI, sem mældist 6,6 stig á Richters-kvarða, skók Tókíó-borg í gærmorgun með þeim afleiðingum að tveir fórust og 53 slösuðust. Nær ÖU svæði á Honshu-eyju urðu fyrir barðinu á skjálftanum og urðu talsverðar skemmdir af hans völdum. Chiba-hérað skammt austur af Tókíó varð verst úti, en þar varð mannskaðinn og slösuðust 43 að auki. Níu byggingar eyðilögðust. Að sögn lögreglunnar voru bæði fómarlömbin konur; önnur varð undir ljósakrónu, en á hina hrundi veggur. I Japan hafa verið gerðar miklar ráðstafanir til þess að minnka hætt- una af jarðsjálftum, en þeir eru tíðir þar eystra. Þessar varúðarráðstaf- anir má rekja til Kanto-skjálftans mikla hinn 1. september 1923, en þá létust 100.000 manns í Tókíó og næsta nágrenni. Skjálftans er minnst árlega með miklum æfing- um, en að sögn jarðskjálftasérfræð- inga gæti skjálfti í líkingu við Kanto-skjálftann dunið yfír þá og þegar. I skjálftanum í gærmorgun slös- uðust átta manns í Tókíó, en alls eyðilögðust 16 byggingar víðsvegar um Japan og nokkurt tjón varð einnig vegna þriggja aurskriða af völdum skjálftans. Vart hefur orðið að minnsta kosti fímm skjálfta, sem mælst hafa sterkari en 6,0 á Richters-kvarða, á þessu ári, en enginn þeirra olli vemlegu eignatjóni. Manntjónið nú er hið fyrsta síðan í mars, en þá lést einn maður. Af völdum skjálftans urðu einnig nokkrar truflanir á samgöngum og rafmagn fór af nokkmm svæðum. Að sögn japanskra fjölmiðla var keisarinn á göngu um hallargarð sinn þegar skjálftinn varð, en hon- um mun ekki hafa orðið meint af. Veðurstofa Japans sagði að upp- tök skjálftans hefðu verið í Kyrra- hafí, um 80 km austur af Chiba. Holland: Stjórnar heila- vöxtur kynhneigð? Haag, Reuter. HOLLENSKUR vísindamaður telur sig nú hafa komist á spor- ið um hvað valdi þeirri þrá sumra að vilja vera annars kyns, en þess sem þeim var áskapað. Segir hann að rannsóknir kunni að benda til þess að þetta megi rekja til heilans. Að sögn Dicks Swaab, forstöðu- manns Hollensku heilarannsóknar- stofnunarinnar, hefur komið í ljós að ákveðinn hluti heilans er stærri í þeim, sem fínnst þeir hnepptir í líkama rangs kyns, en hinum sem eðlilegir teljast. Kom þetta fram í máli Swaabs í gær á ráðstefnu vísindamanna, sem haldin er í Eindhoven. Að sögn Swaabs leiddu rann- sóknir á tveimur karlmönnum, sem telja sig hafa fæðst í röngum líkama hvað kynferði áhrærir, í ljós að ákveðinn hluti heilans, sem yfírleitt inniheldur um 50.000 frumur, var um tvöfalt stærri í þeim en títt er. Þessi hluti heilans er nauðsynlegur hinni lífeðlisfræði- legu „klukku" og stjómar kynferð- ishegðan margra spendýra. „Hvort þama er beint samband á milli þarf að rannsaka," sagði Swaab og leiddi getum að því að skortur á kynhormónum á ákveðnu vaxtarskeiði heilans kynni að ráða fyrmefndri hneigð. Hins vegar sagði hann það ráðgátu hvað ylli skortinum, ef þessi tilgáta reyndist rétt vera.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.