Morgunblaðið - 20.12.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.12.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1987 Upplýsingaþjóðfélagið gerir kröfu um að menn rækti dómgreindina Rætt við Pál Skúlason prófessor um greinasafn hans um heimspeki sem nýkomið er út og ber nafnið Pælingar Páll Skúlason, prófessor í heimspeki við Háskóla íslands, hef- ur sent frá sér greinasafn, þar sem tekist er á við ýmis heim- spekileg viðfangsefni. Greinarnar, sem eru 25 að tölu, eru frá undanförnum tíu árum og hann nefnir safnið Pæling-ar. í grein- um og erindum í bókinni er komið viða við. Þar er fjallað um heimspekilega hugsun, um visindi, fræði og siðgæði, um kristna trú og um menntun og mannlíf almennt. Heimspekin sem aðferð í spjalli um greinasafnið sagði Páll ajðspurður að það væri dálítið erfítt að segja til um hvort það væri eitthvert eitt gegnumgang- andi viðhorf til heimspekinnar, sem kæmi fram í greinunum. „Ég hef auðvitað mótað með mér ákveðin meginviðhorf í gegnum tíðina, sem endurspeglast senni- lega í öllu sem ég skrifa. Annars eru það ekki viðhorf mín eða skoð- anir sem mestu skipta, heldur efnistökin og hvemig eða hvort mér tekst að varpa ljósi á við- fangsefnin. Það sem vakir fyrir mér er að reyna að móta ákveðna tegund umræðu, ekki bara varð- andi heimspekina sjálfa, heldur einnig mannlífíð almennt og hin ýmsu efni, sem öllum er eiginlegt að leiða hugann að. Þannig fínnst mér að heimspekin eigi fyrst og fremst erindi til okkar sem um- ræðuháttur og aðferð til þess að ræða þær spumingar um lífið og tilveruna sem á hugann leita," segir Páll. Hann segir að tilhneiging til sérhæfíngar innan heimspekinnar sé ákaflega varhugaverð. Víða erlendis hafí heimspekin einangr- ast við ákveðin tæknileg vanda- mál og þeir sem skrifí um heimspeki skrifí fyrir aðra heim- spekinga. „Hættan er sú að hin eiginlegu viðfangsefni heimspek- innar, spumingrr um merkingu og tilgang hlutanna, hverfí í bak- grunninn og heimspekingar hætti að sinna þeim. Hér á íslandi búa heimspekingar við einstaklega góðar aðstæður og það er mér Ijósar en nokkm sinni fyrr eftir að hafa verið í háskólabæ í Banda- ríkjunum í mánuð fyrir skömmu og í París í annan mánuð. Á báð- um þessum stöðum eru heimspek- ingamir fyrst og fremst að tala við sjálfa sig. Hér á landi er hóp- ur af áhugasömu fólki um heimspeki, sem ekki er. fagfólk, og kallar eftir því að við, þessir svokölluðu fagmenn, skrífum fyrir það. Aðstæðumar hér eru gífur- lega hvetjandi og ég þekki ekki til þess að þær séu annars staðar jafn jákvæðar." Jákvæð afstaða til heimspekinnar Hann bendir á að heimspeki hafí verið kennd hérlendis sem háskólagrein frá árinu 1972 og nemendur virðist eiga einstaklega auðvelt með að fá ólík stórf í þjóð- félaginu og það sýni jákvæða afstöðu til heimspekinnar og heimspekinga. Hann segir að það sé ákaflega sérkennilegur hleypi- dómur hjá mörgum að Islendingar séu ekki heimspekilega sinnað fólk. Annar hleypidómur sem tengist þessu sé sá að heimspek- ingar telji sig vita öðrum betur hvemig beri að skilja lífíð og til- verana og þeir hafí skoðanir eða kenningar sem séu hafnar yfír þær skoðanir sem allur almenn- ingur hefur. Þetta sé alrangt. „Heimspekin sem fag hjálpar okk- ur til að ræða, rökstyðja og gagnrýna hvers kyns kenningar og hugmyndir um lífíð og tilver- una.“ — Nú er oft sagt að sérstaða heimspekinnar sé sú að heim- spekingar séu ekki á einu máli um niðurstöður? „Ég held að þetta gildi í reynd um flest öll fræði þegar nógu djúpt er skyggnst. Hins vegar má ef til vill segja að heimspeki- leg spuming sé sú spuming, sem menn era ekki sammála um hvemig beri að svara, eða með öðram orðum hvað myndi teljast gilt svar. Heimspekilegar spum- ingar eru til staðar í öllum eigin- legum fræðum og það er alger fírra að gera skarpan mun á heim- speki og öðram fræðigreinum," segir Páll. Heimspekileg hugsun má ekki vera einka- eign heimspekinga Talið barst víða og Páll segir meðal annars að heimspekin og sú afstaða sem liggur henni til grandvállar hafi verið og sé drif- fjöðrin í þróun vísinda og lýðræðis undanfarin 2500 ár eða frá því hún leit fyrst dMfsins ljós í Grikk- landi til foma. I framhaldi af þvf spurði ég hann hvort hin heim- spekilega hugsun njóti nægilegrar viðurkenningar í þjóðfélaginu og meðal þeirra sem ráða. „Svarið er neitandi að mínum dómi. Ég er alveg sannfærður um það að eftir því sem tímar líða munu æ fleiri átta sig á gildi heimspeki- legrar hugsunar. Heimspekileg hugsun er ekki og má aldrei verða eign einhverra heimspekinga eða menntamanna eingöngu. Það Morgunblaðið/BAR Páll Skúlason, prófessor. upplýsingaþjóðfélag sem við bú- um við í dag gerir alveg sérstakar kröfur um það að menn leggi rækt við dómgreind sína, því á hveijum degi þurfum við að taka afstöðu til ótal hluta og gera okk- ur ljóst hvað skiptir máli. Velferð okkar byggist að veralegu leyti á því hvaða dóma við fellum. Hvað er það sem virkilega skiptir máli? Hvað er til góðs? Þessum spum- ingum verður ekki svarað fyrir okkur, við þurfum sjálf að glíma við þær. En þá þurfum við líka að átta okkur á því að svör okkar era ekkert einkamál okkar. Dóm- greind okkar og gildismat er félagslegt fyrirbæri og einstakl- ingurinn verður að hætta að líta á sig sem einangraðan. Um leið og við veljum eitthvað eram við að velja eitthvað fyrir aðra. Við eram að velja fyrir fjölskyldu okk- ar, bömin okkar, vini okkar og svo framvegis. Það er erfítt að átta sig á því hvað er virkilega mikilvægt og við verðum að sætta okkur við það að okkur hlýtur oft að skjátlast, en þá er auðvitað mikilvægast fyrir okkur að læra af mistökum okkar. Heimspekin á að vera þjálfun í því fyrir hvem og einn að leggja rækt við eigin dómgreind. Ekkert er fólki hag- nýtara en að öðlast góða dóm- greind, vegna þess að ef dómgreindin er ekki í lagi fer allt annað í vaskinn," sagði Páll Skúlason að lokum. HJ Hound Dog Taylor Blús Árni Matthíasson í umfjöllun um Chicagoblúsinn vill það gleymast að sú gerð af blús var til þess ætluð að leika á krám og í hóruhúsum; Chicago- blúsinn var skemmti- og fyllerís- tónlist. Nær allir þeir sem getið hafa sér orð fyrir Chicagoblús fengu líka sína skólun í sóðalegum búllum í fátækrahverfum litra íbúa Chicago. Þeir róuðust þó flestir með áranum og fóra að leika einskonar kamm- erblús. Einn þeirra sem alltaf var jafn hrár og harður var Hound Dog Taylor. Hound Dog Taylor fæddist í Natches í Mississippi 1915. Hann lærði á píanó sem ungur drengur en varð afhuga píanóleik og smíðaði sér gítar úr vindlakassa. Hann hafði svo efni á að kaupa sér gítar úr verðlista þegar hann var nítján ára gamail. Helstu fyrirmyndimar í gítarleik vora Elmore James og Lightnin’ Hopkins, en í viðtali nefndi hann einnig munnhörpuleik- arann Sonny Boy Williamson (Rice Miller) sem áhrifavald í tónlist. Hound Dog strauk að heiman þegar hann hafði náð það miklum tökum á gítamum að hann gat lifað á að leika á hann og hóf flökkulíf. Hann kynntist ýmsum tónlistarmönnum á ferðum sínum, þar á meðal Sonny Boy, en með honum lék hann f út- varpsþætti sem Sonny var fastráð- inn í, þætti hveitifyrirtækisins King Bicuit í Arkansas. Þar lék hann með öðram gítarleikara sem þó var á nokkuð annarri línu en Hound Dog í gítarleik, Robert Jr. Lock- wood. Robert, sem var stjúpsonur Robert Johnson og lærði eitthvað í gítarleik af stjúpa sínum, lék helst á óraftnagnaðan eða hálf rafmagn- aðan „slide“gítar, þ.e. gítar sem hnífsblaði, flöskuhálsi eða rörbút var rennt yfír strengina um leið og gítarinn var sleginn, en Hound Dog hafði sína kunnáttu frá Elmore James. Elmore lék mun harðari blús en Robert, enda var hann af nýja skólanum í blúsnum, hann magnaði gítarinn upp í hástert og var með þéttan bassa- og trommuundirleik. Uppúr 1942 flutti Hound Dog búferlum til Chicago og bjó þar upp frá því. Þar hóf hann að leika í krám og hórahúsum borgarinnar og hélt þeim hætti uns yfír lauk. Hann starfaði hvað lengst með eig- ið tríó sem í voru auk hans trommuleikari og annar gítarleik- ari. Lengst lék með honum gítar- leikarinn Brewer Phillips, eða frá 1959 og til 1975. Hound Dog kall- aði tríóið The House Rockers og sá villti blús sem hann lék var líka kallaður House Rocking Music. Það gekk oft ansi mikið á þegar tríóið var að spila og slagsmál og skot- bardagar vora alsiða. Hound Dog tók upp nokkuð af tónlist þó ekki hafí þær upptökur náð almannahylli framan af. Hann þótti ekki vera ýkja framlegur tón- listarmaður og sá blús sem hann lék komst ekki vel til skila á plasti. Við bættist svo að blúsáhugi dvínaði til muna uppúr 1960. Fram að því hafði hann tekið upp fyrir smáfyrir- tæki sem áttu í erfiðleikum með að ná til víðari áheyrendahóps, en 1969 tók hann upp fímm lög fyrir Chess, sem þá var enn stærsta blús- fyrirtæki Chicago. Ekki vora gefín út nema tvö lög af þeim fímm sem hann tók upp og ekki varð fram- hald á upptökum. Uppúr 1970 var Delmark vax- andi blúsútgáfufyrirtæki í Chicago. Þá hermir sagan að einn starfs- manna fyrirtækisins, Bruce Iglauer, hafi dregið eiganda þess, Robert Koester, með sér á óhijálega knæpu í einu af fátækrahverfum Chicago. Þar var Hound Dog Taylor að leika með tríói sínu. Iglauer vildi að Del- mark gæfí út plötu með Hound Dog, en Koester ofbauð svo lætin, fylleríið og slagsmálin á búllunni að hann þvertók fyrir það. Úr varð að Iglauer stofnaði sitt eigið fyrir- tæki, Alligator, og fyrsta platan sem það fyrirtæki gaf út, árið 1973, var með Hound Dog Taylor og The House Rockers. Þegar til kom að taka' átti upp plötuna með Hound Dog var keypt- ur fullkominn búnaður til að allt færi sem best fram. Meðal annars var keyptur nýr gítarmagnari, enda var sá sem Hound Dog notaði ekki í góðu lagi. Það kom þó á daginn þegar hann kom í hljöðverið að hann dröslaði með sér gamla magn- aranum og neitaði að nota nokkuð annað apparat en það sem hann hafði spilað með í fjölda ára. Gítar- inn sem hann notaði var ekki í betra ástandi, gamall japanskur ræfíll sem hann hafði fengið fyrir lítið. Það má og heyra á plötunni hvað hljómurinn í gítamum er bjagaður og hrár samanborið við gítarinn hjá Brewer Phillips, en hann tengdi sitt hljóðfæri við nýja magnarann. Tón- listin sem á plötunni er er þó ekkert slor og sannast þar að ekki er nóg að hafa fullkomnasta búnað til að gera góða tónlist. Á plötunni tekur Hound Dog gamla Elmore James-slagara í bland við það sem hann hefur sjálf- ur samið og fer á kostum í keyrsl- unni. Röddin fellur vel að tónlist- inni, enda er hún hrá og óþvinguð, og allt sameinast í að gera plötuna að einni af þeim plötum sem flestir blús- og rokkáhugamenn ættu hafa í safninu. Pyrsta Alligatorplatan seldist það vel að hún kom fótunum undir fyrirtækið og árið síðar kom út önnur plata með Hound Dog sem hét Natural Boogie. Á henni er svip- uð blanda og á fyrstu plötunni og ekki er krafturinn og keyrslan minni. Ekki löngu eftir að sú plata kom út sinnaðist þeim Hound Dog og Brewer með þeim afleiðingum að Brewer lenti á sjúkrahúsi. Þeir höfðu verið við uppáhaldsiðju sína; að drekka bjór á heimili Hound Dog og keppast við að móðga hvom annan fyrir smekk á kvenfólki. Það höfðu þeir gert oft áður sér til skemmtunar en í þetta sinn var eiginkona Hound Dog til staðar og honum fannst hann verða að veija heiður hennar. Hann dró því upp byssu og skaut Brewer, sem særð- ist á fæti. Önnur ástæða fyrir skapvonskunni hefur ef til vill verið sú að Hound Dog var orðinn illa haldinn af lungnakrabbg. Brace Iglauer hefur sagt frá því að hann hafi alltaf haft miklar áhyggjur af drykku Hound Dog, en aldrei hafí honum dottið í hug að fetta fingur út í reykingamar. Hound Dog var lagður inn á sjúkrahús um mitt ár 1975 og þar lést hann stuttu fyrir jól. Þess skal getið hér að þeir Brewer sættust fullum sáttum eftir skotárásina. 1976 kom út þriðja Hound Dog- platan sem byijað var að vinna að nokkra fyrir dauða hans. Sú plata e’r kannski besta kynningin á hon- um og tónlist hans sem völ er á, enda er hún tekin upp á villtum tónleikum á krám í Chicago. Tríóið leikur þar hinn venjulega skammt af „house rocking" tónlist og undir- tektir áheyrenda era til að auka enn á ánægjuna. Hound Dog sagði við umboðsmann sinn að þegar hann félli frá vildi hann ekki að menn væra að syrgja hann; frekar að haldin yrði veisla og tónleikaplatan, sem heitir Beware of the Dog, eða Varið ykkur á hundinum, er góð eftirmæli um villtan blúsmann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.