Morgunblaðið - 18.12.1987, Page 79
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987
79
Kveðja:
Jórunn
Jónsdóttir
Elskuleg amma mín er borin til
moldar í dag. Að leiðárlokum vil
ég þakka henni fyrir alla gleðina
og hamingjuna sem hún veitti fjöl-
skyldu okkar á langri ævi sinni.
Jórunn Jónsdóttir var fædd 19.
október 1885 á Hjalla í Ölfusi og
var því 102 ára þegar hún lést.
Megi algóður Guð taka vel á móti
henni og hafa hana sér við hlið.
Bibí
Minninff:
Rósa Sigfússon
fv. hjúkrunarkona
Fædd 8. ágúst 1900
Dáin 13. nóvember 1987
Frænka mín Rósa Sigfússon,
fyrrv. hjúkrunarkona, lést á Drop-
laugarstöðum hinn 13. nóvember
sl. Utför hennar hefur farið fram í
kyrrþey, að hennar eigin ósk.
Rósa var fædd að Útskálum í
Gerðahreppi 8. ágúst 1900. Foreldr-
ar hennar voru Bjami Jónsson,
kennari og síðast meðhjálpari við
Dómkirkjuna í Reykjavík og Rósa
Lúðvíksdóttir Kemp.
Eignuðust þau hjón þrjár dætur,
Jórunni og Vilborgu, sem báðar eru
nú látnar og Rósu, sem var þeirra
yngst.
Þegar Bjami var kennari á Álfta-
nesi hér syðra og þau bjuggu að
Landakoti þar í sveit, andaðist eig-
inkona hans, Rósa, og var þá illa
komið fyrir einstæðum föður með
þijár ungar dætur, að halda heim-
ili. Flosnaði heimilið upp, eins og
oft vildi verða í þá daga, en fyrir
góða vináttu Bjama og Jóhannesar
Sigfússonar, er þá var kennari við
Flensborgarskóla í Hafnarfirði,
tóku hann og kona hans, Cathinka
Zimsen, yngstu dótturina, Rósu í
fóstur, en þeim hjónum hafði ekki
orðið bama auðið. Ólst því Rósa
upp hjá þessum ágætishjónum, en
skömmu síðar gerðist Jóhannes
kennari við Menntaskólann í
Reykjavík og síðar yfirkennari þar,
sem þau bjuggu þá í íbúð í skólan-
um og höfðu oft nemendur í „kosti",
eins og það var kallað þá.
Kynntist því Rósa fljótt skólalíf-
inu og gekk reyndar í skólann og
lauk prófi úr 2. bekk 1914, þá
nokkru yngri en sambekkingar.
Hugur hennar stóð þó ætíð að
hjúkmnar- og mannúðarstörfum,
enda hóf hún nám í hjúkmnarfræð-
um síðar í Danmörku og lauk prófí
frá Righospitalet í Kaupmannahöfn
1927. Framhaldsnám stundaði hún
við Blegdamshospital í _ Kaup-
mannahöfn og Háskólann í Árósum,
sem hún lauk 1940. Hún varð inn-
lyksa í Danmörku yfir stríðsárin og
stundaði ungbamahjúkmn í Svend-
borg á Fjóni, þau árin.
Að stríði loknu kom hún heim
og gerðist hjúkmnarkona við Laug-
amesskóla í Reykjavík 1945—1958,
Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur
1958— 59, skóla ísaks Jónssonar
1959— 60, en þá varð hún að hætta
störfum vegna sjúkleika í fótum.
Hún gegndi ýmsum trúnaðarstörf-
um fyrir Hjúkmnarfélag íslands.
Hún var fulltrúi félagsins hjá SSN
(samvinna hjúkmnarkvenna á
Norðurlöndum) 1948—1952 og hjá
BSRB 1945-1950.
Ég undirritaður átti því láni að
fagna, að kynnast frænku minni
mjög náið, fyrst og fremst vegna
þess, hve samband hennar og syst-
ur, þ.e. móður minnar, Vilborgar,
var traust og innilegt alla tíð. Var
ég og mitt fólk tíðir gestir á heim-
ili hennar og Cáthinku, þeirrar
ágætu sómakonu, meðan hennar
naut við og síðan á heimili Rósu
og fósturbróður hennar, Ólafs Dav-
íðssonar, er þau héldu á Klappar-
stígnum, þar til Ólafur lést.
Rósa var einn af þeim sjaldgæfu
persónuleikum, sem alltaf var gef-
andi, en ekki þiggjandi, í öðm formi
en því, að þiggja þakklæti þeirra,
er henni hafði tekist að hjálpa eða
aðstoða á einhvem hátt. Löngu eft-
ir að hún varð að hætta störfum
sem fastráðin hjúkmnarkona,
vegna sjúkdóms síns, sem hafði oft
í för með sér miklar kvalir, sat hún
yfir sjúklingum heilu nætumar og
aldrei var spurt um laun.
Eftirtektarvert er, hve fyrrver-
andi nemendur í Laugamesskóla,
og nú em orðið fullorðið fólk,
minnast Rósu með miklum hlýleika,
er hún berst í tal og oftsinnis hef
ég verið beðinn fyrir bestu kveðjur
til hennar, er þetta fólk vissi um
skyldleika minn við hana, svo lif-
andi stóð hún fyrir hugskotssjónum
þeirra frá bamaskólaárunum. Og
kannski engin furða. Rósa var allt
fram á síðustu stundu hrókur alls
fagnaðar, full af kæti og glensi og
þakklæti, er litið var til hennar,
þótt hún gæti ekki undir það síðasta
stigið úr rúmi. Aldrei heyrði ég
hana kvarta yfír kjömm sínum þó
oft mætti sjá að hún leið miklar
kvalir.
Endurminningar mínar um Rósu
frænku, allt frá bamæsku, em bað-
aðar sólargeislum og er söknuður
minn mikill, eins og vafalaust allra,
er til hennar þekktu.
Blessuð sé minning hennar.
H(jörtur Hjartarson
tEV.EF^IvAR
uó8Súð^sSAB
Nýsending
affötum
LAUGAVEGI 101
SIMI17419
Nú getur þú eignast tónleikamyndina
WOOOSTOCK á ipbndl
Árið 1969 voru haldnir útitón-
leikar í Woodstock í Banda-
ríkjunum. Þessirtónleikar, sem
slógu öll aðsóknarmet, eru enn
ífersku minni þeirra sem voru
upp á sitt besta á þessum tíma.
Woodstock er ekki aðeins stór-
kostlegur tónlistarviðburður,
heldur einnig einstök heimild-
armynd um þá ástar- og tónlist-
arbylgju, sem gagntók ungt
fólk um víða veröld á sjöunda
áratugnum.
3ja klst. skemmtun.
Verð kr. 2.500,-
Póstkröfuþjónusta.
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Tefli hf.y
ÁRMÚLA 36, SÍMI 686250.
Myndbandaþjónustan,
(Ríkisútvarpið - sjónvarp),
LAUGAVEG1176.
Stereo
t
WOODST9CK
Japis,
KRINGLUNNI OG BRAUTARHOLTI.
Studeo,
KEFLAVÍK.