Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 26
 26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988 Júgóslavía: Óánægðir Júgóslavar með áramótaóspektir Belgrad, Reuter. Þjóðernissinnar og óánægðir Júgóslavar brenndu fána Júgó- slavíu og kommúnistaflokks landsins, sprengdu símaskipti- borð með dínamitsprengju og köstuðu kínverjum að lög- reglubílum um áramótin, að sögn dagblaðs i Belgrad á fimmtudag. Dagblaðið Veeernje Novosti kall- ar þessa atburði „íjandsamlegar óspektir þjóðernissinna" og segir að málið sé í rannsókn lögreglunn- ar. Blaðið segir ennfremur að fánar Júgóslavíu og kommúnistaflokksins hafí verið brenndir en ekki fánar Króatíu, sem bendi til að hér hafi verið um króatíska þjóðemissinna að ræða. Ungur atvinnuleysingi er sagður hafa sprengt símaskipti- borðið og eftir honum er haft að hann hafi gert það vegna þess að póst- og símamálastofnunin hafi ekki fengist til að leggja síma að íbúð hans. í fyrra voru seldar 2.013.693 nýjar bifreiðar í Bretlandi og er það í fyrsta sinn sem meira en tvær milljónir bifreiða eru seldar þar í landi á ári. Eldra sölumetið var reyndar frá árinu 1986 þegar tæplega 1,9 milljónir nýrra bifreiða voru seldar þar í landi. Af seldum bifreiðum voru innfluttar rétt rúmlega 50% og hefur það hlutfall ekki verið lægra frá árinu 1979. Útlit er fyrir áfram- haldandi aukningu á sölu nýrra bifreiða í Bretlandi, að sögn sérfræðinga í þeim efnum. Á myndinni sést þegar verið er að telja nýja bíla hjá söludeild Fordverksmiðjanna bresku á fimmtudag. Bretland: Trevor Howard allur Aukin bílasala íBretlandi Reuter Lundúnum, Reuter. BRESKI leikarinn Trevor How- ard lést á fimmtudag eftir skammvinn veikindi, 71 árs að aldri. Trevor Howard var þekktur fyrir að leika karla í krapinu, yflrleitt htjúfa á yfirborðinu þó undir slægi gullhjarta. Howard hóf feril sinn árið 1934 og þá sem Shakespeare-leikari í Stratford-on-Avon og í Old Vic, en árið 1944 hófst kvikmyndaferill hans. Þekktastur er Howard líklega fyrir hlutverk sín í Þriðja mannin- um, Uppreisninni á Bounty og það að sérstöku umtalsefni, að þama hefðu bresk leikhús misst af manni, sem hefði getað orðið einn - af fremstu Shakespeare-leikurum þjóðarinnar. Howard kvæntist leikkonunni Helen Cherry árið 1944 og stóð það hjónaband af sér alla storma, jafnt íjárhagserfiðleika sem drykkjutúra, kvennafar og það hve brokkgengur Trevor heitinn var, víða um veröld. Langdræg kjarnorkuvopn risaveldanna: Shuttz telur allgóðar líkur P a WashÍD GEORGE Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaða- mannafundi i gær að risaveldin hygðust gera hvað þau gætu til að tryggja að fyrirhugaður fundur þeirra Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og Míkhails S. Gorbatsjovs Sovétleiðtoga í Moskvu siðar á þessu ári yrði mjög árangursríkur. Kvaðst Shultz vera nokkuð bjartsýnn um að samkomulag um fækkun lang- drægra kjarnorkuvopna yrði undirritað á Moskvufundinum en líklegt er talið að hann verði haldinn í maí eða júní. samkomulagi á hessu árí Dn, Reuter. „Odette". Howard fékk aldrei Óskarsverð- laun, en eigi að síður ræddu gagnrýnendur beggja vegna Atl- antsála gjarnan um hann sem „besta breska kvikmyndaleikar- ann“. Menn vom þó misánægðir með það, því breski leikhúsgagn- rýnandinn Sheridan Morley gerði Trevor Howard. Shultz lét þessi orð á falla á fundi með blaðamönnum í Was- hington í gær, hinum fyrsta sem hann boðar til á þessu ári. Fram kom að þeir Shultz og Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, áforma að eiga við- ræður í hveijum mánuði þar til Reagan forseti heldur til Moskvu. Sagði Shuitz að fundir hans og Shevardnadzes hefðu enn ekki verið dagsettir en þeir myndu ýmist fara fram í Washington og Moskvu. Fyrsti fundur þeirra hef- ur verið ákveðinn í Moskvu í næsta mánuði. Shultz sagði að enn væru fjöl- mörg deilumál risaveldanna varðandi fækkun langdrægra kjamorkuvopna óleyst og tiltók sérstaklega geimvamir. Kvaðst hann ekki geta sagt til um hvem- ig samningamenn risaveldanna í Genf hygðust reyna að leysa þann ágreining en benti á að tekist hefði að leysa íjölmörg og flókin mál í tengslum við samninginn um upp- rætingu meðal- og skammdrægra kjamorkuflauga, sem leiðtogar stórveldanna undirrituðu í Was- hington í síðasla mánuði. Kvaðst Shultz telja að sáttmáli þessi auð- veldaði starf samningamanna stórveldanna þar sem þeir gætu nú einbeint sér að langdrægum kjamorkuvopnum auk þess sem nokkuð hefði miðað í viðræðum Reagans og Gorbatsjovs um geim- vamir og helmingsfækkun lang- drægra kjamorkuvopna á Washington-fundinum. Viðræður samningamannanna hefjast að nýju í Genf næsta mánudag. Bandaríkin: Fyrsta banka- lokunin á annu Dallas, Texaa. Reuter. VILTU SÆTTAST EFTIRLITSMENN bandartska seðlabankans Iokuðu Commers Bank of Plano á fimmtudag, og er það fyrsta bankagjaldþrotið i Bandarikjunum á nýbyijuðu ári. Bankinn var innan við tveggja ára VIÐ VIGTINA? gamall, en eftirlitsmennimir sögðu, að 25 af 34 milljóna dollara lánum bankans væru glatað fé. „Gáleysisleg lánastefna og virðingarleysi fýrir al- mennum lánareglum voru ástæðumar fyrir gjaldþroti bankans,“ sagði í yfir- lýsingu frá bandaríska bankaeftirlit- inu. Bankinn var aðili að tryggingasam- lagi bankastofnana, og fá sparifjáreig- endur, sem áttu 100.000 dollara og minna inni á reikningum í bankanum, fé sitt greitt. VILTU LAGA LÍNURNAR?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.