Morgunblaðið - 18.12.1987, Side 80
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987
80_______
Minning:
Fæddur 17. mai 1898
Dáinn 11. desember 1987
Búnaðarskóli var stofnaður að
Eiðum í Suður-Múlasýslu árið 1881.
Aðdragandinn að stofnun skólans
hafði verið nokkur. Meðal þeirra
manna sem forgöngu höfðu um
stofnun skólans voru tveir ungir
menn af Héraði er sótt höfðu
menntun sína erlendis, en það voru
þeir frændumir Guttormur Vigfús-
son frá Amheiðarstöðum og Jónas
Eiríksson frá Skriðuklaustri. Þeir
Guttormur og Jónas höfðu árin fyr-
ir stofnun skólans ferðast um
Múlasýslur til að kenna bændum
það er til framfara mætti verða í
búnaðarmálum. Urðu þeir síðan
fyrstu skólastjórar hins nýja skóla,
Guttormur fyrstu árin en árið 1888
tók Jónas við skólanum og stýrði
honum í átján ár, til ársins 1906.
Það er langur tími ef tekið er tillit
til hve skólastarfið var allt ómótað
og nýttust þar einstakir skipulags-
hæfileikar og reglusemi Jónasar.
Eftir Jónas liggur fjöldi skrifaðra
kennslubóka og hélt hann svo ná-
kvæmar skýrslur um bú og skóla
að einstakt má telja. Liggja þar
merkar skráðar heimildir um braut-
ryðjandastarf í skólamálum Austur-
lands. Þeir bændaskólar er þá risu
voru undanfari allrar alþýðumennt-
unar er síðar varð í landinu. Leiftur
nýs tíma hafði farið um landið og
átti eftir að leiða þjóðina úr myrkri
vanþekkingar og örbirgðar til nýrra
tíma.
Kona Jónasar var Guðlaug
Margrét Jónsdóttir frá Eiríksstöð-
um á Jökuldal. Hafði hún miklu
starfí að gegna sem bústýra skólans
en því starfi gegndi hún allan þann
tíma er maður hennar var skóla-
stjóri. Guðlaug Margrét var mikil-
hæf kona, virt mjög og vinsæl af
öllum. Bæði voru hjónin gædd þeim
gáfum sem best máttu nýtast í því
starfi er þau völdust til.
Þegar Jónas Eiríksson og Guð-
laug Margrét fluttust að Eiðum
höfðu þau þegar eignast ijóra syni.
Það vpru þeir Halldór, Jón, Bene-
dikt og Þórhallur. Á Eiðum fæddust
þeim síðan tveir synir til viðbótar,
v Ji Gunnlaugur og Emil. Eftir lát Guð-
laugar Margrétar eignaðist Jónas
einn son, Friðrik. Móðir hans var
Helga Baldvinsdóttir. Urðu því syn-
ir Jónasar alls sjö og voru nefndir
Eiðabræður. Því höfum við farið
hér í upphafi nokkrum orðum um
Eiðastað að þeir bræður, synir Jón-
asar og Guðlaugar Margrétar,
mótuðust mjög af dvöl og starfí
foreldra sinna í Eiðaskóla og átti
það eftir að hafa djúpstæð áhrif á
skaphöfn og líf þeirra allra. Eru
nú fimm þessara bræðra látnir, fjór-
ir fyrir all löngu en sá fimmti,
Emil Jónasson lést á Landakotsspít-
ala 11. desember síðastliðinn. Eftir
lifa Gunnlaugur og Friðrik.
"V' Emil föðurbróðir okkar sem við
kveðjum fæddist að Eiðum og ólst
þar upp hjá foreldrum sínum til
átta ára aldurs en fluttist árið 1906
með föður sínum og bræðrum að
Breiðavaði. Þá jörð hafði faðir hans
keypt áður en hann lét af starfi
skólastjóra. Guðlaug Margrét móðir
hans hafði látist að Eiðum 26. maí
1906 rétt í þann mund er flytjast
átti að Breiðavaði. Var þá Gunn-
laugur ellefu ára og Emil átta ára.
Mjög varð þeim móðurmissirinn sár
en Guðlaug Margrét hafði verið
. mikil og góð móðir sem þeim þótti
afar vænt um. Emil naut allrar
þeirrar fræðslu sem hægt var að
fá að Eiðum og lærði eins og þeir
bræður reyndar allir að stunda
sjálfsnám svo hann varð gagn-
menntaður maður. Emil var eigin-
lega allt sitt líf að læra og hafði
áhuga á öllum sköpuðum hlutum.
-...Um tíma dvaldi Emil hjá frændfólki
sínu á Eskifírði, Jóni Amesen kaup-
manni, við nám og störf. Emil var
ákaflega músíkalskur og stundaði
nám í píanóleik hjá Eggert Gilfer
í Reykjavík og spilaði alla tíð mik-
ið. Þetta var fyrir þá tíð að vænlegt
þætti að hafa hljóðfæraleik að
Iífsstarfí en það hefði ekki verið
Emil fjarri skapi. Nýlega hefur Jón
Þórarinsson tónskáld sagt frá því í
sjónvarpsþætti að sína fyrstu til-
sögn í hljóðfæraleik hafí hann
fengið hjá Emil Jónassyni á Seyðis-
fírði, en þeir voru frændur og
þeirrar kennslu nutu einnig önnur
böm í fjölskyldunni.
Emil kom til Seyðisíjarðar árið
1918 en þá höfðu þrír bræður hans
þegar sest þar að, þeir Jón, Bene-
dikt og Gunnlaugur. Starfaði hann
þar við verslunarstörf uns hann í
október 1923 tók að nema símritun
hjá Stóra norræna símafélaginu.
Starfaði hann síðan sem símritari
á Seyðisfirði uns hann var skipaður
umdæmisstjóri Pósts og síma á
Austurlandi árið 1957 og því starfi
gegndi hann til ársins 1967 er hann
lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Stóra norræna símafélagið hafði
gert samning við íslendinga um
lagningu sæsíma til Seyðisfjarðar
og umsjón rékstursins í tuttugu ár
eðatil ársins 1926. Fyrsti símstöðv-
arstjórinn var norskur, P. Trampe-
Holm en árið 1927 tóku íslendingar
við rekstrinum og varð þá Þorsteinn
Gíslason fyrsti íslenski stöðvarstjór-
inn.
Norræn áhrif höfðu verið nokkur
á Seyðisfírði. Þangað höfðu flust
bæði Danir og Norðmenn. Blær
norrænnar menningar setti því
mjög svip á bæjarlíf á Seyðisfirði
og jókst það að miklum mun með
tilkomu sæsímans. Stöðvarstjórar
voru erlendir og einnig kom fjöldi
erlendra símritara til starfa. Gerðu
aðrir Austfírðingar stundum grín
að Seyðfirðingum, sögðu að þar
gengju menn með flibba og hálstau
alla daga og töluðu dönsku. Ekki
var laust við að þessu fylgdi vottur
af öfund því vitanlega jukust um-
svif mjög og bæjarlífið blómstraði.
Félagslíf var mikið og leiklist, söng-
ur og hljóðfæraleikur í hávegum
hafður. Blaðaútgáfa var þó nokkur
og hafði verið það um langan tíma.
Haldin voru vegleg kvöldverðarboð
og dansleikir. Spilað var á hljóð-
færi meðan matast var og kom það
meðal annars í hlut Emils að spila
svokallaða dinnermúsík og þótti
takast vel enda ágætur píanóleik-
ari. Höfðu þeir bræður Gunnlaugur
og Emil lært að spila á hljóðfæri
ungir drengir og voru óspart notað-
ir til að spila fyrir dansi í sveitinni.
Emil var bæði gáfaður og §öl-
fróður maður og tók mikinn þátt í
félagslífí. Hann sat í bæjarstjóm
fyrir Alþýðuflokkinn frá árinu 1930
til 1942 eða í þijú kjörtímabil. Einn-
ig var hann taflmaður góður og
tefldi talsvert alla tíð, tók snemma
að safna bókum og átti mikið og
gott bókasafn. Þar er að fínna
helstu bókmenntaverk, íslensk og
talsvert erlendra fagurbókmennta.
Þá átti Emil mikið safn listaverka-
bóka og kunni svo góð skil á
alþjóðlegri list og listsköpun að
manni fannst stundum að hann
hefði skoðað listaverk um veröld
alla.
Árið 1936 kvæntist Emil Bryn-
hildi Haraldsdóttur. Brynhildur
fæddist á Seyðisfirði 12. apríl 1899
og var dóttir hjónanna Haraldar
Guðmundssonar og Önnu Ingi-
mundardóttur. Brynhildur gekk í
bama- og unglingaskóla á Seyðis-
fírði og mætt.i segja okkur að það
nám hafí verið svona ámóta og
stúdentspróf er nú, því fram eftir
þessari öld eða frá þeim tíma er
fræðsla var almennt tekin upp í
landinu, lærði fólk miklu meira á
skömmum tíma en nú er.
eftir allnokkra sjúkdómslegu á
Landakotsspítala þann 11. þ.m. á
90 aldursári, og hafði þá lengi átt
við vanheilsu að stríða.
Emil Biynjólfur, eins og hann
hét fullu nafni, var fæddur á Eiðum
í Eiðaþinghá þann 17. maí 1898,
og var yngstur í hópi sex sona hjón-
anna Jónasar Eiríkssonar, skóla-
stjóra þar, og Guðlaugar M.
Jónsdóttur. Eftir nám í Eiðaskóla
fór Emil til SeyðisQarðar í símrit-
aranám á áranum 1923—24, en
réðst að því loknu til starfa hjá
Landssímanum á Seyðisfírði sem
símritari, og vann eftir það sleitu-
laust hjá þeirri stofnun til ársins
1967 að hann sagði starfí sínu lausu
fyrir aldurs sakir og fluttist búferl-
um til Reykjavíkur. Þá hafði hann
verið póst- og símstöðvarstjóri í
tæpan áratug eða frá 1958, en
gégnt áður starfí ritsímavarðsíjóra
í allmörg ár. Sýnir það, að snemma
hefur hann notið trausts og trúnað-
ar í starfí.
Þess naut hann einnig á sviði
stjómmálaafskipta, því að hann var
kjörinn í bæjarstjóm Seyðisfjarðar
á vegum Alþýðuflokksins árin
1930—1942, og sat síðan í fram-
færslunefnd Seyðisijarðarkaup-
staðar á áranum 1936—1942, sem
hefur sjálfsagt ekki verið vanda-
laust á áram kreppu og atvinnuleys-
is.
Emil var afar fjölhæfur maður
og hafði afskipti af fleira en stjóm-
málum utan fastrar atvinnu. Hann
var með afbrigðum tónelskur mað-
ur, enda hneigðist hugur hans
snemma til tónmennta, og tvítugur
að aldri seldi hann kindahóp, sem
hann hafði eignast á Eiðum, og
notaði andvirðið til þess að fara í
tónlistamám hér í Reykjavík, þar
sem hann lærði m.a. píanóleik hjá
frú Valborgu Einarsson, konu Sig-
fúsar tónskálds. Er til Seyðisfjarðar
kom eftir námið, hóf Emil að kenna
píanóleik, en varð einnig undirleik-
ari á skemtunum bæði við einsöng
og íjöldasöng. Á síðustu áram æfði
hann tríó með tveimur vinum sínum
af Seyðisfírði, og sýnir það hversu
vakandi áhuga hann hafði á tónlist.
Einnig hafði hann snemma feng-
ið áhuga á guðspeki, þótt hann
gæti ekki sinnt því hugðarefni sínu
svo nokkra næmi, fyrr en hann var
seztur að hér í Reykjavík, og var
hann á síðari áram allvirkur félagi
í Guðspekifélaginu.
Emil kvæntist haustið 1936
Brynhildi Haraldsdóttur, Guð-
mundssonar, verkstjóra frá Firði,
Seyðisfírði, og eignuðust þau eina
dóttur, Önnu Katrínu, sem er
sjúkrahúslæknir í Flórída í Banda-
ríkjunum, gift Richard Rowey, en
að auki tóku þau Emil og Bryn-
hildur til sín í fóstur systurdóttur
hennar, Halldóra Stefánsdóttur,
sem er gift Karli Bóassyni, lög-
regluþjóni, og hefur hún reynst
fósturforeldram sínum með afbrigð-
um vel, og verður lengi í minnum
haft, ekki sízt hvert athvarf hún
og hennar fjölskylda bjó Emil eftir
að Brynhildur lézt árið 1969 og þar
til yfír lauk.
Eg man eftir þeim Emil og Bryn-
hildi eða Billu, eins og hún var
ævinlega kölluð af vinum og ætt-
ingjum, allt frá því ég fyrst mann
eftir sjálfri mér, enda mjög náinn
vinskapur og samgangur milli móð-
urforeldra minna, foreldra og þeirra
hjóna, og áttu ættarbönd sinn þátt
-í því, en móðurafí minn og Harald-
ur, faðir Brynhildar, vora systkina-
synir, og einnig vora Emil og
móðuramma mín skyldmenni. Þess
utan hafði Emil kynnst móðurfor-
eldram mínum áður en hann
kvæntist, þar sem hann leigði um
hríð í Wathneshúsinu, þar sem þau
bjuggu alllengi. Símstöðin var starf-
andi í næsta húsi, sem auðveldaði
samgöngur milli fjölskyldnanna.
Emil og Brynhildur vora aufúsu-
gestir á bemskuheimili mínu, og
minnist ég margra góðra stunda
með þeim þár, þótt ekki fyndist
bami og unglingi alltaf skemmtilegt
umræðuefni, sem á boðstólum var,
á heimili, þar sem allt snerist um
stjómmál. Það er erfítt að dæma
um, hvort hjónanna var pólitískara,
en ég minnist þess, að þegar um-
ræður snerast um stjómmál, þá var
Brynhildur oftast frammælandi í
þeirri umræðu og talaði meira um
Emil Jónasson
frá Seyðisfirði
Brynhildur var dugmikil gáfu-
kona með lifandi áhuga á félags-
og þjóðmálum, einörð í skoðunum,
hreinskiptin og ákaflega sanngjöm.
Skemmtileg kona. Brynhildur starf-
aði hjá Stóra norræna og hafði
hafíð störf þar sama ár og Emil eða
1923. Hún vann þar ýmist skrif-
stofustörf eða sem talsímakona.
Þeim hjónum fæddist dóttir árið
1937, Anna Katrín, sem lærði lækn-
isfræði, stundaði framhaldsnám í
Bandaríkjunum og hefur starfað
þar nær óslitið síðan. Er nú starf-
andi læknir í West Palm Beach í
Flórída, gift bandarískum manni,
Richard Roweg, verkfræðingi.
Einnig ólst upp hjá þeim hjónum
systurdóttir Brynhildar, Halldóra
Jóna Stefánsdóttir, gift Karli Bóas-
syni fyrrverandi lögregluþjóni. Búa
þau í Reykjavík og eiga þijú böm,
Emil Brynjar, Önnu Sigríði og Öm.
Brynhildur reyndi að halda áfram
störfum utan heimilis eftir fæðingu
Önnu Katrínar en það hefði hún
helst viljað. Var að því leyti á und-
an sinni samtíð, kannski svolítið
róttæk en aðstæður leyfðu ekki slíkt
á þeim tíma. Hún mun hafa verið
mjög fær í sínu starfí og einnig
afar snjöll saumakona. Síðar tók
Brynhildur upp störf að nýju og
aðstoðaði til dæmis mann sinn þau
ár sem Emil gegndi starfí stöðvar-
stjóra.
Mikill samgangur var alla tíð
milli Qölskyldna okkar enda ávallt
verið náið samband milli þeirra
bræðra. Bæði hjónin vora okkur
alltaf ákaflega góð og fluttist sú
góðvild og gæska með er við stofn-
uðum sjálf heimili svo makar okkar
og böm nutu einnig vináttu þeirra
og umhyggju.
Árið 1967 er Emil lét af störfum
fluttust þau hjón til Reykjavíkur en
þau höfðu þá byggt sér fallega íbúð
á Kleppsvegi 126 og búið þar vel
um sig. Þar var gott að koma eins
og áður á Seyðisfirði. Brynhildur
lést árið 1969 og það var Emil
frænda okkar erfítt, en hann bjó
upp frá því einn á Kleppsvegi 126,
sem hann löngum kallaði miðpunkt
heimsins. Sitt annað heimili átti
hann þó á Dunhaga 13, hjá Hall-
dóra fósturdóttur sinni sem ætíð
reyndist honum hin besta dóttir og
hugsaði ákaflega vel um fóstra sinn.
Má með sanni segja að vel hafí hún
launað honum fóstrið. Emil ferðað-
ist ekki mikið á yngri áram en eftir
að Anna Katrín hafði sest að erlend-
is fór hann árlega til hennar til
dvalar lengri og skemmri tíma. Hin
síðari ár dvaldi hann vetrarlangt
sérhvert ár hjá henni í Flórída.
Mjög kært var með þeim feðginum,
Önnu Katrínu og Emil. Reyndist
og Richard, maður Önnu Katrínar,
honum hinn besti sonur. Þegar hann
dvaldi hjá þeim reyndu þau að gera
honum allt það gott er þau gátu í
té látið og ferðaðist hann með þeim
víða og hafði af því mikla ánægju.
Þegar gamall maður nær níræðu
deyr vitum við í hjarta okkar að
tíminn var kominn þó söknuður
sæki ávallt að við lát góðs manns.
Önnu Katrínu, Richard, Halldóra,
Karli og bömum þeirra vottum við
samúð og kveðjum Emil frænda
okkar með virðingu og þakklæti.
Áslaug, Jónas, Hallfríður,
Lárus og Jón Gunnlaugsbörn
frá Seyðisfirði.
Enn fækkar í hópi fjölskylduvina
og gamalla Seyðfírðinga. í dag
verður til moldar borinn Emil Jónas-
son, fyrram póst- og símstöðvar-
stjóri á Seyðisfirði, en hann lézt
þau en Emil. Bæði vora þau trúir
og tryggir kjósendur og fylgjendur
Alþýðuflokksins, og naut Emil
stuðnings konu sinnar í stjóm-
málastörfum sínum í bæjarstjóm-
inni á Seyðisfírði, enda var
Brynhildur bæði greind, skarp-
skyggn og félagsvön kona, og líka
óvenju hreinskilin og hispurslaus í
skoðunum, sem stundum gat komið
sér vel. Emil missti því mikið, þeg-
ar hennar naut ekki lengur við,
þótt hann væri löngu hættur öllum
stjómmálaafskiptum og störfum,
enda vora þau mjög samstæð heild
í veranni, og varla hægt að hugsa
sér hvort án annars.
Eg minnist Emils þó fyrst og
fremst sem góðs leiðbeinanda og
félaga í tónlistinni, sem var okkar
sameiginlega áhugamál, og entist
okkur sem uihræðuefni mestallan
tímann, sem hann stóð við í heim-
sóknum sínum á bemskuheimili
mínu. Til hans sótti ungur lagahöf-
undur góð ráð, leiðbeiningar, styrk
og stuðning, og síðast en ekki sízt
álit, sem var mikils metið, enda bar
Emil það gott skynbragð á tónlist
og tónsmíðar, þótt sjálfmenntaður
væri að mestu á þeim sviðum, að
mati hans var óhætt að treysta.
Stundimar, sem við áttum við
píanóið á bemskuheimili mínu yfír
tónsmíðum og hljóðfæraleik, meðan
móðir mín tók til veitingar frammi
í eldhúsinu, era mér því ógleyman-
legar í minningunni, og fæ ég seint
þakkað honum þá leiðsögn og þann
áhuga, sem hann lét í té.
Emil var gamansamur að eðlis-
fari, léttur og hress í lund, hvenær
sem hann var að hitta, og vel em
á seinni áram og fylgdist grannt
með þjóðmálaumræðu, lét þá skoð-
anir sínar óhikað í ljós. A.m.k. einu
sinni á ári ferðaðist hann út til
Flórída og dvaldi þar alllangan tíma
hjá Önnu Katrínu, dóttur sinni,
enda var mjög kært með þeim feðg-
inum, og lét hann sig ekki muna
um að fara þessar ferðir, þótt aldur-
inn færðist yfir og heilsan farin að
bila.
Þegar ég nú að leiðarlokum kveð
Emil hinztu kveðju er mér efst í
huga ómælanlegt þakklæti fyrir
styrk hans, stuðning, hvatningu og
leiðsögn á tónlistarsviðinu, og einn-
ig trausta og trygga vináttu hans
í minn garð og foreldra minna, um
leið og ég bið honum blessunar
Guðs í nýjum heimkynnum, og sendi
dóttur hans, fósturdóttur og öðram
aðstandendum mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir
Ungur má, en gamall skal, og
ekki sæmir að hefja ramakvein, þá
er gamall maður skilst við þessa
tilvera, eftir langa ævi og innihalds-
ríka. Þykist ég enda hafa þekkt
Emil Jónasson, vin minn og frænda,
nógu vel til að vita, að tárvot mærð-
arrolla í hans minningu hefði orðið
honum lítt að skapi, og raunar
hæpið að hann hefði lagt á sig slíka
lesningu.
Kynni okkar frændanna hófust
ekki fyrr en hann var kominn vel
yfir sjötugsaldur, en má með sanni
segja að betra væri seint en aldrei.
Hann var þá löngu hættur veraldar-
vafstri sínu, bæði í embætti stöðvar-
stjóra Pósts og síma á Seyðisfirði
og ýmsum öðram starfa. Kona
hans, Brynhildur Haraldsdóttir frá
Seyðisfirði, var þá látin fyrir nokkr-
um áram, og Emil sat einn í ríki
sínu á Kleppsveginum, er hann
nefndi ávallt Nafla Heimsins, horfði
sposkum augum á heiminn og
„fílósóferaði" fram og aftur um
Lífin og Tilveramar. Ein sextíu og
tvö ár lágu millum okkar frænda,
en stóðu hvoragum fyrir þrifum,
og komu síst í veg fyrir að ég, strák-
pjakkurinn, sækti Nafla Heimsins
sem hvem annan helgidóm, og
gleypti þar hvert orð, er fram gekk
af munni Spámannsins sem stóra-
sannleik. Er árin liðu, tók svo
lærisveinninn að leggja einnig orð
í belg, uns svo var komið, að öll
helstu vandamál þessa heims og
annars fundu sér óbrigðular lausnir
í Nafla Heimsins, og mátti ekki
milli sjá, hvor heimspekinganna
væri gáfulegri. Reyndar skal þó
játað, að Emil bar hér ætíð hærri