Morgunblaðið - 18.12.1987, Page 82
82
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987
Landssamband smábátaeigenda;
Ráðuneytið staðfestir auglýsinguna
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá
Landssambandi smábátaeigenda:
„í DV þann 25. nóvember birti
Landssamband smábátaeigenda
auglýsingu þar sem settar eru fram
nokkrar staðreyndir varðandi afla
smábáta á árunum 1986 og 1987.
Daginn eftir birtust í Morgunblað-
inu athugasemdir frá sjávarútvegs-
ráðuneytinu þar sem m.a. er sagt
að rangt sé farið með tölur og aug-
lýsingin villandi. Það er þó skondið
að í niðurlagi athugasemdanna er
sú fullyrðing í auglýsingunni stað-
fest að hlutur smábáta í heildar-
þorskafla á milli áranna 1986 og
1987 hefur ekki aukist eins og þó
er fullyrt í greinargerð með frum-
varpi sjávarútvegsráðherra. Þá er
hvergi í athugasemdunum fjlalað
um kjama málsins.
í desember 1985 samþykkti Al-
þingi lög um veiðar smábáta. Þar
var að hluta til leiðrétt sú mikla
sóknarskerðing sem var á árinu
1985, en það ár voru 114 bann-
dagar. Með þeirri lagasetningu var
Alþingi að viðurkenna rétt smá-
bátaeigenda til veiða. Það er þetta
grundvallaratriði sem sjávarútvegs-
ráðuneytið virðist ekki geta skilið
eða vill ekki skilja. Því er samtíning-
ur á tölum aftur til ársins 1982
ekki aðeins út í hött, heldur mjög
villandi.
Ráðuneytið gagnrýnir að tekinn
skuli heildarafli á botn- og flatfiski
og hlutur smábáta í honum. Ástæð-
an er ósköp einföld; teknar eru þær
tegundir sem smábátamir físka
hvort sem það er að litlu eða miklu
leyti. Þá gerir ráðuneytið ekki at-
hugasemd við þær upplýsingar er
varða hlut smábáta í aflaaukning-
unni milli áranna 1986 og 1987,
en það em þær upplýsingar sem
hvað mestu máli skipta í auglýsing-
unni. Þar kemur fram svo ekki
þarf um að deila að sú aflaaukning
sem átt hefur sér stað á milli ár-
anna 1986 og 1987 er ekki af
völdum smábátanna.
Um þá fullyrðingu í athugasemd-
um ráðuneytisins að inn í þeim
tölum sem Landssamband smábáta-
eigenda notar í auglýsingunni sé
afli báta yfír 10 tonnum, er það
að segja að allar aflatölur sem
Landssamband smábátaeigenda
' /
DREGIÐ í DAG
HAUSTHAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
VERSMÆTnHN'llGA
SAMTALS KR. 4.000.000
ÐREGIÐ18. DES. 1987
VERÐKR. 300.00
í dctcj verður dregiö 1 Ticrusthctppcirœtti
S j álístceöisflokksins.
Tekiö er ct móti greiösTum ct skriístofu
Sjólístceöisflokksins 1 VctUnöll, Hctctleitisörcrut 1.
Heimsenda Qíróseðlct mó Qreiðct í öllum
bönkum og pósth.úsum.
Unnt er að greiða með greiðslukortum með þvi að hringja í síma 82900.
Skriístoían er opin til klukkan 22.
Hringið á skriístoíuna, gíróseðilinn í bankann, litið við í Valhöll.
^Z*~~\ ’ r itt
-/ i i ■ .j
hefur notað eru frá Fiskifélagi ís-
lands. Sé það rétt sem Kristján
Skarphéðinsson segir að inn í afla-
tölum smábátaeigenda sé afli frá
bátum yflr 10 tonnum, þýðir það
ekkert annað en að hlutur smábáta
er minni en talað hefur verið um.
Það er að sjálfsögðu athyglis-
verðast varðandi athugasemdir
ráðuneytisins hveiju ekki er svarað.
í niðurlagi auglýsingarinnar er gerð
grein fyrir afleiðingum þeim er
hugmyndir ráðuneytisjns hefðu,
yrðu þær að veruleika. í auglýsing-
unni segir að flöldi trillusjómanna
yrði fyrir alvarlegum búsiQum. Því
er ekki svarað, sú þögn segir meira
en mörg orð.“
Bækurnar
um Lúlla
KOMNAR eru út hjá Iðunni þijár
nýjar bækur um Lúlla kanínu-
strák. Þær heita Lúlli fær gesti,
Lúlli er snjall og Lúlli fer í leik.
Bækur þessar eru eftir sænska
listamanninn Ulf Löfgren, sem
einnig er höfundur bókanna um
Albin.
I kynningu útgefanda segir
„Fyrstu Lúllabækumar komu út á
síðasta ári og hafa notið vinsælda
hjá yngstu kynslóðinni.
I Lúllabókunum segir á glettinn
og gamansaman hátt frá ýmsu því
sem á daga Lúlla drífur. Einn dag-
inn fyllist húsið hjá honum af
gestum sem allir vilja gista hjá
honum, hvemig skyldi hann nú
Ieysa það mál? Lúlli og vinir hans
taka líka upp á ýmsu skemmtilegu
og fara í sniðuga leiki — og þá er
nú ekki verra að vera svolítið
snjall."
Þórgunnur Skúladóttir þýddi.
FREDERÉK
FORSYTH
wmuipmfj
Að tjaldabaki
eftir Frede-
rick Forsyth
ÍSAFOLD hefur gefið út bókina
Að tjaldabaki eftir Frederick
Forsyth í þýðingu Ásgeirs Ing-
ólfssonar.
Að tjaldabaki er njósnasaga sem
gerist í Bretlandi og Sovétríkjunum
á þessu ári og eftirvæntingin sem
hún vekur er ótrúleg. Þetta er mest
spennandi bók höfundarins síðan
Dagur sjakalans kom út, segir í
kynningu forlagsins.
Að tjaldabaki hefur verið kvik-
mynduð með Michael Caine í
aðalhlutverki og er kvikmyndin
væntanleg til sýningar í Regn-
boganum á næstunni.
Að tjaldabaki er innbundin 344
bls.
P.l-?0TJÖW
öö PIONEER
HUÓMTÆKI