Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988 31 Vitlaust veður á loðnumiðunum 32 norsk skip komin á miðin „ÞAÐ er spólvitlaust veður á loðnumiðunum og engin veiði,“ sagði Astráður Ingvarsson hjá loðnunefnd t samtali við Morgun- blaðið í gær. „Hins vegar var góð veiði á fimmtudag, en þá fengu 19 skip samtals 13.570 tonn,“ sagði Astráður. Sunnan hvassvirði var á loðnu- miðunum og lönduðu öll skipin norðanlands eða austan nema eitt, sem fór til Færeyja. Norsku skipin eru nú 32 og lágu flest eða öll í vari undir landi, nokkur inni á Lóna- firði. Auk þeirra skipa sem áður er get- ið tilkynntu eftirtalin um afla á fimmtudag: Keflvíkingur KE 530 til Siglufjarðar, Súlan EA 750 í Krossa- nes, Höfrungur AK 770 til Raufar- hafnar, Guðmundur VE 800 til Þórshafnar, Gígja VE 600 til Þórs- hafnar, Jón Finnsson RE 1.100 til Fuglafjarðar í Færeyjum, Guðrún Þorkelsdóttir SU 550 til Eskifjarðar, Guðmundur Ólafur ÓF 230 til Þórs- hafnar og Bergur VE 250 til Raufarhafnar. Viðræður HÍK og stjórnvalda: Nýr launagrunnur NEFNDIR samningamanna Hins íslenska kennarafélags og fjár- málaráðuneytisins komu saman til fundar í gær, þar sem farið var yfir hugmyndir að nýjum launa- grunni. Undirnefnd aðila hefur unnið að þessum hugmyndum frá þvi á síðasta samningafundi, sem haldinn var 17. desember síðast- liðinn. Akveðið var að næsti að ræða um launatölur í samnmgun- um, en félaginu væri engin launung á því að það hefði farið út í þessar viðræður til þess að fá fram leiðrétt- ingu á kjörum kennara. HÍK sagði upp kjarasamningum sínum í desem- ber og hafa þeir verið lausir frá því í byijun janúar. Bifreiðin var illa farin eftir áreksturinn og óökufær. Morgunbiaðið/Bjöm Biondai Umferðarslys í Njarðvík: •• Okumaður grunaður um ölvun Keflavik. OKUMAÐUR sem grunaður var um ölvun við akstur ók á ljósa- staur á Víknavegi í Njarðvík laust fyrir hádegi í gær. Farþegi sem sat í framsæti var fluttur í sjúkrahúsið í Keflavík en er ekki talinn hafa slasast alvarlega. Bif- reiðin var illa farin eftir árekst- urinn og varð að kalla til kranabifreið til að flytja hana af staðnum. BB Morgunblaðið/Rax Húsið við Tjamargötu 11 sem flutt verður í Skeijafjörð Tjarnargata 11 flytur í Skerjafjörð samningafundur yrði haldinn eftir hálfan mánuð og nefndin myndi starfa áfram að því að þróa þess- ar hugmyndir. Sá nýi launagrunnur sem rætt er um byggist á einingakerfí, þar sem meðal annars er tekið mið af eðli vinnunnar og samsetningu vinnutí- mans. Vincy Jóhannsdóttir, formaður HÍK, sagði í samtali við Morgun- blaðið að ennþá væri ekkert farið Lýst eftir manni LÝST er eftir Inga Jóhanni Haf- steinssyni, sem ekkert hefur spurst til siðan 3. nóvember sl., en þá sást hann á Skagaströnd. Ingi Jóhann er 35 ára, 180 cm á hæð í meðal holdum, frekar breið- leitur, með alskegg og ljóst, litað hár. Lögreglan lýsti eftir honum milli jóla og nýárs, en þrátt fyrir það hefur ekki tekist að hafa uppi á honum. Þeir sem geta gefíð upp- lýsingar um ferðir Inga Jóhanns frá 3. nóvember eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Ingi Jóhann Hafsteinsson HÚSIÐ við Tjarnargötu 11, á lóð væntanlegs ráðhúss, verður flutt á næst dögum í Skeijafjörð. Elli- máladeild félagsmálastofnunar Reykjavikurborgar, sem er þar til húsa, flytur að Tjarnargötu 20 þar sem Fræðsluskrifstofa Reykjavíkurumdæmis og Sál- fræðideild skóla er til húsa. Staðið hefur á flutningnum að sögn Hjörleifs Kvaran fram- kvæmdastjóra lögfræði- og stjórn- sýsludeildar Reykjavíkurborgar, þar sem dregist hefur að ganga frá leigusamningi milli menntamála- ráðuneytisins og eiganda Austur- strætis 12, um leigu á húsnæði fyrir fræðsluskrifstofuna og Sálfræði- deild skóla. Reykjavíkurborg sem er eigandi húsnæðisins að Tjarnar- götu 20, sagði fræðsluskrifstofunni og sálfræðideildinni upp hús- næðinu, með sex mánaða fyrirvara, frá og með síðustu áramótum. Tjarnargata 11 verður flutt að Fossagötu í Skeijafirði en þar hefur nokkrum gömlum húsum verið komið fyrir sem hafa orðið að víkja vegna skipulagsbreytinga. Að sögn Hjörleifs Kvaran verður húsinu komið fyrir á tunnum til að byija með en síðan verða steyptir sökklar undir húsið og það að öllum líkind- um selt sem íbúðarhús. GENGISSKRÁNING Nr. 4. 8. janúar 1988 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl. 09.1 B Kaup Sala g*ngl Dollari 36,76000 36,88000 35,99000 Sterlp. 65,98400 66,20000 66,79700 Kan. dollari 28,55300 28,64600 27,56800 Dönsk kr. 5,75770 5,77650 5,82360 Norsk kr. 5,76130 5,78010 5,72220 Sænsk kr. 6,13590 6,15590 6,14430 Fi. mark 9,06090 9,09050 9,03250 Fr. franki 6,55080 6,57220 6,62490 Belg. franki 1,05730 1,06080 1,07400 Sv. franki 27,08920 27,17760 27.66330 Holl. gyllini 19,67350 19,73780 19,95560 V-þ. mark 22,12460 22,19680 22,45870 lt. lira 0,03009 0,03019 0,03051 Austurr. sch. 3,14520 3,15550 3,18780 Port. escudo 0,26880 0,26970 0,27470 Sp. peseti 0,32500 0,32610 0,33000 Jap. yen 0,28321 0,28413 0,29095 írskt pund 58,82200 59,0140 59,83300 SDR (Sérst.) 50,30830 50,47250 50,64330 ECU, evr. m. 45,70190 45,85110 46,29390 Tollgengi fyrir janúar er sölugengi 28. des. Sjálfvirkur 62 32 70. símsvari gengisskráningar er Fiskverð á uppboðsmörkuðum 8. janúar. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verft (kr.) Þorskur 52,00 47,00 50,25 ■ 12,4 624.198 Ýsa 93,00 39,00 89,97 6,2 561.406 Keila 10,00 10,00 10,00 3,1 30.900 Langa 47,00 39,00 43,00 0,9 38.247 Lúöa 199,00 155,00 186,30 0,5 91.763 Annað 23,28 1,3 31.324 Samtals 56,29 24,5 1.377.834 Selt var aðallega úr Stakkavík ÁR og Tjaldl SH. Nk. mánudag verður væntanlega til sölu einhver bátafiskur. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA í Njarðvík Hæsta Lægsta Meftal- Magn Heildar- verft verð verð (lestir) verft (kr.) Þorskur 47,50 47,50 47,50 2,2 104.500 Ýsa 80,00 80,00 80,00 0,4 32.000 Keila 12,00 12,00 12,00 0,3 3.600 Samtals 48,31 3,0 140.100 Selt var úr dagróörabátum. Nk. mánudag veröa m.a. seld 12 tonn af ýsu úr Bergvík KE. Skákþing Reykjavíkur hefst á simnudaginn SKÁKÞING Reykjavíkur 1988 hefst næstkomandi sunnudag 10. janúar og verður teflt í félags- lieimili Taflfélags Reykjavíkur á Grensásvegi 46. í aðalkeppninni, sem hefst á sunnudaginn kl. 14, munu keppend- ur tefla saman í einum flokki 11 umferðir eftir Monrad-kerfi. Um- ferðir.verða yfirleitt þrisvar í viku, á sunnudagöum kl. 14 og á miðviku- dögum og föstudögum kl. 19.30. Biðskákadagar verða inn á milli. Aðalkeppninni lýkur væntanlega 31: janúar. Keppni í flokki 14 ára og yngri á skákþingi Reykjavíkur hefst laug- ardaginn 16. janúar kl. 14. I þeim flokki verða tefldar níu umferðir eftir Monrad-kerfi, umhugsun- artími 40 mínútur á skák fyrir hvern keppanda. Keppnin tekur þijá laugardaga, þijár umferðir í senn. Bókaverðlaun verða fyrir a.m.k. fimm efstu sæti. Lokaskráning í aðalkeppnina verður laugardaginn 9. janúar kl. 14—18 og er öllum heimil þátttaka. Taflfélag Reykjavíkur hefur haldið skákþing Reykjavíkur árlega frá árinu 1931. Ingi R. Jóhannsson hefur oftast orðið skákmeistari Reykjavíkur, alls sex sinnum. Næstir koma Asmundur Asgeirs- son, Baldur Möller, Eggert Gilfer, Benóný Benediktsson, Björn Þor- steinsson og Jón Kristinsson, en þeir hafa unnið meistaratitilinn §ór- um sinnum hver. Árið 1987 varð Þröstur Þórhallsson, alþjóðlegur meistari, skákmeistari Reykjavíkur, en árið þar á undan varð Reykjavík- urmeistari hinn ungi skákmeistari Þröstur Árnason, þá aðeins þrettán ára. Smáskjálfti vakti fólk VÆGUR jarðskjálftakippur vakti nokkra menn í Hafnarfirði og Reykjavík klukkan 1:30 í fyrrinótt. Upptök skjálftans voru skammt norðvestur af Kleifarvatni, og mældist hann 2,7 á Richter-kvarða, j~ að sögn Ragnars Stefánssonar, jarðskjálftafræðings. Krísuvíkur- svæðið er vanalegt smáskjálfta- svæði, en ekki hafa þó mælst aðrir skjálftar af svipaðri stærð þar und- anfarið. Einu sýnilegu áhrif skjálft- ans munu hafa verið þau að málverk skekktust á veggjum í vinnuskúr Sveins Bjömssonar, listmálara, í Krísuvík. Æfinga- Siggu Guðjohnsen LEIKFIMI PULTIMAR Furugrund 3 Kópavogi Gleðilegt nýtt ár 6 vikna námskeið hefst 11. janúar. Hressar æfingar, púltímar, fram- hald, byrjendur. Dag- og kvöldtímar. Byrjum árið með góðum æfingum. Hress sál í hraustum líkama. Núna er rétti tíminn. Innritun í síma 46055. Sólskin, Furugrund 3.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.