Morgunblaðið - 18.12.1987, Blaðsíða 58
58_________________________________MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987
Almennur bændafundur á Blönduósi:
Mótmælt álagningu sölu-
skatts á landbúnaðarafurðir
Blönduósi.
ALMENNUR bændafundur sem
haldinn var á vegum Búnaðar-
sambands Austur-Húnavatns-
sýslu á Blönduósi fyrir skömmu
samþykkti ályktanir um land-
BÓKUM
YOGA
VASAÚTGÁFAN hefur gefið út
bókina „Yoga-heimspeki“ eftir
Ramacharaka I þýðingu Stein-
unnar Briem. Hér er um að ræða
endurútgáfu á verki sem kom
fyrst út á íslensku fyrir 26 árum.
_ í kynningu útgefanda segir m.a.:
„í bókinni Yoga-heimspeki er fjallað
í víðri sýn um ýmis helstu undir-
stöðuatriði dulspekinnar, svo sem
þrískiptingu mannsins í líkamlega,
hugræna og andlega eðlisþætti. Þar
eru útskýrð ýmis dularfull fyrirbæri
eins og fjarhrif, dulskyggni, mann-
legt ségulafl, dulrænar lækningar
og ekki síst hið svokallað lífsafl
(prana). Hinir ólíku þættir dulspek-
innar og tilveruhugmyndir hinnar
austrænu speki eru hér útskýrðir í
14 fyrirlestrum, sem kallast Fræða-
stundir."
Bókin er 192 bls., prentuð í
Prentstofu G. Benediktssonar, en
Friðrika Geirsdóttir gerði kápu-
skreytingu.
búnaðarmál. Framsögumaður á
fundinum var Haukur Halldórs-
son formaður Stéttarsambands
bænda. Eftirfarandi tillögur
voru samþykktar samhljóða:
„Almennur bændafundur haldinn
á Hótel Blönduósi 8. desember 1987
mótmælir harðlega öllum hug-
myndum um söluskatt á landbúnað-
arafurðir og varar við gylliboðum
stjómmálamanna um niðurgreiðsl-
ur á kjöti og mjólkurvörum sem
lofað er á móti slíkum skatti og
engin trygging er sett fyrir þegar
til lengri tíma er litið. Fundurinn
telur að slíkar álögur stórminnki
neyslu íslenskra landbúnaðaraf-
urða.
Fundurinn skorar á ríkisstjómina
að standa skil á lögbundnum
greiðslum til afurðastöðva, svo sem
útflutningsbótum og vaxta- og
geymslugjöldum og tryggja flár-
magn til að þeim sé klejrft að greiða
framleiðendum fullt verð nú fyrir
áramót.
Fundurinn skorar á Alþingi að í
fjárlögum 1988 verði tiyggt fé til
fullnaðargreiðslu út á framkvæmdir
1987, samkvæmt jarðræktarlögum,
og að fjárlögin tryggi nægilegt fé
til að hægt sé að standa við gerða
samninga vegna riðuniðurskurðar.
Fundurinn mótmælir eindregið hug-
myndum um frestun á hluta þessara
greiðslna til 1989 og telur að trún-
aðarbrestur verði milli ríkisvalds og
bænda verði ekki staðið við lög-
bundnar greiðslur og gerða samn-
inga.“
Jón Sig.
Kristín Steinsdóttir, Ármann Kr. Einarsson og Guðmundur Ólafsson, en Vaka-Helgafell gefur út
barnabækur eftir þau á þessu ári.
Þrír íslenskir verðlaunahöfundar
með barnabækur frá Vöku-HelgafeDi
UNDIRBÚNINGUR að sam-
keppni Verðlaunasjóðs
íslenskra barnabóka fyrir
næsta ár er þegar hafinn og
er skilafrestur fyrir handrit í
samkeppnina til 31. desember
næstkomandi.
Megintilgangur sjóðsins er að
örva fólk til að skrifa bækur fyrir
böm og unglinga og stuðla þann-
ig að auknu framboði íslensks
úrvals lesefnis fyrir æsku lands-
ins. Sjóðurinn veitir árlega ís-
lensku bamabókaverðlaunin fyrir
besta handrit sem berst í sam-
keppni hans að mati dómnefndar.
Verðlaunasjóðurinn var stofn-
aður 30. janúar 1985 í tilefni af
sjötugsafmæli bamabókahöfund-
arins vinsæla, Armanns Kr.
Einarssonar. Fjölskylda Armanns
og Bókaútgáfan Vaka lögðu fram
stofnfé sjóðsins.
Vaka-Helgafell gefur út þijár
bamabækur eftir íslenska verð-
launahöfunda á þessu ári.
Bækumar eru eftir þau Ármann
Kr. Einarsson, Guðmund Ólafsson
og Kristínu Steinsdóttur, en þau
Guðmundur og Kristín hafa bæði
hlotið verðlaun í verðlaunasam-
keppni Verðlaunasjóðs íslenskra
bamabóka. Ármann sjálfur er svo
þriðji verðlaunahöfundurinn og
hefur bæði hlotið verðlaun hér-
lendis og í Noregi fyrir bama- og
unglingabækur sínar.
Guðmundur Ólafsson gefur nú
út sína aðra bók, Klukkuþjófinn
klóka, en Guðmundur hlaut verð-
laun Verðlaunasjóðsins árið 1986
fyrir bók sína Emil og Skundi sem
hlotið hefur almennar vinsældir.
Kristín Steinsdóttir fékk fyrstu
verðlaun í samkeppni Verðlauna-
sjóðsins á þessu ári fyrir bók sína
Franskbrauð með sultu sem er
fyrsta bók hennar.
Eftir Ármann Kr. Einarsson
kemur út bókin Leitin að gullskip-
inu sem er sjötta bókin í bóka-
flokknum Ævintýraheimur
Ármanns frá Vöku-Helgafelli.
Menn eru glaðir þá vel veiðist. Morgunblaðið/Sigurður P. Bjömsson
Húsavík:
Atvinnuleysi er
þriðjungi minna
Húsavik.
ATVINNUÁSTAND á líðandi ári telst hafa verið gott á
Húsavík og skráning atvinnulausra mun minni en síðastliðið ár.
Samkvæmt könnun, sem bæjar-
stjóm Húsavíkur lét gera í haust
miðað við 30. september, voru at-
vinnuleysisdagar á árinu þá orðnir
1.611 en þijú undanfarin ár voru
þeir á sama tíma yfír 5.000.
Undirstöðuatvinnuvegurinn er
sem áður sjávarútvegurinn, þó þró-
unin undanfarin ár hafí orði sú að
í þeirri grein fækkar, en aftur á
móti fjölgar í þjónustugreinunum.
Af hveijum 100 Húsvíkingum
vinnur 31 við fiskveiðar og -vinnslu,
19 við einhverskonar iðnað, en 50
við þjónustustörf.
Á þessa þróun líta menn misjöfn-
um augum.
— Fréttaritari
Umferðarráð:
Meiri jólaumferð en
nokkru sinni fyrr
NÚ í svartasta skammdeginu er nauðsynlegt að allir vegfa-
rendur sýni sérstaka aðgát og tillitssemi í umferðinni.
Jólaumferðin þyngist dag frá degi og ættu allir að stefna
að slysalausri og farsælli þátttöku í henni.
Gangandi vegfarendur geta auk- eða neglda sóla.
ið öryggi sitt verulega með því að
bera endurskinsmerki og nota þau
á réttan hátt. Þörf fyrir þau er nú
enn brýnni en endranær þar sem
óvíða slær birtu frá snævi þakinni
jörð. í hálku ættu þeir sem ganga
mikið skilyrðislaust að heimsækja
næsta skósmið og fá sér búnað til
hálkuvama svo sem mannbrodda
V er slunar manna-
félag Árnessýslu:
Söluskatti
ámatvörur
mótmælt
ALMENNUR félagsfundur í
Verslunarmannafélagi Ár-
nessýslu hefur mótmælt
harðlega framkomnum til-
lögum stjórnvalda um sölu-
skatt á matvörur, svo og
þeim álögum sem þegar hafa
tekið gildi.
í ályktun fundarins segir að
hann telji að með slíkri skattlagn-
ingu sé vegið að afkomu heimil-
anna í landinu. Fundurinn telji
að eðlilegra hefði verið að afla
ríkissjóði aukinna tekna með
skattlagningu stóreigna og fjár-
magnstekna.
í þessari miklu umferð er nauð-
synlegt að fólk, akandi og gangandi
ætli sér meiri tíma en endranær. í
því sambandi má hafa í huga mikla
fjölgun bíla í ár sem eðlilega leiðir
til þyngri umferðar og því miður
einnig til þess að margir ökumenn
verði þungir á brún við stýrið. Það
hæfír jólaumferð illa.
Ljósabúnaður þarf að vera í góðu
lagi og ættu ökumenn að nota öku-
ljósin allan sólarhringinn. Vert er
að huga að hjólbörðum, oft duga
grófmynstruð dekk, en víða eru
skilyrði þannig að þau þurfa auk
þess að vera negld.
Þessa dagana er víða veitt ,jóla-
glögg". Ökumenn ættu að minnast
þess að oftast er í því áfengi, stund-
um sterkt. Gildir sama um ,jóla-
glögg" sem neyslu annars áfengis
að akstri og áfengi má alls ekki
blanda saman. Benda má á að gott
,jólaglögg“ má blanda án áfengra
efna og eru til prýðisgóðar upp-
skriftir að slíkum ökumannadrykkj-
um. Umferðarráð væntir þess að
allir landsmenn verði jákvæðir og
tillitssamir í jólaumferðinni þannig
að sem flestir megi eiga slysalaus
og gleðileg jól.
Morgunblaðið/JúlíuB
Að skapa hættu í umferðinni
ÞESSI bifreið var stöðvuð þannig í Borgartúni í gær, að hún
stóð langt fram í götu. Gangandi vegfarendur urðu að fara fram
fyrir hana til að komast leiðar sinnar og þar með voru þeir í
mikilli hættu vegna umferðar austur götuna.