Morgunblaðið - 18.12.1987, Side 75

Morgunblaðið - 18.12.1987, Side 75
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987 75 Sæt-súrt meðlæti með lg'öti. Súkkulaði- kaka með kexi í. JóLaundirbúningiiriim Skraut á eldspýtustokkinn. Kremið: 2 eggjarauður, 1 egg, 4 matsk. sykur, 2 matsk. maizenamjöl, 2 dl vatn, IV2 dl sherry, Allt sett í pott og hitað um leið og hrært er stöðugt í. Kremið látið þykkna áður en potturinn er tekinn af. Kreminu smurt á milli laga. Glassúr 2 eggjahvítur, 250 g flórsykur, 1 tsk. edik, ávaxtalitur ef vill. Flórsykurinn hrærður með ed- iki og óþeyttum eggjahvítunum. Bragðbætt að smekk. Bráðin er sett yfír efsta lag kökunnar og stuðlar að því að hún helst mjúk. Hér er skreytt með kokteilberjum og súkkati. Súkkulaðikaka með kexi í 250 g suðusúkkulaði 4 matsk. sterkt kaffí, 1 egg, 3 matsk. flórsykur, 250 g palmín. Súkkulaðið brotið í sundur og brætt í heitu kaffinu yfír vatns- baði. Palmín brætt við mjög vægan straum. Egg og sykur þeytt saman, súkkulaðinu blandað saman við og síðan hálfvolgri jurtafeitinni, lítið sett í í einu, blandað vel á milli og hrært stöð- ugt í á meðan. ílangt formköku- mót er „fóðrað" með smjörpappír. Síðan sett í lög súkkulaðiblanda og tekex (eða sætt kex ef vill). Súkkulaðið haft neðst og efst. Einnig má setja rúsínur, hnetur eða annað góðgæti á milli lag- anna. Kakan látin standa á köldum stað þar tii súkkulaðið stífnar. Kakan er ekki bökuð eins og sjáanlegt er og vel tilfallin til að jmgri meðlimir fjölskyldunnar sjái um tilbúnaðinn með dálftilli aðstoð. Kakan er all sæt á bragð- ið. Jólapokar o.fl. úr bómullarefni í mörgum vefnaðarvöruversl- unum er mikið úrval af fallegum bómullarefnum og þar á meðal efni með Jólalegum mynstrum". Þunn, vatteruð efni, rauð eða hvít í grunn með hjörtum eða stjömum í rauðum eða hvítum lit, henta vel sem efni í jólapoka. Einfaldast er þá að sauma poka með kramarhúslagi. Vegna þess að efnið er stíft heldur það vel lagi. Á myndinni sem hér fylgir er servíetta sett innan í en það er þó alveg óþarfí. Skrautá eldspýtustokkinn Á einlitt, rautt efni eru límd hjörtu úr mismunandi mynstmð- um efnum. Það er líkast til betra að leggja flisselín undir efnið áður en strengt er á stokkinn. Ef til em afgangar af rauðum bómullar- efnum, ekki síst ef hjörtu eða stjömur em á, er ekki úr vegi að reyna fyrir sér á þessu sviði. Skrautlegir eldspýtustokkar em skemmtilegir til að nota heima fyrir og eins er hægt að stinga einum slíkum með í jólapakka. Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Það er engum blöðum um það að fletta að framundan em anna- sömustu dagar ársins, því í nógu er að snúast á hveiju heimili við jólaundirbúninginn. Margt af því sem menn taka sér fyrir hendur á jólaföstunni er ekki hreyft við á öðrum tíma ársins. Eftirvænting liggur í loftinu og hefur áhrif á unga sem aldna. Skammdegis- þankar víkja eins og dögg fyrir sólu þegar hugurinn er bundinn við hátíðina sem í vændum er ásamt því að gera hana sem ánægjulegasta fyrir sína nánustu. Það fylgir því sérstök tilfínning að gera laufabrauð fyrir jólin, enda ekki staðið í slíku á öðram árstímum. Sama má segja um smákökubaksturinn. Hann er með allt öðra sniði en ef staðið er í þvi sama á björtum sumardegi. Nú, svo era það jólagjafír, skraut, jólakort og bréf. Ef til vill þau einu sem skrifuð era á árinu. Það er sannarlega skemmtilegt að fást við þessa hluti og það er hægt að gera svolítið hátíðlegt I kring- um sig á meðan, kveikja á kertum (gott að nota hálf kerti og stubba sem teknir hafa verið úr stjökum) o.s.frv. Jólaundirbúningurinn getur svo sannarlega verið skemmtilegur, þ.e. ef ekki er færst of mikið í fang. Það er því vel við hæfi að segja: Góða skemmtun við jó-s' laundirbúninginn. Ennfremur: Það er afar vel þegið, bæði af heimilisfólki og gestum, þegar boðið er upp á jólasmákökumar fyrir jól! Það hefur verið viðtekin venja í Heimilishomi um miðjan desem- ber að minnast á eitt og annað Jólapokar úr bómullarefni. sem jólahaldi fylgir og svo er einn- ig nú. Sæt-súrt meðlæti með kjöti — Gamaldags „chutney“ 2 stór epli, skorin í teninga (hýðið má fylgja), 2 meðalstórir laukar, brytjaðir smátt, 1 hvítlauksrif, pressað, 3/4 bolli sykur, V2 bolli vatn, 350 g steinlausar sveskjur, skom- ar í tvennt, 2 matsk. sinnepskom, V2 tsk. þurrkuð rauð paprika (má sleppa), (1 matsk. rifín engifer-rót ef vill). Epli, laukur, paprika, edik, vatn og sykur sett I pott og látið malla við vægan straum í ca. 15 mín. eða þar til þykknar. Sveskjum og kryddi bætt í og látið malla áfram í ca. 35 mín. Þessi skammtur fyll- ir 3 venjuleg sultuglös. Þarf að geymast á köldum stað. Geymslu- þol 2 vikur eða meir. Best er að láta glasið, eða öllu heldur inni- hald þess, ná stofuhita fyrir notkun. Epla-„chutney“ 1 kg epli, helst súr, 1 stór laukur, 2 dl eplaedik 350 g sykur (miðað við súr epli), 3 dl rúsínur, 1 tsk. salt, 3 tsk. karrý, 1 matsk. sinnepskom, 1 tsk. engifer, 2 hvítlauksrif, Hýðið tekið af eplunum og þau skorin í bita. Laukurinn skorinn smátt. Sett í pott með öðra því sem upptalið er. Hvítlauksrifin pressuð út í. Látið malla við væg- an straum í allt að einni klst. Áferðin á að verða á við þykkt marmelaði. Hellt í heit glösin. Geymt á köldum stað og þarf helst að bfða í 3—4 vikur fyrir notkun. Jólaterta með vínkremi 150 g smjörlíki, 200 g sykur, 6 egg, 200 g hveiti, V4 tsk. hjartars'alt. Smjörlíki og sykur þeytt vel saman, eggjunum bætt í einu í senn og hrært vel á milli. Að síðustu er hveiti með hjartarsalti sett saman við og blandað vel. Deigið sett í smurð lagkökumót eða teiknaður er hringur á smjör- pappír og deigið sett á. Lögin eiga að vera þunn og helst 8—10 tals- ins. Áð sjálfsögðu er hægt að baka þykkari botna og kljúfa svo. Bakað í 150—160°C heitum ofni í nokkrar mínútur. Jólaterta með vínkremi. Hrinadu til vina Dæmi um gjaldflokka á sjálfvirku vali til útlanda. Kostnaður á mínútu. og ættingja erlendis 1. Norðurlöndin (að frátöldu Finnlandi) .. 2. Finnland og Holland 3. Bretland . . . . kr. 38. . . . . kr. 41. . . . . kr. 43. um hátíðarnar... 4. Frakkland, Spánn, V-Þýskaland 5. Bandaríkin .. . . kr. 49. .... kr. 85. ...þu gefur ekki betri jol; agjof ^ ■ ■ - ■ -■■ —- - - PÓSTUR OG SÍMI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.