Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988 Breytingar á eðli Hæsta- réttar knýja á um nýjar að- f erðir við val á dómurum eftir Ólaf Ragnar Grímsson Stjómskipun íslands er byggð á kenningunni um þrískiptingu ríkis- valdsins. Löggjafarvald, fram- kvæmdavald og dómsvald eiga að vera aðskilin og sinna skýrt af- mörkupum verkefnum óháð hvert öðru. Á þann hátt verði komið í veg fyrir drottnun ríkisins í þjóðfélag- inu. Gagnkvæmt aðhald og jafn- vægi milli þriggja aðgreindra valdssviða veiti þá tryggingu gegn ofurvaldi landsherranna sem nauð- synleg er ef lýðræði á að þróast og dafna á eðlilegan hátt. Þótt þessi kenning um lýðræðis- lega stjómskipun eigi að vera leiðarljós stjómarfars á íslandi veita stjómarskrá og almenn lög mis- munandi skýr og afdráttarlaus fyrirmæli um framkvæmd hennar. Þess vegna hefur veruleikinn oft tekið á sig aðra mynd og pólitískt vald sömu manna hefur teygt sig yfir landamærin sem eiga að koma í veg fyrir samfléttun hinna ólíku valdsviða ríkisvaldsins. Verkefna- skiptingin hefur einnig í reynd orðið ærið margbreytileg. Stofnanir á vettvangi framkvæmdavaldsins hafa fengið æ meiri ítök í raun- verulegri mótun löggjafarinnar og Alþingi hefur kosið þingmenn til stjómarábyrgðar í mörgum lykil- stofnunum framkvæmdavaldsins. Fyrir nokkmm ámm fór fram vemleg umræða um þessa sam- fléttun löggjafarvaldsins og fram- kvæmdavaldsins en því miður leiddi hún ekki til mikilla breytinga. Þró- unin hefur haldið áfram að gera hin raunvemlegu mörk milli fram- kvæmdavaldsins og löggjafarvalds- ins sífellt óljósari. Það er hins vegar skammt síðan athyglin beindist að hliðstæðri þróun á vettvangi dóms- valdsins. Hæstiréttur hefur í auknum mæli tekið að sér að túlka lög með þeim hætti að líkja má dómunum við nýja lagasetningu. Dómarar sem nú skipa Hæstarétt virðast ýmsir vera mun fúsari en fyrirrennarar þeirra að láta almenn pólitísk og hugmyndafræðileg sjón- armið móta dómsniðurstöður. Þessi þróun bendir til þess að eðli Hæstaréttar sé að færast frá því að vera lögfræðilegur úrskurð- araðili í stíl við þær réttarfars- hugmyndir sem löngum hafa verið ráðandi á meginlandi Evrópu yfir í pólitíska áhrifastofhun líkt og tíðkast hefur í Bandaríkjunum og annars staðar þar sem engilsaxnesk réttarheimspeki hefur verið ráð- andi. Slíkar breytingar á eðli Hæstaréttar knýja hins vegar á um endurskoðun á þeirri aðferð sem beitt hefur verið hér á landi við val á dómurum. Hingað til hefur dóms- málaráðherra, pólitískur fulltrúi tiltekins stjómmálaflokks, ráðið einn og sér hveijir verða hæstarétt- ardómarar. Ef Hæstiréttur heldur áfram að þróast í pólitíska áhrifastofnun — eins konar löggjafa sem í reynd eykur við og breytir anda og inni- haldi laga sem sett em á Alþingi og skapar nýjan skilning á einstök- um greinum stjómarskrárinnar eins og tíðkast í hinu engilsaxneska stjómkerfísmunstri — þá er óhjá- kvæmilegt að taka upp nýjar aðferðir við val á dómumm í Hæsta- rétt. Áramótaspurning Morgunblaðsins Samkvæmt venju beindi Morgun- blaðið nokkmm áramótaspuming- um til formanna stjómmálaflokk- anna. í einni þeirra var leitað álits á gagnrýni sem sett hefur verið fram á Hæstarétt fyrir að draga of taum ríkisins og hins opinbera í dómum sínum. Tilefni þessarar spumingar var nýútkomið gagnrýn- isrit eftir virtan lögmann en nokkrar umræður hafa orðið um ádeilu hans í garð Hæstaréttar. í svari mínu við spumingu Morg- unblaðsins var vakin athygli á nauðsyn heildarrannsókna á dóm- um Hæstaréttar og mikilvægi þess að lögfræðingar og aðrir fræðimenn flokkuðu og greindu á kerfísbund- inn hátt niðurstöður Hæstaréttar á undanfömum ámm. Minnt var á ummæli í umræðum á Alþingi þeg- ar ijölgun dómara í Hæstarétti var til afgreiðslu: Þróunin gæti hæg- lega orðið sú að misvísandi dómar og óiíkar stjómmálalegar áherslur myndu í auknum mæli setja svip á störf Hæstaréttar. í svarinu við áramótaspumingu Morgunblaðsins kom fram að mér fyndist ýmsir af nýrri dómumm Hæstaréttar hafa verið „fúsari en fýrirrennarar þeirra að teygja sig út úr girðingu hinnar þröngu lög- fræði yfír í lendur pólitískrar hugmyndafræði og persónubund- innar afstöðu til aldagamalla deilna um ríkið og einstaklinginn". Þetta tengdist breytingum á eðli Hæsta- réttar í pólitíska túlkunarstofnun og mótanda á raungildi laganna og er um að ræða ákveðna samsvömn við Hæstarétt í Bandaríkjunum. Það er hins vegar mikilvægt að átta sig á því að skipan dómara í Hæstarétt Bandaríkjanna er með allt öðmm hætti en hér. Þar viður- kenna menn að það samtýmist ekki kenningunni um þrískiptingu ríkis- valdsins að einn valdsmaður (þar forsetinn sem er aðalstjómmálaleið- togi landsins og eins konar forsæt- isráðherra í æðra veldi — hér dómsmálaráðherra sem er einn af leiðtogum ákveðins stjómmála- flokks) ráði því einn og sér hveijir verða dómarar í Hæstarétti þegar sú stofnun gegnir í reynd áhrifa- miklu pólitísku túlkunarhlutverki. Ég benti á það í svarinu við spumingu Morgunblaðsins að haldi Hæstiréttur íslands áfram á þessari þróunarbraut þá væri „þörf á að breyta þeirri skipan að dómsmála- ráðherra hafí algert sjálfdæmi um það hveija hann skipar dómara í Hæstarétti". Það er ekki hægt að gera hvort tveggja: Breyta eðli Hæstaréttar og halda gömlu að- ferðinni um pólitískt einokunarvald dómsmálaráðherra við val á dómur- um. Slík blöndun opnar möguleika á hættulegri þróun sem gæti ein- kennst af: — skorti á lýðræðislegu aðhaldi, — pólitískri einhæfni í vali á dóm- umm og misnotkun á ráðherra- valdi sem gæti umtumað réttinum á skömmum tíma, — og einnig skapað hættur á pólitískri spiliingu þar sem óeðli- leg skoðanatengsl myndu skapast milli ráðherra sem færi einn með veitingavaldið og hæstaréttardómara sem í æ ríkari mæli væm sjálfír höfundar að pólitískum breytingum á inni- haldi bæði stómarskrár og almennra laga. Svör Jóns Sigurðssonar og Signrðar Líndal Eftir áramótin leitaði Morgun- blaðið síðan álits Jóns Sigurðssonar dómsmálaráðherra og Sigurðar Líndal prófessors á þeim viðhorfum sem komu fram í svömm mínum á gamlársdag. Jón Sigurðsson dóms- málaráðherra var tregur til að tjá sig um þörfína á nýjum aðferðum við val á dómumm í Hæstarétti og Ólafur Ragnar Grímsson „Þessi þróun bendir til þess að eðli Hæstarétt- ar sé að færast frá því að vera lögfræðilegiir úrskurðaraðili í stíl við þær réttarf arshug- myndir sem löngum hafa verið ráðandi á meginlandi Evrópu yf ir í pólitíska áhrifastofn- un líkt og tíðkast hefur í Bandaríkjunum og annars staðar þar sem engilsaxnesk réttar- heimspeki hefur verið ráðandi. Slíkar breyt- ingar á eðli Hæstarétt- ar knýja hins vegar á um endurskoðun á þeirri aðferð sem beitt hefur verið hér á landi við val á dómurum.“ dró í efa að umfjöllun sérstakra dómnefnda um umsækjendur yrði til bóta. Dómsmálaráðherra benti á að nú tíðkaðist að leita umsagnar Hæstaréttar um dómaraefni og erf- itt væri að sjá við hvað sérstakar dómnefndir ættu að miða. Þessi afstaða ráðherrans er ef til vill nokkuð fljótræðisleg. Marg- vísleg reynsla hefur fengist af störfum dómnefnda, m.a. við val á prófessorum við Háskóla íslands. Að ýmsu leyti eru gerðar svipaðar lærdómskröfur til prófessora við lagadeild og dómara við Hæstarétt, enda er algengt að prófessorar við lagadeild starfí sem eins konar varadómarar við Hæstarétt. Dómnefndir gætu tekið mið af prófum, ritverkum, starfsreynslu á öðrum dómstigum og við lögmanns- störf eða stjómsýslu auk þess sem þær tækju mið af almennri hæfni. Það væri því ekkert erfíðara fyrir óháðar dómnefndir að fjalla um dómaraefni en það er fyrir þá sem þegar sitja í Hæstarétti að senda dómsmálaráðherra álitsgerð um umsækjendur. Einnig væri eðlilegra að óháðar dómnefndir fjölluðu um dómaraefni heldur en að láta dóm- arana sjálfa tjá sig á óopinberan hátt við ráðherrann um það hveija þeir telji best hæfa til að ganga inn í sinn hóp. Það er því hæpið fyrir Jón Sig- urðsson dómsmálaráðherra að vísa hugmyndinni um óháðar dómnefnd- ir frá sér með þeim hætti sem hann gerir í viðtali við Morgunblaðið nema hann vilji viðhalda hinu af- dráttarlausa pólitíska veitingavaldi ráðherrans. Svör Sigurðar Líndal prófessors vom á annan veg. Hann benti á að dómstólar hefðu sjálfír æ meiri áhrif á þróun réttarins vegna þess að ónákvæm löggjöf veitti dómur- um aukið svigrúm. Sigurður Líndal vakti einnig athygli á því að hér kæmu líka til „áhrif frá engilsax- neskum hefðum og sú staðreynd að breytingar í þjóðfélaginu em svo örar að lögin ná ekki að fylgja þeim eftir". Hann rifjaði einnig upp fyrri hugmyndir um dómnefndir og að forseti íslands skipaði í embættin án atbeina ráðherra en slík aðferð gæti þó ekki að dómi Sigurðar kom- ið til framkvæmda nema með breytingum á ákvæðum stjómar- skrárinnar. Prófessor Sigurður Líndal viðurkennir þess vegna skýr- ar en Jón Sigurðsson að eðli Hæstaréttar er að taka breytingum og hafnar ekki hugmyndum um nýjar aðferðir við val á dómumm. Gamla kerf ið — Póli- tískir lagsbræður ráðherrans Þegar litið er yfír val hinna ýmsu dómsmálaráðherra á undanfömum áratugum á hæstaréttardómumm þá kemur greinilega í ljós að pólitísk tengsl við ráðherrann hafa verið áberandi þáttur í mörgum tilvikum. Þegar nokkrir hæfír umsækjendur hafa verið um starfið hefur ráð- herra oft valið þann sem vitað var að fylgdi flokki hans að málum eða var sérlega nákominn öðmm valda- miklum ráðhermm í viðkomandi ríkisstjóm. Pólitísk sjónarmið hafa. þannig verið einn þeirra áhrifaþátta sem ráðið hafa úrslitum um val á dómurum. í núverandi Hæstarétti sitja dóm- arar sem komust í embættin vegna pólitískrar velvildar þótt þeir hefðu að vísu einnig almenna starfshæfni til að bera. Má nefna tvö dæmi frá nýliðnum ámm. Hið fyrra er frá tíma ríkisstjómar Gunnars Thor- oddsen. Hið síðara er fyrsta veiting núverandi dómsmálaráðherra á embætti í Hæstarétti. í báðum til- vikunum sóttu ýmsir hæfír menn. í fyrra skiptið varð fyrir valinu náfrændi forsætisráðherrans og vit- að var að sú ráðstöfun var mikið áhugamál forsætisráðherrans. Þótt frændi hans væri fær og virtur lög- fræðingur átti hann ekki mjög langan embættisferil að baki og ýmsir aðrir umsækjendur stóðu honum jafnfætis ef ekki framar á faglegum gmndvelli. Síðara dæmið var ekkj nema nokkurra mánaða gamalt. I fyrsta sinn sem Jón Sigurðsson skipaði dómara í Hæstarétt valdi hann son helsta foringja Alþýðuflokksins á Norðurlandi. Faðir hins nýja dóm- ara hafði verið bæði þingmaður og. ráðherra fyrir Alþýðuflokkinn. Rétt er að taka fram til að fyrir- byggja misskilning að þessi dæmi em ekki tekin til að varpa rýrð á þessa tvo núverandi hæstar,éttar- dómara. Þeir em báðir hæfir og mjög vel menntaðir lögfræðingar. Það er hins vegar staðreynd að pólitísk sjónarmið, frændsemi og ættartengsl höfðu áhrif á skipan þeirra í embættið. Mörg önnur dæmi mætti einnig nefna. Þessi pólitísku áhrif á val á Bókhaldsáriö 1988 Þú kemur röð og reglu á hlutina með Bantex vörum: BRÉFABINDI, TÖLVUBINDI, DISKETTUBOX, PLASTUMSLÖG, PLASTSTAERÓE, FÁNABLÖÐ O.M.FL. Verð og gæði gerast vart betri. BANTEX vörur fást í flestum bóka- og ritfangaverslunum. mnnrmn - oooooooooo Batilex
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.