Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, VlDSKIFTl/ArVINNinÍF FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988 B 5 Útflutningsmarkaðir Svartsýni og bjartsýni skiptast á um horfur í sjávarútveginum Versnandi útlit varðandi hraðfrystaii fisk en batnandi horfur í loðnuvinnslunni ÞAÐ gætti nokkurrar svartsýni í svörum, er viðskiptablaðið sneri sér til fáeinna framámanna i helztu útflutningsgreinum islenzks sjáv- arútvegs og bað þá lýsa viðhorfum sínum á nýbyrjuðu ári. - Horfur á Bandaríkjmarkaði eru nú gjörólíkar frá í fyrra. Þá var mun meiri bjartsýni rikjandi, sagði Eysteinn Helgason, forstjóri Icelandic Seafo- od Corporation, dótturfyrirtækis SIS i Bandaríkjunum og Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater Seafood Corporation, dótturfyrir- tækis SH komst m. a. svo að orði: - Það er engin spurning um, að við höfum tapað töluvert miklum viðskiptum til annarra vegna skorts á fiski. Magnús Gunnarsson, forstjóri SIF, sagði ekki ástæðu til of mikillar svartsýni, en ljóst væri, að þeirri miklu uppsveiflu • væri lokið, sem verið hefði á saltfisksverðinu. Ekki voru þó allir svartsýnir. Mér lízt vel á horfumar með tilliti til rækjunnar, sagði Jón Guðlaugur Magnússon, framkvæmdastjóri út- flutningsfyrirtækisins Marbakka. - Verð á rækjunni hefur verið nokkuð stöðugt frá því í haust og líkur á, að það haldist. Jón Reynir Magnús- son, forstjóri Síldarverksmiðja ríkisins, kvaðst vera fremur bjart- sýnn á sölu loðnuafurða á þessu ári miðað við sl. ár og sagði: - Af- urðaverð á loðnú er heldur hærra nú en það var í byijun sl. árs, bæði á lýsi og mjöli. Hinn óvænti kvóti varð svo mun meiri en búizt hafði verið við. Oraunsætt að búast við hærra verði - Ég held að nú í ársbyijun séu horfur hér á Bandaríkjamarkaði gjörólíkar því, sem þær vom fyrir ári síðan, sagði Eysteinn Helgason, forstjóri Icelandic Seafood Corpor- ation. - Þá var mun meiri bjartsýni ríkjandi, meiri eftirspurn og hærra verð lá í loftinu. Það fór líka svo, að verð hækkaði mjög mikið á síðasta ári. Það er hins vegar nokkuð ljóst núna, að markaðurinn hér tekur ekki við meiri hækkunum. Verð á fiski hefur hækkað hér mun meira en almennt verðlag hefur hækkað í landinu, þannig að það er langt frá því að vera raunsær möguleiki nú, að verðhækkanir verði hér á fiski á næstunni. Við höfum orðið varir við töluverðan óstöðugleika í verðinu hér' að undanförnu. Verð á þorskflökum frá Kanada hefur t. d. lækkað og verið mjög óstöðugt. Þar kemur raunar fram það, sem við höfum orðið mjög varir við á undanförnum ámm, að vara, sem er lakari að gæðum en íslenzku fisk- flökin, er viðkvæmari fyrir öllum verðsveiflum. íslenzk þorskflök halda enn sínu háa verði, en þá má ekki gleyma þvi, að magnið af þeim, sem hefur borizt inn á þennan markað, er ekki mjög mikið, þannig Leiðrétting í GREIN Birgis Jónssonar, Stór- iðja og útflutningur rafmagns um sæstreng, sem birtist í siðasta við- skiptablaði, slæddist inn sú villa, að í upptalningu var liður 6 tvítek- inn, en liður 5 féll niður. Rétt er upptalningin svona: 5. „Sæstrengimir endast ein- hveija áratugi og iðjuverin úreldast á 15-25 ámm. Rafmagn frá virkjun- unum verður því hægt að nota til einhvers annars en fyrir álver eða sæstrengi eftir nokkra áratugi ef það verður hagkvæmara. 6. Fullan kraft verður að setja á undirbúning stórra virkjunarkosta, aðallega Jökulsár á Dal og einnig Skaftár og Hverfisfljóts. Hér er bæði átt við undirbúningsrannsókn- ir og hönnun. Þann tíma sem þarf í nauðsynlegar undirbúningsrann- sóknir er ekki hægt að kaupa með peningum síðar meir.“ Er höfundur beðinn velvirðingar á þessum mistökum. að það hefur ekki enn reynt mikið á verðið. Verð á öðmm fisktegundum og þá sérstaklega ufsa stendur ekki traustum fótum. í heild tel ég því ekki vera ástæðu til mikillar bjart- sýni á Bandaríkjamarkaði með tilliti til fiskverðs. Vegna minna fram- boðs á íslenzkum fiski er það engin spuming, að í mörgum tilfellum hafa aðrir innflytjendur á fiski til Bandaríkjanna og þá einkum Kanadamenn komið í okkar stað. í hve miklum mæli það hefur verið, á einmitt eftir að reyna á á næstu mánuðum. - Það bendir allt til þess, að fisk- neyzla hafi minnkað í Bandaríkjun- um á árinu 1987 og er þar aðallega kennt um miklum verðhækkunum miðað við aðrar matvömr, sagði Magnús Gústafsson, forstjóri Cold- water Seafood Corpóration. Magnús sagði, að fyrirtækið hefði þó ekki enn fundið fyrir þessu, þar sem það hefði ekki getað annað eftirspurn eftir mikilvægustu flaka- tegundunum þrátt fyrir harðnandi samkeppni. - Við vonumst til þess, að sú gæðavara, sem við fram- leiðum, muni halda styrkri stöðu sinni, eins og hún gerði áður en fiskskorts fór að gæta. Það er eng- in spurning um það, að við höfum tapað töluvert miklum viðskiptum til annarra vegna skorts á fiski. Þegar okkur vantar 30% af þeim flökum, sem við getum selt, þá bæta viðskiptavinir okkar sér það að hluta til upp annars staðar. Við erum þó vongóðir um, að við þurfum ekki að lækka verð á okkar flökum eins og Kanadamenn hafa þegar gert á öllum þeim tegundum, sem þeir bjóða fram hér í Banda- ríkjunum. Framboð okkar á fiski kemur svo til með að ráðast í fyrsta lagi af samkeppnisaðstöðu okkar miðað við aðra markaði, sem þróun dollarans ræður kannski meiru um en flest annað og svo í öðru lagi af því, hvemig tekst að manna frystihúsin heima. Það er því erfitt að segja neitt með vissu um framtí- ðina í því tilliti. Islenzkur fiskur í brezkum hraðfrysti- húsum - Ég er bæði svartsýnn og bjart- sýnn, sagði Ingólfur Skúlason, forstjóri SH í Grimsby. - Starfsemi nýrrar verksmiðju okkar hér gengur mjög vel. FVamboð er hins vegar mjög mikið hér af ferskum fiski frá íslandi og einnig mikið af sjófryst- um fiski frá Noregi og nokkuð frá Færeyjum. Þetta hefur valdið því, að sala bæði á sjófrystum flökum og hefðbundnum roðflökum hefur verið mjög þung í vöfum síðustu mánuði og það er ekki annað fyrir- sjáanlegt, en að þetta eigi eftir að haldast eitthvað áfram. Hér eru nú mjög miklar birgðir af flökum fyrir hendi í dreifingu og eftirspurn hjá neytendum hefUr líka dregizt saman. Ferski fiskurinn hefur að venju mest farið á veitingastaði og í fiskbúðir. Á sl. ári hefur fiskmag- nið verið svo mikið, að segja má að 65-70% af fískinum hafa farið í frystingu, þannig að hér hafa menn haft af meira en nógu að taka. Þá hefur framboð á sjófrystum fiski aukizt miklu meira hér en eftir- spumin. Þetta var áður tiltölulega öruggur markaður að verulegu leyti tengdur „fish and chips“-búðum, en það er segin saga, að þar sem menn halda að aura sé að finna, þá flykkjast þeir þangað. Það eru þó einkum Norðmenn, sem þama eru að verki. Þetta mikla framboð af fiski hef- ur valdið því, að þau brezku fyrir- tæki, sem stunda frystihúsrekstur, hafa vaxið svo og dafnað, að það er með ólíkindum. Reikningar þeirra leiða í ljós geysilega veltu- aukningu á síðustu þremur ámm. Þetta stafar fyrst og fremst af öll- um þeim íslenzka fiski, sem hingað berst. - Ég held, að það sé mjög eifitt að segja fyrir um það, hvernig þetta ár verður, sagði Magnús Gunnars- son, forstjóri Sölusambands ísl. fiskframleiðenda (SIF). - Við eigum eftir að ræða við viðskiptavini okk- ar varðandi samninga á þessu ári. Síðastliðin tvö ár hafa verið nokkuð góð, hvað snertir saltfiskinn, en nú er svo komið, að neytendur eru famir að draga úr neyzlunni, vegna þess hve verðið er orðið hátt. ■ Nýjung PENNINN hefur látið útbúa sér- stakar möppur sem ætlaðar er fyrir heimilisbókhald einstakl- inga og fjölskyldna nú eftir að staðgreiðsla skatta er komin til framkvæmda. í möppunni er að finna raðspjöld til að greina ýmiss konar kvittanir, afrit og yfirlit sem flokkaðar hafa verið í alls tíu mismunandi flokka. I fyrsta lagi er gert ráð fyrir allt sem viðkemur launum og stað- greiðslu fari í fyrsta flokkinn, í þann næsta gögn um útlagðan kostnað, í þann þriðja öll skatta- gögn, því næst öll gögn varðandi eignir og eignatekjur, í fimmta flokkinn fari gögn um skuldir, í hinn næsta yfirlit frá bönkum, í enn annan flokkinn fari kvittanir um bifreiðakostnað, því næst öll gögn Magnús sagði ekki ástæðu til að vera of svartsýnn, en ljóst, væri, að þeirri miklu uppsveiflu væru lok- ið, sem verið hefði á saltfiskverðinu. Það væri ekki raunhæft að gera ráð fyrir hækkandi verði nú, þegar sú staðreynd blasti við, að neyzlan væri tekin að dragast saman vegna þess, hve verðið væri orðið hátt. Við ættum í mjög harðri samkeppni við aðra matvöru svo sem kjúkl- ingakjöt, en verð á þvi hefði ekki hækkað að sama skapi og á fiskin- um. - Mikið af þeim fiski, sem fer á uppboðsmarkaðina erlendis, fer í aðra vinnslu, bæði frystingu og söltun. Þetta hefur t. d. skapað það mikið framboð á físki á Humber- svæðinu í Englandi, að þeir, sem voru svo til eingöngu famir að kaupa fisk héðan, hafa opnað aftur verkunarhús sín og er byrjaðir að verka saltfisk. Þetta hefur haft í för með sér, að við höfum flutt 600-700 tonnum minna af verkuð- um saltfiski út til Bretlands en við höfum gert undanfarin ár, sagði Magnús Gunnarsson að lokum. Er gengið rangt? - Mér lízt vel á horfurnar með tilliti til rækjunnar, sagði Jón Guð- laugur Magnússon, forstjóri Marbakka. - Verð á rækjunni hefur um húsnæðiskostnað og í níunda flokkinn fari ýmiss annar kostnað- ur. Í tíunda flokkinn fer sjálft heimilisbókhaldið með eyðublöðum til að færa inn á einstaka kostnaðar- þætti við heimilisreksturinn, til að gera m.a. greiðsluáætlun, kostnað- aryfirlit, víxlaskrá auk minnisblaðs. Að sögn Gunnars Dungal hjá Pennanum hefur þessi heimilisbók- haldsmappa verið unnin og byggð upp í samráði við endurskoðendur. Gunnar segir því að tilgangur Penn- ans með því að láta útbúa þessa möppu sé að auðvelda fólki að halda utan um fjármál sín og til að skila yfirliti um þau í aðgengilegra formi til endurskoðenda, kjósi fólk að láta slíka aðila með sérþekkingu telja fram til skatts fyrir sig. Verð á þessum sérútbúnu möppum er 860 krónur. verið nokkuð stöðugt frá því í haust og líkur á, að það haldist. Jón sagð- ist flytja út rækju bæði til Evrópu og Bandaríkjanna, enda þótt lækk- andi gengi dollarans hefði dregið úr útflutningi þangað seinni hluta árs. - Það er eftirspum eftir rækju í Bandaríkjunum, en útflutningur- inn þangað ræðst alveg af því, hvemig dollarnum reiðir af. Enda þótt Evrópumyntimar hafi staðið sig betur, þá er það alveg ljóst, að kostnaðarhækkanirnar hér innan- lands hafa verið miklu meiri en hækkanir á genginu þar. Við þessu yrði ekki bmgðizt á annan hátt en að fella gengið. Gjaldeyririnn væri búinn að vera hér á útsölu. Til þess benti hinn mikli innflutningur að undanfömu. Á meðan innflutningurinn væri miklu meiri en útflutningurinn, væri gengið einfaldlega rangt. - Það var nefnt við mig ágætt dæmi í morgun, sagði Jón Guðlaug- ur Magnússon að lokum. - Árið 1985 var dollarinn 43 krónur og kaffi og með því á Kaffivagninum kvað þá hafa kostað 45 krónur. Nú er dollarinn tæpar 36 krónur en kaffi og með því kostar um 100 krónur. Ég held, að þetta sé físk- vinnslan í hnotskum. - Ég er fremur bjartsýnn nú miðað við síðasta ár, sagði Jón Reynir Magnússon, framkvæmda- stjóri Sfldarverksmiðja ríkisins. - Afurðaverð á loðnu er heldur hærra núna en það var í byijun sl. árs, bæði á lýsi og mjöli. Liðið ár var mjög erfitt fyrir þenrian iðnað. Bæði vöru afurðaverð lág og svo byijaði vertíðin mjög seint. Dauði tíminn fram eftir sumri og hausti fór illa með okkur, en vonandi verð- ur svo ekki á þessu ári. Hinn óvænti kvóti varð svo mun meiri en búizt hafði verið við. Nú eigum við óveiddan 600.000 tonna kvóta af árganginum, sem við erum að veiða núna og það er óvenjulega mikið í byijun árs. Það getur bjarg- að miklu og jafnframt verður að vona, að vertíðin geti byijað fyrr og á eðlilegri tíma í haust. Eftir sem áður eru loðnuverk- smiðjumar allt of margar og það má vel vera, að skipin séu of mörg líka. Þess hefur orðið vart, að menn væru á höttunum eftir skipum til þess fyrst og fremst að tryggja sér hráefni. Þetta stafar m. a. af því, hve verksmiðjurnar eru margar. Tollmeistarinn Frábærtforrit. Nýju tollalögin. Auðvelt í notkun, engin vandræði. Kr. 28.000.- AMSTRAD verzlun við Hlemm s. 621122. TÖLVULAND Laugavegi 116. Heimilisbókhaldið í sérhannaða möppu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.