Morgunblaðið - 18.12.1987, Side 88
[ ALHLIÐA PRENTWÓNUSTA
lGuðjónÓ.hf.
-j / 91-27233 l
NYTT SIMANUMER:
696000
FOSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR.
ÍSNO hyggst
byija eldi á
sandhverfu
Fiskeldisfyrirtækið ÍSNO hf. ætlar að hefja eldi á sandhverfu í
Kelduhverfi, ef nauðsynleg leyfi fást. Fyrirtækið á í viðræðum við
erlent fyrirtæki um aðstoð við að koma eldinu af stað. Innflutningur
á lifandi fiski er forsenda þess að hægt sé að hefja sandhverfueldi
hér og hefur ÍSNO sótt um innflutningsleyfí til fisksjúkdómanefnd-
ar. Sandhverfa er flatfiskur, mjög eftirsóttur til matar og þar af
leiðandi dýr, eða 20% verðmætari en lax, svo dæmi sé tekið.
Páll Gústafsson, framkvæmda-
stjóri ÍSNO, segir að fyrirtækið
'~*'hafi áhuga á að hefja þessar tilraun-
ir sem fyrst. Eldi sandhverfu
byggist á hita og er fyrirhugað að
nýta þann mikla jarðhita sem .er í
Kelduhverfinu, en þar rekur ÍSNO
laxeldisstöð.
Norska stórfyrirtækið Norsk
Hydro á 49% hlutafjár í ÍSNO, í
gegnum dótturfyrirtæki sitt a/s
Mowi, á móti íslendingum. Norsk
Hydro á fleiri fiskeldisfyrirtæki,
meðal annars eitt á Spáni sem rækt-
ar sandhverfu. Skotar hafa einnig
náð tökum á eldi sandhverfu og eru
að byggja nokkrar slíkar stöðvar.
Páll segir að ekki sé hægt að heíja
eldi á sandhverfu nema njóta að-
stoðar aðila sem reynslu hafi í því
og sagðist vonast til að ÍSNO tæ-
kist það með samstarfi við norska
fyrirtækið.
Sjá viðtal við Pál: „Miklu betri
vöxtur en áður hefur
þekkst . . .“ á bls. 68.
wHundahald í Reykjavík:
Meirihluti tel-
ur tilraunina
hafa tekist vel
RÚMLEGA 66% Reykvikinga,
.^<em tóku afstöðu í skoðanakönn-
un, telja tilraun með hundahald
í Reykjavík hafa tekist vel en
116,70 kr.
fyrir einn
dollara
UNGUR Reykvíkingur sem
festi kaup á dollaraseðli f
Búnaðarbanka íslands í gær
varð undrandi þegar honum
var gert að greiða 116,70
krónur fyrir dollarann, en
skráð gengi dollars var kr.
36,30.
Skýringin á þessu verði er
sú að ofan á verð dollarans
sjálfs bætist þóknun, 40 kr.
kostnaður, 40 kr. og leyfisgjald,
40 aurar.
Stefán Pálsson, bankastjóri
Búnaðarbankans, sagði { sam-
tali við Morgunblaðið að þóknun
og kostnaður væri fast gjald,
sem væri innheimt til að greiða
fyrir vinnuna við afgreiðslu
gjaldeyris, og væri þá sama hve
há upphæð umsóknarinnar
væri. Þessi kostnaður kæmi
óneitanlega undarlega fyrir
sjönir þegar um svo lágar upp-.
hæðir væri að ræða, en lfklega
hefði engum dottið í hug að sú
staða kæmi einhvem tímann
upp að einhver festi kaup á ein-
um dollaraseðli.
33,8% te\ja hana hafa tekist illa.
Það var Skáís, sem vann skoð-
anakönnunina fyrir skrifstofu
borgarstjóra.
Af þeim 600 Reykvíkingum, sem
hringt var í af handahófí dagana
13. og 14. nóvember, náðist í 458
eða 76,3%. Þar af tóku 290 ein-
staklingar afstöðu og sögðu 192
eða 66,2% að tilraunin hefði tekist
vel. óákveðnir voru 93 eða 20,3%
og 75 eða 16,4% vildu ekki taka
afstöðu til hundahalds.
Spumingin var kynnt þannig að
hundahald hefði verið leyft í
Reylqavík með ströngum skilyrðum
fyrir þremur árum eftir að deilur
um óleyfilegt hundahald höfðu stað-
ið í áratugi. Hvemig hefur sú
tilraun tekist? Þeim sem svöruðu
var greint frá því að þeim væri
ekki skylt að svara og að úrtakið
tengdist ekki nöfnum heldur tölvu-
úrtaki ^rfir símanúmer.
Drammens Tidende
Það var kuldalegt um að litast
í Drammen i gær þegar bílarn-
ir voru fluttir um borð í
Goðafoss, 15 stiga frost og
sqjór yfir.
Lestað í 15 stiga gaddi
, - \
EITT HUNDRAÐ og fimmtíu Subarubifreiðir sem lentu í flóðum
í Drammen í Noregi í október síðastliðnum eru nú á leið tíl Iands-
ins með Goðafossi. Þegar skipið var lestað í Drammen í gær var
þar 15 gráðu frost og gekk erfiðlega að koma bifreiðunum í gang.
„Við erum sannfærðir um að
allt er í lagi með þessa bíla. Þrír
okkar hafa verið úti í Noregi og
skoðað þá. Við munum sjá til að
menn lendi ekki í neinum vand-
ræðum vegna bílanna," sagði
Margeir Margeirsson einn flög-
Urra innflytjenda bílanna. Fjór-
menningamir hafa hafnað
kauptilboðum framleiðenda Su-
baru-bilanna og norskra umboðs-
manna.
Júlíus Vífill Ingvarsson hjá
Subaru-umboðinu hér á landi
sagði að verið væri að athuga
með hvaða hætti ætti að bregðast
við þessum innflutningi.
Að sögn Hauks Ingibergssonar
forstöðumanns Bifreiðaeftirlits
ríkisins ræddi embættið við inn-
flytjendur bílanna í síðustu viku
og töldu þeir að bílamir væm í
lagi. Sögðust þeir geta lagt fram
gögn því til stuðnings. Haukur
sagði að þessi gögn hefðu ekki
borist enn, en þegar þau kæmu
yrði litið á þau og ákvörðun tekin
að því loknu.
Forsætisráðherra um opinberar framkvæmdir í umræðu um Flugstöðina;
Almennt þörf á
betra skípulagí
ÞORSTEINN Pálsson, forsætisráðherra, sagði í umræðum um kostn-
að við býggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar f sameinuðu þingi í
gær að hann væri þeirrar skoðunar að ábótavant væri hvernig stað-
ið væri að opinberum framkvæmdum. Betra skipulag þyrfti í þeim
efnum. Stjómarandstæðan gagnrýndi harðlega hvemig staðið hefði
verið að framkvæmdum við flugstöðina og krafðist Alþýðubandalag-
ið þess að sett yrði á fót sérstök rannsóknaraefnd til að kanna málið.
Forsætisráðherra sagði að þessa
daga væm þingmenn að flalla um
fjárveitingar til ýmissa verkefna
sem líkt stæði á með og flugstöð-
ina. Upphaflegar áætlanir sem
gerðar hefðu verið stæðust ekki.
Taldi hann að við þyrftum almennt
betra skipulag við opinberar fram-
kvæmdir þannig að Alþingi og
framkvæmdavaldinu væri ljóst á
hveijum tíma hvaða breytingar
væm gerðar á verkum. Gallinn við
byggingu flugstöðvarinnar hefði
verið að ekki var unnin ný heiidar-
áætlun. Það væri kjami málsins og
mætti taka undir þá gagnrýni.
Þetta ætti líka við um flestar opin-
berar framkvæmdir og ætti að leita
leiða til þess að betri vinnubrögð
yrðu viðhöfð í framtíðinni.
Matthías Á. Mathiesen, sam-
göngumálaráðherra, sagði gömlu
flugstöðina aldrei hafa getað annað
þeirri umferð sem var um nýju flug-
stöðina í sumar. Þá hefði opnun
flugstöðvarinnar orðið til þess að
tekjur fóra að koma inn af flugstöð-
inni, en heildartekjur á næsta ári
em áætlaðar 625 milijónir króna.
Jón Baldvin Hannibalsson, fjár-
málaráðherra, og Páll Pétursson,
þingflokksformaður Framsóknar-
flokksins, sögðu að upplýsinga-
streymi til stjómvalda um
framkvæmdimar hefði verið mjög
áfátt. Sagði Páll að flárhags- og
viðskiptanefnd hefði t.d. ekki verið
greint frá þeim umframkostnaði
sem varð við framkvæmdimar.
Steingrímur J. Sigfússon, þing-
flokksformaður Alþýðubandalags-
ins, lét að því iiggja að Alþingi
hefði verið blekkt þegar kostnað-
aráætlanimar vora lagðar fram og
samþykktar. Lagði hann til að Al-
þingi kysi sérstaka rannsóknar-
nefnd sem færi ofan í þetta mál.
Sjá nánar á þingsiðu bls. 53 og
ræðu Matthíasar Á Mathiesen
um flugstöðvarmálið á bls. 24.