Morgunblaðið - 18.12.1987, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarrltstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Agúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösia: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 55 kr. eintakiö.
Frá S-Kóreu
til Nicaragna
Lýðræðislegar forseta-
kosningar fóru fram í
Suður-Kóreu í fyrradag í
fyrsta sinn í sextán ár. í febr-
úar á næsta ári tekur öruggur
sigurvegari kosninganna Roh
Tae-woo við völdum af Chun
Doo Hawn. Báðir eru þeir úr
sömu fylkingu, sem á rætur
í hemum, en hann hefur stað-
ið að baki forsetum landsins
undanfarin sextán ár og hafa
þeir í raun stjómað í umboði
hans.
Stjómmálaástandið hefur
einkennst af mikilli spennu í
Suður-Kóreu undanfarið. Um
langt skeið hefur verið ljóst,
að Chun Doo Hawn myndi
láta af völdum í byrjun næsta
árs. Um mitt þetta ár kom
hvað eftir annað til blóðugra
átaka milli stúdenta og lög-
reglu í Seoul, höfuðborg
S-Kóreu. Var ljóst að and-
staða gegn alræðisvaldi
hersins var orðin víðtæk og
mögnuð. 29. júní síðastliðinn
gerðist það svo í beinni sjón-
varpsútsendingu, að yfírlýstur
arftaki Chun Doo Hawn, Roh
Tae-woo, lýsti yfír þvi, að
hann féllist á allar meginóskir
stjómarandstöðunnar um
breytingar í lýðræðisátt; á
þeim gmndvelli var síðan
gengið til forsetakosninganna
nú 16. desember.
Stjómarandstæðingar
klofnuðu þegar nær dró kosn-
ingunum; hefðu þeir samein-
ast um einn frambjóðanda
hefði Roh Tae-woo tæplega
náð kjöri. Nú þegar sigur hans
blasir við, hefur stjómarand-
staðan uppi harða gagnrýni á
þeim forsendum, að um kosn-
ingasvik hafí verið að ræða.
Formaður alþjóðlegrar eftir-
litsnefndar, sem fylgdist með
kosningunum, segir á hinn
bóginn, að ástæðulaust sé að
tala um víðtæk kosningasvik,
þótt. sumt hefði vissulega
mátt betur fara við fram-
kvæmd kosninganna. Stjóm-
völd í Japan, sem fylgjast
best með kóreskum stjóm-
málum af lýðræðisríkjunum,
draga ekki í efa að kjör Roh
Tae-woo sé lögmætt.
í Suður-Kóreu hefur feng-
ist enn ein staðfesting er á
því að munur er á framgöngu
stjómmálamanna í þeim
ríkjum, þar sem einn flokkur
fer með völd en ekki í nafni
marxisma, og hinum, þar sem
einn flokkur marxista fer með
völd. Hinum síðamefndu dett-
ur aldrei í hug að taka tillit
til andmæla gagnrýnenda
sinna. Marxistar beita her-
valdi og fangelsunum mis-
kunnarlaust til að þagga niður
í þeim, sem ekki sætta sig við
óskomð völd þeirra. Saga
Castro á Kúbu er skýrt dæmi
um þetta og þessi saga er að
endurtaka sig í Nicaragua.
Síðan sandínistar komust þar
til valda á árinu 1979 hefur
ekki verið efnt til lýðræðis-
legra kosninga í landinu og
ekkert slíkt er á döfínni. Þvert
á móti stefnir þar allt f átt til
hemaðarlegrar stjómar
marxista með stuðningi og
vemd Kúbu og Sovétríkjanna.
Um síðustu helgi bámst frétt-
ir um að ætlunin sé að koma
á fót 500-600 þúsund manna
herafla í Nicaragua, sem bú-
inn verður sovéskum vopnum
og vígvélum.
Gorbatsjov og hans menn
halda fast í þá firru, að þeir
geti ekki dregið innrásarher-
inn til baka frá Afganistan
vegna þess að Bandaríkja-
menn veita frelsissveitunum
þar stuðning. Nú em brátt
átta ár liðin frá því að blóðbað
marxismans í Afganistan
hófst. Sandínistar reyna að
afsaka einræði sitt og hervæð-
ingu með því að Bandaríkja-
menn styðji þá, sem vilja aðra
stjómarhætti í Nicaragua. Á
sínum tíma réðust kommún-
istar inn í Suður-Kóreu. Töldu
þá margir, að heimsfriðurinn
hengi á bláþræði. Þeirri árás
var hrandið með sameiginlegu
átaki á vegum Sameinuðu
þjóðanna. Síðan ríkir hemað-
arástand á landamærum
Norður- og Suður-Kóreu.
Þeir, sem hafa farið með völd-
in í Seoul, hafa löngum
afsakað einræðislega sljóm-
arhætti sína með því að vísa
til hættunnar að norðan.
Stjómarherramir í Suður-
Kóreu komust ekki upp með
það — enda hafa þeir ekki
beitt andstæðinga sína marx-
ísku harðræði og styðjast ekki
við marxískan heimstrúar- og
áróðurssöfnuð
Kammersveit Reykjavíkur á æfingxi í Áskirkju f gær.
Morgunblaðið/BAR
Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur:
Vinnuni að sameigin-
legri mynd af bylgjum
- segir Rúnar Vilbergsson fagottleikari
JÓLATÓNLEIKAR Kammersveitar Reykjavíkur, sem haldnir verða
{ Áskirkju nk. sunnudag og hefjast klukkan 17, eru að þessu sinni
helgaðir itölskum tónskáldum. Fluttir verða fimm konsertar eftir
fjögur tónskáld, trompet- og fagottkonsertar eftir Vivaldi, fiðlukon-
sert eftir Tartini, gitarkonsert eftir Giuliani og Jólakonsert eftir
Manfredini. Á æfingu Kammersveitarinnar i gær spjallaði Morgun-
blaðið við Hlif Siguijónsdóttur, konsertmeistara og einleikarana
Araald Amarson, Laufeyju Sigurðardóttur, Láras Sveinsson og
Rúnar Vilbergsson. Einnig er Ásgeir H. Steingrímsson meðal einleik-
ara.
Hlíf Sigurjónsdóttir, sem er kon-
sertmeistari í forfollum Rutar
Ingólfsdóttur, sagði að Kammer-
sveitin væri mjög skemmtilegur
hópur og lofaði góðum tónleikum á
sunnudaginn. „Þetta er í fyrsta
skipti sem ég spila með Kammer-
sveit Reykjavíkur," sagði Hlíf. Ég
starfaði eitt ár með Kammersveit-
inni í ZÚrich í Sviss en kom heim
f haust og verð hér alla vega fram
í mars á næsta ári en það er að
vísu óráðið hvað við tekur hjá mér.
Það er mjög mikið tónlistarlíf í
ZÚrich, tónleikar á hverju kvöldi.
Ég var þar í tvö ár, fyrra árið við
nám, en áður var ég búin að vera
við nám í Indiana í Bandaríkjunum
í tvö ár og í Toronto og Alberta-
fylki í Kanada í fjögur ár,“ sagði
Hlíf.
í fyrsta sinn í
hljómsveit hérlendis
Amaldur Amarson, gítarleikari,
sagðist ekki hafa leikið áður með
hljómsveit hér á landi. „Ég spilaði
hins vegar með hijómsveit þegar
ég var í námi í Bretlandi," sagði
Amaldur. „Það er stórgaman að
vera kominn heim og spila með
Kammersveitinni. Fjögur síðastliðin
ár hef ég starfað við Luthiertónlist-
arskólann í Barcelona á Spáni en
ég var í eitt ár við nám í Álicante
á Spáni. Það er nokkuð blómlegt
tónlistarlíf í Barcelona. Þar er m.a.
geysistórt ópemhús og mikið um
að stórar hljómsveitir komi til tón-
leikahalds í borginni. Það er hins
vegar ekki mikil hefð fyrir kammer-
tónlist á Spáni og því á hún nokkuð
erfítt uppdráttar þar.
Ég veit ekki til að þessi gítarkon-
sert sem ég spila á sunnudaginn,
Ópus 30 eftir Giuliani, hafí verið
fluttur áður hér á landi. Þetta er
fyrsti stóri einleikskonsertinn fyrir
gítar og hann var frumfluttur í Vín
árið 1808. Við flytjum hann hins
vegar í útsetningu fyrir gítar og
litla strengjasveit. Þetta er hálfgerð
óperutónlist og eina verkið á tón-
leikunum sem ekki er barokk.
Tónmálið minnir einna helst á tón-
list Rossinis, enda var Giuliani vinur
og aðdáandi Rossinis," sagði Am-
aldur.
Alltaf jafn gaman
að spila með sveitinni
Láms Sveinsson, trompetleikari,
sagði að Vivaldi hefði samið mikið
af barokktónlist og trompetamir
hefðu mikið verið notaðir almennt
í henni. „Notkun trompetanna datt
hins vegar niður í Vínarklassíkinni
en náði sér aftur á strik í nútímatón-
list," sagði Láms. „Þessi konsert
eftir Vivaldi sem við spilum er
þekktasta verkið fyrir tvo trompeta.
Ég spilaði þetta verk fyrst með
Jóni Sigurðssyni á tónleikum í Há-
skólabíói fyrir átján eða nítján ámm
en hef hins vegar ekki spilað það
í fímmtán ár. Ég kom heim frá
námi í Vín árið 1967 til að spila
með Sinfóníuhljómsveitinni. Ég var
einn af stofnendum Kammersveitar
Reykjavíkur en hún var stofnuð
árið 1974 að mig minnir. Ég hef
spilað með sveitinni frá því að hún
var sett á laggimar og alltaf haft
gaman af að leika með henni," sagði
Lárus.
„Éghlakkatil
tónleikanna“
Laufey Sigurðardóttir, fíðluleik-
ari, sagði að fíðlukonsertinn væri
dæmigerður ítalskur einleikskon-
sert. „Mér finnst hann mjög fal-
legur, í honum er mikið af trillum
og öðm útflúri. Ég hef aldrei spilað
þetta verk opinberlega, en sam-
Herma
í nokki
HERMANNAVEIKI eða lungnaból
hila hefur orðið vart hér á landi <
loftræstikerfum og neysluvatni sj
var á orsökum lungnabólgusýkingi
ist mótefnahækkun gegn legionel
slík sýking aldrei greinst hérlendi
Ólafúr Steingrímsson, yfírlæknir,
og Sigurður B. Þorsteinsson, smit-
sjúkdómafræðingur á lyQadeild
Landspítalans, hafa unnið að rann-
sóknum á hermannaveiki hérlendis,
auk Qölda annarra lækna á Land-
spítala, Borgarspítala og Landa-
koti. Sigurður sagði í samtali við
Morgunblaðið að rannsóknir bentu
til þess að þessi baktería væri mjög
útbreidd á sjúkrahúsum hérlendis
og hafa ráðstafanir verið gerðar til
Stuðningur við tónlist-
arskóla verði tryggður
SAMTÖK tónlistarskólastjóra af-
hentu í gær forseta Sameinaðs
þings, Þorvaldi Garðari Kristjáns-
syni, áskorun til Alþingis um að
tryggja áframhaldandi stuðning
ríkisins við starfsemi tónlistar-
skóla i landinu.
Áskomnin er með undirskrift
3.800 manns, forráðamönnum tón-
listamema, tónlistamemum 18 ára
og eldri, tónlistarkennumm, skóla-
stjómm og öðmm velunnurum
tónlistarskólanna, eins og segir í
greinargerð með áskomninni.
Þá segir ennfremur að með
áskomninni sé ekki einvörðungu átt
við það ákvæði í fjárlagafrumvarpi
fyrir árið 1988 sem kveði á um að
ríkið hætti stuðningi við tónlistar-
skóla frá og með 1. september 1988
heldur sé einnig átt við nauðsyn
áframhaldandi stuðnings ríkisins við
tónlistarskóla í framtíðinni.
MorgunbUðið/ÓLICM.
Fulltrúar þeirra sem skrifuðu undir afhenda Þorvaldi Garðari Kristj-
ánssyni, forseta sameinaðs þings, áskorunina.