Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 25
w>r qtfr/11 o stní'AílííAnttA.V iþmuwiom MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988 25 Sovétríkin: Bandaríkjamenn fylgjast með kjam- orkutilraunum Moskvu, Reuter. ROBERT Barker, ráðgjafi Franks Carluccis, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, á sviði kjarnorkumála, kom í gær til Moskvu og mun hann sækja heim rannsóknarstöð sovéska heraflans í Semipalatinsk þar sem kjarnorkusprengjur eru sprengdar neðanjarðar í tilraunaskyni. Stjórnvöld í Banda- ríkjunum og Sovétríkjunum hafa náð samkomulagi um að standa saman að nokkrum slíkum tilraunum í ár í því skyni að treysta eftirlitsþætti hugsanlegra sáttmála um takmarkan- ir slíkra tilrauna. Reuter íkveikja í Suður- Kóreu Námsmenn við Chosun-háskóla í Kwangju í Suð- ur-Kóreu kveiktu í gær í stúdentagarði byggingarinnar til að lýsa yfir andúð sinni á yfírstjórn skól- ans. Lögreglu- menn réðust inn í bygginguna, sem námsmenn- imir höfðu haft á sínu valdi í tæpa fjóra, og tókst að forða hundruðum manna úr eld- hafínu. Svíþjóð: Samningar tókust ekki í Eystrasaltsdeilunni Stokkhólmi. Reuter. SVÍUM og Sovétmönnum tókst ekki að útkljá deiluna um lögsögumörk í Eystrasalti í viðræðunum, sem verið hafa í Moskvu síðustu daga. Skýrði talsmaður sænsku stjórnarinnar frá því í gær. Með Barker í förinni eru um 20 bandarískir sérfræðingar og munu þeir eiga viðræður við so- véska embættismenn um helgina áður en haldið verður til Semipal- atinsk í Kazakhstan í Asíuhluta Sovétríkjanna. Verður þetta í fyrsta skipti sem bandarískur embættismaður skoðar tilrauna- stöðina. Síðar í þessum mánuði munu sovéskir embættismenn halda til Bandaríkjanna og skoða tilrauna- stöð Bandaríkjahers í Nevada- eyðimörkinni. Samkomulag náðist um skoðunarferðir þessar á leið- togafundi þeirra Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og Míkhaíls S. Gorbatsjovs í Washington í síðasta mánuði. Samningamenn risaveld- anna í Genf hafa undanfama mánuði rætt hvemig takmarka megi kjamorkusprengingar í til- raunaskyni og munu þær viðræður hafa skilað nokkmm árangri. Ónefndur bandarískur stjómar- erindreki sagði sérlega mikilvægt að risaveldin skyldu heimila emb- ættismönnum að skoða tilrauna- staðina þar sem slíkt yrði til þess að auka traust í samskiptum þeirra. „Næsta skrefíð mun felast í sameiginlegum tilraunum til að kanna hvemig tryggja megi eftir- lit með hugsanlegu samkomulagi um bann við slíkum tilraunum," sagði hann. Sovétmenn hafa sprengt 16 kjamorkusprengjur neðanjarðar frá því í febrúar á síðasta ári en þá rann út einhliða bann þeirra við kjarnorkusprengingum í til- raunaskyni. A síðasta ári hófu samningamenn risaveldanna í Genf að ræða framkvæmd og umfang kjamorkutilrauna eftir sjö ára hlé. Helsta verkefni þeirra er að endursemja tvo óstaðfesta samninga sem gerðir vom á átt- unda áratugnum og kveða á um takmarkanir tilraunasprenginga. Níkolaj Ryzhkov, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, er væntanlegur í opinbera heimsókn til Stokkhólms á mánudag og lögðu fulltrúar ríkjanna mikið kapp á að ná samn- ingum fyrir þann tíma. Það tókst þó ekki og sneri sænska sendinefnd- in heim í gær. Sagði talsmaður stjómarinnar, að þessi mál yrðu nánar rædd í heimsókn Ryzhkovs. Deilan snýst um 13.500 ferkm stórt hafsvæði en það er auðugt af físki auk þess sem sænskir jarð- fræðingar telja, að þar megi fínna olíu. Svíar draga markalínuna milli eyjarinnar Gotlands og Sovétríkj- anna en Sovétmenn vilja miða við sænska meginlandið. Hefur staðið í stappi um þetta frá árinu 1969 en fyrr í vikunni virtust nokkrar líkur á samkomulagi um að Svíar fengju 75% umdeilda svæðisins en Sovét- menn 25% ásamt rétti til veiða innan sænsku lögsögunnar. í október sl. kynnti Míkhaíl Gor- batsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, hugmyndir sínar um minni hemað- arumsvif á norðurslóðum og meira samstarf við norrænu þjóðimar. Sænskir embættismenn sögðu í gær, að þeir teldu deiluna um lög- sögumörkin í Eystrasalti prófstein á það hvort yfírlýsingar Sovétleið- togans hefðu verið áróðurinn einn. GARDABÆR « BREIÐHOLT HAFNARFJÖRÐUR STÍGDU SKREFID TILFULLS! Innrítun er hafin í leikfimi (aðaláherslan lögð á magavöðva, rass og lærí), eróbik, jassballett, stepp, modemdans, ballett og bamadansa 4-6 ára. Nýttfyrir kyrrsetumenn. Þolþjálfun fyrir menn 30 ára og eldri, áhersla lögð á lungna- og hjartaþol með góðum teygjuæfingum. Kennsla hefst 11. janúar. Morgun-, dag- og kvöldtímar fyrir byrjendur og framhaldshópa. Endurnýjun og afhending nýrraskírteina í dag, laugardaginn 9. janúar frá kl. 1 -6. LJÓ^EKKÍRÍNUDDPOTfl^™61 DANSSTÚDIÓ DISU DANSNEISÍINN Smiösbúð9, Garðabæ ■ rétt við nýju Reykjanesbrautina. Félagi'í F.I.D.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.