Morgunblaðið - 20.12.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1987
41
Jónína Helga Snorra-
dóttír - Minning
Fædd 20. desember 1900
Dáin 29. júlí 1987
Hún Jónína Helga Snorradóttir
hefði orðið 87 ára í dag ef hún
hefði lifað. Ég gat af óviðráðanleg-
um ástæðum ekki fylgt henni til
grafar. Því langar mig að minnast
hennar nú.
Jónína Helga var fædd að Húsum
í Ásahreppi, Rangárvallasýslu,
þann 20. desember árið 1900, yngri
dóttir hjónanna Margrétar Jósefs-
dóttur og Snorra Jónssonar. Hún
ólst upp hjá foreldrum sínum til 18
ára aldurs. Þá flutti hún til
Reykjavíkur og vann þar í nokkur
ár. En hugurinn dvaldi löngum í
átthögunum og þangað reyndi hún
að skreppa ef þess var nokkur kost-
ur. Jóna giftist ekki en árið 1930
eignaðist hún son sem hlaut nafnið
Baldur Jónsson. Á þeim árum var
ekki létt að vera einstæð móðir.
Því taldi hún það lán er henni
bauðst ráðskonustaða hjá Vémundi
Ásmundarsyni, sem bjó litlu býli,
Fögruhlíð í Sogamýri. Þar ólst Bald-
ur litli upp í skjóli ástríkrar móður
en á sumrin dvaldi hann löngum
að Húsum hjá Guðbjörgu, móður-
systur sinni og Einari manni hennar
sem höfðu tekið við jörðinni að
Snorra látnum. Þau hjón áttu 4
böm sem öll reyndust Baldri sem
eldri systkini. Þá var heldur ekki
amalegt að hlaupa til Margrétar
ömmu, sem bjó hjá dóttur sinni og
tengdasyni. Systkinabömin Mar-
grét, Óskar, Sigríður og Ágústa
vom Jónu einkar kær, enda sam-
gangur mikill milli heimila þeirra
og sýndu þau henni mikla ræktar-
semi alla tíð.
í Fögruhlíð undi Jóna sér vel.
Hún vann sín störf, jafnt innan
húss sem utan, af einstakri sam-
vizkusemi og oft var vinnudaginn
langur. Á stríðsámnum og í kjölfar
þeirra vom miklir fólksflutningar
til Reykjavíkur, smábýlin urðu þá
eitt af öðru malbikinu að bráð. Þar
sem áður vom græn tún og engi
gnæfa nú fjölbýlishús við himin.
Brátt kom röðin að Fögmhlíð, en
skömmu áður en rýma skyldi jörð-
ina andaðist Vémundur, þá háaldr-
aður, en það varð hlutskipti Jónu
að flytja út í óvissuna. Þetta var
snemma vors 1961. Skömmu áður
hafði sonurinn kæri orðið fyrir því
óhappi að fótbrotna. Er hann komst
aftur á kreik fór hann að kenna
þrauta innvortis sem ágerðust.
Síðla sumars 1961 auglýstum við
hjónin litla íbúð til leigu gegn hús-
hjálp. Þá sá ég Jónu í fyrsta sinn.
Sonur hennar, sem ætlaði að búa
með henni, var þá sjúklingur á
Landakoti en átti því miður ekki
afturkvæmt. Hann andaðist þann
13. nóvember 1961. Þetta vom
daprir dagar í lífi Jónu. Á tæpu ári
var allt hennar líf lagt í rúst, heimil-
ið kæra horfíð og einkasonurinn
dáinn. Ég tel að hin ömgga trúar-
vissa, ásamt ríkri löngun til að
hjálpa hinum bágstöddu, hafí fleytt
henni yfír örðugasta hjallann. Á
þann hátt gleymdi hún sínum eigin
raunum, þótt aldrei næði hún sér
að fullu eftir sonarmissinn. Eftir
2ja ára dvöl hjá okkur á Njálsgötu
29 réðst hún sem ráðskona hjá eldri
manni, Valdimar Kr. Ámasyni,
Laugavegi 51b. Hún annaðist hann
af mikilli prýði þar til yfír lauk.
Að Valdimar látnum keypti hún
ásamt Sigurbjörgu Benónýsdóttur
íbúðina af erfíngjum Valdimars.
Þær bjuggu saman unz Sigurbjörg
lézt, þá háöldmð. Þá var Jóna orð-
in heilsutæp og treysti sér ekki að
halda íbúðinni. Því varð það að ráði
að hún seldi sinn hluta og flutti sem
ráðskona til Jóns Benónýssonar,
bróður Sigurbjargar, sem bjó á
Njálsgötu 32b. Þar reyndi hún,
veikum mætti, að annast gamla
manninn unz þau með stuttu milli-
bili fluttu á Elliheimilið Gmnd
haustið 1984. Skömmu áður en
Baldur, sonur Jónu lézt, eignaðist
hann dóttur, Kolbrúnu að nafni.
Hún ólst að mestu upp í skjóli
móðurforeldra sinna en síðar hjá
móður sinni og stjúpa. Hún er nú
búsett í Ólafsvík. Hún á 2 dætur.
Jóna var óvenju fríð kona, bók-
hneigð var hún og listfeng og þótt
hún nyti engrar menntunar nema
bamaskóla var hún vel ritfær og
hafði ánægju af að færa hugsanir
sínar í letur. Þó fór hún dult með
það enda bar hún ógjaman tilfínn-
ingar sínar á torg.
Hún hafði næmt auga fyrir öllu
sem fagurt var og snyrtimennskan
var henni í blóð borin. Ég gleymi
ekki malarhominu við svefnher-
bergisgluggann hennar á Lauga-
vegi 51b. Þar óx ekki svo mikið sem
arfakló en ekki hafði hún búið þar
lengi er litfögur blóm teygðu krónur
sínar mót ljósinu. Sömu sögu var
að segja á Njálsgötu 32b, einnig
þar ræktaði hún sinn blómareit
þótt oft væri hún sárþjáð af liða-
gigt sem ágerðist með ámnum.
Hún lagði gjörva hönd á margt,
safnaði steinum, gerði úr þeim
ýmsa minjagripi, svo sem hlóðir,
vörður, lukkutröll fyrir bömin o.fl.
Allt þetta málaði hún svo listilega.
Jóna var einstaklega frændrækin
og trygglynd. Ég fæ seint full-
þakkað allan hennar kærleik í okkar
garð. Þau em ótal sporin hennar
til fósturmóður minnar sem bjó á
næsta götuhomi. Þar sat hún oft
síðdegis og stytti henni stundir, allt
til þess dags er hún flutti á Gmnd.
Ég bið Guð að blessa minningu
þessarar kæm vinkonu minnar. Eg
veit að nú hefur hún eignast sinn
eigin unaðsreit, þar sem aldrei ber
skugga á.
Steinunn G. Kristiansen
r Demantar
Draumaskart
Gull og demantar
Kjartan Ásmundsson, gullsmiður,
Aðalstræti 7. Sími 11290.
CiD PIOIMEER
SJÓNVÖRP
i.
flNGELfl
/O BARK\RA 1
vRartland
Ástog hamingja
SVÖRTU AUGUN
Erik Nerlöe
Hin svöriu augu unga sígaun-
ans vöktu þrá hennar eftir
frelsi — frelsi sem hún hafði
lítið kynnst áður. Og Ijúfir
tónar fiðlu hans ollu því, að
hún ákvað að flýja burtu með
honum. En vissi hún hvert
hún var að flýja? Nei, hún var
of ung og reynslulítil til að
vita það. Hún skildi ekki að
blind ást hennar leiddi hana
aðeins út í ófyrirsjáanlegar
hættur.
TÍNA
Eva Steen
Hún er ung og fögur og hefur
kynnst manni sem hún elskar.
Framtíðin blasir við þeim,
en örlögin verða til þess að
skilja þau. Hún sér sig
nauðbeygða til að hverfa úr
lífi hans. Með fegurð sinni og
miklum hæfileikum sínum
á listskautum nær hún langt,
en þegar best gengur upp-
götvast að hún er haldin
banvænum sjúkdómi. Einmitt
þá kemur maðurinn sem hún
elskar aftur inn í líf hennar.
GÓÐI HIRÐIRINN
Else-Marie Nohr
Hún hvarf og ekkert fréttist af
henni. Loks var hún talin af
og álitin dáin. Dag einn birtist
hún í sendiráði í Thailandi,
aðframkomin og þungt haldin
af hitasótt, og mundi ekki
hvað hún hét. Með góðri
læknishjálp nær hún sér fljótt,
og nokkru seinna er hún á
leið heim. Hún er full af lífs-
þrótti og hlakkar til að sjá
aftur manninn, sem hún
elskar og hún hafði gifst stuttu
áður en hún varð fyrir áfall-
inu. En fjögur ár eru langur
tími, og maður hennar hafði
fyrir löngu talið hana af.
ANGELA
Theresa Charles
Angela Smith sækir um
læknisstarf í bænum Whey-
stone. Þar ætlar hún einnig að
reyna að jafna sig eftir slys,
sem hún lenti í, í hreinu
sveitalofti og kyrrlátu um-
hverfi. Hún fær starfið, en
henni er vantreyst sent lækni
og litin hornauga sem persóna
í fyrstu. En smátt og smátt
vinnur hún traust og álit
fólks. Angela missti mann
sinn og dóttur.í bílslysi og líf
hennar hefur verið tómlegt
síðan slysið varð. En er hún
kynnist Mikael Traymond, ró-
legum og yfirveguðum lækni,
vakna tilfinningar hennar á
ný.
ÁST OG HAMINGJA
Barbara Cartland
Aðeins tvær persónur bjargast
í land, þegar skipið brotnar í
klettunum við strönd Ferrara,
ævintýramaðurinn Sir Harvey
Drake og hin fagra Paolina
Mansfield. Þau voru bæði á
leið til Feneyja og faðir
Paolinu fórst rneð skipinu. Sir
Harvey Drake stingur upp á
því við hana, að hún ferðist
með honum scm systir hans
áfram til Feneyja. Þar segist
hann auðveldlega munu geta
fundið ríkan eiginmann
handa henni — og um leið
ætlar hann að tryggja sína
eigin framtíð. Paolina fellst á
hugmyndina, og framundan
er ævintýralegt og viðburða-
ríkt ferðalag.
SKVGGSJÁ - BÓKABÚÐ OUVERS STEINS SF
PRISMA