Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988 7 ' Eyjólfur Konráð Jónsson: Ekkihægtað selja kvótann tU þriggja ára Alþingi getur afnumið eða breytt kvótalögum hvenær sem er EYJÓLFUR Konráð Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks- Tveir togarar seldu erlendis VERÐ á ferskum fiski í Bretlandi er enn hátt þó met hafi ekki verið slegin tvo síðustu daga. Rúmar 80 krónur fengust að meðaltali fyrir fiskinn á fimmtudag og föstudag og meðalverð fyrir fisk úr gámum þessa vikuna var rúmar 73 krónur. Ásþór RE seldi á fimmtudag 101 lest, mest þorsk og ýsu í Hull. Heild- arverð var 8,7 milljónir króna, meðalverð 86,44. Á föstudag seldi Þorsteinn EA 97 lestir á sama stað. Aflinn var að mestu þorskur og ýsa. Heildarverð var 8 milljónir króna, meðalverð 81,89. I þessari viku voru samtals seldar 166 lestir úr gámum héðan í Bret- landi. Heildarverð var 19,6 milljónir króna, meðalverð 73,43. Þorskur fór að meðaltali á 72,57, ýsa á 97,37 og koli á 77,65. ins, segir að ekki sé tryggt að menn geti selt kvóta til tveggja eða þriggja ára, þótt gildistími kvótalaganna sé þrjú ár, þar sem Alþingi geti afnumið lögin eða breytt þeim hvenær sem er. Þetta kom fram í ræðu Eyjólfs við lokaumræðu um kvótafrumvarpið í efri deild Aiþingis í fyrrinótt. „Menn hafa enga tryggingu fyrir því að þeir geti selt kvóta til tveggja eða þriggja ára, þótt gild- istíminn sé tii 31. desember 1190,“ sagði Eyjólfur. „Það skilur það hver einasti lögfræðingur að þetta þing getur breytt þessum lögum hvenær sem er, ef aðstæður breyt- ast - þess vegna á morgun, þess vegna í næstu viku, kannski eftir ár. Það er enginn að tala um að lögin verði endilega að gilda í þrjú ár.“ Eyjólfur sagði að sumir væru að velta því fyrir sér, hvort hann hefði skipt um skoðun af því að hann hygðist styðja kvótafrum- varpið, en áður hefði hann lagst Þrettándinn á Selfossi: Bæjarstjóri óskar eft- ir rannsókn á nærveru sjónvarpsfréttamanna Hafði greinileg áhrif, segja gæslumenn Selfossi. BÆJARSTJÓRINN á Selfossi hefur farið fram á það við sýslumann Árnessýslu að við rannsókn kærumála vegna óspekta á þrettándanum verði könnuð áhrif nærveru frétta- manna Stöðvar 2, hvort hún hafi haft hvetjandi áhrif til óspekta. Karl Bjömsson bæjarstjóri seg- ir almenna óánægju með frétta- flutning Stöðvar 2. Fréttamynd- imar að kvöldi 7. janúar, frá þrettándanóttinni á Selfossi, gefi ekki rétta mynd af atburðum. Sjálfboðaliðar í gæslustörfum þetta kvöld em sammála bæjar- stjóra og segja mun meira gert úr þeim atvikum sem sýnd voru í fréttatímanum. Þau hafí öll ver- ið stuttar uppákomur og sýndar- mennska, til þess að draga að athygli. Þeir em einnig á einu máli um að nærvera fréttamann- anna hefði haft örvandi áhrif. Þeir hafi verið á greinilega merkt- um bíl, elt allt uppi og þröngvað sér sem næst uppákomunum. Allt hafi verið með kyrrum kjörum þar til vart varð við þá og órói dottið niður eftir að þeir fóm. „Maður hafði á tilfinningunni að menn væm að reyna að ná sem bestum myndum," sagði einn gæslumann- anna. Fullyrðingar hafa komið fram um að orðaskipti fréttamanna við ólátabelgi hafi hvatt þá til óspekta. Þeir hafi fengið að vita að andlit yrðu ekki greinanleg á fréttamyndunum. Sigmundur Ernir Rúnarsson fréttamaður sagði þá hafa átt orðaskipti við þetta fólk þegar það gerði aðsúg að bifreið þeirra fréttamanna. Hann aftók með öllu að það gæti hafa haft áhrif að þetta kæmi fram og út í hött að ætla að þeir hefðu átt einhvem hlut að máli Páll Magnússon fréttastjóri Stöðvar 2 sagði að það væri fá- sinna að segja að fréttamenn hefðu á einhvem hátt hvatt til þess að eitthvað væri gert á götum bæjarins. Sjónarvottar og áh'eyrendur að orðaskiptum fréttamanna við ól- átabelgi segja að það hafi verið greinilegt að eftir orðaskiptin hafi allt farið af stað og bíldmslu velt út úr bílastæði inn á Tryggvagötu. Karl Bjömsson bæjarstjóri kvaðst mjög óhress með það að fréttamennimir hefðu ekki séð ástæðu til þess að taka myndir af og segja frá þeim heilbrigðu atburðum sem fóm fram þetta kvöld, blysför, álfabrennu og flug- eldasýningu. Einnig hefðu ungl- ingar á gmnnskólaaldri verið á skemmtilegum dansleik um kvöld- ið. Hann sagði að unnið hefði verið að því undanfarin ár að ná niður þeim óspektum sem tíðkast hefðu þetta kvöld og í því efni leitað til margra aðila, meðal ann- ars fjölmiðla sem hefðu sýnt málinu skilning. Sig. Jóns. Þórshöfn: Neyðarástand vegna rafmagnstruflana Eyjólfur Konráð Jónsson gegn kvóta á fískveiðar. Því væri til að svara að ekki væri hægt að ná þingmeirihluta um aðra físk- veiðistjóm, og skárra væri að hafa þessa stjóm en enga. Þetta væri ástæðan fyrir því að hann greiddi nú frumvarpinu atkvæði, ásamt þeim möguleika að Alþingi tæki lögin til endurskoðunar áður en gildistími þeirra rynni út. Þórshðfn. NEYÐARÁSTAND hefur ríkt á Þórshöfn undanfarna daga vegna rafmagnstruflana. Versl- anir og þjónustufyrirtæki hafa þurft að loka klukkustundum saman vegna rafmagnsleysis og hiti í íbúðarhúsum hefur farið niður í 10 stig. Mikil ísing hlóðst á rafmagnslín- ur í Þistilfirði á gamlársdag og olli því að á þriðjudaginn gaf raf- magnslínan sig er 15 þverslár á staurum í firðinum brotnuðu. Við- gerð á þessum staurum lauk um hádegisbilið á fímmtudag, en klukkan átta sama kvöld fór að hvessa og fleiri staurar brotnuðu. Rafmagn hefur verið skammtað á Þórshöfn frá því á þriðjudag, en vararafstöð, sem þar er, annar aðeins um þriðjungi af þörfinni. Langflest hús á Þórshöfn er hituð með rafmagni og þurft hefur að loka mörgum fyrirtækjum svo klukkustundum skiptir vegna skömmtunarinnar. Viðgerð stóð yfír í gær en þá var mikið hvassviðri á þessum slóð- um. Var búist við að nokkrar klukkustundir tæki að ljúka við- gerð þegar veðrið gengi niður. Um áramótin var um og yfir 20 stiga frost á Þórshöfn og muna menn vart eftir annarri eins ísingu. Sem dæmi má nefna að um 3—4 sentimetra þykkt lag af ís var á bílrúðum Þórshafnarbúa á nýárs- dag. Þorkell Búnaðarbankinn: Sveinn Jónsson ráð- inn aðstoðarbankastjóri BANKARÁÐ Búnaðarbankans hefur ráðið Svein Jónsson end- urskoðanda aðstoðarbanka- stjóra við bankann. Tekur hann til starfa 1. júlí næstkomandi. „Segja má að aðalástæða þess að ég skipti nú um starf sé sú að mig langar fremur til að vinna áfram að bankamálum sem stjóm- andi en sem endurskoðandi," sagði Sveinn. „Fyrirtækið Endurskoðun hf., sem ég rek ásamt öðrum, gengur vel og samstarfið er gott en ég vil gjaman breyta til. Ég hef alla tíð verið tengdur bönkun- um með einhveijum hætti og þess vegna lá beint við að leita áfram í þá átt. Aðalstörf mín hjá Endur- skoðun hf. síðastliðin tíu ár hafa verið hjá bönkum, sparisjóðum og lánastofnunum og fyrirtækjum sem tengjast þeim. Það eru því fyrst og fremst verkefnin sem heilla og ekkert útlit fyrir að ég sé búinn að fá leið á þeim úr því ég sný aftur til starfa í banka.“ Sveinn er 52 ára að aldri, við- skiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi að mennt. Hann á að baki 16 ára störf í bankakerf- inu, lengst af í Seðlabanka íslands, en þar var hann forstöðumaður bankaeftirlitsins í níu ár og aðstoð- arbankastjóri í 3 ár. Hann hætti störfum í Seðlabankanum árið 1978 og gerðist meðeigandi í end- urskoðunarskrifstofunni Endur- skoðun hf., þar sem hann hefur starfað síðan að almennum endur- skoðunar- og ráðgjafarstörfum. Sveinn Jónsson Meðal verkefna hans á því sviði er endurskoðun hjá Búnaðarbanka íslands frá árinu 1979. Á síðasta ári var Sveinn ráðinn sem annar af tveimur löggiltum endurskoð- endum Norræna fjárfestingabank- ans, sem hefur aðsetur í Finnlandi. ÚTSALAN er hafin Allir skór á útsölu Mikil verðlækkun Útsala á fötum á efri hæð JOSS \ l A i inA \/om i r\ a LAUGA VEGI 101 SÍMI17419
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.