Morgunblaðið - 18.12.1987, Síða 54

Morgunblaðið - 18.12.1987, Síða 54
54 MORGUNBLAÐDÖ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987 Stjómarfrumvarp um tekju- og eignaskatt; Undanþágnm fyrirtækja fækkað 'JÓN Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra mælti í neðri deild á þriðjudag' fyrir stjómarfrum- varpi um tekju- og eignaskatt. Frumvarpið felur í sér niðurfell- ingu á ýmsum undanþágum fyrirtækja frá skatti, og sagði fjármálaráðherra að það væri fyrsta skrefið í einföldun skatt- lagningar fyrirtækja með niður- fellingu frádráttarliða. Ráðherra sagði að breytingar þær, sem fælust í frumvarpinu, myndu skila um 150 milljónum króna í rikissjóð á næsta ári. í frumvarpinu er breytt ákvæð- um, er snerta afskriftir birgða í árslok, framlög í fjárfestingarsjóði og bifreiðakostnað, auk þess sem ráð er gert fyrir því að skatthlut- fall fyrirtækja lækki úr 51% í 45% til samræmis við lækkun skatthlut- falls einstaklinga. Fjármálaráð- herra sagði að þessu væri einnig tengt að ákveðið væri að leggja ekki fram frumvarp um framleng- ingu heimildar til skattfijáls fram- lags í varasjóð. Ennfremur er í frumvarpinu að finna ákvæði um meðferð verðbóta á verðtryggðar eignir og skuldir. Fjármálaráðherra sagði ákvæði frumvarpsins um skattalega með- ferð á kaupleigu og fjármagnsleigu á einkabifreiðum miða að því að mismunandi fjármögnunarform hafi ekki áhrif á skattgreiðslur. Einnig þætti við hæfi að skatthlut- fall fyrirtækja væri 45%, miðað við 35,2% hjá einstaklingum, þar sem skattar fyrirtækja væru greiddir eftirá. Er þá höfð hliðsjón af verð- bólgu og að ekki þurfi að útiloka að nokkur munur á raunverulegu ^skatthlutfalli verði fyrir hendi. Steingrfmur J. Sigfússon (Abl/Ne) sagðist fagna því að fjár- málaráðherra legði loks fram frumvarp, sem tæki á skattamálum fyrirtækja, og sagði að með þvi væri í raun brotið blað, þar sem fækka ætti undanþágum fyrirtækj- anna. Steingrímur sagði að Abl. hefði lengi gagnrýnt mismunun í skattiagningu almennings og fyrir- tækja og nú lægi fyrir Alþirigi frumvarp Abl. um þessi sömu mál. Væri fjármálaráðherra hollt að taka frumvarp þetta sér til fyrirmyndar. Steingrímur sagði hins vegar að frumvarp þetta gengi afar skammt og enn mætti auka skatta á fyrir- tæki. Hann sagði að hinar 150 milljónir, sem frumvarpið aflaði, væru aðeins 1,7% þeirrar skatta- aukningar, sem boðuð hefði verið og almenningur bæri afganginn. Kristín Halldórsdóttir (Kvl/Rn) sagði Kvl. andvígan þessu frumvarpi fyrir þær sakir, að það gengi alltof skammt í skattlagningu á fyrirtæki. „Þetta er móðgun við stöndug fyrirtæki," sagði Kristín. Hún lauk ræðu sinni á því að spyija fjármálaráðherra hvers vegna frumvarp þetta væri svo seint á ferðinni. Hreggviður Jónsson (B/Rn) sagði að skattastefna ríkisstjómar- innar væri að sigla atvinnulífinu í strand. Fyrst væri ráðist að almenn- ingi, nú að fyrirtækjunum: Hann sagðist hafa átt von á að Sjálfstæð- isflokkurinn, flokkur hins fijálsa framtaks, gerði athugasemdir við þetta frumvarp, en svo hefði þó ekki farið. „Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn fangi þessarar skatta- stjómar," sagði Hreggviður. Fjármálaráðherra svaraði fyrir- spum Kristínar Halldórsdóttur og sagði það hafa verið ætlun sína að teggja fram viðameira frumvarp um endurskoðun á skattlagningu fjár- magns- og eignatekna, en það mál þyrfti betri ígrundun, og því væri á það ráð brugðið að flytja einung- is frumvarp um þennan hluta þess. Sl HAR P Oö öö PIONEET KASSETTUTÆKI r Um staðhæfingar Steingríms J. Sigfússonar sagði ráðherra að skattaálögur á fyrirtæki væru langt frá því að vera 1,7% af heildar- skattaaukningu, eins og fram kom í máli Steingríms. Auk þessarar nýju skattlagningar væri lagður á fyrirtæki launaskattur, gjald á er- lendar lántökur, verktökugjald, kjamfóðurgjald og fleiri ný gjöld. Frumvarpinu var vísað til Qár- laga- og viðskiptanefndar að tillögu fjármálaráðherra. Steingrímur Hermannsson Geir H. Haarde Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra; Island hefur breytt um afstöðu tíl tíu tillagna hjá SÞ Utanrikisráðherra svaraði í fyrirspurnatíma í sameinuðu þingi í gær fyrirspurn frá Geir H. Haarde (S/Rvk) um hvort hann hefði falið sendinefnd ís- lands hjá Sameinuðu þjóðunum að greiða atkvæði með tillögu Tékka og Úkraínumanna um skilyrðislausa framkvæmd allra afvopnunartillagna sem allsheij- arþing Sameinuðu þjóðanna hefði samþykkt. Utanríkisráð- herra sagði svo vera og hefði alls verið breytt um afstöðu ís- lands til tíu tillagna í allsherjar- þinginu i stjómartíð hans. Geir H. Haarde (S/Rvk) sagði að nýlega hefði verið bent á það í blaðagrein af Hreini Loftssyni að ísland hefði breytt afstöðu sinni til tillögu frá Tékkum og Úkraínu- mönnum, um skilyrðislausa fram- kvæmd allra afvopnunarsamninga sem allsheijarþing Sameinuðu þjóð- anna hefði samþykkt, en þeir síðamefndu væru raunar ekki sjálf- stætt ríki heldur eitt af aukaat- kvæðum Sovétríkjanna. Geir sagðist telja nauðsynlegt að fram kæmi hvort þama væri um stefnu- breytingu að ræða eða handvömm, mmmMmimm Bi AIMAfil eins og flogið hefði um í þinghúsinu. Steingrimur Hermannsson, ut- anríkisráðherra, sagði margar þær tillögur sem fluttar væru á allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna vera mjög athyglisverðar og hefði hann breytt afstöðu íslendinga til alls 10 tillagna. í þeim efnum hefði hann lagt til grundvallar yfírlýsta stefnu Alþingis og stefnu ríkis- stjómarinnar. Einnig hefði hann tekið tillit til þeirra miklu sviptinga í heimsmálum sem orðið hefðu að undanfömu, aðallega síðastliðið ár, afstöðu hinna Norðurlandanna og annarra bandalagsríkja íslands. Utanríkisráðherra sagðist m.a. hafa breytt afstöðu íslands þar sem honum þótti ekki nægilega gætt sjálfsákvörðunarréttar þjóða og nefndi í því sambandi tillögu varð- andi Vestur-Sahara. Varðandi umrædda tillögu sagði ráðherra það vera misskilning að um breytta afstöðu væri að ræða því þetta hefði verið ný tillaga sem þama var borin fram. Ekki vildi hann heldur fallast á að tillag?? greiddu atkvæði gegn tillögunni bað hann um að kannað yrði hvemig á því stæði. Þegar hann fékk upplýs- ingar um það hefði þegar verið búið að afgreiða hana frá allsheijar- þinginu. Utanríkisráðherra sagðist hafa gert utanríkismálanefnd grein fyrir afstöðu íslendinga eftir að atkvæði hefðu verið greidd hjá Sameinuðu þjóðunum. Hjörleifur Guttormsson (Abl/ Al.) sagði að þáð hefði verið að hans ósk að utanríkismálanefnd gerði ráðherra grein fyrir afstöðu sinni til mála sem kæmu úr fyrstu nefnd allsheijarþingsins. Hjörleifur sagðist hafa lýst yfir sérstakri ánægju sinni yfir breyttri afstöðu íslands til tíu mála. Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanrikismálanefndar, sagði þessar tillögur hafa verið sýndar og ræddar í utanríkismála- neftid. Hann sagðist þó ekki kannast við að Hjörleifur Guttorms- son hefði sérstaklega óskað eftir því. Mergurinn málsins væri að hans mati sá að ákvörðunarvaldið í þessum efnum væri hjá ráðherra. Eyjólfur Konráð sagði að hann héldi að þá deildi ekki mikið á í þessum efnum. Geir H. Haarde sagði það verða gagnlegt ef þingheimur fengi upp- lýsingar um það í hvaða málum Island hefði breytt afstöðu sinni. Hann harmaði ef það væri misskiln- ingur að þetta mál hefði verið flutt áður en upplýsingar þess efnis hefði hann fengið hjá utanríkisráðuneyt- inu. Af þessu umræðum nú væri ljóst að ákvörðun um afstöðu til um- rædds máls hefði verið tekin að yfirveguðu ráði en að hans mati væri hún röng og byggð á misskiln- ingi. Við hefðum greitt atkvæði gegn eða setið hjá við afgreiðslu margra tillagna um afvopnunarmál og væri því mótsögn að krefjast nú skilyrðislausra framkvæmda allra þessarra tillagna. I Allir pakkar eru fallegir.,. en stundum kemur fegurðin fyrst í Ijós þegar þeir eru opnaðir. studiohúsiö á homi Laugavegs og Snorrabrautar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.