Morgunblaðið - 18.12.1987, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987
65
Frumvörp um tolla, vörugjald og söluskatt:
Fleiri tollar lækkaðir eða felldir
niður af „smyglgj örmim“ varningi
FUNDIR í efri deild Alþingis
stóðu til rétt rúmlega þijú að-
faranótt fimmtudags en á dagskrá
voru frumvðrp rikisstjórnarinnar
um toila-, söluskatt og vörugjald.
Tollafrumvarpið var afgreitt til
neðri deildar en atkvæðagreiðslu
um frumvörpin um söluskatt og
vörugjald og breytingartillögur
við þau var frestað að lokinni
annarri umræðu.
Halldór Blöndal (S/Ne) mælti fyr-
ir áliti meirihluta fárhags- og
viðskiptanefndar. Halldór sagði að
nefndin mælti með samþykkt frum-
varpsins með nokkrum breytingum.
Breytingartillögumar væru í megin-
atriðum þær að gengið væri enn
lengra í þá átt að lækka eða fella
alveg niður tolla af tilteknum vörum
sem kalla mætti „ferðamannavörur"
eða „smyglgjamar vömr“ eins og
hann kaus að nefna þær. Þama
væri átt við vörur sem íslendingar
keyptu frekar á ferðalögum en hér
heima. Af einstökum vömflokkum
mætti nefna sjónauka, rakvélar, hár-
þurrkur, ryksugur, hljóðnema o.fl.
Jafnframt væri horfið frá álagningu
vömgjalds á þessa flokka. Halldór
Fjármálaráðherra:
Fyrsta skrefið stig-
ið í átt til samræm-
ingar launaskatts
JÓN BALDVIN Hannibalsson,
fjármálaráðherra, mælti í neðri
deild í gær fyrir stjórnarfrum-
varpi um 1% Iaunaskatt af hvers
konar vinnulaunum og atvinnu-
tekjum hjá skattskyldum aðilum
sem stunda starfsemi sem flokk-
ast undir fiskveiði, þ.m.t. fiski-
rækt eða iðnað. Með þessu er
verið að leggja launaskatt á allar
þær atvinnugreinar sem nú eru
undanþegnar þessum skatti nema
búrekstur. Aðrar atvinnugreinar
bera 3,5% launaskatt. Fjármála-
ráðherra sagði þetta vera fyrsta
skrefið í átt til samræmingar
launaskatts milli atvinnugreina.
Steingrímur J. Sigfússon (Abl/
Ne) sagði að með því að undanskilja
útflutnings'greinamar væri verið að
sýna skilning stjómvalda á mikil-
vægu hlutverki þeirra fyrir efna-
hagslífíð í heild. Sagði hann afkomu
þessara greina vera slæma og tíma-
setninguna á þéssum skatti því ekki
heppilega. Hann og Alþýðubanda-
lagið myndu ekki styðja þetta
frumvarp við núverandi aðstæður.
Albert Guðmundsson (B/Rvk)
sagði Borgaraflokkinn vera andvíg-
an þeim auknu álögum sem hér
væru lagðar fram. Hann sagðist
harma að undirstöðuatvinnuvegimir
þyrftu nú að bera nýjan skatt auk
þess milljarðs sem tekinn væri frá
þeim vegna þess að hætt var við
endurgreiðslu söluskatts.
Hreggviður Jónsson (B/Rn)
gagnrýndi að leggja ætti á þennan
skatt og sagðist búast við verri af-
komu fyrirtækja í því góðæri sem
nú ríkti en áður.
Kristín Halldórsdóttir (Kvl/
Rvk) sagði skattafrumvörpunum
snjóa yfír landsmenn þessa stundina.
Taldi hún nú ekki vera rétta tímann
til að leggja launaskatt á þessar
atvinnugreinar. Góðærið hefði ekki
náð til landsbyggðarinnar en með
þessu væri verið að leggja nýja
skatta á dreifbýlið.
Hjörleifur Guttormsson (Abl/AI)
sagði afkomuhorfur þessara greina
ekki vera góðar en ríkisstjómin
„hamaðist" við að leggja á þær nýj-
ar álögur. Hjörleifur sagði að
ráðherramir hefðu liklega verið svo
uppteknir við að semja hin ýmsu
fiumvörp að þeir hefðu ekki haft
tíma til að skoða rekstrarhorfur at-
vinnuveganna.
Steingrímur J. Sigfússon:
Komið verði á mark-
vissari kynningu
á staðgreiðslunni
Steingrímur J. Sigfússon (Abl/
Ne) varpaði fram fyrirspum til
fjármálaráðherra við aðra um-
ræðu um staðgreiðslukerfi
opinberra gjalda í neðri deild
Alþingis síðastliðinn þriðjudag.
Steingrímur sagðist telja að hið
nýja staðgreiðslufyrirkomulag
þyrfti meiri og markvissari kynn-
ingu og að jafnvel kæmi til greina
að koma upp sérstakri símaþjón-
ustu skattstjóraembættisins fyrir
skattgreiðendur.
Steingrímur sagði það hafa valdið
mglingi að upphæð fulls persónuaf-
sláttar væri önnur á skattkortum en
komið hefði fram í flölmiðlum. Hann
spurði hvemig samstarfi fjármála-
ráðuneytisins og embættismanna
væri háttað við fjölmiðla, sem kynna
ættu hina nýju skipan mála.
Jón Baldvin Hannibalsson fjár-
málaráðherra sagði að hann myndi
sagði að með þessu væri verið að
stuðla að því að verslunin færðist inn
í Iandið og kæmu þannig auknar
söluskattstekjur á móti hugsanlegu
tollatekjutapi.
Einnig væm felldir niður tollar af
vömm sem flokkast undir öryggis-
búnað ökutækja. Tollar af innfluttum
álpönnum væm ákveðnir 30% til að
gefa innlendum framleiðendum færi
á að laga sig að breyttum samkeppn-
isaðstæðum. Gerð væri tillaga um
að flýta gildistöku lokaáfanga tolla-
samninga við Portúgal og Spán um
tvö ár þannig að hann kæmi til fram-
kvæmda um næstu áramót og gerðar
væm ýmsar minni háttar lagfæring-
ar á einstökum atriðum.
Minnihluti fjárhags- og viðskipta-
nefndar, þeir Júlíus Sólnes (B/Rn)
og Svavar Gestsson (Abl/Rvk), lagði
til að framvarpinu yrði vísað aftur
til ríkissljómarinnar og henni falið
að láta vinna frumvarpið betur þann-
ig að ný tollskrá geti tekið gildi fiá
og með 1. mars nk. Málið yrði þá
tekið til eðlilegrar meðferðar í þing-
inu eftir hátíðar.
Meirihluti íjárhags- og viðskipta-
nefndar flutti tvíþætta breytingar-
tillögu við fmmvarpið um vömgjald,
sem hann leggur til að verði sam-
þykkt. Annarsvegar er horfíð frá
álagningu vömgjalds á smyglgjamar
<
vömr og hins vegar er horfið ftá
álagningu vömgjalds á kökur. Fyrir
síðari breytingunni væm tvær meg-
inástæður. í fyrsta lagi ylli álagning
vömgjalds á innlenda framleiðslu
innlendri kökuframleiðslu erfíðleik-
um í innheimtu og í öðra væri sýnt
að eftirlit með framkvæmdinni yrði
mjög erfitt þar sem gjaldendur em
mjög margir.
Minnihluti nefndarinnar leggur til
að frumvarpinu verði vísað aftur til
ríkisstjómarinnar til skoðunar og að
með þeim kerfísbreytingum sem gert
væri ráð fyrir yrði vafasamt að hafa
vömgjaldið inni sem skattstofn fyrir
ríkið. Þessi meðferð vekti upp spum-
ingar um heildarendurskoðun. Hér
væri enn verið að dytta að í stað
þess að gera róttækar breytingar.
Meirihlutinn lagði einnig til að
frumvarpið um söluskatt yrði sam-
þykkt. Halldór Blöndal, framsögu-
maður nefndarinnar, sagði m.a að
nefndinni hefðu borist ábendingar
frá ýmsum aðilum um nauðsyn þess
að reglur yrðu settur um það með
hvaða hætti erlendir ferðamenn gætu
fengið söluskatt niðurgreiddan við
brottför eins og víða tíðkast erlendis.
Ekki síst hefði verið nefnt í því sam- <
bandi að ullariðnaðurinn gæti haft
af því mikinn ávinning. Til þess að
taka af tvímæli væri lagt til að
ákvæði um heimild til flármálaráð-
herra til að gefa út slíkar reglur
væri bætt við lögin og legði meiri-
hlutinn til að þeirri heimild yrði beitL
Minnihluti nefndarinnar er andvig-
ur tillögunum um matarskatt. í
samræmi við það væm fluttar breyt-
ingartillögur við frumvarpið um
söluskatt.
Meirihlutinn teldi að þrennt myndi
vinnast með matarskattinum. 1. Skil-
virkni. 2. Réttlæti. 3. Einföldun. <
Varðandi fyrsta atriðið væri engin
ástæða til að tryggt væri að sölu-
skattur skilaði sér betur af þúsundum
smáfyrirtækja sem einkum seldu
þjónustu sína þó söluskattur yrði
lagður á matvæli. Skatturinn væri
að því Ieyti skilvirkur að fólk
neyddist til þess að geta lifað.
Varðandi réttlætið væri það að
segja að skatturinn væri bersýnilega
ranglátur því hann legðist þyngst á
láglaunafólkið. Þannig færi skattur-
inn hlutfallslega hækkandi eftir því
sem launin væm lægri. Það gæti
a.m.k. ekki talist jafnaðarstefna.
Í þriðja lagi gæti það verið skyn-
samlegt markmiðið að einfalda
skattakerfið. En þá hefði ekki átt'
að byija á því að leggja á matar-
skatt. Byija hefði átt á þvl að tryggja
betur að fyrirtæki og þeir tekjumeiri
i þjóðfélaginu greiddu réttlátan skatt
af tekjum sínum.
lTLaKiZa.
\ RAFMAGNSHANDVERKFÆRI
beita sér fyrir því að skattstjóra-
embættið hefði samkomuiag við
§ölmiðla um kynningu málsins.
Hann sagði að öflugt kynningarátak
hefði verið fyrirhugað, en því seink-
að.
Níels Árni Lund (F/Rn) gagn-
rýndi hið opinbera fyrir að auglýsa
nýja fyrirkomulagið aðeins í DV og
Morgunblaðinu, og sagði að þar
ættu öll dagblöð að sitja við sama
borð, bæði veitti þeim ekki af styrk
frá ríkinu, og einnig læsu alls ekki
allir landsmenn þessi tvö umræddu
blöð.
Fmmvarpið um staðgreiðslu opin-
berra gjalda var afgreitt við aðra
og þriðju umræðu í neðri deild með
breytingu frá íjárhags- og viðskipta-
nefnd, um að sækja megi um
skattkort með uppsöfnuðum per-
sónuafslætti ef innan við 20%
persónuafsláttar hafa verið nýtt, í
stað 10% áður.
Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík
Jólabarnaskemmtun
Jólabamaskemmtunsjálfstæðisfélaganna
í Reykjavík verður haldin sunnudaginn
20. desember nk. í Sjálfstæðishúsinu
Valhöllkl. 15.00-17.00.
Hljómsveit Ólafs Gauks
skemmtir og jólasveinar koma
í heimsókn.
Kaffiveitingar og smákökur.
Sjálfstæðisfólk er hvatt til að ijölmenna með bömin.
Miðaverð kr. 400,- fyrir fullorðna, en frítt fyrir böm.
Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík.