Morgunblaðið - 18.12.1987, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987
47
Hlíf Siguijónsdóttir konsert-
meistari.
Lárus Sveinsson trompetleikari.
Laufey Signrðardóttir fiðluleik-
ari.
vinnan við félaga mína í Kammer-
sveitinni gengur mjög vel og ég
hlakka til tónleikanna," sagði Lauf-
ey.
Rúnar Vilbergsson, fagottleikari,
sagði að Vivaldi hefði skrifað hátt
í fjörutíu fagottkonserta, sem væri
mjög óvenjulegt. „Það er talið að
hann hafi skrifað þennan fagott-
konsert, sem við spilum á tónleikun-
um, fyrir stúlkur á munaðarleys-
in'gjahæli," sagði Rúnar. „Þetta er
frekar stuttur konsert og mjög
skemmtilegur. Ég hef ekki spilað
þetta verk opinberlega. Hins vegar
hef ég spilað áður með kammer-
sveitinni en ekki sem einleikari. Ég
Amaldur Arnarson gítarleikan.
Rúnar Vilbergsson fagottleikari.
Ásgeir H. Steingrímsson tromp-
etleikari.
var við nám í Amsterdam í tvö ár
en kom heim árið 1983. Síðan hef
ég m.a. spilað í óperunni, Sinfóníu-
hljómsveitinni og íslensku hljóm-
sveitinni.
Það -hefur verið mikill vöxtur í
klassísku tónlistarlífí hér á landi
síðastliðin ár. Það eru margir efni-
legir hljóðfæraleikarar við nám
erlendis og nýkomnir heim frá námi
og útlitið því bjart. Mér finnst mjög
ánægjulegt að fá tækifæri til að
spila með kammersveitinni. Við er-
um að vinna að því að gera
sameiginlega mynd af bylgjum og
það gengur ágætlega," sagði
Rúnar.
nnaveiki vart
Tira mæli hér
fa af völdum legionella pneumop-
g hefur bakterían m.a. ræktast í
úkrahúsa. í rannsókn, sem gerð
. á Landspítala áríð 1983-4, mæld-
la í 17,4% tilvika, en áður hafði
s.
að koma í veg fyrir bakteríur í loft-
ræstikerfum, auk þess sem verið
er að vinna að hreinsun neysluvatns
á sjúkrahúsunum í Reykjavfk.
„Niðurstöður rannsókna, sem
gerðar hafa verið síðan 1984, benda
til þess að tíðni sjúkdómsins sé eitt-
hvað minni en 17%, en hins vegar
er það staðreynd að þessi sjúk-
dómur er til hér.“ Hermannaveiki
er mjög alvarleg tegund lungna-
bólgu og dánartíðni af hennar
völdum er mun hærri en almennt
gerist með lungnabólgu.
Að sögn Sigurðar var sjúk-
dómurinn fyrst greindur þegar um
300 manns fengu hann á móti fyrr-
verandi hermanna á hóteli í Phila-
delphiu 1976 og þaðan kemur
nafnið, hermannaveiki, en síðan
hefur veikinni skotið upp sem far-
aldri víðs vegar um heiminn.
„Faraldrar hermannaveiki hafa
komið upp á hótelum og sjúkrahús-
um og þá í tengslum við loftkæl-
ingu, loftræstikerfi eða neysluvatn.
Enn sem komið er hafa aðeins kom-
ið upp einstök tilfelli hérlendis, en
forsendumar em fyrir hendi."
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir PAUL ELLMAN
ÞAR SEM DRAMB-
IÐ RÆÐIJR RÍKJUM
Fyrir aðeins um 20 árum var fátt að finna á suðurhluta
Sólarstrandar Spánar, Costa del Sol, annað en hrörlega
fiskibæi og íbúa þeirra, sem voru meðal fátækustu þegna
landsins.
Nú er strandlengjan frá Malaga suður til Estepona, um
100 kilómetra löng, orðin svo þéttbyggð að vegfarendum
gefst aðeins kostur á þvi að sjá til sjávar stöku sinnum inn
milli steinsteyptra háhýsa eða múranna umhverfis sumar-
hallir auðmanna.
verið hefndaraðgerð vegna
stuðnings hans við íraka í styrj-
öldinni við Persaflóa.
Óttinn við öfgasamtök Araba
vaknaði á ný þegar Melodie
Nakachian var rænt, en svo kom
í Ijós að það var hópur franskra
og spænskra atvinnuglæpa-
manna sem stóð að mannráninu.
Það era peningamir sem ráða
ríkjum á Costa del Sol. En
það drembilæti sem mörgum íbú-
anna er orðið svo tamt að sýna
er þeir flíka auðæfum sínum
liggur nú undir aukinni gagnrýni
eftir ránið á Melodie Nakachian,
fimm ára stúlku, fyrir skömmu,
en raunir hennar vora efni for-
síðufrétta um allan heim um
nærri tveggja vikna skeið.
Foreldrar hennar, líbanskur
kaupsýslumaður með vafasama
fortíð og kóresk pönksöngkona
sem segist vera af konungsætt-
um, eru dæmigerðir fulltrúar
þess peningaaðals sem sett hefur
svip á Costa del Sol.
Marbella
í Marbella, ferðamannabæn-
um sem aðrir staðir á Costa del
Sol taka sér til fyrirmyndar, sér
hegðan olíufurstanna, atvinnu-
glaumgosanna og raunverulegra
og ímyndaðra fulltrúa aðaisætta
Evrópu slúðurdálkum blaðanna
fyrir nægu fréttaefni. Biskupi
einum ofbauð lífsmáti þeirra svo
að hann fordæmdi mismuninn á
kjöram þeirra og innfæddra
Spánveija, sem væri eins og tek-
inn út úr undirheimalýsingu
Dantes. Þá sýndi spánski Rauði
krossinn þessu fyrirfólki í Mar-
bella þá lítilsvirðingu á nýliðnu
sumri að afþakka hagnað af ár-
legum dansleik, sem það stendur
fyrir í Marbella.
En Marbella væri ekki Mar-
bella án sýndarmennskunnar.
Þar era skráðar 300 bifreiðar
af Rolls Royce gerð (en aðeins.
þrir lögreglubflar, eins og auð-
mennimir fengu að heyra sér til
skelfingar þegar Melodie litlu var
rænt). Bærinn getur hreykt sér
af dýrasta hótelherbergi heims,
en það kostar sem svarar tæp-
lega 5.000 dolluram á nóttu, og
af fjölda stórbrotinna bænahúsa
múhameðstrúarmanna, þar á
meðal mosku sem kostuð er af
Fahd konungi Sauði Arabíu.
Eins og fjöldi annarra ráða-
manna Arabaríkja eyðir konung-
ur Saudi Arabíu frídögum sínum
á Costa del Sol í öraggri einangr-
un, og þá sjaldan að hann sést
á almannafæri ekur hann með
fylgdarliði í lest lúxusbfla sem
lögreglumenn á mótorhjólum
gæta.
Einangrun vegna
öryggisleysis
Þessi einangrun sem margir
arabísku auðmannanna hafa va-
lið sér hefur sætt gagnrýni meðal
íbúanna. Eins og sagði f einu
spænsku dagblaðanna nýverið:
„Þeir hafa ekki skapað nein ný
atvinnutækifæri hér, nema fyrir
garðyrkjumenn sína og kokka.“
Ein ástæðan fyrir hlédrægni
auðmannanna er öryggisleysi,
bæði gagnvart glæpamönnum
og gagnvart samtökum róttækra
Araba.
Fyrir þremur áram særðist
Khalid Almarzouk, ritstjóri dag-
blaðs í Kuwait, alvarlega í
„Glæpaströndin“
Sólarströndin er vinsæll dval-
arstaður glæpamanna, og svo
mikið er af þeim þama að sum
brezku blaðana hafa gefíð
ströndinni viðumefnið „Costa del
Crime", eða glæpaströndin. „Hér
era margar auðmannadætur,"
Melodie litla i faðmi foreldra sinna, Kimera og Raymond Nakachi-
an, eftir tólf daga vist hjá mannræningjum. Foreldrarnir eru
dæmigerðir fulltrúar peningaaðalsins á Costa del Sol.
Þar sem áður voru fiskimanna-
þorp eru nú háreist hótel.
Myndin er frá Benidorm.
launsátri í Marbella og bílstjóri
hans lét lífíð. Samtök öfgasinn-
aðra múhameðstrúarmanna
hliðholl írönum lýstu sig ábyrg
fyrir tilræðinu, sem virtist hafa
benti veitingahússeigandi í Mar-
bella á.
Meðal þekktari glæpamanna
sem tekið hafa sér búsetu á
Costa del Sol er Ronald Knight,
sem talinn er hafa staðið að baki
einu ábatasamasta ráni sögunn-
ar, sem framið var hjá peninga-
stofnun í London fyrir þremur
áram. Honum tókst að festa
kaup á húsi á Spáni áður en ný
lög um framsal glæpamanna
tóku gildi í fyrra. Og vegna
harðrar gagnrýni spænskra
blaða sáu yfirvöld þar í landi sig
tilneydd að vísa úr landi einum
stórtækasta vopnasala heims,
Munzer A1 Kassar. Hann bjó í
glæsihúsi f útjaðri Marbella, sem
talið er að hafi kostað hann and-
virði 5 milljóna dollara.
Fjöldahandtökur á ströndinni
að undanfömu hafa nú leitt í ljós
að margir aðfluttu glæpamann-
anna hafa ekki getað staðizt
freistingar fyrri iðju, og hafa
margir snúið sér að smygli eitur-
lyfja frá Marokko, sem er orðin
stóriðja við Costa del Sol.
Höfundur er blaðamaður hjá
brezka blaðinu The Observer.