Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 1
56 SIÐUR OG LESBOK STOFNAÐ 1913 6.tbl.76.árg. LAUGARDAGUR 9. JANUAR 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter A ð deyja úr kulda Það næddi um apana í dýragarðinum í borginni Tbílísí í Kákasus- fjöllum austur í Sovétríkjunum í gær. Miklar frosthörkur eru nú þar eystra. Reyndu aparnir að verjast kuldanum með því að hnappa sig saman á trjágrein. New York: Þriðja mesta verðhrun í sögu kauphallarinnar Ráðgjafanef nd f orsetans vill umfangs- miklar breytingar á peningamarkaði Washington. Reuter. HLUTABRÉF féllu í verði í kauphöllinni í New York í gær og lækk- aði Dow Jones-verðbréfavísitalan um 140,58 stig, sem er þriðja mesta lækkun hennar á einum degi í sögu kauphallarinnar. Mesta lækkunin var 508 stig 19. október sl. og 156 stig 26. október. Dollar- inn lækkaði einnig í New York í kjölfar fregna um að í næstu viku yrði skýrt frá auknum viðskiptahalla og að athuganir fjármálaráðu- neytisins bentu til þess að halli á fjárlögum ársins 1989 myndi fara yfir mörk, sem ákveðin hef ðu verið með Gramm-Rudman-lögunum. um enn aukinn viðskiptahalla í Bandaríkjunum. Nefnd, sem Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, skipaði til að rannsaka ástæður verðhrunsins í Ólympíuleikarnir í Seoul: Fleiri ríki hafa tilkynnt þátttöku en í öðrum leikum Búist við jákvæðri ákvörðun Sovétmanna á mánudag Seoui, Moskvu. Reuter. BÚIST er við því að Norður- Kóreumenn hundsi Ólympíuleik- ina í Seoul en að öðru leyti verði um metþátttöku að ræða og að leikarnir verði hinir fyrstu frá 1972, sem ekki verða sniðgengn- ir af hóp ríkja. Áreiðanlegar heimildir í Moskvu hermdu í gær að Sovétmenn myndu tilkynna á mánudag að þeir mæti til leiks í Seoul. „Við gerum ráð fyrir þátttöku 160 til 167 ríkja," sagði Park Da- won, talsmaður Ólympíunefndar tökuþjóðir í Ólympíuleikum verið 140, í Los Angeles 1984. Nú þegar hafa ÓSK borist þátttökutilkynn- ingar 143 ríkja og vitað er um fleiri, sem eru á leiðinni. Að sögn Parks er talið að Norð- ur-Kórea verði eina ríkið sem kemur til með að sniðganga leikana af pólitískum ástæðum. Ólympíunefnd Sovétríkjanna hef- ur verið boðuð til fundar í Moskvu á mánudag til atkvæðagreiðslu um þátttöku í leikunurn í Seoul. Menn, sem málum eru kunnugir, segja að Israel: Róstum á herteknu svæðunum linnir ekki Tel Aviv. Reuter. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna sögðu að rúmlega tvítugur Pal- estínumaður hefði verið skotinn til bana á Gaza-svæðinu síðdegis í gær, og hafa ísraelskar hersveitir þar með fellt 28 Palestínu- menn frá því átök brutust út á hernumdu svæðunum 9. desember sl. Yfirvöld skýrðu frá því að á fjórða tug forsprakka Palestínu- manna hefðu verið handteknir í gær og að ákveðið að þeir yrðu hafðir í haldi án réttarhalda í allt að hálft ár. \ Haft var eftir Mohammed Bassiouni, sendiherra Egypta í ísra- el, í gær að Egyptar kynnu að slíta stjórnmálasambandi ríkjanna ef ástandið á Vesturbakkanum og Gaza versnaði. Yitzhak Shamir, forsætisráð- herra ísraels, sagðist í gær ekki hafa nein áform um að hitta eða eiga samstarf við fulltrúa Samein- uðu þjóðanna vegna ástandsins á herteknu svæðunum. Hann var í gær harðlega gagnrýndur á Vest- urlöndum fyrir að neita að hitta Marrack Goulding, aðstoðarfram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, sem sendur var til ísraels til að kanna orsakir óeirðanna. Sham- ir fullyrti í gær að hryðjuverkamenn stæðu að baki mótmælum Pal- eestínumanna og lýsti andúð sinni á ályktun Öryggisráðs SÞ frá því á þriðjudag þar sem lagst var gegn því að ísraelar vísuðu Palestínu- mönnum úr landi vegna óeirðanna. kosningin geti ekki farið nema á einn veg; að Sovétmenn mæti til leikanna. kauphöllinni í New York í október sl., lagði í gær til umfangsmiklar skipulagsbreytingar á fjármagns- markaði til þess að hindra megi hættulega miklar verðsveiflur. Nefndin lagði til að bandaríski seðlabankinn yrði efldur og gripið yrði til mun skilvirkara eftiriits hins opinbera með bandarískum fjár- magnsmarkaði. Einnig að settar yrðu hömlur á viðskipti með hluta- bréf, skuldabréf og viðskiptasamn- inga. Talið var líklegt að skýrslan mundi marka þáttaskil í banda- rískum efnahagsmálum pg hafa áhrif á gengi dollarans. í Evrópu var gengi hans 6% hærra en á mánudagsmorgni. Staða hans var þó sögð mjög tvísýn í ljósi fregna Virgin-flugfélagið; Frá London til New York ogtilbaka fyrir 9000 kr. London. Reuter. VIRGIN-flugfélagið brezka bauð í gær ný f argjöld á flug- leiðinni yfir Atlantshaf og er hægt að komast fram og til baka frá London fyrir jafn- virði 9.000 islenzkra króna. Richard Branson, eigandi Virgin, sagðist bjóða upp á hin lágu fargjöld til þess að auðvelda mönnum að sækja Bandaríkin heim, sem væri hagkvæmt vegna veikrar stöðu Bandaríkjadollars. Fargjaldið, sem Virgin býður nú frá London til New York eða Miami, er 88 sterlingspund, eða tæplega 5.900 íslenzkra króna. Hægt verður að bóka far daginn fyrir brottför. Ferðin frá Banda- ríkjunum til London verður enn ódýrari, eða 47 pund, jafnvirði röskra 3.100 króna. P <\ Reuter Skeleggur skokkari öslar snjóinn í sortanum í höfuðborg Bandarikjanna í gær. Hrakhólamaður, hvers heimili er á bekkjum útivistarsvæða, reynir að skýla sér fyrir veðrinu á bak við regnhlíf. Bandarikin: Oskubylur lokar ríkisstofnunum Washington. Reuter. BLINDASKA, sem lamað hefur athafnalíf í sunnanverðum Bandaríkjunum undanfarna daga, mjakaðist upp með austur- ströndinni í gær og olli miklum usla. I höfuðborginni var blindhríð löngum það dimm að ekki sá út úr augum, og varð að loka ýnisiini opinberum stofnun- um af þeim sökum. Veðurhamurinn í Washington DC hindraði Ronald Reagan, forseta, í að gegna embættisverkum og utan- ríkisráðuneytið aflýsti blaðamanna- fundi. í fyrrinótt stytti ekki upp í höfuðborginni og féll þá 30 senti- metra djúpur snjór. I morgunsárið voru birtar tilkynningar frá ríkis- stjórninni í útvarpi þar sem embættismenn, sem ekki gegndu lykilhlutverki, voru hvattir til að halda sig heima. Starfsmenn póst- þjónustunnar voru þó beðnir að brjótast til vinnu allir sem einn. Ríkisstjórinn í Norður-Karólínu skipaði mönnum að halda sig heima við vegna veðursins og lét opna tugi skrifstofuhúsa og æfingasala þjóðvarðliðsins sem neyðarskýli. Eitt dauðsfall var rakið til ofan- bylsins. Búist var við mikilli snjó- komu og fannfergi í New York og Boston um og upp úr helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.