Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988 Bæjarstjómir Keflavíkur og Njarðvíkur: Yatnsból í yfir- vofandi hættu BÆJARSTJÓRNIR Keflavíkur og Njarðvíkur kom saman til fundar í gær vegna olíu sem komist hefur í grunnvatn á svæðinu. Á fundinum lýstu bæjarfulltrúar áhyggjum sínum af þeirri mengun sem vart hefur orðið. Var bæjar- stjórum Keflavíkur og Njarðvíkur faiið að ganga á fund utanríkisráðherra og skýra sjónarmið bæjarsljórn- anna. í ályktun fundarins lýsa bæjar- stjómir Keflavíkur og Njarðvíkur Hraðfrystihús Patreksfjarðar: Engar viðræð- ur vegna orku- stöðvunar ENGAR viðræður hafa far- ið fram milli Orkubús Vestfjarða og Hraðfrysti- húss Patreksfjarðar eftir að Orkubúið stöðvaði orku- sölu til Hraðfrystihússins á Þorláksmessu. Ekki verður opnað fyrir orkusölu á ný fyrr en viðunandi greiðsla hefur fengist upp í skuld- ina, að sögn Kristjáns Haraldssonar, orkubús- stjóra. Kristján vildi ekki tjá sig um hve há skuld Hraðfrysti- hússins við Orkubúið væri. Það mun hafa komið fyrir áður að Orkubúið hafi lokað fyrir rafmagn til Hraðfrysti- húss Patreksfjarðar, en þá aðeins í skamman tíma, enda gerði Hraðfrystihúsið þá við- eigandi ráðstafanir, sagði Kristján, en í þetta sinn hafa forráðamenn frystihússins ekkert samband haft við Orku- búið. þungum áhyggjum af því ástandi sem við blasi í vatnsöflunarmálum bæjanna. „Ljóst er að vatnsból bæjarfélaganna era í yfírvofandi hættu vegna notkunar olíu og annarra efna á Keflavíkurflugvelli eins og nýlegt mengunarslys innan vamarsvæðisins sannar. Bæjar- stjómimar telja að ekki verði unað lengur við þá óvissu í öflun neyslu- vatns. Eina viðunandi lausnin er að færa vatnsbólin á öraggan stað. Skorar fundurinn á hæstvirtan utanríkisráðherra að beita sér fyr- ir því að málið fái skjótan fram- gang.“ segir síðan orðrétt í ályktuninni. Á fundinum var rætt um hvaða möguleikar séu á nýju vatnsbóli fyrir bæjarfélögin. Til era áætlan- ir um að koma upp vatnsbóli ekki langt frá Hitaveitu Suðumesja í Svartsengi og var ákveðið að kanna möguleika á nýrri vatns- veitu þar í samvinnu við Hitaveitu Suðumesja og stjómvöld. Morgunblaðið/Þorkell Sinfóníuhljómsveit æskunnar Sinfóníuhljómsveit æskunnar spilaði fyrir fullu húsi í Menntaskólanum í Hamrahlíð í gærkvöldi við mikla hrifningu. Ungmennin, 60 talsins, hafa að undanfömu æft á degi hverjum undir stjóm Pauls Zufkovsky. Þau léku verk eftir Haydn og Schumann. Fundur framkvæmdasljórnar VMSÍ: Mismunandi sjónarmið um hvernig bæta megi kjörin - segir Guðmundur J. Guðmundsson formaður VMSÍ formaður VMSÍ munu fara um formaður VMSÍ, sagði FUNDIIR framkvæmdastjómar Verkamannasambands íslands, sem haldinn var í gærdag, ákvað að fresta formannaráð- stefnu sambandsins, sem fyrir- hugað var að halda um miðjan þennan mánuð, en efna þess i stað til funda með stjórnum aðildarfélaganna víða um Iand á næstunni. Formaður og vara- landið og kynna sér sjónarmið félaganna til ástandsins i kjara- málum. Gert er ráð fyrir að fyrstu fundirnir verði haldnir síðari hluta. vikunnar eða um næstu helgi og að það taki um hálfan mánuð að funda með öllum félögunum. Guðmundur J. Guðmundsson, Lög um fiskveiðistjórnun hafa tekið gildi: Unnið að endanlegri útgáfu reglugerða Úthafsrækjuveiðar o g veiðar smábáta breytast mikið samtali við Morgunblaðið að ákvörðun um þessa fundi hefði verið tekin til þess að skýra sjónarmið forystu sambandsins til ástandsins í kjara- málum og fá viðhorf stjóma aðildarfélaganna og tillögur um það hvað gera skuli. „Markmiðið er að tryggja sambandið óskipt í atlögu, ef ekki nást samningar án einhvers konar verkfalla. Félögin verða að undirbúa aðgerðir, hvem- ig að þeim skuli staðið og hvenær til þeirra efnt, ef samningar takast ekki." Guðmundur sagði að margt ylli því að staðan í kjaramálunum væri óljós og það væru uppi mis- munandi sjónarmið um það hvemig skyldi bæta kjör félagsmanna VMSÍ. Það væri hins vegar alger samstaða um það að laun hækkuðu ekki öll jafnmikið í prósentum, þannig að þeir hæstlaunuðu hækk- uðu langmest í krónutölu; lægstu launin yrðu að fá mesta hækkun- ina. bæjarfélaga hefðu fengið 8,8% hækkun í desember og aðrir opin- berir starfsmenn hækkað um 3% í launum um síðustu mánaðamót og myndu hækka um 2% til við- bótar’l. febrúar. Auk þess væra í samningum opinberra starfs- manna ákvæði um að þeir fengju þær hækkanir sem fengjust fram í samningum á almennum vinnu- markaði. Guðmundur sagði að jafnframt þessu væra skiptar skoðanir um áhrif af aðgerðum ríkisstjómarinn- ar um áramótin, bæði hvað varðaði álagningu söluskatts á matvörar og breytingar á tollalögum. Sölu- skattinum væri að nokkra mætt með niðurgreiðslum og hækkun bamabóta og ellilauna og menn væra ekki á eitt sáttir um hver útkoman yrði. Þessu til viðbótar óttuðust menn að gjaldskrár- hækkanir opinberra stofnanna væra framundan, jafnframt því sem sífelldur orðrómur væri um að gengislækkun væri væntanleg. Sj ávarútvegsráðuneytið vinn- ur nú að endanlegri útgáfu reglugerða í samræmi við lög um stjómun fiskveiða, sem sam- þykkt vora á Alþingi i fyrrinótt. Jafnframt verða send út bréf til útgerða þeirra skipa, sem falla undir kvótakerfið, þar sem mönnum er gert eins og áður, að velja milli sóknarmarks og aflamarks fyrir tiltekinn tíma. Veiðar frá áramótum til gildis- töku laganna falla undir endanlegan kvóta viðkomandi skipa. Ámi Kolbeinsson, ráðuneytis- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, sagði í samtali við Morgunblaðið, að undanfamar vikur hefði verið unnið að smíði reglugerða í sam- ræmi við lagaframvarpið. Á næstu dögum yrðu þær fínpússaðar og birtar og útgerðum gert með bréfí frá ráðuneytinu að velja á milli aflamarks og sóknarmarks. Ekki væri um stórfelldar breytingar að ræða á framkvæmd kvótakerfisins frá fyrri lögum, en miklar breyting- ar yrðu hins vegar á veiðistjómun smábáta og úthafsrækjuveiði. Strax kæmu upp vandkvæði hvað varðaði smábátana. Samkvæmt fyrri lögum hefðu veiðar þeirra báta, sem eingöngu stunduðu veið- ar á handfæri og línu, verið háðar banndögum í janúar, en veiðar netabáta verið undir kvóta. Nú væri handfæra- og línubátum hins vegar heimilt að sækja um afla- hámark og féllu banndagar þá úr gildi. Þar sem lögin væra þetta seint á ferðinni, yrði mjög erfitt að framfylgja ákvæðum um banndaga í þessum mánuði. Ámi gat þess einnig að nú opn- aðist aftur heimild ráðuneytisins til að gefa út leyfí til veiða í dragnót, en sú heimild hefði fallið niður frá áramótum til gildistöku laganna og hefði meðal annars komið til þess, að bátur hefði verið stöðvaður við slíkar veiðar vegna þessa. „Við þurfum biðlund í nokkra daga vegna þess hve seinir við eram, en væntanlega kemst allt í samt lag fljótlega," sagði Ámi. Sjá einnig frétt á bls. 7 og þingfréttir á bls. 33. BIFREIÐIR og bifhjól, sem skráð voru um sl. áramót hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins, vora 134.469 talsins eða 7.498 fleiri en um áramótin 1986 til ’87. Fólksbifreiðir voru 121.694 talsins, vörubifreiðir 11.846 og bifhjól 929. Miðað við mann- fjöldatölur 1. des. sl. eru 543 bifreiðir á hveija 1.000 íbúa. Hann benti á að opinberir starfs- menn hefðu samið á síðasta ári í kjölfar ASÍ um meiri launahækk- anir en fengust fram í desember- samningunum. Starfsmenn , Á sl. ári vora 17.816 nýjar bif- reiðir skráðar hjá Bifreiðaeftirlit- inu, 555 vörabifreiðir og 26 bifhjól, 4.555 innfluttar notaðar bifreiðir, 371 vörabifreið og.26 bifhjól. I fyrra vora 14.715 fólksbifreiðir afskráðar, 1.141 vörabifreið og 76 bifhjól, segir í fréttatilkynningu frá Bifreiðaeftirlitinu. Bifreiðaeftirlit ríkisins: 543 bifreiðir skráðar á hverja 1.000 íbúa T.ggPáHf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.