Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 32
32 íW'!' C 5l1 !• /?/ ’VM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988 j Bæjarráð Akureyrar: Vill greiða forstöðukonum 15-20 óunna yfirvinnutíma Viljum útilager Sjafnar burtu - segirTómas Búi Böðvarsson slökkviliðsstj óri Slökkvilið Akureyrar hefur margitrekað reynt að fá for- svarsmenn Efnaverksmiðjunnar Sjafnar hf. til að flytja vörulager fyrirtækisins, sem er í porti við Hvannavelli, á öruggari stað. Portið er á bak við málningar- verksmiðjuna sjálfa sem stendur við Glerárgötu 28. Að sögn Tóm- asar Búa Böðvarssonar slökkvi- liðsstjóra eru eldfim og hættuleg efni geymd í ómannheldu portinu innan um íbúðarhús og fyrirtæki. „Okkur skortir einfaldlega ákveðnari ákvæði í reglugerðum um geymslu á eldfimum efnum til að geta staðið fast á okkar. Öll máln- ingarframleiðsla Sjafnar fer fram við Glerárgötuna og er húsnæði verksmiðjunnar sambyggt öðrum fyrirtækjum. Sjöfn hefur einhverra hluta vegna ekki viljað flytja lager- inn þrátt fyrir augljóst hættuástand sem skapast getur þarna ef eldur kemur upp. Við gerðum atlögu að fyrirtækinu síðast í sumar sem ekki bar árangur. Við óskuðum eftir því að portið yrði lagt niður og annað- hvort yrði útbúið annað port á aðalverksmiðjusvæði fyrirtækisins við Austursíðu eða þá að þær hrá- efnis- og efnistunnur, sem innihalda eldfim efni, yrðu geymdar í olíu- porti Olíufélagsins. Þar eru jafn- framt eldfim efni, en port Olíufé- lagsins er ágætlega afgirt. Hinsvegar er því ekki að heilsa í porti Sjafnar. Það á að heita afg- irt, en mannhelt er það örugglega ekki," sagði Tómas Búi að lokum. BÆJARRÁÐ Akureyrar sam- dagskvöld að forstöðukonur á þykkti á fundi sinum sl. fimmtu- dagvistum bæjarins skyldu fá Sovéska samvinnusambandið: Ræðir viðskiptasamn- mg við SIS Alafossmenn * til Moskvu um næstu helgi SENDINEFND frá Sovéska sam- vinnusambandinu er væntanleg til Akureyrar í lok janúarmánaðar tii að ræða um viðskipti við Sam- band íslenskra samvinnufélaga. Af hálfu SÍS er aðallega um að ræða ullarvöruviðskipti, en af Sovétmönnum hefur aðallega ver- ið keypt olía. Valur_ Amþórsson stjómarfor- maður SÍS sagði það vera mjög óljóst á þessu stigi hversu stór samningur- inn gæti orðið. Nú væru viðhorfín breytt að því leyti að ullariðnaðar- deild SÍS og Álafoss hf. hefðu runnið á Akureyri saman, en vonir væru bundnar við Qögurra milljóna dollara samninga eða hátt í 160 milljónir íslenskra króna. Auk þessa er vonast til að nýja Álafoss hf. nái meiri samningum við Sovétmenn, það er við ríkisfyrir- tækið Rezno, og hefur verið rætt um samninga sem kæmu til með að nema um 200 milljónum íslenskra króna. Þeir Jón Sigurðarson forstjóri Ál.a- foss hf. og Aðalsteinn Helgason aðstoðarforstjóri halda til Rússlands um næstu helgi til viðræðna við Rez- no. Þeir verða að öllu óbreyttu komnir til Moskvu þann 17. janúar og gætu þá samningaviðræður vænt- anlega hafíst. „Þangað til verður tíminn notaður til telexsamskipta við Sovétmenn. Það er alveg eins líklegt að við komum heim aftur án samn- inga, það verður bara að koma í ljós,“ sagði Aðalsteinn. Morgunblaðið/GSV Starfsmönnum Skíðastaða þykir nú kominn nægilegur snjór í fjallið svo hægt sé að opna það skíðagörpum. Hiíðarfjall: Skíðalyftur opnaðar í dag SKÍÐASTAÐIR í Hlíðarfjalli verða opnaðir í fyrsta sinn í vet- ur í dag kl. 10.30. Opið verður til kl. 16.00. Þijár lyftur verða í gangi, stólalyftan auk Hóla- brautar og Hjallabrautar. Sæmilegasti snjór er kominn í fjallið, en ekki mun snjórinn alfarið nægja til að fylla upp í alla skom- inga. Þeir staðir munu hinsvegar vera merktir sérstaklega. Rútur fara úr bænum upp í fyall kl. 10.00 og kl. 13.00 í dag. Ferðir úr fjallinu íbæinn aftureru kl. 14.00 og 16.00. Morgunblaðið/GSV Port Sjafnar við Hvannavelli. Eins og sjá má er portið ómannhelt miðað við girðinguna sem er í forgrunni myndarinnar, en inni í portinu eru jafnan geymd eldfim og hættuleg efni í tunnum. Kaupfélag Svalbarðseyrar: Abyrg’ðarmennirnir enn „undir hainrinum“ greidda 15 til 20 óunna yfir- vinnutíma fyrir utan þá kaup- taxta, sem í gildi eru. Dagvistum í bænum er skipt í tvennt, minni og stærri dagvistir. Bæjarráð samþykkti að forstöðu- konur á stærri dagvistum fengju fasta 20 tíma yfírvinnu á mánuði og forstöðukonur á minni dagvist- um fengju sem svarar til 15 yfír- vinnutíma í hvetjum mánuði. Bærinn greiðir ýmsum forstöðu- mönnum bæjarstofnana óunna yfírvinnutíma og því þótti við hæfí að forstöðumenn dagvista bæjarins nytu sömu kjara, samkvæmt upp- lýsingúm Morgunblaðsins. Að sögn heimildarmanns, hefur álag aukist á forstöðukonur dagvista þar sem nú er svo komið að nánast engin faglærð fóstra er eftir inni á deild- unum. Nær eingöngu er þar um ófaglært starfsfólk að ræða. Með tilliti til þess þótti bæjarráðsmönn- um ekki óeðlilegt að forstöðukon- umar fengju greidda óunna yfirvinnu á við aðra yfirmenn bæj- arins. Um áramótin hættu tvær forstöðukonur, á Síðuseli og á Flúð- um, og lá þá við lokun heimilanna. Ef fóstmr fá ekki launakröfum sínum framgengt, er fyrirsjáanlegt að aðeins verði ein fóstra í starfí hjá bænum eftir 1. apríl. Mikil ieynd hvíldi yfír málefnum fóstra í gær og sátu þær á fundum fram eftir degi. Málsaðilar komu sér saman um að greina ekki frá málsatvikum í fjölmiðlum fyrr en síðar. Ekki er því vitað hvort hægt verður að halda Flúðum og Síðu- seli opnum eftir helgina. FORSTJÓRI og stjómarformaður Sambands islenskra samvinnufé- laga, þeir Guðjón B. Ólafsson og Valur Arnþórsson, áttu fund í vik- unni með forsvarsmönnum Kaupfélags Svalbarðseyrar sem gengist höfðu í persónulegar ábyrgðir fyrir_ hluta af skuldum félagsins. Ábyrgðarmennirnir átta höfðu skrifað stjórn SÍS bréf á sínum tíma þar sem þeir fóm þess á leit við SÍS að ábyrgðunum yrði létt af þeim, en alls nema þær 27 milljónum króna. Valur sagði í samtali við Morgun- blaðið að bændumir hefðu gert grein fyrir sínu erindi, en annað væri ekki að frétta af fundinum. Engin afstaða hefur verið tekin í málinu af hálfu Sambandsins, en hann bjóst við að málið yrði rætt á stjómarfundi SÍS sem haldinn verður nk. mánudag. Slippstöðin verði áfram í eigu félagslegra aðila - segir Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri „ÆSKILEGAST finnst mér að Slippstöðin verði áfram í eigu þeirra félagslegu aðila, sem em aðaleigendur fyrirtækisins nú, Ríkissjóðs Islands, Akureyrar- bæjar og Kaupfélags Eyfirð- inga. Hinsvegar, ef ríkið ákveður að selja, þá tel ég sjálf- sagt að aðrir hluthafar eigi forkaupsrétt á hlut ríkisins enda er sú raunin samkvæmt samþykkt stjórnar Slippstöðv- arinnar," sagði Valur Arnþórs- son kaupfélagsstjóri Kaupfé- lags Eyfirðinga í samtali við Morgunblaðið í gær um þau áform nokkurra einkaaðila á Norðurlandi að kanna kaup á hluta ríkisins í Slippstöðinni sem nemur 54,2%. „Mér finnst sjálfsagt að starfs- menn Slippstöðvarinní.r eignist i fyrirtækinu einhvern hlut, sem þeir fengju að kaupa á löngum tíma án þess að öðm leyti þurfi að koma til breytinga á eignaraðil- um. Það myndi að sjálfsögðu breyta eignarhlutföllunum, en það væii hægt að láta það gerast á einhveiju árabili án þess að eigna- raðilamir breyttust að öðm leyti. Valur sagðist persónulega vera mjög andsnúinn því að þetta grundvallarfyrirtæki í atvinnulífi Akureyrar og í skipasmíðum landsmanna lendi í einkaeigu. „Það er alkunna að skipasmíða- iðnaður víða um lönd hefur átt við mikla erfíðleika að stríða og það hefur jafnframt hent hér á Islandi. Það tókst þá að rétta fyr- irtækið við, en erfiðleikar geta dunið yfir aftur. Ég tel mjög þýð- ingarmikið að fyrirtækinu verði haldið áfram í félagslegri eigu og að ríkið eigi áfram stóran hluta í því. Ég er ekki hrifinn af svoköll- uðum „pilsfaldakapítalisma". Vafalaust myndu einkaaðilar leita á náðir opinberra aðila á erfíð- leikatímum," sagði Valur að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.