Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988 RÁÐRIKISHÚSID eftir Guðrúnu Pétursdóttur Hvað líður Reykjavík City, er slagurinn um ráðhúsið tapaður? Hann er ekki tapaður, en við höfum háð hann á öðrum völlum en áður, og það vill svo skemmti- lega til, að þeir sem hafa lagt okkur lið eru forsvarsmenn ráðhússins sjálfir. Að vísu virtist meirihluti borgar-. stjómar ekki líklegur til að láta vilja almennings hafa áhrif á sig. Við- brögð borgarstjóra við úrslitum skoðanakönnunar DV verða lengi í minnum höfð. Um svipað leyti fræddi hann mig á því að það væri ekkert að marka skoðanakannanir, menn skiptu svo ört um skoðun. Þetta markaði hann af því, að hann hafði látið kanna hug borgarbúa til hundahalds og með stuttu millibili hefðu 70% spurðra fyrst reynst mjög á móti en síðan með hunda- haldi. Þetta kom mér á óvart, þar til ég innti hann eftir því hvemig spumingamar hefðu verið orðaðar. Þá kom í ljós að í fyrra skiptið var spurt hvort menn væru fylgjandi hundahaldi í borginni, en í hið síðara var spurt hvort menn teldu að fram- kvæmd núgildandi reglugerðar um hundahald hefði tekizt vel. Þetta eru gerólíkar spumingar, eins og svarendur hafa séð. Það að borgar- stjóri skuli ekki átta sig á muninum á þeim bendir til þess að hann ætti að bregða sér á byrjendanámskeið í rökfræði. Það kynni að reynast umbjóðendum hans heilladrýgra en þau námskeið sem hann hefur sótt um það hvemig á að kenna hundum að hlýða, þótt þau virðist hafa kom- ið honum ágætlega. Þar sem virða átti vilja almenn- ings að vettugi, leituðum við annarra leiða, og kynntum okkur ítarlega meðferð ráðhúsmálsins í borgarkerfinu. Þar lögðust vopnin sjálfkrafa upp í hendumar á okkur. Þetta var ótrúleg lesning — hreinn hrakfarabálkur — og þótt mér hlægi hugur í bijósti, fannst mér hún líka raunaleg. Hún bar vitni um vinnu- brögð sem ekki eru samboðin nokkrum manni, og sízt af öllu þeim, sem fara með mál í umboði annarra. Hún sýndi hvemig ein mistök leiða önnur af sér, og hvem- ig forsvarsmenn ráðhússins beita gerræði vegna þess að þeim liggur svo á að koma þessu máli í gegn, að landslög eru höfð að engu, svo ekki sé minnst á almennar siðaregl- ur og fundarsköp, og hvað þá á nauðsyn þess að kanna málavöxtu áður en ákvarðanir eru teknar. Ég skal rekja nokkur dæmi þessa. Engin lögboðin kynning Lítum fyrst á kynningu ráðhúss- ins og möguleika borgarbúa á að koma formlegum athugasemdum á framfæri. Borgarstjóri og Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson hafa margendur- tekið opinberlega, að ekkert skipulagsmál hafi verið eins vel kynnt og fyrirhuguð bygging ráð- húss. í krafti slíkra yfirlýsinga hefur meirihluti borgarstjórnar fellt tillögu um að kynna áform um ráð- hús eins og landslög bjóða. En endurtekningin breytir engu um sannleiksgildi þeirrar staðhæfingar, að óþarft sé að halda formlega kynningu á skipulagstillögum um ráðhúsið. Það er nú einu sinni svo, að í skipulagslögum segir, að kynna skuli staðsetningu, hæð og stærð bygginga, með auglýstri sýningu á deiliskipulagi. Borgarbúum skuli gefínn kostur á að gera athugsemd- ir við skipulagið innan tiltekins frests ( 11. og 17. og 18. grein skipulagslaga nr. 19/1964). Ráð- húsið hefur aldrei verið kynnt á þennan hátt. Því er ætlað að rísa á svæði, sem er hluti af Kvosinni. Kvosarskipulagið var auglýst og mönnum gafst kostur á að gera athugasemdir við það frá 23. janúar til 1. apríl 1987. Ráðhúsið var ekki kynnt á þeim skipulagsuppdráttum af þeirri einföldu ástæðu, að ekkert var vitað um hæð, stærð eða lögun áætlaðrar byggingar á þessum stað. Dómnefnd í samkeppni um teikn- ingu að ráðhúsi lauk ekki störfum fyrr en 12. júní 1987. En þar með var ekki ákveðið að byggja þetta hús, því dómnefnd hafði ekki vald til að ákveða byggingu ráðhúss. Borgarstjóm samþykkti ekki bygg- inguna fýrr en 1. október 1987, eða 6 mánuðum eftir að umsagnarfrest- ur almennings rann út. Síðar í sumar var haldin kynning á tillögu að endurskoðuðu aðal- skipulagi Reykjavíkur. Á slíkum skipulagsuppdráttum er ekki fjallað um einstakar byggingar, heldur borgina í heild. Á þeim uppdráttum er ekkert að sjá sem bendir til, að ráðhús eigi að byggja út í Tjömina. Þetta voru þeir uppdrættir sem gera átti athugasemdir við, og þeir geta því heldur ekki talist lögboðin kynning á ráðhúsinu. Ég leyfí mér að vitna í bréf borg- arstjóra til skipulagsstjóra frá 7. desember 1987. Minnst var á bréfa- skipti þessi í hádegisútvarpi í desember, þar sem þau urðu til þess að skipulagsstjóm gaf út ein- róma stuðningsyfirlýsingu við skipulagsstjóra, eftir að borgar- stjóri hafði vænt hann um pólitíska misbeitingu í starfí. Orðbragð borg- arstjóra og málflutningur í þessum bréfum vekja þá spurningu; hvort McCarthy sé endurborinn á Islandi. Varðandi ráðhúsið segir þar m.a.: „Ráðhúsið er inni á skipulagi, sem hefur verið auglýst og notið meiri kynningar en nokkurt skipulag ann- að, eða verið í almennri kynningu í 35 vikur hið minnsta, í staðinn fyrir hina lögbundnu kynningu í 6 vikur.“ Þetta er orðað af kænsku. Það er rétt að ráðhúsið var komið inn á skipulag þegar þetta var skrif- að. Það hafði ekki verið þar í 36 vikur, né í lögboðnar 6 vikur. Það var fært inn á skipulag að sér- stakri beiðni borgarstjóra sjálfs með bréfí til skipulagsstjórnar. Bréf það er dagsett 27. október 1987. Fram að þeim tíma var ekkert á skipu- lagsuppdráttunum, sem gaf vísbendingu um stærð eða lögun ráðhússins, né að það næði út í Tjöm, því að á öllum uppdráttum var vatnið málað blátt alveg upp að núverandi landi. Beiðni borgar- stjóra var aldrei lögð fyrir borgar- stjóm eða skipulagsnefnd borgarinnar, og hafði því ekki hlot- ið lögboðna afgreiðslu, enda hafa borgarstjómarmenn mótmælt þess- ari málsmeðferð við ráðherra. Hvaðan koma þá þessar 36 vikur? Þær geta ekki átt við um ráðhúsið, því þótt það hafí verið kynnt sam- kvæmt lögum, sem það var ekki, hvem einasta dag frá því að teikn- ing af því kom fyrst fyrir almenn- ings sjónir 12. júní 1987 og fram á þennan dag, dygði það ekki til. Enda er ekki verið að vísa í það. Það er sennilega verið að tína til alla þá daga, sem drög að Kvosar- skipulagi hafa á einhvem hátt verið til sýnis, út um hvippinn og hvapp- inn, a.m.k. tvö ár aftur í tímann. Eina fohnlega kynning á Kvosar- skipulaginu, sem fram hefur farið, var í ársbyijun 1987, og þá var almenningi samkvæmt auglýsingu gefínn stytzti frestur sem lög leyfa til að gera athugasemdir. Að vísu þurfti að auglýsa það tvisvar, vegna þess að fyrsta auglýsingin var göll- uð. Því hlaut Kvosarskipulagið löglega kynningu frá 4. febrúar til 1. apríl 1987. Það eru 8 vikur, en 8 vikur frá birtingu auglýsingar eru stytzti frestur sem lög leyfa (sjá 17. grein skipulagslaga nr. 19/1964). Á Kvosarskipulaginu, sem aug- lýst var, er reitur í norðvestur horni Tjamarinnar merktur „samkeppni um ráðhús, byggingarreitur". Ékk- ert sagt um stærð eða lögun hússins og hvergi kemur fram að það muni ná út í vatnið. Þar sem kynnt er hæð húsa, stendur ekkert um hæð þessa húss. Á korti yfír nýbygging- ar er hins vegar gefíð til kynna að bygging muni rísa á Bárulóðinni. Sýndur er lítill ferhyrningur, sem ekki nær neins staðar út í Tjömina, og gefur til kynna hús sem er u.þ.b.þriðjungur af stærð þeirrar byggingar sem nú er komin á skipu- lagið. Eg tel það hættulegt fordæmi ef borgaryfírvöld ætla nú að breyta eins og ekkert sé athugavert við að bygging reynist meira en helm- ingi stærri en gefið var í skyn að hún yrði þegar skipulag var auglýst. Bæði skipulagsstjóm ríkisins og formaður skipulagsstjómar hafa tekið undir það, að ráðhúsið hefur ekki verið kynnt sem skyldi, og að eðlilegt væri að kynna deiliskipulag Kvosarinnar að nýju, nú þegar teikningar liggja fyrir í. grófum dráttum. Tillaga um það hefur einn- ig verið borin fram í borgarstjóm, en verið felld, því Davíð Oddsson og lið hans mega ekki heyra á það minnst. Hvers vegna ekki? Það hlýt- ur að vera hræðsla við vilja borg- arbúa, sem aftrar þeim. En hún er engin afsökun. Þeim ber að fara að landslögum. Það mun reynast þeim sjálfum og Sjálfstæðisflokknum mun hættulegra að þvinga þetta mál fram með offorsi og lögbrotum, en staldra við, og gefa fólki að minnsta kosti tækifæri til að koma með at- hugasemdir um þessa byggingu á einhvem formlegan hátt, sem mark verður tekið á. Hálfunnið skipulag? Eins og fram hefur komið í frétt- um, hefur Guðrún Jónsdóttir arki- tekt, sem sæti á í skipulagsstjóm, farið þess á leit við félagsmálaráð- herra, að hún samþykki ekki Kvosarskipulagið að svo stöddu. Beiðni sína rökstyður Guðrún með ítarlegri greinargerð, þar sem hún telur upp flölda atriða sem enn er alvarlega ábótavant í þessu skipu- lagi. Samkvæmt lögum skal skipu- lagsstjóm ganga endanlega frá skipulagsuppdrætti áður en hann er sendur ráðherra til staðfesting- ar. Of langt mál væri að telja öll þau atriði sem Guðrún bendir á, en mig langar að minnast á fáein þeirra hér. Troðfullt af bílum Ráðhúsið mun sízt verða til þess að draga úr bílaumferð um mið- bæinn. Frá umferðarlegu sjónar- miði á að byggja það á einhveijum þeim óhentugasta stað sem hugsast getur í Kvosinni. Borgarstjóri beitir þeim rökum, að starfsemin sem ráðhúsið mun hýsa, fari þegar fram í miðbænum, og því muni þetta ekki breyta neinu. Þetta er nú hundalógikk. Varla á að rífa núver- andi borgarskrifstofur. Auðvitað verður einhver starfsemi áfram þar. Ráðhúsið verður því viðbótar skrif- stofuiými í miðbænum, og bílaum- ferð um miðbæinn er þegar orðin of mikil. Þegar gögn um þetta mál eru skoðuð, kemur í ljós, að því fer fjarri að gengið hafi verið frá þvl, hvemig mæta á aukinni umferð. Þvert á móti virðist hver höndin upp á móti annarri. Umferðardeild Borgarverkfræðings bendir á, að nauðsynlegt verði að breikka Fríkirkjuveg og Sóleyjargötu I 4 akreinar, annars geti skapast mjög erfitt ástand á þessum götum. A gildandi aðalskipulagi eru þessar götur sýndar sem 4 akreinar með eyju á milli, og í tillögum að endur- skoðun þess kemur ekki annað fram. Meirihluti borgarstjómar hef- ur hins vegar látið bóka að hann muni ekki leyfa breikkun Fríkirkju- vegar eða Sóleyjargötu. Þrátt fyrir þessa viljayfírlýsingu vill hann ekki láta fella þessa breikkun úr aðal- skipulagi. Mér virðist vera þeim mun meiri ástæða til að reka alla vamagla gegn yfírvofandi breikkun akbrautanna, sem þegar er búið að vinna alla gmnnvinnu fyrir slíkri breikkun. Eins og hver maður sér, sem á leið meðfram Tjörninni hefur Fríkirkjuvegur breikkað langt út í Ijömina á undanfömum vikum. Ef hugur fylgir máli um að þetta eigi aðeins að vera gangstéttir, ætti ekkert að vera því til fyrirstóou, að láta taka það fram á plaggi, sem lifír lengur, en bókun um vilja nú- verandi meirihluta borgarstjómar. Ég óttast, að þessi bókun sé aðeins vottur um óskhyggju, sem þeir sjá þegar, að fær ekki staðist. I áliti umferðardeildar borgar- verkfræðings segir, að fáist Fríkirkjuvegur og Sóleyjargata ekki breikkuð, muni umferð færast mjög yfír á Suðurgötu. Sennilega verður litið á Gamla kirkjugarðinn sem ^byggt svæði, eins og bent var á í áramótaskaupi, enda hafa framliðn- ir ekki kosningarétt, og við neðri hluta Suðurgötu eru bara garðar sem auðvelt verður að malbika yfír, þótt það kosti eitthvað af elztu tijám bæjarins. Svo er það Tjamargatan. Nýj- ustu fréttir herma að inn- og útkeyrsla í bflageymslu ráðhússins eigi að vera úr Tjarnargötu. Þama verða stæði fyrir a.m.k. 200 bfla. Þetta mun óhjákvæmilega skapa umboðs- og módelskrifstofa, Hverfisgötu 46, Reykjavík, sími 621088 og kvöldsími 46219. Innritun hafin frá kl. 10—12 og 13—18. Stigl Byrjendur: Framsögn, feimni, sýning, próf og prófskjöl afhent. Stig II Snyrtifræðingur, hárgreiðslumeistari þyngra stig. Stig III Lokastig: Tískuljósmyndari vinnur með módel- unum, ljósmyndir fyrir auglýsingar. Auglýsingaskrifstofur Vanti ykkur módel leitið þá til Módelmyndar. Módel frá 4 ára aldri. Flokkaskipting 4—6ára.7—9ára. 10—12ára. 13—14ára. 15—20 ára. Eldri Módelmynd er í samvinnu við franskar, þýskar og enskar módelskrifsiofur. Vegna mikillar eftirspurnar eftir módelum, 30 ára ogeldri, eru sér módelnámskeið. Öll módelin tekin upp á myndband fyrir auglýsingagerd. Dansskólinn Dansnýjung Kollu Skóli með nýjungar Kennslustaðir: Reykjavík: Hverfisgata 46 og KR-húsið v/Frostaskjól - Mosfellsbær: Hlégarður - Selfoss: Nýja félagsmiðstöðín - Kópavogur: Æfingamiðstöðin Engihjalla 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.