Morgunblaðið - 18.12.1987, Síða 70
70
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987
Undirdjúpamaður svakalegur
eða Plútóbúi?
HvererJohnnyTriumph og hvað er Luftgítar?
Lagið Luftgítar er væntan-
legt á plötu í útgáfu
Srnekkleysu nú á næstu
dögum þó vandséð sé hvernig
það muni ganga að koma sporinu
til skila á hljómplötu. Rokksíðu-
umsjónarmaður fór þess á leit
við Sjón áð hann skýrði nokkuð
tilurð Johnnys og skrefsins.
Segðu mór Sjón, hver er •
Johnny Triumph?
Mór er sagt að Johnny T riumph
sé einhverskonar undirdjúpa-
maður. Ég hef aftur takmarkaða
meðvitund um það hver hann er,
en hann heltekur mig öðru hvoru.
Þegar hann síðan yfirgefur mig,
eins og þegar andar yfirgefa mið-
il, þá hef ég mjög takmarkaða
vitneskju um það hvað gerðist.
Þær sögur ganga að hann sé
undirdjúpamaður all svakalegur,
en sú saga gengur einnig að hann
sé frá Plútó og sé þar mjög vin-
sæll.
Er hann draumurinn um að
verða frægur holdtekinn?
Hann er holdtekinn draumur-
inn um að hafa einu sinni verið
frægur og umkringdur kvenfólki.
Hann er draumurinn um að hafa
einhverntímann verið ungur og
villtur eins og 68-kynslóðin held-
ur að hún hafi verið.
Nú er Johnny Triumph meira
en rokksöngvari. Hann er einnig
söguhetja í skáldsögu eftir
skáldið Sjón.
Já, hann lifir í ýmsum víddum;
hann lifir í mörgum veruleikum.
Hinn upprunalegi Johnny
Triumph kom fram árið 1985. Þá
var ég í heimsókn hjá Einari Erni
í London og á gangi að til mín
kom undarlegur tötralegur götu-
sali sem hafði lítið að selja utan
eitt forláta belti. Það var gert úr
merki af tank á Triumph mótor-
hjóli, sem eru bestu mótorhjól i
heimi, og var búiö að festa á leðu-
ról með skrúfum. Hann tók bara
fimm pund fyrir beltið og hvarf á
svipstundu er ég hafði keypt bel-
tið. Ég spennti á mig beltið og
þá heltók Johnny Triumph mig,
skáldið, í fyrsta skipti. Þetta eru
sennilega einhver álög, sem hafa
gengið mann fram af manni. Jo-
hnny linnti síðan ekki látum fyrr
en hann fékk að vera ein aðalper-
sónan í skáldsögunni minni, en
ég þvinga hann út úr sögunni um
miöbik bókarinnar. Það er þó
aldrei að vita nema hann snúi
aftur.
Hvað þá með Luftgrtar og
sporið?
Sporiö varð til í 25 ára afmæli
Þórs Eidon síðasta sumar, en þá
duttum við í það saman, enda
búnir að vera vinir í tíu ár. Við
lentum þá í nostalgíu og þá var
sporið rrfjað upp og ákveðið að
gera veg þess sem mestan; að
fá lufgítarinn úr felum og gera
hann að því sem hann er, lifandi
tákni um drengjamenningu. Deyj-
andi drengjamenningu, er mér
sagt, því dansskólar og allskonar
áróður i fjöimiðlum og bíómynd-
um er farinn að láta drengi dansa
út og suður.
Sporið er eingöngu fyrir
drengi, enda eru það eingöngu
drengir sem geta gert luftgítar. í
nýja Madonnu myndbandinu,
Commotion, má til dæmis sjá
hana gera misheppnaða tilraun
til að gera lufgítar. Það ætti að
sýna fólki að lufgítar er á döf-
inni. Meira að segja Madonna er
að reyna að gera luftgítar. Þetta
gerir náttúrulega sitt til að endur-
vekja sporið.
Gerir þú sporið einn sér, eða
er best að gera það í góðra vina
hópi?
Ég geri það með hinum strák-
unum, við komum saman og
hlustum á gamlar góðar gítar-
hetjur sem taka góð sóló og
tökum saman sporið. Ég veit ekki
hvort ég eigi að vera að nefna
neina sérstaka, en Eddie Van
Halen er góður og einnig þeir
Jimmy Page, Þór Eldon og Jimi
Hendrix.
Hver verður framtfð Johnny
Triumph?
í bókinni keyrði hann út í nótt-
ina um miðbik bókarinnar og það
er gefið í skyn að hann hafi horf-
ið aftur í djúpið, en ég er ekki frá
því að hann eigi eftir að birtast
janvel í Naustinu og syngja þar
gömul Purrkslög Einar Arnar. Það
er draumur Johnny Triumphs um
þessar mundir að koma fram
með hljómsveit Arthurs Moon og
syngja gömul Purrkslög fyrir mat-
argesti í Naustinu.
Það er aldrei að vita nema
hann eigi eftir að láta þann draum
rætast, en ég er kannski ekki
nógu feitur til þess.
Hvernig tengjast Sykurmol-
arnir Johnny Triumph?
Það er fyrst og fremst um Þór
Eldon æskuvin minn. Johnny
Triumph kom fyrst fram í Djúpinu
1985 á styrktartónleikum
Grammsins, en hann er þekktur
fyrir að birtast helst á mikilvæg-
um augnablikum. f hljómsveitinni
sem lék undir þá voru þeir Þór
Eldon, Sigtryggur, Einar Melax
og Hilmar Örn. í framhaldi af því
eru Sykurmolarnir komnir inn í
þetta og það er mikill skilningur
á drengjamenningu innan Sykur-
molanna þó það sé stelpa í
hljómsveitinni. Selpur geta einnig
haft skilning á drengjamenningu
þó sá skilningur sé alltaf blendinn
öfund; þær standa hjá og langar
að vera með. Öfundin er vegna
þess að þær geta ekki gert
luftgítar og það á sjálfsagt eftir
að hvíla þungt á margri stúlk-
unni. Þær verða bara að láta sér
nægja að hafa sinn Johnny
Triumph.
Sjón
Johnny
Triumph
Ekki er iangt síðan Johnny Triumph fór að koma fram
á tónleikum með Sykurmolunum hvar hann tryllti við-
staddar meyjar (og sveina) með lostafullu atferli sínu
í laginu Luftgítar. Það var ekki lagið sem vakti mesta
hrifningu, heldur danssporið sem fylgdi. Glöggir sáu
skjótt að hér var komið skáldið Sjón í áður óþekktu
gerfi en Johnny Triuph hefur náð svo langt að hann
er ein aðalpersónan í nýútkominni skáldsögu Sjón.
Morgunblaðið/Ámi Sœberg
Danmörk:
Tvö íslensk mál-
verk seld á uppboði
Kaupmannahöfn. Frá Guðrúnu L. Asgeirsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsina.
FJÖGUR íslensk málverk
voru boðin upp á listaver-
kauppboði hjá Bruun
Rasmussen i Kaupmanna-
höfn á þriðjudag, og seldust
tvö verk, eftir Svavar Guðna-
son og Jón Stefánsson, en
ekki fékkst lágmarksboð í
hin tvö verkin, sem voru eftir
Kjarval og Jón Þorleifsson.
Það var margt um manninn þeg-
ar uppboðið hjá Bruun Rasmuss-
en hófst, og voru íslensku
málverkin Qögur meðal mörg
hundruð verka á uppboðinu.
Málverk Jóhannesar Kjarvals,
Álfaborgin, frá Borgarfirði
eystra, var boðið fyrst upp af
íslensku myndunum. Það er
gamalt málverk, án ártals þó,
aðeins 38x68 sm að stærð. Mál-
verkið seldist ekki þar sem ekki
kom lágmarksboð í það, en það
var 25.000 danskar krónur.
Hæsta boðið var 5 þúsund krón-
um of lágt.
A sömu leið fór um málverk
Jóns Þorleifssonar af suðausturl-
andi, en það var metið á 30.000
danskar krónur. Hæsta boð var
22.000 krónur.
Listaverk eftir Jón Stefáns-
son, sem var á íslensku sýning-
unni í Charlottenborg 1927, var
slegið á 66.000 danskar krónur.
Er það stórt málverk af Urriða-
fossi í Þjórsá, og einkennist af
afar þungbúnu norðurloftinu.
Loks var málverk eftir Svavar
Guðnason á uppboðinu, en hann
mun vera einn þekktasti íslenski
listmálarinn í Danmörku. Mál-
verkið var áður i safni Maríusar
Andersens, arkitekts, og var nú
selt á sömu upphæð og málverk
Jóns Stefánssonar, eða 66.000
danskar krónur.
Morgunblaðið/Bjami
Kirkjugarðar Reykjavíkur:
Fengn nýjan líkbíl afhentan
Kirkjugarðar Reykjavíkur fengu
nýlega afhenta nýja líkbifreið af
Buick gerð. Hún er flutt inn af
Bílvangi sf. fullinnréttuð og
breytt til líkflutninga, en breyt-
ingarnar voru framkvæmdar af
einu elsta fyrirtæki á þessu sviði
í Bandaríkjunum, Superior Coac-
hes. Eftir breytingarnar er
bifreiðin 6,02 metrar að lengd
og og yfir tveir metrar á breidd.
Myndin er frá afhendingu bif-
reiðarinnar. Taldir frá vinstri
Ólafur Magnússon, yfirbílstjóri
hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur,
Bjarni Ólafsson hjá Bílvangi og
Ásbjörn Björnsson, forstjóri
Kirkjugarða Reykjavíkur.