Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988 Réttindaleysi skipverja á Núpi: Skipstjóra gert að greiða 90 þúsund króna sekt Húsavfk. VARÐSKIP kom til hafnar á Húsavík með skipið Núp ÞH 3 frá Grenivik á fimmtudagskvöld. Þeg- ar skipið var að veiðum úti fyrir Norðurlandi á fimmtudaginn fóru varðskipsmenn þar um borð til eftiriits. Kom þá í ljós að ekki hafði verið lögskráð á skipið eins og vera bar, skipstjórnarmenn ekki allir með fullkomin réttindi og slysatrygging var ekki í lagi. Þvi hélt varðskipið með skipið til Húsavikur. Þegar skipið kom til hafnar hóf FORSETI íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, verður í opinberri heimsókn í Þýskalandi dagana 4.-8. júlí nk. Forseti íslands hefur þegið boð sýslumaðurinn, Halldór Kristinsson, réttarrannsókn sem lyktaði með rétt- ar- og dómssátt 90.000 krónur. Skipstjórinn viðurkenndi brot sitt en sagðist hafa farið úr höfn vegna þess að hann hafi sótt um undan- þágu til skráningar þeirra manna sem ekki hefðu full réttindi en þeir hefðu réttindi til stjórnar skipa minni en Núpur og sú undanþága hefði áður fengist þó hún hefði ekki legið fyrir þegar hann lét úr höfn. Á fimmtudagskvöldinu barst svo heimild til lögskráningar til sýslu- forseta Sambandslýðveldisins Þýskalands, dr. Riehard von Weiz- sácker, um að koma í opinbera heimsókn til Sambandslýðveldisins dagana 4.-8. júlí nk. skrifstofunnar á Húsavík og skipið lét úr höfn með fullkomna lögskrán- ingu skipshafnar eftir stutta töf. Landhelgisgæslan mun nú í aukn- um mæli aðstoða sýslumenn og bæjarfógeta við að framfylgja lögum um lögskráningu áhafna á fiskiskip- um og fylgjast með réttindamálum skipstjómarmanna. Ef kemur í ljós að fiskiskip, sem þannig eru ólögleg, eru að veiðum geta áhafnir átt von á að varðskip fylgi skipinu til hafn- ar, með tilheyrandi veiðitöfum og sektum. — Fréttaritari. INNLENT Forseti íslands til Þýskalands Úlfar Ágústsson Lögreglumenn og félagar úr Oddfellowstúkunni Gesti stóðu heiðurs- vörð þegar kista Ragnars H. Ragnars var borin úr kirkju. Bæjarstjór- inn á Isafirði, Haraldur L. Haraldsson, og forseti bæjarstjórnar, Kristján K. Jónasson, ásamt bæjarfulltrúunum Geirþrúði Charles- dóttur, Smára Haraldssyni, Hans Georg Bæringssyni, Sigrúnu Halldórsdóttur, Ingibjörgu Ágústsdóttur, Kristni J. Jónssyni, Halld- óri Guðmundssyni og Ingimari Halldórssyni, báru kistuna úr kirkju. Isafjörður: Utf ör Ragnars H. Ragnars gerð með viðhöfn ísafirði. ÚTFÖR Ragnars H. Ragnars, heiðursborgara ísafjarðar, var gerð frá kapellunni í mennta- skólanum sl. fimmtudag. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson jarðsöng en séra Gunnar Bjömsson flutti minningarræðu. Orgelleik annaðist Marteinn H. Friðriksson. Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari spiluðu og Margrét Bóasdóttir og Kristinn Sigmundsson sungu einsöng. Þá sungu einnig Sunnukórinn og Kirkjukór Isafjarðar undir stjóm Beata Joó. Meðal annars var flutt lag Hjálmars Helga, sonar Ragn- ars, við ljóðið Lauffall eftir Snorra Hjartarson, frænda þeirra feðga. Hjálmar Helgi hafði samið lagið sérstaklega til flutnings við útför Snorra fyrir réttu ári, 7. janúar 1987, og söng Kristinn Sigmunds- son við báðar útfarimar. Reglubræður úr Oddfellowstúk- unni Gestj stóðu heiðursvörð í kirkjunni. Útförin fór fram á vegum Isafjarðarkaupstaðar og bám bæj- arfulltrúar kistuna úr kapellu. Boðið var til erfidrykkju í Smiðjugötunni, þar sem fjöldi vina og aðdáenda Ragnars sótti heim ekkju hans, Sigríði Jónsdóttur. Húsfyllir var hjá Sigríði fram yfir miðnætti og nutu gestir góðra veitinga og menningar- legra umræðna, líkt og Ragnar sæti þar enn í forsæti. Úlfar Egilsstaðir: Ollu starf sf ólki VEÐURHORFUR í DAG, 9.01.88 YFIRLIT á hódegi í gær: Yfir Breiðafirði er 964 mb laegð sem þok- ast norður og fer að grynnast en um 1.500 km suöur í hafi er að myndast lægð sem dýpkar og hreyfist allhratt norðnorðaustur í átt til Færeyja. SPÁ: Hæg norðaustan- eða breytileg átt í dag og él við noröur- og austurströndina, þó talsvert vaxandi norðaustanátt og þykknar upp austanlands síðdegis. Hiti 1—4 stig fram eftir nóttu en sums staðar vægt frost. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG: Norðlæg átt og frost um land allt. Dálitil éi við norðurströndina og á annesjum vestanlands, annars úrkomu- laust. HORFUR Á MÁNUDAG: Austan- og suöaustanátt og heldur hlýn- andi veður. Slydda eða snjókoma um sunnanvert landið en él á annesjum norðanlands. TÁKN: x, Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius Heiftskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. • V * V Skúrir Él Léttskýjað / / / / / / / Rigning Þoka Há,fskýiað '@i§9 / / / * / * Þokumóða Súld Skýjað / * / * Slydda / * / * * * co 4 Mistur Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veéur Akureyri 3 alydda Reykjavik 2 slydduól Bergen 3 skýjað Helsinki +7 alakýjað Jan Mayen +6 skýjað Kaupmannah. 1 skýjað Narssarasuaq +3 léttakýjað Nuuk 7 alskýjað Osló +B skýjað Stokkhólmur +3 akýjað Þórahðfn 6 alskýjað Algarve 13 skýjað Amsterdam 6 þokumóóa Aþena vantar Barcelona 10 hálfskýjað Berlín 4 skúr Chicago +18 skýjað Feneyjar 10 léttskýjað Frankfurt 5 skýjað Glasgow 3 rignlng Hamborg 3 léttakýjað Las Palmas 18 léttskýjað London 7 súld Los Angeles 9 þokumóða Lúxemborg 4 hálfskýjað Madríd 6 mistur Malaga 14 léttskýjað Mallorca 13 akýjað Montreal +20 skýjað NewYork +8 snjókoma Parfs 3 akýjað Róm 14 léttskýjað Vfn 6 léttskýjað Washington +7 snjókoma Wlnnipeg +25 haiftskirt Vaiencia 12 reykur prj ónastofunnar Dyngju sagt upp Egilsstöðum. . ÖLLU starfsfólki prjónastofunn- ar Dyngju hefur verið sagt upp störfum. Hér er um 30 manns að ræða en þjá prjónastofunni eru um 20 stöðugildi. Pijónastof- an er langstærsti vinnuveitandi kvenna hér á Egilsstöðum og eru þessar uppsagnir, ef til koma, hliðstæðar lokun frystihúss í sjávarplássi. Pijónastofan er í eigu Kaupfélags Héraðsbúa og nýtti eigandinn sér ákvæði í lög- um um eins mánaðar uppsagnar- frest ef um sérstakar aðstæður er að ræða. Ólafur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri pijónastofunnar, sagði að til þessara ráðstafana væri gripið vegna þeirrar miklu óvissu sem ríkti í ullariðnaðinum. Málið væri í biðstöðu því ekki væri ljóst hver viðbrögð kaupenda yrðu við þeim hækkunum sem Álafoss hefði boðað erlendum kaupendum. Pijónastofan hefði haft næg verk- efni til þessa en hins vegar væri verðið sem fengist fyrir framleiðsl- una orðið algjörlega óviðunandi vegna gengisþróunar. Ólafur sagð- ist ekki trúa öðru en stjórnvöld gerðu viðeigandi ráðstafanir svo þessi iðngrein legðist ekki niður í landinu en hún væn mjög mikilvæg í hinum minni byggðarlögum. Björn Spurningar og svör um staðgreiðslu STAÐGREIÐSLA skatta hófst 1. janúar síðastliðinn og í til- efni af því gefur Morgun- blaðið lesendum sinum kost á að fá svarað á síðum blaðsins spumingum sem kunna að vakna varðandi staðgreiðslu- kerfið. Morgunblaðið kemur þeim spumingum sem berast á fram- færi við embætti ríkisskattstjóra. Spumingamar og svör við þeim birtast síðan í blaðinu. Lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins 691100 kl. 10-12 árdegis mánudaga til föstudaga og borið fram spuni- ingar sínar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.