Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988 STUTTAR ÞINGFRETTIR MIKLAR annir hafa verið hjá þingmönnum og þingnefndum undanfamar vikur vegna af- greiðslu á forgangsmálum ríkisstjórnarinnar og hafa nánast engin ný þingmanna- mál verið lögð fram á þeim tíma. Á fimmtudag voru þó lagðar fram nokkrar fyrir- spurnir til ráðherra. Raf skautaverksmiðj a við álverið Hjörleifur Guttormsson (Abl/ Al) spyr iðnaðarráðherra með hvaða hætti Alusuisse hafi staðið við ákvæði bráðabirgðasamnings við ríkisstjórn íslands frá 23. september 1983 um að „gera hagkvæmnisathuganir á því að koma upp rafskautaverksmiðju á bræðslulóðinni og á stækkun steypuskála", sbr. einnig „bréf um samkomulag" milli ríkis- stjómarinnar og Alusuisse frá 5. nóvember 1984. Einnig spyr Hjörleifur iðnað- arráðherra hveijar séu horfur í ullariðnaði á nýbyijuðu ári og til hvaða aðgerða stjómvöld hyggj- ast grípa til að bæta rekstrar- stöðu hans. Gjaldþrotamál Svavar Gestsson (Abl/Rvk) spyr dómsmálaráðherra hve margir úrskurðir um gjaldþrota- mál hafi verið kveðnir upp á ári hverju frá 1982 til og með 1987. Svavar biður um skriflegt svar. Einnig spyr Svavar ráðherra Hagstofu íslands hvað líði verð- upptöku vegna nýs grundvallar vísitölu framfærslukost'naðar. Sjómenn og útgerðarmenn þurfa nú ekki lengur að velkjast f vafa um hvernig fyrirkomulagi fiskveiða skuli háttað, en þessir hópar hafa verið fjölmennir á þingpöllum siðustu daga að fylgjast með framgangi mála. Helstu breytingamar, sem orðið hafa á kvótafrumvarpinu varða veiðar smábáta, en banndögum þeirra hefur verið fækkað frá fyrstu frumvarpsdrögum og aflamarkið hækkað. Kvótafrumvarpið að lögum Karvel og Þorvaldur Garðar greiddu mótatkvæði í efri deild Kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar varð að lögum klukkan hál- feitt í fyrrinótt eftir langar umræður í efri deild Alþingis. Deildin samþykkti frumvarpið óbreytt frá neðri deild, en allnokkrar breytingar hafa orðið á því frá þvi að það var lagt fram fyrir um mánuði, einkum um rýmkun veiðiheimilda smábáta. Tveir stjórnarliðar greiddu atkvæði gegn frumvarpinu í efri deild, þeir Karvel Pálmason (A/Vf), sem er formaður sjávarútvegsnefndar deildarinnar, og Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S/Vf) Umræðumar í efri deild voru Karvels og hann svaraði athuga- nokkuð hvassyrtar og fjörugar á semdunum fullum hálsi. Forseti köflum. Er Karvel Pálmason talaði í annað sinn, varð deildarforseti, Karl Steinar Guðnason, að stilla þingmenn með því að slá í bjöllu sína. Sjálfstæðisþingmennirnir Guð- mundur H. Garðarsson og Halldór Blöndal kölluðu þá fram í ræðu Ólafur Þ. Þórðarson: Styð ekki sljórn- ina ef vextir hækka í UMRÆÐUM um lánsfjárlög í neðri deild Alþingis i gær lét Ólafur Þ. Þórðarson (F/Vf) þau orð falla að hann styddi ekki lánsfjárlaga- frumvarpið óbreytt og einnig myndi hann hætta stuðningi sínum við ríkisstjórnina, yrði hávaxtastefna áfram við lýði. Ólafur sagði sjöttu grein láns- fjárlaga „ósvífni", vegna þess að með henni væru Framkvæmda- stofnun og Byggðasjóður lögð niður, en Byggðastofnun kæmi í staðinn. Sagðist hann ekki styðja frumvarpið að greininni óbreyttri, þar sem með þessu væri fólks- straumurinn til Reykjavíkur enn aukinn og „byggðunum vísað á inn- lendan okurlánamarkað". Þingmaðurinn gerði vaxtastefnu ríkisstjómarinnar einnig að umtals- efni og sagði að yrði sú stefna ofan á, að leyfa áframhaldandi vaxta- hækkanir og pína þannig niður kaupgjald, styddi hann ríkisstjórn- ina ekki lengur. Hann bætti því við að eflaust væru fleiri en einn og fleiri en tveir stjómarliðar, sem létu viðhorfið til þessara mála ráða þvf, hvort friður héldist á stjómarheimil- inu eður ei. Ólafur lét þess einnig getið að hagur Ríkisútvarpsins væri illa tryggður í lánsfjárlagafrumvarpinu og tóku fleiri stjómarandstæðingar í sama streng. Halldór Ásgrímsson: Ráðherra óþarfur? HALLDÓR Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, sagði við umræður um kvótafrumvarpið í fyrradag að yrði samráðsnefnd um fiskveiðar skipuð af Alþingi, eins og breytingartillaga Matthíasar Bjarnasonar við frumvarpið gerir ráð fyrir, geti það gert sjávarútvegsráðherra að einhveiju leyti óþarfan, er um stjórn fiskveiða væri fjallað. „Hér er um að ræða afar veiga- mikla breytingu og alls ekki einfalt stjómarfárslegt ákvæði," sagði Halldór. „Verði þetta samþykkt gæti svo farið að ráðherra verði að einhveiju leyti óþarfur." Halldór lýsti þeirri skoðun sinni að Alþingi ætti ekki að kjósa sér- stakar, stjómskipaðar nefndir; það væru óeðlileg afskipti löggjafans af framkvæmdavaldinu. Hann sagði það hlutverk Sjávarútvegsráðu- neytisins að fjalla um fiskveiði- stjómun og hingað til hefðu engar athugasemdir verið gerðar við þá tilhögun mála. Ráðherra sagði einn- ig að yrði þessi tillaga að lögum, ^ yrði það fordæmi fyrir því að Al- þingi færi inn á valdsvið annarra ráðuneyta. sagðist tilbúinn að fresta fundi til þess að þingmennirnir gætu gert upp mál sín frammi á gangi, og fékkst þá hljóð í salinn. Karvel deilir á flokksf orystuna Karvel var mjög harðorður í garð forystu Alþýðuflokksins í máli sínu. Hann sagði að kvótafrumvarpið gengi þvert á stefnu Alþýðuflokksins í sjávarútvegsmálum og væri einnig í hrópandi ósamræmi við stjórnar- sáttmálann. Karvel sagðist ekki tilbúinn að gefa eftir og koma ti! móts við markmið frumvarpsins, enda gengi það þvert á meginskoð- anir hans og stórs hluta alþýðu- flokksmanna á Vestfjörðum. Karvel sagði afstöðu flokksforystunnar ögr- un við þetta fólk. Skúli Alexandersson (Abl/Vl) vitnaði í yfirlýsingar frambjóðenda Alþýðuflokksins á Vestfjörðum fyrir kosningar, þar sem deilt er á fyrir- komulag fiskveiðistjórnarinnar. Hann las einnig upp úr stjórnarsátt- málanum, og sagði að þrátt fyrir að þar væri að finna fögur fyrirheit um lagfæringar á fiskveiðistjóm- inni, hefði lítið orðið úr efndum, og nefndin, sem sjávarútvegsráðherra hefði skipað til endurskoðunar, hefði unnið illa og ómarkvisst. Skúli lét einnig í ljós þá skoðun, að frumvarpið veitti sjávarútvegs- ráðherra alltof mikið vald, og slíkt væri vafasöm þróun í lýðræðisríki. „Menn hafa svikið öll loforð, bæði þau sem gefin voru fyrir kosningar og eftir,“ sagði Skúli. „Þeir, sem hugðust breyta fiskveiðistefnunni hafa verið hafðir að flónum." Danfríður Skarphéðinsdóttir (Kvl/Vl) og Júlíus Sólnes (B/Rn) urðu bæði til þess að gagnrýna fréttaflutning ríkissjónvarpsins af umræðum um kvótafrumvarpið á miðvikudag. „Fréttamaðurinn lét líta svo út sem stjómarandstaðan héldi uppi málþófí og væri Borgaraflokk- urinn þar sýnu verstur," sagði Júlíus. Hann fór þess á leit að forsetar þingsins fæm fram á afsökunar- beiðni ríkissjónvarpsins við þingheim og Alþingi, þar sem það hefði ekki verið málþóf, sem átti sér stað, held- ur málefnaleg og nauðsynleg umræða. Ekki hægt að ná breiðari samstöðu Eiður Guðnason, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, sagði að eflaust kysu allir þingmenn að sjá einhveijar frekari breytingar á kvótafmmvarpinu. Hins vegar lægi nú fyrir að ekki væri hægt að ná breiðari samstöðu um neitt annað fyrirkomulag, hvorki meðal hags- munaaðila né þingmanna. Þess vegna kæmu honum á óvart ræður stuðningsmanna stjórnarinnar, sem settu sig upp á móti fmmvarpinu. „Það hlýtur að vera erfítt að vera bæði í stjóm og stjórnarandstöðu,“ sagði Eiður. „Ég og allur minn flokk- ur styðjum ríkisstjómina og það vefst því ekkert fyrir mér að greiða atkvæði með þessu frumvarpi." Svavar Gestsson (Abl/Rv) sagði það óvenjuleg tíðindi að Karvel Pálmason skyldi setja sig upp á móti fmmvarpinu. Hann sagðist ekki muna eftir því, að stjómarþingmað- ur hefði kveðið jafnhvasst að orði í mótmælum við stefnu eigin manna. „Karvel svíður eflaust sárt að sjá félaga sína afvelta," sagði Svavar. Svavar spurði hvort Sighvatur Björgvinsson (A/Vf) og Karvel litu svo á, að verið væri að reka þá úr Alþýðuflokknum, þar sem ekkert til- lit hefði verið tekið til tillagna þeirra, hvorki í efri né neðri deild, og í neðri deild hefði breytingartillaga Sig- hvats verið felld, þótt hún væri nánast beint upp úr stjómarsáttmál- anum. „Ég hygg að það séu fá dæmi um jafnsamviskulipra menn og suma forystumenn Alþýðuflokksins," sagði Svavar. „Þeir em mjúkir og sveigjanlegir.“ Svavar sagði að lokum að þótt umræða um frumvarpið hefði tekið nokkm lengri tíma en ætlað var, hefði hún skilað sér í því, að nokkr- ar breytingar væm orðnar til bóta á fmmvarpinu, þótt þær gengju skammt. Guðmundur H. Garðarsson (S/Rv) sagði að allar breytingar á fmmvarpinu væm tilkomnar af hálfu stjómarliða, en stjómarand- staðan gæti ekki þakkað sér þær. Mótmæli stjómarþingmanna við frumvarpinu kallaði hann pólitíska leiki og atkvæðaveiðar, sem lítt væm þó fallnar til vinsælda. „Það er nánast glæpsamlegt að standa gegn kvótanum og ætla að eyða fískistofnunum með stjómlausum veiðum," sagði Guðmundur. Karvel Pálmason svaraði fyrir sig og sagðist ekki vera á neinum atkvæðaveiðum, enda ætti afstaða sín ekki að koma neinum á óvart. Hins vegar undraðist hann það, að Guðmundur H. Garðarsson styddi nú kvótafmmvarpið, þar sem hann hefði lagst gegn fiskveiðikvóta er honum hefði verið komið á fyrir fjór- um ámm. Karvel sagði að Guðmund- ur hefði verið heilaþveginn af félögum sínum í þessu máli. „Það er skylda þingmanna sam- kvæmt stjómarskránni að hlýða samvisku sinni," sagði Karvel. „Sumir skjóta sér hjá því, en aðrir láta sig ekki, og auðvitað er það erfítt." Hægt að afnema eða breyta lögnnum hve- nær sem er Eyjólfur Konráð Jónsson (S/Rv) sagði að þótt gildistími lag- anna væri tiltekinn til 31. desember 1990 í fmmvarpinu, væri ekki þar með sagt að lögin yrðu að gilda all- an þann tíma. „Það skilur það auðvitað hver einasti lögfræðingur að Alþingi getur breytt þessum lög- um eða numið þau úr gildi hvenær sem er, þess vegna á morgun,“ sagði Eyjólfur Konráð. Hann sagði að þetta þýddi það að ekki væri hægt að selja kvóta til tveggja eða þriggja ára, þingið gæti ógilt slíkt hvenær sem væri. Skúli Alexanderssan tók í sama streng og Eyjólfur Konráð. Að lokinni umræðu vom greidd atkvæði um fmmvarpið í heild, en engar breytingar vom gerðar á því í síðustu umræðu efri deildar. Fmm- varpið var samþykkt með tólf atkvæðum gegn níu. Allir stjómar- andstæðingar í deildinni greiddu atkvæði gegn fmmvarpinu og einnig Vestfjarðaþingmennirnir Karvel Pálmason (A) og Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S). Aðrir þingdeildar-- menn samþykktu fmmvarpið eins og það kom frá neðri deild, en þar var það samþykkt með 29 atkvæðum gegn 15 í fyrradag. Þingleyfi ílok næstu viku STEFNT er að því að þingleyfi hefjist í lok næstu viku og standi fram að mánaðamótum. Að sögn Þorvalds Garðars Kristjánssonar, forseta samein- aðs þings, er ætlunin að afgreiða þijú stjórnarfrum- vörp sem ríkisstjórnin leggur áherslu á áður en leyfið getur hafist. Fmmvörpin þqú sem afgreiða á fyrir þingleyfl em fmmvarp um stjómun fískveiða, fmmvarp um verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga og lánsfjárlög. Kvótafmm- varpið á eftir eina umræðu í hvorri deild, verkaskiptirigar- fmmvarpið er enn í annarri umræðu í neðri deild, sem er fyrri deild, og lánsfjárlögin bíða fyrstu umræðu í neðri deild, sem er síðari deild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.