Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988 19 Fossvogsbrautin: Tillögu um viðræður við Kópavog vísað frá Á FUNDI borgarstjórnar var tillögn Alfreðs Þorsteinssonar vísað frá um sérstakar viðræð- ur við bæjaryfirvöld i Kópavogi til að kahna með hvaða hætti Kópavogur gæti tekið hluta þeirrar umferðar, sem fyrir- huguð Fossvogsbraut annars tæki, i þeim tilgangi að um- ferðarlegir hagsmunir Reykjavíkur verði síður fyrir borð bomir, verði Fossvogs- braut ekki lögð. I greinaigerð með tillögu Al- freðs segir að frá náttúrunnar hendi sé Fossvogsdalur kjörið úti- vistarsvæði á mörkum tveggja stærstu sveitarfélaga landsins og bjóði jafnframt upp á tengingu við tvö önnur helstu útivistarsvæði Reykvíkinga, Elliðarárdal og Öskjuhlíð. Telur Alfreð skynsam- legra að víkja hugmyndum um Fossvogsbraut alfarið til hliðar, en leita þess í stað raunhaæfari leiða. Meirihluti Sjálfstæðismanna vísaði tillögu Alfreðs ftá með vísan til þess að hún væri óþörf; viðræð- ur væru að heijast um Fossvogs- braut við bæjaryfírvöld í Kópavogi. Mynd sem sýnir hveraig hið fyrirhugaða ráðhús Reykvíkinga mun lita út i þvi umhverfi, sem því er ætlað. * Alitsgerð Sigurðar Líndal, lagaprófessors: Náttúruvemdarráð hefur ekki rétt til afskipta af ráðhúsbyggingunni Borgarstjórnar að meta hvort álits ráðsins gerist þörf DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri kynnti á fundi borgarstjórnar siðastlið- inn fimmtudag álitsgerð, sem prófessor Sigurður Líndal samdi um ráðhúsbygginguna og réttarstöðu Náttúruverndarráðs gagnvart byggingu þessari. Sigurður kemst m.a. að þeirri niðurstöðu i álits- gerð sinni, að Náttúruveradarráð hafi engan rétt til afskipta af fyrirhugaðri ráðhúsbyggingu. í upphafí álitsgerðarinnar, sem er 10 síður að lengd, gefur Sigurð- ur gaum að ákvæðum laga nr. 47/1971 um Náttúrvemdarráð, sem lúta að friðlýsingu náttúruminja og stofnun útivistarsvæða (22.-27. gr.). Samkvæmt þessum lagaá- kvæðum getur Náttúrvemdarráð friðlýst eftirfarandi náttúruminjar Náttúruvætti, ákveðnar tegundir jurta og dýra og ákveðin landsvæði (friðlönd, þjóðgarðar eða fólkvang- ar) og lýsti Sigurður hverri tegund friðlýsingar fyrir sig. Sigurður seg- ir síðan: „Tjörnin og svæðið umhverfís hana hefur ekki verið friðlýst með neinum þeim hætti sem hér hefur verið lýst, svo að framan- greind ákvæði veita Náttúmvemd- arráði ekki neinn rétt til afskipta af fyrirhugaðri ráðhúsbyggingu." Ráðið hefur ekki lögsögu yfir náttúruminjum Tjörnin og Vatnsmýrin hafa ver- ið settar á náttúmminjaskrá og segir í auglýsingu þar að lútandi meðal annars að varast beri að raska vatns- og næringarbúskap Tjamarinnar með framkvæmdum á vatnasviði hennar. Vemda beri fuglalíf, m.a. með takmörkun á umferð um Vatnsmýrina um varp- tímann. Sigurður segir að með hliðsjón af þessu og ákvæðum nátt- úruvemdarlaga um framkvæmd friðlýsingar og þar að lútandi grein- argerð, sé ljóst að það veiti Náttúm- vemdarráði enga lögsögu yfír náttúruminjum, þó þær séu settar á náttúmminjaskrá, heldur feli skráin aðeins í sér tillögur um frið- un, sem nánar er lýst í skránni. Afskipti Náttúruvernd- arráðs engu að síður Því næst segir Sigurður það koma til álita hvort Náttúmvernd- arráð hafi rétt til afskipta af fyrir- hugaðri ráðhúsbyggingu þótt engar ráðstafanir hafi verið gerðar til frið- unar umfram þær að setja Tjörnina á náttúmminjaskrá. Kemur þar til skoðunar 29. gr. laganna. f þeirri grein er skylda til að leita álits Náttúmvemdarráðs bundin eftir- farandi skilyrðum: 1. Að hætta sé á að landið breyti varanlega um svip. 2 Að hætta sé á að merkum nátt- úmminjum verði spillt 3. Að hætta sé á mengun. Um fyrsta skilyrðið segir Sigurð- ur að það geti naumast átt við, enda breyti land ekki um svip held- ur yfirbragð byggðar við norður- enda Tjamarinnar. Snerti slíkar breytingar ekki náttúrvemd heldur borgarskipulag. Spillir ráðhúsið Tjörninni? Um annað skilyrðið segir Sigurð- ur, að skoðunarefnið sé hvort Tjöminni verði spillt með ráðhús- byggingunni. Við túlkun á 29. gr. lítur prófessor Sigurður á greinar- gerð, þar sem segir að allar aðrar framkvæmdir en efnisnám sem „hugsanlega" geti valdið „vemleg- um náttúmspjöllum“ falli undir þessa grein. „Með því að slakað er á því skilyrði að „hætta“ sé á nátt- úruspjöllum, þar sem einungis er gert ráð fyrir því að spjöllin séu „hugsanleg", en á hinn bóginn hert á þeim áskilnaði að hugsanleg spjöll séu „veraleg", auka orð greinar- gerðar engu við skilning á ákvæð- inu,“ segir Sigurður Líndal. Sigurður bendir einnig á að í greinargerð sé gert ráð fyrir að menntamálaráðherra setji reglu- gerð um hvernig samvinnu Nátt- úmvemdarráðs og yfírmanna verklegra framkvæmda skuli hag- að. „Þetta hefur ekki verið gert, svo að lög leysa hér ekki úr.“ Borgarstjóm metí þörf á áliti Náttúmvemdarráðs Er það niðurstaða lagaprófess- orsins samkvæmt þessu, að að svo stöddu verði að telja það á valdi þeirra sem að verklegum fram- kvæmdum standa, að meta það hvort framkvæmdir valdi svo mik- illi röskun að álits Náttúrverndar- ráðs beri að leita. í þessu tilviki sé þetta í valdi borgarstjómar Reykjavíkur og sé það hennar að meta hverra gagna þurfi að afla til að taka afstöðu. Sigutður Lindal hugar síðan að þvi i álitsgerð sinni hvort samþykki borgarráðs um athugun á náttúm- fari Tjamarinnar feti Í sér viður- kenningu á að gögn skorti til að meta hvort skylt sé að leita álits Náttúrvemdarráðs. Með vísan til þess, að í samþykktinni sé hvergi vikið að því að ráðgerðar athuganir séu þáttur í undirbúningi ráðhús- byggingar né heldur sé þar tekið fram að leitað veiði til Náttúru- vemdarráðs, segir Sigurður að tillagan verði ekki túlkuð sem viður- kenning á skorti á gögnum og enn síður talin jafhgilda viðurkenningu borgarráðs á því að lögskylt sé að leita álits Náttúmvemdarráðs. Lögregluaðgerðir Náttúrvemdarráðs Sigurður bendir á að borgar- stjóm hafí samþykkt að kynna hugmyndir um byggingu ráðhúss fyrir Náttúruvemdarráði og því þar með gefinn kostur á að segja álit sitt „Ef Náttúmvemdarráð telur þetta ófúllnægjandi og er þeirrar skoðunar að skylt sé að leita álits þess, getur það krafist atbeina lög- reglustjóra til að vama því að verk verði hafið eða því fram haldið, sbr. 2.mgr. 29.gr. Ákvæði þetta verður þó að skilja svo að Náttúm- vemdarráð grípi ekki til slíkra aðgerða, nema bersýnileg hætta sé talin á náttúraspjöllum þeim, sem greind em í l.mgr.“ Um þriðja skilyrðið, segir Sigurð- ur að ekki verði séð að hætta sé á loftmengun; mengun lagar virðist nærlægari, en um það megi vísa til annars skilyrðisins. í 37. gr. reglugerðar um náttúm- vernd nr. 205/1973 er því skilyrði bætt við að hætta sé á sérstökum spjöllum á gróðri. Telur Sigurður að ekki verði séð hvernig það geti verið. Að endingu tekur Sigurður 3.mgr. 29.gr. til umfjöllunar, en þar segir að virkjanir, verksmiðjur og önnur stór mannvirki skuli hönnuð í samráði við Náttúrvemdarráð og að sama gildi um vegalagningu til slíkra mannvirkja. Akvæðið segir Sigurður vera almennt orðað og engar nánari leiðbeiningar um það að fá í gögnum. Sigurður telur þó ljóst að aðeins sé átt við meiri hátt- ar mannvirkjabákn og því aðeins beitt í undantekningartilvikum; annað hlyti að vera ofvaxið ráðinu. Eigi ákvæðið ekki við ráðhúsbygg- inguna. Fulltrúi Framsóknar í borgarstjórn: Tryggð verði betri aðkeyrsla að Mjóddinni ALFREÐ Þorsteinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins I borgar- stjórn Reykjavíkur, lagði það til á síðasta fundi borgarstjóraar, að umferðardeild borgarinnar yrði látin gera áætlun, sem miði að því að aðkoma í þjónustu- og verslanamiðstöðinni í Mjódd verði aðgengilegri en nú er, með því að opna aftur vinstri beygju af Reykjanesbraut inn á Álfabakka með umferðarljósum eða með undirgöngnm undir Reykjanesbraut. I greinargerð með þessari til- lögu, sem lögð var fram í tengslum við fyrri umræðu um aðalskipulag, sagði Alfreð að Mjóddin hefði að undanfömu í vaxandi mæ1i skapað sér stöðu sem verslunar- og þjón- ustumiðstöð á borð við Kringluna. „Hins vegar hefur ekki verið séð nægjanlega vel fyrir aðkomuleið- um að Mjóddinni og hafa þjónustu- aðilar þar kvartað undan þvi og beðið úrlausnar sinna rnála." Sam- þykkt var samhljóða á fundinum að vísa málinu til borgarráðs. Mátti flytja tréð? BORG ARFULLTRÚ AR deildu um það á síðast fundi borgar- stjórnar, hvort heimild hefði verið til þess að fella tréð á ráð- húshorai Tjarnarinnar á dögun- um og hvort nú væri fyrir hendi heimild til að flytja burt húsið á horni Vonarstrætis og Tjarnar- götu. Fyrirspumir og athugasemdir komU fram á síðasta fundi borgar- Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur: Fyrri umræða í borgarsljórn FYRRI umræða um aðalskipuiag Reykjavíkurborgar fór fram í borgarstjórn síðastliðinn fimmtudag. Hið nýja aðalskipu- lag var samþykkt til síðari umræðu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar, gerði grein fyrir helstu atriðum skipu- lagsins og greindi frá þeim nýjung- um sem nú eru helstar, eins og hverfaskipulag, Itann reifaði og nokkrar athugasemdir sem við skipulagið hafa komið og nokkrar breytingartillögur. Nokkrir aðrir. borgarfulltrúar tóku til máls á fundinum um skipu- lagið; höfðu þeir aðallega fram að færa orðalagsbreytingar við grein- argerð skipulagsins. Almennt vom menn sammála um að skipulagið væri vandlega unnið og vel að und- irbúningi þess staðið. Þökkuðu borgarftilltniar starfsfólki borgar- skipulags og borgarverkfræðings vel unnin störf. stjórnar, frá fulltrúum minnihlut- ans, hvenær það hefði verið samþykkt í byggingamefnd að fella tréð á ráðhúshominu og flytja burt húsið þar á hominu. Töldu þeir svo ekki vera og að þessar ráðstafanir bæm vott um það að borgarstjóri og meirhlutinn teldu sig yfír lög hafna. Varðandi flutning trésins sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, að þegar borgarstjórn hefði ákveðið að ráðast í byggingu ráðhúss, hefði strax verið ljóst, að tréð þyrfti að fara og hefði ekki þurft neitt leyfi byggingamefndar. Borgarstjóri sagðist og vera þeirrar skoðunar, að fáránlegt væri að hafa ákvæði um það að ekki mætti fella tré af tiltekinni hæð eða aldri í byggingar- reglugerð, enda ætti slíkt heima á verksviði Náttúmvemdarráðs. „Þessi reglugerð styðst ekki við nein lög og gaman væri ef ein- hveijir fæm í mál við borgaryfírvöld vegna þessa trés. Við myndum hafa í fullu tré við þá!“ Varðandi fyrirhugaðan flutning hússins á homi Tjarnargötu og Vonarstrætis, sagði Hilmar Guð- laugsson, formaður byggingar- nefndar, að það yrði flutt á land borgarinnar í Skeijafirði og geymt þar, þar til ákvörðun hefði verið tekin um endanlega staðsetningu. „Byggingarnefnd hefur þegar heimilad flutning hússins, og mun wnta leyfi fyrir endanlegri staðsetn- ingu hússins, þegar þar að kemur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.