Morgunblaðið - 18.12.1987, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987
Filippseyjar:
Kommúnistar
hafa 14 menn
í gíslingu
Manila, Reuter.
SKÆRULIÐAR úr röðum komm-
únista á Filippseyjum tóku tvo
frambjóðendur í héraðskosningum
í gislingu í gær i árás á ráðhús i
bænum Cabugao. Skæruliðarnir
hafa nú tekið 14 menn i gíslingu
í herferð til að hindra sveitarkosn-
ingar sem fram eiga að fara þann
18. janúar.
í höfuðborginni Manila kom Greg-
orio Honasan ofursti sem sakaður er
um uppreisnartilraun í ágústmánuði
fyrir rannsóknamefnd á vegum þings
landsins. Honasan var tekinn höndum
fyrir viku síðan.
Grænland:
Ótímabært að krefja
Bandaríkjamenn um
greiðslur fyrir herstöðvar
- segir Jonathan Motzfeldt
Jonathan Motzfeld.
Kaupmannahöfn. Frá Grænlandsfréttaritara
JONATHAN Motzfeldt, formað-
ur grænlensku landstjórnarinn-
ar, bar ekki upp óskir um
greiðslur frá Bandaríkjamönn-
um fyrir afnot af herstöðvum i
Grænlandi þegar hann hitti Ge-
Morgnnbladsins, Nils Jörgen Bruun.
orge Shultz, utanríkisráðherra
Bandarikjanna, í Kaupmanna-
höfn í síðustu viku. Fyrir fundinn
hafði Motzfeldt lýst yfir því að
hann mundi krefja Bandaríkja-
menn um greiðslur fyrir her-
stöðvarnar.
Grænlenzku stjómarflokkamir
og stjómarandstöðuflokkurinn At-
assut höfðu náð um það samstöðu
að Bandaríkjamenn skyldu krafðir
um greiðslur fyrir afnot af her-
stöðvum í Grænlandi. Átti það að
vera mótleikur við þeirri ákvörðun
Bandaríkjamanna að stórhækka
lendingagjöld fyrir aðrar flugvélar
en hervélar á flugvöllum í herstöðv-
unum.
Auk þessa hafði samstarfsflokk-
ur Siumuts í stjóminni, Inuit
Ataqatigiit, krafist að rift skyldi
öllum sérsamningum, sem gerðir
hafa verið við Bandaríkjamenn svo
sefn um lág farmgjöld, og að þeir
skyldu þvingaðir til að nota ýmsa
þjónustu, sem er fyrir hendi í
Grænlandi, í stað þess að sækja
hana til Bandaríkjanna.
Motzfeldt segist nú þeirrar skoð-
unar að það sé ótímabært að taka
þessi mál upp við Bandaríkjamenn.
Shultz hafí sagt að Bandaríkjamenn
hefðu dregið úr umsvifum sínum í
Syðri Straumsfírði og að framtíð
herstöðvarinnar þar væri óljós.
Grænlendingar nota flugvöllinn
í Syðri Straumsfírði fyrir almennt
flug. Er hann fjölfamasti völlur þar
í landi en um 7Ó.000 manns hafa
þar viðkomu árlega. Motzfeldt seg-
ir það myndi hafa hinar verstu
afleiðingar ef Bandaríkjamenn færu
þaðan því þá legðist rekstrarkostn-
aður flugvallarins, milljónir króna,
á Grænlendinga sjálfa.
Motzfeldt sagði í samtali við
Grönlands Radio í fyrrakvöld að
fjalla þyrfti um sambandið við
Bandaríkin með skynsamlegum
hætti og í viðræðum við þau. „Við
verðum að reyna að koma Banda-
ríkjamönnum í skilning um ástandið
í efnahagsmálum hjá okkur,“ sagði
Motzfeldt. Hann sagði að skynsam-
legar viðræður við Bandaríkjamenn
í fyrri tíma hefðu geflzt vel og
nefndi Thulesjóðinn í því sambandi.
Bandaríkjamenn féllust á að borga
30 milljónir danskra króna, nær 180
milljónir íslenzkra króna, í sjóðinn.
Hann var stofnaður til að efla at-
vinnulíf á Thule-svæðinu og eru
greiðslumar nokkurs konar bætur
til íbúanna á svæðinu, sem urðu
að flytja sig um set þegar Thule-
herstöðin var byggð á sjötta
áratugnum.
Jonathan Motzfeld sagði einnig
að með bandarísku herstöðvunum
væri Grænlendingum tryggðar
landvamir. Ennfremur yrði að hafa
hugfast að Bandaríkjamenn litu svo
á að Monroe-kenningin næði yfír
Grænland og það væri því á þeirra
áhrífasvæði hvað öryggismál varð-
HÓLMGARÐI 34, REYKJAVÍK Simar: 672400 - 672401 - 31599