Morgunblaðið - 20.12.1987, Síða 39

Morgunblaðið - 20.12.1987, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1987 týnir sjálfum þór; að þú gleymir öllu ööru og farir bara að leika þór í tækjunum? Ég held að það sé nauðsynlegt að lenda í einhverju slíku og senni- lega á óg eftir að senda frá mer plötu sem yrði í þá veru, enda er ég þannig gerður að ef ég veit af einhverri hættu þá verð óg að upplifa hana sjálfur. Ég myndi þó aldrei gera meira en eina slíka plötu en ég teldi það þroskamerki ef ég gæti týnt mér í tækjaæði. Ég þyrfti að prófa það ef ekki nema til annars en að skilja hve litlu ég er að missa af. Ég tel mig hafa allt það sem ég þarf á aö halda til að koma því frá mér sem ég vil án þess þó að ég sé á þeirri línu að fjöldaframleiða formúluplötur sem allar væru eins og Dögun. Mér finnst allt í lagi að gera eina svoleiðis plötu og gera hana þá eins vel og hægt er, en ég heillast meira af hinu hráa. Menn þurfa að gera margt sem er ekki hagstætt fyrir þá akkúrat í augnablikinu. Þeir verða að læra af reynslunni; að geta tekið hið besta og hagnýtt sér það. Ég heyrði þvf haldið fram fyrir stuttu að þinn helsti galli sem tónlistarmanns væri að þú gætir aldrei hent lagi; að þú notaðir allt sem þú semdir. Ja, þú segir nokkuð (hlær). Þeg- ar ég byrjaöi að taka upp Dögun valdi ég úr 29 lögum og þegar Frelsi til sölu vár gerð voru tekin upp 19 lög. Það hefur kannski ver- ið eitthvað til í þessu í byrjun þegar tónlistin var aukavinnan og aðal vinnan var að stunda partí og næturlíf. Þá lagði ég kanski ekki neitt sérstakt uppúr þessu, en það hlýtur að sjást á vinnubrögðum við Dögun, í textum og öðru, að ég er orðinn býsna óvæginn við sjálf- an mig. Þegar ég fer að vinna Frelsið í enska útgáfu þá nota ég tvö lög af íslensku útgáfunni. Síðan eru til 9 lög úti og af þeim nota óg eitt og eitt lag af Dögun, titillag- ið. Er málum þannig háttað að það megi búast við að eitthvað gerist f Svfþjóð? Að fenginni reynslu get ég ekk- ert sagt um það hvort platan kemur út ytra á næsta ári eða ekki. Þaö veit ég ekki fyrir víst fyrr en ég só á eftir henni í pressun. Ég er þó að fara út til að klára hana. Þú hefur gefið út plötu á ári sfðustu árin og oft fleiri en eina. Já, Frank Zappa yrði ánægður (hlær). Ert þú ekkert að þorna upp; ertu ekki farinn að endurtaka Þig? Ekki finnst mér það og ég tel að það sé vegna þess að ég er duglegur að fylgjast með. Auðvitað koma þær stundir að maður stend- ur á einhverjum þröskuldi og þarf hjálp. Þá er bara að leita til manna sem geta hjálpað, manna sem hafa yfir annarri vídd að ráða í tónlist. Til dæmis leitaði ég til Hilmars Arnar núna og sagði: Hilmar nú vil ég gera eitthvað al- veg nýtt. Hilmar tók mjög vel í það og við erum ákveðnir í að gera plötu saman í sumar sem verður líklega unnin á Englandi. Það er ógerningur að segja fyrir hver nið- urstaðan verður, en þaö verður þó aldrei. annað en Hilmar og Bubbi. Rokktónlistarmenn sem eru að byrja sinn feril f dag eru margir hverjir iðnir við að lýsa frati á Bubba Morthens. Það er af því að ég er holdtekinn draumur þeirra. Er það ekki líka það að þeim finnst þú hafa svikið rokkhug- sjónina? Mér ber ekki að standa skil á neinu af því sem ég geri. Öllu sem ég hef sáð uppsker ég og það á ég skilið. Þig hefur ekki langað að spila með neinum þeirra? Þeir eru ekki nógu góðir. Þeir gætu ekki staðist þær kröfur sem ég geri í dag. Það eru ekki nema tveir eða þrír sem ég gæti hugsað mér að starfa með. Álitið sem þessar hljómsveitir hafa á mér, eins og það kemur fram t.d. hjá Sogblettum — en óg er mjög hrifinn af tónlistinni hjá þeim, mór finnst hún þörf og það sem er skemmtilegra er: hún er fyrir fullorðna — það snertir mig ekkert, ekki frekar en það ef hund- ur skiti á blettinn hjá mér. Ef óg hefði ekki verið sjálfum mér sam- kvæmur í gegnum tíðina hefði ég kannski áhyggjur af þessu, en samviska mín er hrein pg því snert- ir þetta mig ekki par. Ég vildi bara að ég væri í aðstööu til að hjálpa þeim, en það er ég ekki. Allt og sumt sem ég hef gert er að selja plötur og fá áheyrendur og það hef ég gert með því að spila þá hljómlist sem ég vill spila. Þetta er það sem þeir keppa að. Ég hefði ekkert á móti því að selja þrjátíu til fjörutíu þúsund plötur. Ertu orðin ódauðlegur í rokk- sögunni? Engin er ódauðlegur, en hér á íslandi held ég ég eigi staf þar í bók. Sérðu einhverja nýja Bubba á uppleið? Nei, það er bara einn Bubbi, hinsvegar eru til margir einstakl- ingar með góða hæfileika en því miður á meðan útgefendur ein- beita sér að áiíka hörmung eins og Model, er ekki nema von að ekkert frumlegt sé að ske í hljóm- plötuútgáfunni. En nú 'eru að koma út hljóm- plötur með hljómsveitum eins og Sogblettum, Johnny Triumph og Böstunum. Já en það er ekki nóg, þeir eru gefnir út hjá litlu fyrirtæki. Heldur þú að hinir stóru í bransanum trani þessu út í glugga eða reyni að pranga þessu í verslanir út á landi? Nei, þeir setja þetta bak við rekk- ana þar sem engin sér það í jólaæðinu. Það er kannski erfitt að selja svona músik? Nei, það er hægt að selja hvað sem er, jafnvel stein í bandi sem gælustein. Markaðurinn fer bara alltaf ódýrustu leiðina til að ná í sem mestan hagnað og fífla fólkið sem mest. Eins og þetta með fals- aðar sölutölur í jólaplötuflóðinu, það er árviss viðburður að þessir stóru útgefendur Ijúga til um tölur. Ef einhver af þessum hljómplötu- útgefendum bæru hag íslenskrar hljómlistar fyrir brjósti þá þyrftu þessar hljómsveitir eins og Sog- blettir, Bastarnir og S/H draumur ekki að leita að útgefendum. Það ætti að vera metnaður íslenskra útgefenda að við hefðum sam- keppnishæfa alvörutónlist við það sem er að gerast úti. Það eru bara menn út í bæ sem ekkert vit hafa á tónlist sem ákveða hvað er fólki fyrir bestu. Myndir þú gera samning við einhvern af þessum stóru ef þeir byðu þér nægan pening fyrir? (Hlær) nei, það er á hreinu. Heldur þú að ég væri ekki kominn út í auglýsingabransann ef ég væri að eltast við peninga? Það er víst að ég væri með ríkari mönn- um á íslandi ef ég hefði tekið þeim tilboðum sem ég hef fengið um gerð auglýsinga. Ég hef bara einu sinni gert auglýsingu og ég sé ekki eftir því. Þá auglýsingu gerði ég fyrir Agga vin minn og var þá að auglýsa Grandos-kaffi. Auglýs- 39 ingin var misheppnuð, en það er ' sama; þetta var sérstök auglýsing gerð af sérstöku tilefni. Ég er stolt- ur af þeirri auglýsingu. Síðan eru liðin sjö ár. Sfðan eru liðin sjö ár og þú ert búinn að vera á toppnum, eða nærri því allan þann túna. Finnst þér þú hafa elst um meira en sjö ár? Já, oft finnst mér það. Það er lenska hérna heima að gangi þér vel þá byrjar skítkastið. Þega ég var búinn að vera í þessu og á toppnum í þrjú ár þá hélt óg að nú væri ég búinn að fá á mig allan þann óþverra sem hægt væri. Annað átti eftir að koma í Ijós, en ég gafst ekki upp og eftir fimm ár var ég hálf undrandi á seiglunni. í dag er ég síðan stoltur af sjálfum mér; að ég skyldi komast heill út úr þessu og með bros á vör. Geri aðrir betur, eins og stendur í ein- hverri plötuauglýsingu þessa Líkamsræktarsett fyrir þá sem vilja halda sér í fínu formi Vonduð og Qölbreytt áliöld, í fallegum gjafaöskjum, ^4 jafnt fyrir konur, sem karla á öllum aldri. Blá oa rauð. Verð aðeins kr. 2.ÍMJO,- Sendem /póH&röfja m addú iand/ SKIPHOLT119 SÍMI29800

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.