Morgunblaðið - 31.12.1987, Síða 33

Morgunblaðið - 31.12.1987, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 33, Bæjarstjórn Seyðisfjarðar: Mótmæla hækkun- um raforkuverðs BÆJARSTJÓRN Seyðisfjarðar hefur samþykkt að mótmæla harðlega endurteknum hækkun- um á raforkuverði. I samþykkt bæjarstjórnarinnar segir að um- talsverður munur sé á raforku- verði á orkusölusvæði Rarik annnars vegar, og höfuðbörgar- svæðinu hins vegar. í samþykktinni kemur ennfremur fram að raforkuverð hefur hækkað þrívegis á árinu. Þannig hafi orku- taxtar Rarik til húshitunar hækkað um 44.6 %, ogtil almennrar notkun- ar um 36.5 %. Sambærilegar hækkanir á höfuðborgarsvæðinu hafí numið 37.5 % og 31.1 %. Bend- ir bæjarstjómin á að þama á sé umtalsverður munur á og þó hafi ranglætið og misréttið verið nóg fyrir. Hækkanir sem þessar, á ekki lengra tímabili, séu óafsakanlegar. Þær leiði til hækkandi verðbólgu og versnandi lífskjara úti á landi, auk þess sem sá aðstöðumunur sem fram komi í samanburðinum hvetji til fólksflótta og aukinnar byggða- röskunar. Á slíkt sé ekki bætandi um þessar mundir. Nýting jarðhita: Ymsar merkar nýjungar framundan INNLENT NÁMSSTEFNA var nýlega haldin á vegum endurmenntun- Ný viðskiptahand bók er komin út ÚT er komin á vegum bókafor- lagsins Svart á hvítu ný við- Bifreið ekið fyrir bifhjól UNGUR maður slasaðist nokkuð í umferðarslysi í gærmorgun. Maðurinn var á bifhjóli og var bifreið ekið í veg fyrir hann. Slysið varð um kl. 8.45. Maður- inn ók bifhjóli sínu vestur Rofabæ, en varð fyrir bifreið sem var ekið austur götuna og sveigt í veg fyrir hann, inn á stæði við Landsbank- ann. Maðurinn slasaðist töluvert og hlaut meðal annars opið brot á læri. skiptahandbók sem nefnist „Gula bókin“ og segir í fréttat- ilkynningu að bókinni verði dreift ókeypis til allar heimila og fyrirtækja í landinu. í fréttatilkynningunni segir ennfremur að „Gula bókin" sé arftaki „Borgarskrárinnar 1986“, enda hafi bæst við götukort, fyrir- tæki og þjónusta fyrir þéttbýlis- staði utan höfuðborgarsvæðisins. Eru þessir staðir Akureyri, Akra- nes, Hveragerði, Selfoss og þéttbýlisstaðir á Suðurnesjum. Bókin er prentuð í 100.000 eintök- um og er ensk útgáfa af bókinni væntanleg og verður hún gefín út í 10.000 eintökum. arnefndar Háskóla íslands um nýjungar í nýtingu jarðhita og var markmið hennar að miðla þekkingu á á nýtingu jarðhita og kynna möguleika á betri notkun hans. Á námsstefnunni kom fram, að margir ónýttir möguleikar eru fyrir hendi í nýtingu jarðhita og ýmsar nýj- ar leiðir mögulegar. Að því er hitaveitur varðar kom það fram á námsstefnunni, að dæmi eru um mun betri nýtingu afls og orku, þegar skipt hefúr verið úr hemlum yfír í mæla og einnig með því að stýra betur framrásarhita hjá hitaveitum eftir álagi. Einnig hafa komið fram hugmyndir um að sumar hitaveit- ur gætu aukið tekjur sínar með því að bjóða til sölu heitt vatn utan aðalhúshitunartíma, t. d. til fiskeldisstöðva. Á námsstefnunni var nokkuð rætt um framieiðslu þurríss og kolsýru, sem Sjóefnavinnslan hef- ur tekið upp. Eru taldir vera möguleikar fyrir hendi til frekari efnavinnslu úr jarðhita. Um flutn- ing jarðgufu var og rætt. Unnt : — \ ^ " ' "w |' *£*~*-é ' f ■ ■ Allur hópurinn samankominn. Morgunblaðið/Jón G. Gunnarason Firmakeppni Sindra á Höfn Höfn, Hornafirði. ÁRLEG firmakeppni knatt- spyrnudeildar Sindra á Höfn fór fram sunnudaginn 27. des- ember. Til leiks komu 10 lið, þar af tvö frá Djúpavogi og tvö liðanna voru skipuð leikmönnum úr nágranna- sveitunum. Eftir riðlakeppni léku svo fjögur lið til úrslita. Sigurvegarar að þessu sinni urðu liðsmenn Þinganess hf. Ás- geir og Amþór Gunnarssynir, Ragnar Kristjánsson, Þrándur Sigurðsson og Reynir Amarson. I öðm sæti urðu leikmenn KASK og þriðja sætinu náði lið Hafnarhrepps. - JGG er að flytja gufu á hagkvæmari hátt en áður og sjá menn fram- undan talsverðan gjaldeyrisspam- að með afhendingu gufu í gegnum gufuveitur til ýmiss konar at- vinnustarfsemi, eins og fiskimjöls- verksmiðja. Dregið í happdrætti heyrnarlausra DREGIÐ hefur verið í happ- drættinu þann 18. desember sl. Vinningsnúmer em þessi: 15004, 15244, 8118, 5696, 137, 15003,12308 og 12311. Vinning- anna má vitja á skrifstofu Félags heymarlausra að Klapparstíg 28. Vinningsnúmer eru birt áw ábyrgðar. Stór brenna í Vogum Vogum. UM klukkan 20.00 í kvöld verð- ur kveikt í brennu sem er staðsett fyrir norðan fþrótta- völlinn í Vogum. Þar hefur miklu magni af rusli verið safn- að saman og er brennan að þessu sinni i stærra lagi. í Brunnastaðahverfi á Vatns- leysuströnd verður einnig stór brenna, en hún er staðsett á Bier- ingstanga. Laust eftir miðnætti hefst síðan áramótafagnaður í félagsheimil- inu Glaðheimum þar sem nýju ári verður fagnað. E.G. Vinningsbíll afhentur Dregið var i hausthappdrætti Krabbameinsfélagsins á að- fangadag jóla, 24. desember. Meðal vinninga voru tvær bif- reiðir af gerðinni BMW 518i Edition. Aðra þeirra hreppti Hafdís Hafsteinsdóttir, Suður- götu 21 á Akranesi. Myndin var tekin þegar Þorvarður Órólfsson framkvæmdastjóri afhenti Haf- disi bifreiðina. Með Hafdísi er eiginmaður hennar, Ingimar Steinþórsson. Þau eiga þijú börn. Þau Hafdís og Ingimar sögðust alltaf kaupa happdrættismiða frá Krabbameinsfélaginu og öðr- um Hknarfélögumt il að styrkja starfsemi þeirra en voru að sjálf- sögðu himinlifandi yfir að eignast þennan glæsilega bíl svona óvænt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.