Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988 JÓLA- OG LÍKNAR- FRÍMERKI1987 Frímerki Jón Aða Isteinn Jónsson Bolli Davíðsson í Frímerlcjahús- inu í Lækjargötu hefur enn sent þættinum til birtingar og umsagnar eintök af þeim jóla- og líknarmerkj- um, sem út komu fyrir síðustu jól og hann hefur fengið til sölu. Ber að þakka honum það og þá ekki sízt vegna þeirra, sem safna sér- staklega þessum merkjum, en söfnun þeirra er eins konar hliðar- grein við frímerkjasöfnun. Það er einmitt þess vegna, sem ég í sam- vinnu við Bolla tók fyrir nokkrum árum að segja frá öllum þeim jóla- og líknarmerkjum, sem út eru gefín fyrir hver jól. Bolli segir, að Rotaryklúbbur Hafnarfjarðar hafí gefið út jóla- merki fyrir þessi jól eins og fyrir mörg undanfarin jól. Hins vegar höfðu þau ekki borizt til frímerkja- verzlana á gamlársdag, svo að hann gat hvorki látið þættinum í té ein- tak af þeim né aðra lýsingu. Þá segir Bolli, að það virðist orðið al- gengt, að stjómir ýmissa þeirra félaga, sem gefa út líknarmerki, sendi nokkrar arkir til félagsmanna og ætlist til, að þeir kaupi þær. Virðist þá hinn almenni markaður, sem er að vísu allþröngur, skipta litlu máli í þessu sambandi. Er ekki ósennilegt, að þetta sé einmitt ástæðan fyrir því, hversu seint kaupmenn fá þessi merki til sölu í verzlunum sínum. Hér er því í reynd um beinan skatt á félagsmenn hinna ýmsu félaga eða sambanda að ræða. Tek ég undir það með Bolla, að slík jóla- og líknarmerkjaútgáfa er afar hæpin, a.m.k. frá sjónarhóli safnar- anna. Þætti mér þess vegna ekkert undarlegt þótt þeir hasist smám saman upp á að safna þessum merkjum, þegar þeir verða e.t.v. að fara einhveijar krókaleiðir til þess að nálgast þau. Þannig kom það í ljós í fyrra, að eitt félagasamband hafði hafíð útgáfu líknarmerkis fyrir jólin 1986, en ekki komið því strax á almennan markað. Saftiarar vissu þess vegna ekki almennt af merkinu fyrr en löngu síðar. Er því ekki heldur að undra, þótt þess hafi ekki verið getið í frímerkjaþætti þeim 11. jan. 1987, þar sem jólamerki ársins 1986 voru til umræðu. Hér var um að ræða jólamerki á vegum Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga. Hafa þeir tekið upp sömu stefnu og Lionsklúb- burinn Bjarmi í Vestur-Húnavatns- sýslu hafði í jólamerkjaútgáfu sinni, þ.e. að sækja myndefni sitt til kirkna innan héraðsins. Á jólamerki Dalamanna 1986 er mynd af Hjarð- arholtskirkju í Laxárdal, en hún var reist árið 1904 eftir teikningu Rögnvalds Ólafssonar húsagerðar- meistara, eins og arkitektar nefnd- ust þá í upphafi ferils síns á íslandi. Ber hún sama svipmót og Húsavík- urkirkja og kirkjan á Breiðabólstað í Fljótshlíð, enda var Rögnvaldur einnig höfundur þeirra. Níu félög hafa gefíð út líknar- merki að þessu sinni eða jafnmörg og 1986. Hins vegar hefur sú breyt- ing orðið á, að Lionsklúbburinn Bjarmi hefur hætt útgáfu jóla- merkja sinna, en í stað hans hefur þá komið Ungmenna- og íþrótta- samband Austurlands. Hefur það einnig tekið kirkjubyggingar á stefnuskrá sína. Er mynd af Eiða- kirkju á jólamerki þeirra Austfírð- inga. Því miður get ég ekki sagt nánar frá þessu merki eða áætlun- um um næstu líknarmerki á Austurlandi. En gera verður ráð fyrir framhaldi þessarar útgáfu um einhver ár. Jafnframt því sem myndir eru hér birtar af þeim jóla- og líknar- merkjum, sem borizt hafa, verður greint frá félögum þeim, sem hafa gefíð þau út. Að venju verða þau rakin í aldursröð félaganna. Fyrst verður þá fyrir jólamerki Thorvald- sensfélagsins, en þau hafa komið út síðan 1913, að einu ári undan- skildu. Merki þessa félags hafa þá sérstöðu frá fomu fari, að íslenzka pióststjómin leyfir sölu þeirra í póst- húsum landsins. Þetta merki er því hið langþekktasta jólamerki hér- lendis. Þá kemur jólamerki Kvenfé- lagsins Framtíðarinnar á Akureyri, en upphaf þessa merkis nær rúma hálfa öld aftur í tímann, en þó ekki óslitið. Lionsklúbbur Sigluflarðar kemur þessu næst með merki sitt. Þá er Rotaryklúbbur Hafna: :_ ■rn;ir næstur í aldursröðinni en það me ... vantar hér, eins og áður segir. Odd- fellow-reglan kemur hér á eftir og minnist með merki sínu 90 ára starfs reglunnar á íslandi. Rotarv- klúbbur Kópavogs á einnig merki í þessum hópi sem áður eins og Li- onsklúbburinn Þór, sem gefur út merki til ágóða fyrir Líknarsjóð Tjaldanesheimilisins. Þá kemur annað jólamerki þeirra Dalamanna, en á því er mynd af Hvammskirkju, sem reist var 1884. Frá þeirri kirkju kann ég því miður ekki að greina nánar. Loks er svo áðumefnt jóla- merki með mynd af Eiðakirkju. Ekki veit ég til þess, að nokkur könnun hafí verið gerð á notkun jóla- eða líknarmerkja á jólapóst. Er þess konar könnun þó engan veginn ófróðleg. Ég minnist þess sjálfur frá gamalli tíð, að merki Thorvaldsensfélgasins voru ekki sjaldséð 4. jólabréfum eða -kortum. En einhvem veginn held ég, að þessi merki séu nú sjaldnar notuð en áður var. Ef sú skyldi vera raun- in, hef ég samt enga trú á, að það hafí gerzt fyrir áhrif eða tilkomu annarra líknarmerkja. Þar held ég, að önnur skýring sé nærtækari. Þegar Póst- og símamálastofnun- in hóf útgáfu sérstakra jólafrí- merkja, lét ég þá skoðun uppi hér í frímerkjaþætti, að hún yrði senni- lega að töluverðu leyti á kostnað jóila- og líknarmerkjaútgáfu hinna ýmsu líknarfélaga. Hafði ég einkum þau rök uppi fyrir þeirri skoðun, að menn teldu ástæðulaust að kaupa sérstök jólamerki á póst sinn, þar sem frímerki póststjómarinnar ein sér nægðu til að minna á jólin á bréf og kort til vina og kunn- ingja. Eins benti ég þá á, að verð jólamerkjanna væri í sumum tilvik- um orðið jafnvel hærra en næmi almennu burðargjaldi. Þetta hvort tveggja gæti þess vegna stuðlað að minnkandi sölu líknarmerkjanna til nota á jólapóstinn. Ekki hef ég orð- ið þess var, að nokkur hafí skrifað um þetta atriði, en fróðlegt væri að heyra eitthvað um þetta frá for- ráðamönnum líknarfélaga, sem hljóta ömgglega að geta gert hér trúverðugan samanburð fyrir og eftir þann tíma, þegar póststjórnin hóf sína útgáfu árið 1981. Rétt svona til fróðleiks vil ég hér geta um smákönnun, sem vinur minn gerði fyrir mig á þeim jóla- pósti, sem hann fékk um nýliðin jól. Hún getur e.t.v. verið nokkur vísbending í þessum efnum. Hann og íjölskylda hans fékk samtals 57 jólabréf og -kort. Af þeim voru 36 frímerkt með jólafrímerkjum ein- göngu eða 63,15%. Tvö bréf til viðbótar voru einnig með jólafrí- merkjum, en á þau voru að auki límd jóla- og líknarmerki eða 3,50%. Aðrar jólakveðjur voru frímerktar með öðrum frímerkjum eða 33,35%. Vissulega er þetta aðeins ein könn- un, en hún sýnir okkur, að hér voru jólamerki aðeins sett á sem svarar 3V2 bréf af hundraði. Jólafrímerki póststjomarinnar voru aftur á 2/3 hlutum allra bréfanna. Skyldi þetta ekki segja nokkra sögu um notkun jóla- og líknarmerkja í samanburði við jólafrímerkin? Þessi fjölskylda fékk svo 22 jólakveðjur erlendis frá. Af þeim vom fimm með jóla- merkjum eða 22,73%. Ég dreg nú enga sérstaka ályktun af þessum tölum, en þær benda mér þó á eitt atriði, sem getur átt við notkun íslenzkra líknarmerkja. Skal ég fús- lega játa, að þar hef ég mína eigin notkun í huga. Ég kaupi sem sé alltaf dálítið af merkjum Thorvald- sensfélagsins og þá mest til nota á jólakveðjur til vina og kunningja erlendis.Segja mætti mér, að þeir séu einmitt margir, sem fara líkt að. Hinu neita ég svo ekki, að mér dettur í hug, að margar arkir, sem félagsmenn hinna ýmsu líknarfé- laga fá sendar, liggi óhreyfðar í skrifborðsskúffum eftir hver jól og komist þá ekki í umferð fyrr en eftir mörg ár og þá vitaskuld ein- vörðungu til safnara. Súpa og salat Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Það er vel við hæfí eftir veislu- höld jólanna að snúa sér að léttari máltíðum, súpa og sálat saman á matseðli dagsins fellur vel undir þá skilgreiningu. Brokkolísúpa 400 g brokkolí, 1 lítill laukur, ca. 1 dl sjóðandi vatn, 3/4 1 kjúklingakaftur (eða vatn og súputen.), 1 tsk. kam', örlítið af cayenne-pipar, 1 tsk. maisenamjöl, 1 dl ijómi, 1 eggjarauða, karsi. Brokkolíið hreinsað og tekið sundur í greinar, laukurinn brytjað- ur smátt og settur ásamt kálinu í vatn, soðið þar til meyrt. Græn- metið síðan stappað og blandað í kjötkraftinn, kryddað. Maisenamjöli, tjóma og eggja- rauðu hrært saman og bætt út í sjóðandi súpuna. Hægt að hafa súpuna heita eða kalda, karsi settur á hvern disk. Ætlað fyrir 4. Salöt SellerísaJat með banönum 4—5 sellerístönglar, 2 bananar, 100 g ferskir sveppir. Sósan: 6 msk. olía, 3 msk. vínedik, */2 tsk. salt, */4 tsk. pipar, 1 tsk. karrí. Sellerí, bananar og sveppir skorið í sneiðar. Það sem fara á í.sósuna er þeytt saman, hellt yfir salatið eða borið fram með í skál. Amerískt hvítkálssalat Hálft meðalstórt hvítkálshöfuð. Sósan: 1 dl majones, 2 dl sýrður ijómi, ’/2 tsk. salt, V2 tsk. sykur, ' . 1 msk. sítrónusafi, 1 msk. tómatsósa, örlítið af cayenne-pipar. Hvítkálið skorið í örmjóar ræm- ur. Það sem'fara á í sósuna hrært vel saman. Sett yfír salatið eða borið fram með í skál. Kínakálssalat með app- elsínum og ananas 1 meðalstórt kínakálhöfuð, Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag Tálknafjarðar Úrslit í aðaltvímenningskeppni félagsins urðu sem hér segir: Guðlaug Friðriksdóttir — Steinberg Ríkharðsson 705 Jón H. Gíslason — ÆvarJónasson 692 Ólöf Ólafsdóttir — Björn Sveinsson 669 Geir Viggósson — Símon Viggósson 667 Brynjar Olgeirsson — Egill Sigurðsson 652 Næsta mánudag hefst svo hrað- sveitakeppni hjá félaginu. Bridshátíð 1988 Bridssamband íslands hefur haf- ið skráningu í tvímenningskeppnina á Bridshátíð 1988, sem spiluð verð- ur á Loftleiðum 12.—13. febrúar nk. Þátttakan verður bundin við 43 pör hámark. Tvímenningurinn er opinn, þ.e. með beim takmörkunum sem stjórn BSI hefur ákveðið, og eru flestum bridsspilurum kunnar af fyrri mótum. Erlendir gestir okk- ar verða m.a. Zia Mahmood, Alan Sóntag, Billy Eisenberg og sænsku Evrópumeistaramir. Einnig er hafín skráning í Opna Flugleiðamótið í sveitakeppni, sem spilað verður sunnudaginn 14. febr- úar og mánudaginn 15. febrúar. í- '1 Sellerísalat með banönum. 2 appelsínur, 1 lítil dós ananas í bitum. Sósan: 2V2-3 dl hrein jógúrt, sýrður ijómi eða súrmjólk. Kálið er skorið fínt, hýðið tekið af appelsínunum og þær skomar í sneiðar eða bita. Jógúrt (sýrður ijómi eða súr- mjólk) blandað ananassafa að smekk. Sósunni hellt yfir salatið eða borið fram með í skál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.