Morgunblaðið - 18.12.1987, Qupperneq 81

Morgunblaðið - 18.12.1987, Qupperneq 81
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987 81 hlut, enda einn þeirra fáu, dauð- legra manna, er nennti að nota þessa Guðs gjöf: Heilann. Ekki var þó langskólanáminu fyrir að fara, enda fór því fjarri að menntaþorsti á Islandi fyrri heimsstyijaldar fengi þá skjótteknu svölun er nú virðist sjálfgefin á landi hér. En viðhorf hinna nítjándu aldar bama til skóla- göngu voru talsvert önnur en nú er, þegar hún er frekar flokkuð sem leiðinlegur en nauðsynlegur lykill að sem feitustum embættum og mestri einkaneyslu. Þá var mennt- unin torfenginn munaður, og Emil veitti sér hann á eigin spýtur, og gekk í sinn eigin Háskóla. Stundum benti hann á bókastæðumar er huldu hálfa veggi Nafla Heimsins, og sagði: „Þetta eru bækumar, sem ég vildi hafa lesið." En sjálfur hef ég hann grunaðan um að hafa lesið þær allar, og — það sem meira er um vert — tileinkað sér efni þeirra. „Menntun er að vita allt um eitt- -hvað og eitthvað um allt,“ hafði hann eftir indverskum spekingi úti í heimi. Og sannlega var hann maður fyrir orðum sínum; sannkall- aður Homme Universel í þeim samtíma vorum er tilbiður sérhæf- inguna sem sinn æðsta Guð. Og fyrir vikið var hann sannur „dipló- mat“ er alls staðar sómdi sér, kjörgengur í hverri kóngaveislu; ávallt hnarreistur og klæðskera- sniðinn í tauinu, „præget af ándaristokratens forfinede væsen,“ svo slett sé útlensku. Óneitanlega sópar að slíkum mönnum, í þeim gráa hversdagsleika er miðar helst að því að steypa alla í sama mótið, og skarð fyrir skildi þá er þeir falla frá. En enginn telst víst ódauðlegur — þó í eigingimi minni hefði ég kosið sérkjör hjá almættinu fyrir Emil, vin minn — og síst hefði ég viljað óska honum langvarandi rúm- legu, hrömunar, hjálpleysis og karar. Slíkt hefði ekki fallið að per- sónu hans, og eflaust orðið honum þung raun. Og Móðir Náttúra var honum góð, eins og hann sagði ein- att sjálfur. Honum var gefíð margt það er aðrir fara á mis: Gott starf, góð eiginkona, mannvænlegar dæt- ur er báðar hafa spjarað sig, langlífi og góð heilsa, allt til hins síðasta. Og það sem meira en Honum var gefín listin að njóta þess ama af heilum hug, sáttur við sjálfan sig, Guð og menn. Góð kona, austur á landi, gaf honum eitt sinn einkunn- ina „lífskúnstner" er verða mætti samheiti allra þeirra er fara gegn- um þetta líf með því hugarfarí að sjá sólskinið en leiða hjá sér rigning- una. Eflaust þarf sterkar taugar til að ná hárri elli og horfa á eftir samtíðarfólki sínu í gröfína, einu af öðru, uns maður stendur einn eftir sem nátttröll í nútíðinni. En slíkar taugar hafði þessi „lffskúnstner"; ávallt með á nótun- um, jafnt í listum, menningu sem gangi heimsmála. Enda sómdi ekki annað heimsborgaranum Emil Jón- assyni, er hóf veraldarflakk sitt, homanna á milli, eftir sjötugsaldur- inn, og hætti ekki fyrr en nú í sumar, er hann kom heim frá Jama- ica og Flórída. Slíkir einstaklingar á þessari jörð, mega vera okkur öllum fyrir- mynd í „lífskúnst" og víst er að undirritaður mun reyna af fremsta megni að tileinka sér þau fræðin. Lesi menn íslensku dagblöðin í næstu tilveru, vil ég hér með þakka vini mínum og frænda góða kennslu, og þykist eiga góða heim- von, þá er minn tími kemur, með slíkan leiðsögumann handan móð- unnar miklu. Jón Bened. Guðlaugsson Leiðrétting í minningarorðum um Guðberg Guðjónsson hér í blaðinu sl. þriðju- dag féllu niður í prentun línur í einni málsgrein í minningarorðum sem Helgi Hannesson skrifaði. Þannig átti þessi málsgrein að hljóða: A sjómannsárum sínum gerðist Guð- bergur félagi í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Þegar hann náði þol- anlegri heilsu á ný gerðist hann starfsmaður félagsins, (hér er átt við Sjómannafélagið). Var hann þar eins og alls staðar sem hann hasl- aði sér starfsvöll talinn öruggur og góður starfskraftur. AEG - því þú hleypur ekki hverjum sem er í handverkin Höggbor og skrúfuvélar SBE 420 RL 420 W Kr. 4.994,- SBE 500 RLS 500 W Kr. 6.495,- aeg ÁFKOST ENDING GÆÐI Fæst í byggingavöruverslunum um land allt BRÆÐURNIR Lágmúla 9, sími: 38820 í l SJONVORP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.