Alþýðublaðið - 14.10.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.10.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ E.s. Lagarf'oss fer héðan á morgun (föstudag i$. okt.) síðdegis til Seyðisfjarðar, Akureyrar og ísafjarðar. Hljómleikar á hverju kvöldi, Fiðla, Klarinet og Piano, á Café Fjallkonan. E.s. Uullfoss fer héðan eftir næstu helgi til Stykkishólms, Isafjarðar, Siglu- fjarðar, Akureyrar, Svíþjóðar og Kaupmannahafnar. ^ógaæ andinn, Amerisk /andnemasaga. (Framh.) „Hana er reyndar bezti ná- ungi“, svaraði Tom, „hann hefir drepið marga óvini vora og stolið fleiri hestum frá rauðskinnum, en nokkur annar hér í Kentucky. En hann tekur líka oft hesta hvítra manna í stað hesta rauðskinna, og það er versti gallinn á hon- uml „Og þið gerið þennan og aðra slíka þorpara og hestaþjófa að herforingjum?" spurði Roland, „Þegar menn vora skortir hesta“, svaraði Bruce ofursti, „og það ríður á að ná þeim frá rauð- skinnunum — sem í raun og veru er ekki annað en kaup kaups, vegna þess að þeir eiga ekkert annað en stolna hesta — þá senda þeir eftir Hrólfi Stackpole og gera hann að foringja sínum, og hann er ágætur foringi, vegna þess að hann er hermaður frá hvirfli til ilja, og enginn stendur honum á sporði i hestaveiðum. En, eins og Tom sagði, hann lendir stundum á hestum hvftra manna, og það er auðvitað ekki gott“. Nathan blóðngi. Meðan þessu fór fram voru þeir félagar komnir að aðaldyrum virkisins og nálguðust ytri kof- ana, þar sem hópur af landnem- um hafði hópast utan um faringja hestaþjófanna, og hlustaði með athygii á sögu h&ns um skógar- andann. Hrólfur Stackpole var hraust- vaxinn maður, stórhöfðaður og var ali ófrýnn ásýndum; gortara- svipurinn á andliti hans og mikil- menskubragurinn sem var í öllu látæði hans, vakti þó fremur hæðni en reiði meðal áheyrend anna. Hann var klæddur gamalli baðmullarúlpu, hjartarskinnsbux- um og var í hosum; á höfðinu hafði hann rifinn flókahatt, og kom svart og strítt hárið út um götin. Til þess að þessi kátlegi búningur hans yrði dálítið her- mannlegri, bar hann byssu, hníf og exi. Exina hafði hann í hend inni og sveiflaði henni án afláts. Hann hafði einnig allskonar ein kennilega kæki; hahn hoppaði og dansaði um og barði saman hæl- unum og höndunum. Þegar bann sá ofurstann koma, rak hann menn til hliðar með allskonar skrípalátum og þreif hendur þeirra ofurstans og Rolands. „Gleður mig að sjá þig ofursti", hrópaði hann, „og þig líka, ó- kunni maður. Hvað að frétta í Virginíu? Eg heiti Stáckpole og er villiköttur*. „Agætt, herra Hrólfur Stack- pole og villiköttur", sagði Ro- land og losaði hendina, „gætt þú verks þíns og sjáðu mig í friði“. „Himin og helvíti 1 “ æpti for- ingi hestaþjófanna æstur. „Eg er heiðursmaður, og atvinna mín er stríð og bardagar! Fótur og hendi, tennur og negiur, byssa, exi eða hvaða annað vopn sem þér þókn- ast, eg er þér til aðstoðar hve- nær sem er. Húrra!“ Að svo mæltu stökk hann hátt í loft upp og baðaði út höndun- um, svo Roland gat ekki varist hlátri fremur en aðrir. „Heyrðu Hrólfur", mælti virkis- stjórinn, „frá hverjum hefurðu stolið þessari jörpu hryssu þarna?“ Rúgmél fæst með Jiámarksverði í verzlun Hannesar Oíafssonar Grettisgötu 1. — Simi 871. Nokkrar stúlkur geta fengið fasta atvinnu. — IVIjög góð kjör. — Upp- lýsingar á Laugaveg 64. Hangikjöt — Kæfa — ísl. smjör — Skyr. Fæst í verzlun Hannesar Olafssonar. Grettisgötu i. Sími 871. Græri taða úr Eyjafirði er tii sölu, ef samið er strax (í dag), Sími 701 og 801. Prímuslampar, mjög góðir og hentugir til að svíða við svið íljótlega, fást hjá Sigurjoni Péturssyni, Hafnarstræti 18. Ritstjóri og ábyrgðarmaðar: Ólafar Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.