Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988 aukna umferð um Tjamargötu, jafnvel þótt hún verði gerð að ein- stefnuakstursgötu. Það hefur vakið athygli, að þótt ýmsar myndir hafí verið birtar af ráðhúsinu undanfar- ið, hefur þessi innkeyrsla hvergi verið sýnd. Það hlýtur þó að fara töluvert fýrir henni, þar sem hún er a.m.k. ein akrein inn og önnur út. Hvar á þetta að vera? Úti í Tjöm- inni væntanlega. Verður þetta enn eitt atriðið sem gerir Tjamarbakk- ann óaðgengilegan fyrir gangandi vegfarendur? Ég held að menn geri sér ekki grein fyrir því, að þessi bygging lokar alveg útsýn yfír og aðgöngu að norðvesturhluta Tjam- arinnar. Það er hvergi stétt með- fram húsinu út að vatninu, þar sem fólk gæti notið sólar í skjóli við ráðhúsvegginn, eins og það getur undir veggnum á Iðnó. Nei, þessi snjalla teikning gerir ráð fyrir að „húsið rísi eins og sef beint upp úr friðsælu vatninu" og að menn geti notið vatnsins bak við gler, því suðurhlið hússins er lokaður gler- veggur, en ekki opin eins og margir virðast halda. Hins vegar verður lítil stétt við þróna hinum megin við húsin, opin fyrir norðanáttinni og með engri útsýn yfír Tjömina. Hún ber þess vitni að ráðhúsið er teiknað í útlöndum. Svo ég vitni nú aftur í arkitekt- ana skáldlegu, þá mun steinbrúin, sem tengir ráðhúsið við bakkann hjá Iðnó „læðast um fuglalíf Ijam- arinnar inn í mannlíf ráðhússins". Ég hef aldrei séð mannvirki læðast, en gaman væri að sjá þessa brú læðast burt og taka ráðhúsið með sér. Eins og ég gat um hér að ofan hefur ekkert verið sýnt, svart á hvítu, um það hvemig menn hyggj- ast mæta umferðarvandanum. Lauslegar tillögur umferðardeiidar stangast á við viljayfirlýsingar og bókanir borgarfulltrúa. Þeir sem búa í þessu gamalgróna hverfí, eða eiga þar hagsmuna að gæta, hljóta að eiga rétt á því að gengið verði frá tillögum um skipulag umferðar og þær kynntar, áður en ákvarðan- ir em teknar um byggingu opin- berra stofnana, sem munu stuðla að aukinni umferð um þennan bæj- arhluta. Þetta er ekki aðeins hagsmunamál eigendanna, heldur okkar allra. Um er að ræða hjarta miðbæjarins og götur, sem fólk vill geta gengið um óhult, en ekki bara ekið. Samkvæmt skipulagstillögum verða gangstéttir ijarlægðar í Von- arstræti til þess að bílamir rúmist betur. Er.það þetta sem við viljum? Viljum við auka bílaumferð kring- um Tjömina? Bygging ráðhússins verður spor í þá átt. Ævintýri um skipu lagsstjórn Vinnubrögð við afgreiðslu Kvos- arskipulagsins hafa víða verið Guðrún Pétursdóttir „Bæði skipulagsstjórn ríkisins og formaður skipulagsstjórnar hafa tekið undir það, að ráð- húsið hefur ekki verið kynnt sem skyldi, og að eðlilegt væri að kynna deiliskipulag Kvosar- innar að nýju, nú þegar teikningar liggja fyrir í grófum dráttum. Til- laga um það hefur einnig verið borin fram í borgarstjórn, en verið felld, því Davíð Odds- son og lið hans mega ekki heyra á það minnst. Hvers vegna ekki? Það hlýtur að vera hræðsla við vilja borgarbúa, sem aftrar þeim. En hún er engin afsökun. Þeim ber að fara að landslögum.“ furðuleg. Sem dæmi má nefna fund- inn, þegar Kvosarskipulagið var samþykkt í skipulagsstjóm fyrir stuttu. Á dagskrá voru ýmis mál, sem vörðuðu Kvosarskipulagið beint, svo sem álit umferðardeildar borgarverkfræðings og umsögn skipulagsstjóra ríkisins þar sem hann bendir á ýmsa annmarka í skipulaginu, sem leiðrétta verði áður en það verði samþykkt. En skv. kjörorðinu „Ákveða fyrst, hugsa svo“, var byrjað á því að samþykkja Kvosarskipulagið, og síðan vom flest þessara mála látin niður falla, — enda of seint að gera nokkuð, því skipulagið var þegar afgreitt. Bakkabræður væm full- sæmdir af þessum vinnubrögðum. í skipulagslögum segir að á upp- dráttum skuli merkja sérstaklega þau mannvirki, sem vert er talið að varðveita. Skipulagsstjóm leitaði því álits húsfriðunarnefndar og þjóðminjavarðar varðandi varð- veislu húsa í Kvosinni. Nefndin taldi að eindregið bæri að vemda ákveð- in hús og rökstuddi það ítarlega. Þetta álit húsfriðunamefndar var hins vegar aldrei lagt fyrir og aldr- ei rætt í skipulagsstjóm. Friðun húsa var einnig meðal atriða í umsögn skipulagsstjóra sem aldrei var rædd. Hann bendir á það undarlega misræmi, að borgaryfír- völd hafa lýst yfír að þau hyggjast stuðla að vemdun ákveðinna húsa í Kvosinni, en á Kvosarskipulagi em þessi hús horfín og nýbyggingar komnar í þeirra stað. Skipulags- stjóri leggur til að staðfestingu skipulags á þessum lóðum verði frestað þar til niðurstöður viðræðna við eigendur þeirra liggja fyrir. Meirihluti skipulagsstjórnar virti þetta að vettugi eins og annað. Ég get ekki stillt mig um að taka annað dæmi um vinnubrögð í skipu- lagsstjóm. Eins og fram kom í fréttum, sendi félagsmálaráðherra skipulagsstjóm greinargerð Guð- rúnar Jónsdóttur og fór fram á ítarlega umsögn stjómarinnar. Þre- menningarnir Garðar Halldórsson, Sigurgeir Sigurðsson og Snæbjörn Jónasson biðu ekki eftir stjómar- fundi, heldur örkuðu tveimur dögum fyrir hann með eigið svar til ráðherra. Á stjómarfundi átti síðan að láta samþykkja þetta svar sem formlega afgreiðslu skipulags- stjómar. Það tókst ekki, og Garðar og Sigurgeir greiddu einir atkvæði með því. Enn hefðu Bakkabræður tekið ofan, en öðrum er það kannski áhyggjuefni, að menn, sem trúað er fyrir svona mikilvægum málum, skuli ekki bera betra skynbragð á rétta afgreiðslu mála en þetta ævin- týri gefur til kynna. I ökkla eða eyra í skipulagstögum segir, að skipu- lagsstjórn skuli ganga endanlega frá skipulagsuppdrætti áður en hann sé sendur ráðherra til stað- festingar. Mig langar að nefna tvö dæmi enn um vankanta á Kvosar- skipulaginu, sem styðja það að ekki sé tímabært að staðfesta það. Ann- ars vegar er um óvissuatriði eða skort á skipulagi að ræða, og hins vegar er ofskipulag á ferðinni. Aður en skipulagsuppdrættir eru afgreiddir ber að taka afstöðu til þeirra athugasemda, sem komu fram meðan þeir voru auglýsir. í Kvosarskipulaginu er það víða gert á afar óljósan hátt. Dæmi um það eru væntanlegar nýbyggingar Há- skóla íslands á milli Tjamargötu og Suðurgötu. Háskólinn vill breyta skipulaginu á þessari lóð og kemur með 2 tillögur, A og B. Umsögn arkitekta Kvosarskipulagsins hljóð- ar svo: „Höfundar hafa kynnt sér tillögu A og B, og eru jákvæðir gagnvart báðum kostum." Á skipu- laginu eins og það er nú, er hins vegar hvorug þessara, heldur þriðja tillagan. Segjum nú svo, að íbúar í nágrenninu hafí ekki séð ástæðu til að andmæla byggingu á þessum lóðum eins og þær voru sýndar á auglýstum uppdrætti, en sam- kvæmt annarri hvorri nýju tillagn- anna sé byrgt útsýni hjá þeim, eða hagsmunir þeirra skertir á einhvem hátt. Væri lögmætt að framkvæma þá tillögu án þess að auglýsa hana og gefa nágrönnum kost á að tjá sig um hana? Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum. Uppdrættimir, þar sem sýnd er áætluð landnotkun, eru hins vegar dæmi um ofskipulagningu. Þar er búið að negla niður hvers konar starfsemi eigi að fara fram á hverri einustu hæð hverrar einustu bygg- ingar í allri Kvosinni. Auðvitað er sjálfsagt að gera áætlanir um hlut- föll mismunandi starfsemi í miðbænum, en fyrr má nú rota en dauðrota. Samkvæmt þessu skipu- lagi þyrfti að sækja um breytingu á skipulagi Reykjavíkur ef breyta ætti skrifstofu í hárgreiðslustofu. Það gæti orðið erfítt að selja hús- eignir í Kvosinni, ef þær kvaðir fylgdu að nýi eigandinn yrði að halda uppi sams konar starfsemi og sá fyrri, og það á hverri einustu hæð! Ef ekki er ætlast til að farið verði eftir þessu er eins gott að láta það vera. En þessi landnotkun- arákvæði eru í skipulaginu sem verið er að biðja ráðherra um að staðfesta. Af þessum dæmum ætti að véra ljóst, að afgreiðsla ráðhússmálsins og reyndar Kvosarskipulagsins alls hefur verið fáránleg, og ég á bágt með að trúa því að borgarfulltrúar okkar hafí sjálfir kynnt sér mála- vexti. Suma þeirra þekki ég af of góðu til að trúa þvi að þeir telji svona vinnubrögð sér samboðin. Ég vona að þeir telji ekki að það sé oft seint að kynna sér málin sjálfir, og að þeir dragi eigin ályktanir. í staðfestingu ráðherra á skipu- lagsuppdrætti felst viðurkenning á því, að lögformlegum skilyrðum hafí verið fullnægt við gerð og af- greiðslu skipulagsuppdráttarins. Staðfesting félagsmálaráðherra hefur enn ekki fengist. Það er ekki of seint að snúa við Ég hef lesið það sem vinur minn Katrín Fjeldsted skrifar í „Höfuð- borgin“ sem er málgagn Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík. Henni er annt um gamla bæinn, en segist sannfærð um að ráðhús í Tjöminni muni ekki skaða hann. En það er ekki bæði hægt að stuðla að auk- inni umferð að þessu homi Tjamar- innar og neita að breikka allar götur sem þangað liggja. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Nútímabygg- ing í 'Ijöminni og vemdun hins gamla svipmóts hennar fara ekki saman. Umferðaræð með inn- og útkeyrslu í stóra bílageymslu verður bágborin vistgata. Katrín trúir því að þetta gangi, en margir aðrir gera það ekki og vilja ekki taka áhættuna. Enda er óþarfí að taka þessa áhættu. Það er nefnilega önnur, frábær lóð fyrir ráðhús, að- eins steinsnar frá Tjörninni. Ef endilega þarf að byggja ráðhús, því ekki að byggja það innan við Ing- ólfsgarð, á stóm, auðu Hafskips- lóðinni, sem bókstaflega bíður eftir því að verða nýtt á glæsilegan hátt. Á þessum stað myndi umferð til hússins koma beint niður Skúlagötu og aldrei íþyngja gamla bænum. Utsýn er vart hægt að hugsa sér fegurri en yfír sundin, flóann og fjallahringinn. Húsið gæti legið nið- ur að vatninu að hluta, haft eigin bryggju og borgin átt bát sem á mætti sigla með gesti út í nýupp- gerða viðhafnarstofu í Viðey. Eg held að svona ráðhús gæti orðið með þeim glæsilegustu sem um getur. Því ekki að leyfa ráðhúsi að breiða út faðminn á móti þeirri náttúru sem þama blasir við, í stað þess að kúldrast óvelkomið í þröngu 'Ijamarhomi. í því homi væri miklu gæfulegra að búa til garð, sem minnti á Hljómskálagarðinn hinum megin, með tijám sem fela „ljótu húsin" og skýla fyrir norðanáttinni og með óspilltri útsýn yfír vel hirta en náttúrulega Tjömina. Því stein- steypt Alstervötn er alls staðar að fínna í borgum, en eðlileg tjörn í hjarta höfuðborgar er gersemi. Byijum upp á nýtt! Hafskipslóðin er auð! Látum ekki gerð mistök kalla á fleiri. Enn er tími til að sjá að sér. Það er mikil þensla í bygg- ingariðnaðinum eins og Gunnar S. Bjömsson, formaður meistarasam- bands byggingarmanna, hefur nýlega bent á. Hann taldi óráðlegt að byrja að byggja ráðhús, fyrr en að a.m.k. hálfu öðru ári liðnu, þeg- ar þenslan á almenna íbúðamarkað- inum hefði minnkað. Hann ætti að vitað hvað hann er að tala um. Davíð! Þetta ráðhús getur orðið flokknum dýrkeypt, og það hníga mörg rök að því að bezt sé að flýta sér hægt. Það liggur ekkert á. Gefðu fólkinu möguleika á að segja hug sinn og borgarfulltrúunum frið til að íhuga sinn gang. Leyfðu svo ráðríkishúsinu að „læðast" á betri stað. Höfundur er lektor við Háskóla íslands. 10—12 ára og allir eldri Tommie og Martin koma og kenna við skólann með allt það nýjasta í modern dansi, jazz ballet, jazzdönsum, funck og free-style. Og enn meiri nýjungar. Allir verða teknir upp á myndband serovið skoðum saman til að tryggja betri námsárangur. Verið velkomin á nýju ári Dansskólirm Dansnýjung Kollu Skóli með reynslu - þjálfun - þekkingu. Skóli með dansnýjungar. Innritun hafin milli kl„ 1 O—1 2 og 1 3—1 8 í síma 621 088 og í kvöldsíma 46219 eftir kl. 20.00. Fyrir börn: Börnin verða að hafa gaman af dansi. Því leitumst við að fremsta megni að byggja upp takt, hreyfigetu og umfram allt tjáningarform. Dansar: Petro Petro — Andrés — He-man — Rambo — Barbie og Ken fara á ball Eldri nemendur staðfesti fyrri umsóknir. Nýirnemendur velkomnir. Aldurshópar4—6 ára, 7—9 ára, 10—12 ára og allir ungl- ingar. Sórtímar fyrir 20 ára og eldri. Afhending skírteina laugardaginn 16. janúar frá kl. 13—18 á Hverfisgötu 46. Visa, Euro Kennsla hefst mánudaginn 18. janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.